Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Side 16
Jónas H. Haralz
fyrrv. forstjóri Efnahagsstofnunar og fyrrv. bankastjóri
Jónas fæddist í Reykjavík. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1938, stundaði
nám í efnaverkfræði við Konunglega
tækniháskólann í Stokkhólmi 1938-
’40, nám í hagfræði, tölfræði, stjórn-
málafræði og heimspeki við Stokk-
hólmsháskóla 1940-’45 og lauk
MA-prófum í þeim greinum 1944.
Jónas var hagfræðingur hjá Ný-
byggingarráði í Reykjavík 1945-
’47, hjá Fjárhagsráði 1947-’50, hag-
fræðingur hjá Alþjóðabankanum í
Washington D.C. 1950-’57, fulltrúi
Alþjóðabankans í Hondúras 1955-
’56, formaður sendinefnda bank-
ans til Mexíkó 1957, Venezúela 1965
og Ghana 1965, settur ráðuneyt-
isstjóri viðskiptaráðuneytis 1958-
’61, ráðunautur ríkisstjórnarinn-
ar í efnahagsmálum 1957-’61 og í
markaðsmálum Evrópu 1961-’62,
ráðuneytisstjóri efnahagsráðuneyt-
is 1961-’62, forstjóri Efnahagsstofn-
unarinnar 1962-’69, framkvæmda-
stjóri atvinnumálanefndar 1969,
bankastjóri Landsbanka Íslands
1969-’87 og síðan aðalfulltrúi Norð-
urlandanna í stjórn Alþjóðabank-
ans í Washington frá 1987.
Jónas sat í bankaráði Lands-
bankans 1946-’50, var formaður
bankaráðs Útvegsbankans 1957-’61,
varafulltrúi Íslands í stjórn Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins 1965-’73, í stjórn
Fiskveiðasjóðs Íslands 1969-’70 og
1973-’78, í stjórn norræna iðnþró-
unarsjóðsins 1970-’73 og aftur um
skeið frá 1979, formaður stjórnar Út-
flutningslánasjóðs 1971-’75 og aftur
um skeið 1983, í bankaráði Scandi-
navian Bank Ltd í London 1972-’81,
formaður stjórnar Sambands ís-
lenskra viðskiptabanka 1972-’76 og í
nokkur ár frá 1981, formaður stjórn-
ar Reiknistofu bankanna 1979, for-
maður Hagfræðingafélags Íslands
1959-’61, í framkvæmdanefnd
Rannsóknaráðs ríkisins 1965-’70,
formaður Háskólanefndar 1966-’69,
formaður Íslensk-ameríska félags-
ins 1968-’69, í stjórn Hjartaverndar
1973, í miðstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins frá 1975 og forseti Rotaryklúbbs
Reykjavíkur 1980-’81.
Jónas hefur verið sæmdur stór-
riddarakrossi íslensku fálkaorð-
unnar, norsku St. Olavs-orðunni og
sænsku Nordstjãrnan-orðunni.
Eftir Jónas liggur mikill fjöldi
greina og álitsgerða um hagfræði,
atvinnumál og stjórnmál.
Fjölskylda
Jónas kvæntist 5.10. 1946 Guðrúnu
Ernu Þorgeirsdóttur, f. 30.11. 1922,
d. 10.6. 1982, húsmóður. Hún var
dóttir Þorgeirs Sigurðssonar, bygg-
ingameistara á Húsavík og síðar í
Reykjavík og Kópavogi, og Ólafar
Baldvinsdóttur húsmóður.
Sonur Jónasar og Guðrúnar Ernu
er Jónas Halldór Haralz, f. 25.1. 1953,
viðskiptafræðingur.
Hálfsystkini Jónasar, samfeðra,
voru Sigurður Haralz rithöfund-
ur; Soffía Emelía, húsmóðir, var
gift Sveini M. Sveinssyni, forstjóra í
Völundi, amma Sigga Sveins hand-
boltakappa; Björn D. Kornelíus
Haralz, var sjómaður í Boston; Elín
Sigríður Haralz Ellingsen, húsmóð-
ir, var gift Erling Jóhannesi Ellings-
en, verkfræðingi og framkvæmda-
stjóra; Guðrún Haralz, var búsett í
Reykjavík.
Alsystir Jónasar er Bergljót Sig-
ríður Haraldsdóttir Rafnar, hús-
móðir, gift Bjarna Rafnar, yfirlækni
á Akureyri, móðir Kristínar Rafnar
hagfræðings.
Foreldrar Jónasar voru Harald-
ur Níelsson, f. 30.11. 1868, d. 11.3.
1928, guðfræðiprófessor og rektor
HÍ, og seinni kona hans, Aðalbjörg
Sigurðardóttir, f. 10.1. 1887, d. 16.2.
1974, húsmóðir.
Ætt
Aðalbjörg var dóttir Sigurðar, b. í
Miklagarði í Eyjafirði, bróður Krist-
ins, föður Hallgríms, fyrsta forstjóra
SÍS, Sigurðar, forstjóra SÍS, Jakobs
fræðslumálastjóra og Aðalsteins,
framkvæmdastjóra innflutnings-
deildar SÍS. Annar bróðir Sigurðar
var Davíð, afi Davíðs, fyrrv. seðla-
bankastjóra, föður Ólafs sendi-
herra. Davíð eldri var einnig afi
Gísla ritstjóra, föður Ólafs myndlist-
armanns.
