Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Qupperneq 12
12 þriðjudagur 6. október 2009 fréttir
Benedikt XVI páfi hefur verulegar
áhyggjur af Afríku, en er þó þeirrar
skoðunar að álfan sé uppspretta and-
legrar iðkunar. Á sunnudaginn setti
Benedikt páfi biskupastefnu í Páfa-
garði um málefni Afríku og er um að
ræða þriggja vikna fundahöld um
þrjúhundruð presta þar sem reifuð
verða trúarleg málefni og vandamál
kirkjunnar í álfunni. Tæplega tvö-
hundruð biskupar frá Afríku sækja
stefnuna.
Benedikt páfi lofaði menningar- og
trúarlega auðlegð Afríku, sem hann
sagði vera „lungu andlegra málefna“
í veröld sem stríddi við sívaxandi
kreppu með tilliti til trúar og vonar.
Undir ásókn þróuðu landanna
En páfi lýsti einnig áhyggjum sínum
vegna þeirra áhrifa sem efnishyggj-
an hefur haft á Afríku, og runnin er
undan rifjum þróuðu landanna. Páfi
sagði að nýlendustefnan væri liðin
tíð, en að þróuðu löndin héldu þó
áfram að flytja út efnishyggju sem
hann kallaði „eitrað andlegt rusl“.
„Í því tilliti hefur nýlendustefnan
– þó að hún heyri sögunni til á vett-
vangi stjórnmála– ekki tekið enda,“
sagði Benedikt páfi og bætti við að
Afríka stæði einnig frammi fyrir
annarri ógn sem væri bókstafstrú
og nefndi í því samhengi hópa sem
fullyrða að þeir búi að trúarlegum
bakgrunni og breiddust út um álf-
una eins og „vírus“.
Á grundvelli umburðarleysis
Benedikt XVI páfi var ómyrkur í máli
um áðurnefnda trúarhópa. „Þeir
fara fram í nafni guðs, en með rökum
sem fara í bága við hin guðdómlegu
rök: kenna og vinna, ekki með kær-
leika og virðingu fyrir frelsi, held-
ur með umburðarleysi og ofbeldi,“
sagði páfi í opnunarræðu sinni.
Páfi hvatti kaþólsku kirkjuna í
Afríku til að verða rödd sátta, rétt-
lætis og friðar á meðal hinna ýmsu
þjóðernis- og trúarhópa sem byggja
álfuna.
Það má vera ljóst að kaþólska
kirkjan stendur frammi fyrir ærnu
verkefni í Afríku. Kaþólskum fjölg-
aði gríðarlega á þremur áratugum,
frá 1978 til 2007, og fjöldi þeirra
nánast þrefaldaðist úr 55 milljónum
í um 150 milljónir. Gögn úr Páfa-
garði sýna að um sautján prósent
Afríkubúa eru kaþólsk.
Mikilvægi fagnaðarerindisins
Á meðal þeirra áskorana sem kirkj-
an stendur frammi fyrir í Afríku eru
fátækt, átök og alnæmi. Með tilliti
til þess síðastnefnda er viðbúið að
vakið verði máls á banni Páfagarðs
við notkun smokka, en margir eru
þeirrar skoðunar að smokkar gætu
skipt sköpum í baráttunni við al-
næmi í Afríku.
Benedikt páfi sagði að boðun
fagnaðarerindisins væri „brýn“ í
álfunni, en þetta er í annað skipti
sem Páfagarður skipuleggur
prestastefnu sérstaklega til að taka
á vandamálum Afríku.
Fyrsta prestastefnan var hald-
in 1994, nánast í sömu andrá og
þjóðarmorðin í Rúanda voru að
hefjast. Ekki fer miklum sögum
af þeirri prestastefnu eða árangri
hennar.
Leikstjórinn Roman Polanski er enn
í haldi í Sviss vegna bandarískrar
handtökuheimildar vegna kynferð-
isbrots sem hann framdi gegn þrett-
án ára stúlku í Bandaríkjunum árið
1977. Þrátt fyrir að hafa samið við
fórnarlamb sitt árið 1993 hefur hann
verið eftirlýstur af bandarískum yf-
irvöldum sem hafa farið fram á að
hann verði framseldur frá Sviss sam-
kvæmt samningi landanna á milli.
Samkvæmt skjölum sem banda-
rískir dómstólar hafa nú svipt hul-
unni af samþykkti Polanski að greiða
fórnarlambi sínu, Samönthu Geim-
er, 500.000 Bandaríkjadali árið 1993.
Samkvæmt dómskjölum frá 1996
virðist hafa verið lítið um efndir af
hálfu Polanskis því í þeim segir að
skuld Polanskis við Samönthu Geim-
er nemi 604.416,22 Bandaríkjadölum
og eru vextir meðtaldir.
Í skjölunum sem opinberuð voru
fyrir helgi kemur ekki fram, sam-
kvæmt frétt fréttastofu AP, hvort
Roman Polanski greiddi Geim-
er nokkurn tímann eitthvað af um-
samdri upphæð.
Fjölmargir leikarar, leikstjórar og
þungavigtarfólk í Hollywood, auk
framámanna í Frakklandi og Pól-
landi, hafa látið í ljósi hneykslan
vegna handtöku Romans Polanski,
og lýst yfir stuðningi við hann.
Ekki eru þó allir á sama máli
og ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold
Schwarzenegger, sem vart getur tal-
ist léttvægur í heimi kvikmynda í
Bandaríkjunum, hefur ekki slegist
í hóp fjölmargra starfbræðra sinna
vestan Atlantsála. Á föstudaginn
sagði Schwarzenegger að Roman
Polanski ætti ekki að fá sérmeðferð
vegna þess að hann væri „heimsfræg-
ur leikstjóri“. Polanski hefur verið á
lista Alþjóðalögreglunnar, Interpol,
yfir þá sem hún helst vill handsama,
í fjölda ára.
Glaður á góðri stund Leikstjórinn er sennilega ekki jafn brosmildur núna. Mynd AFP
Roman Polanski samdi um 500.000 Bandaríkjadala bætur:
Skuldar rúmlega 600.000 dali
Mítrin löguð Afrískir biskupar í Páfagarði huga að höfuðbúnaði sínum. Mynd: AFP
Áhyggjur pÁfa
af afríku
Benedikt XVI páfi setti um helgina sérstaka biskupastefnu í Páfagarði. Hún er
tileinkuð kaþólsku kirkjunni í Afríku og þeim vandamálum sem kirkjan stendur
frammi fyrir í álfunni. Fjöldi kaþólskra í Afríku hefur þrefaldast undanfarna rúma
þrjá áratugi.
Páfi sagði að nýlendustefnan væri
liðin tíð, en að þróuðu löndin héldu
þó áfram að flytja út efnishyggju sem
hann kallaði „eitrað andlegt rusl“.
KolBeInn þoRsteInsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Danir hættulegir
í umferðinni
Evrópska umferðaröryggisstofn-
unin gefur Danmörku fallein-
kunn með tilliti til umferðar-
öryggis á Norðurlöndunum.
Samkvæmt skýrslu stofnunar-
innar eiga danskir vegfarendur
næstum tvöfalt meiri hættu á að
deyja en vegfarendur í Svíþjóð
og Noregi ef fjöldi þeirra sem
látist hafa í umferðarslysi er bor-
inn saman við keyrða kílómetra
á Norðurlöndunum.
Í Noregi og Svíþjóð keyrir
„aðeins“ annar hver ökumaður
of hratt á þjóðvegum, saman-
borið við sjö af hverjum tíu Dön-
um sem eiga Norðurlandamet í
fjölda látinna í umferðarslysum.
Milljón ekkjur
Afleiðing nærri þriggja áratuga
stríðs, harðneskjulegs einræðis,
innrásar, hersetu og ólgu í Írak
er meðal annars um ein milljón
ekkna og nokkrar milljónir föð-
urlausra barna. Þessi fjöldi er
hóflegt mat Narmeen Othman,
ráðherra kvennamála í Írak,
frá fyrrihluta ársins. Hún telur
reyndar ekki ólíklegt að ekkjur
í landinu séu jafnvel um tvær
milljónir.
Þrátt fyrir harðneskjulega stjórn-
arhætti Saddams Hussein ein-
ræðisherra gagnvart einhverjum
hluta íröksku þjóðarinnar sá rík-
ið um ekkjur fallinna hermanna.
Það er af sem áður var.
kína styður
Norður-kóreu
Kínverjar munu ekki snúa baki
við sínum gömlu bandamönn-
um í Norður-Kóreu á sama
tíma og aðrar þjóðir hvetja til
þrýstings á Norður-Kóreu vegna
kjarnorkuvopnavafsturs þeirra.
Endurnýjaður og styrktur
vinskapur þjóðanna var opin-
beraður í skilaboðum á milli
Hus Jintao, forseta Kína, og Kims
Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu.
Ráðamenn í Peking hafa ekki
verið sáttir við kjarnorkuvopna-
þróun af hálfu Norður-Kóreu en
fullyrða að einangrun sé ekki
lausnin og eingöngu endurnýj-
aðar sáttaumleitanir geti borið
árangur.