Sigurður í Miklagarði var sonur
Ketils, b. í Miklagarði Sigurðsson-
ar, bróður Jóakims, afa Jóns, hrepp-
stjóra á Þverá, föður Benedikts á
Auðnum, föður Huldu skáldkonu.
Jón var einnig faðir Snorra tón-
skálds, föður Harðar, orgelleikara í
Hallgrímskirkju. Þá var Jón afi Þor-
valds, fyrrv. forstöðumanns Borgar-
skipulagsins, og Herdísar leikkonu,
móður Hrafns og Tinnu Gunnlaugs-
barna. Annar sonur Jóakims var
Páll, langafi Páls, föður Friðriks, for-
stjóra. Páll var einnig langafi Guð-
rúnar, móður Björns á Löngumýri,
ömmu Páls á Höllustöðum og lang-
ömmu Hannesar Hólmsteins. Þriðji
sonur Jóakims var Hálfdán, faðir
Jakobs, stofnanda Kaupfélags Þing-
eyinga, afa Jakobs Gíslasonar, fyrrv.
orkumálastjóra og Áka Jakobssonar
ráðherra. Móðir Aðalbjargar var Sig-
ríður Einarsdóttir, b. í Árgerði í Eyja-
firði Jónssonar.
Bróðir Haralds var Hallgrím-
ur, afi Sigurðar, fyrrv. stjórnarfor-
manns Flugleiða, og Hallgríms tón-
skálds Helgasona. Systir Haralds var
Marta, móðir Sturlu Friðrikssonar
erfðafræðings. Önnur systir Haralds
var Sesselja, móðir Sveins Valfells
forstjóra. Þriðja systirin var Þuríð-
ur, móðir Níelsar Dungal prófess-
ors. Haraldur var sonur Níelsar, b. á
Grímsstöðum á Mýrum Eyjólfsson-
ar, b. á Helgustöðum í Reyðarfirði
Guðmundssonar. Móðir Níelsar var
Ragnheiður Sigurðardóttir, b. á Mið-
bæ í Norðfirði Gíslasonar.
Móðir Haralds var Sigríður, hálf-
systir Hallgríms, biskups og alþm.,
og Elísabetar, móður Sveins forseta,
afa Sveins sendiherra. Bróðir Sveins
forseta var Ólafur, ritstjóri Morgun-
blaðsins, afi Ólafs B. Thors.
Sigríður var dóttir Sveins, pró-
fasts á Staðastað Níelssonar, og Guð-
nýjar skáldkonu, systur Margrétar,
ömmu Ólafs Friðrikssonar verka-
lýðsleiðtoga. Guðný var einnig systir
Magnúsar, langafa Björns, fyrrv. há-
skólabókavarðar og Halldórs, fyrrv.
skattstjóra Reykjavíkur Sigfússona.
Guðný var dóttir Jóns Jónssonar, pr.
á Grenjaðarstað, og Þorgerðar Run-
ólfsdóttur, systur Guðrúnar, ömmu
Björns Olsen rektors.
Kjartan fæddist í Keflavík og ólst
þar upp og í Reykjavík. Að loknu
almennu námi stundaði hann sjó-
mennsku og sigldi þá m.a. á íslensk-
um og erlendum kaupskipum. Eftir
að Kjartan kom í land stundaði hann
akstur, m.a. akstur leigubifreiða og
lengi akstur hjá SVR. Hann hóf störf
sem íþróttablaðamaður við Tímann
en starfaði svo sem blaðamaður við
Vísi og síðan DV eftir sameiningu.
Hann vann lengst af við íþróttir en
einnig almenna blaðamennsku síð-
ustu ár. Kjartan var blaðafulltrúi og
yfirfararstjóri hjá Samvinnuferðum-
Landsýn frá 1986 og síðan hjá Úrval
– Útsýn.
Kjartan hefur starfað mikið að
félagsmálum, mest þó fyrir golf-
íþróttina. Hann var m.a. Landslið-
seinvaldur í golfi í mörg ár og sá
um og stjórnaði rekstri Golfklúbbs
Ness á Seltjarnarnesi. Þá var hann
lengi formaður Einherjaklúbbs
kylfinga.
Fjölskylda
Kona Kjartans er Jónína S. Kristó-
fersdóttir, f. 12.10. 1942, húsmóðir.
Hún er dóttir Kristófers Jónssonar
frá Galtarholti í Borgarfirði og k.h.,
Guðbjargar Jónsdóttur, húsmóður.
Systkini Jónínu: Guðbjörg, Sig-
ríður og Ingólfur, en hálfbróðir,
sammæðra, er Jón Þórarinsson.
Börn Kjartans og Jóninu eru
Dagbjört Lilja, f. 19.4. 1961, fé-
lagsráðgjafi, búsett í Reykjavík, í
sambúð með Sigurði Sigurjóns-
syni húsasmið og eru börn hennar
Helgi Gunnar og Nanna Lára; Jón
Bergmann (Ransu, f. 15.7. 1967,
myndlistarmaður og myndlistar-
kennari, búsettur í Reykjavík en
kona hans er Guðrún Vera Hjart-
ardóttir myndlistarmaður og eru
börn þeirra Sóley Lúsía, Kjartan
Gabríel og Ólafur Michael.
Alsystir Kjartans er Herborg
María, f. 10.9. 1942, húsmóðir í
Reykjavík.
Bróðir Kjartans, sammæðra, er
Siguður Páll Tómasson, f. 3.11.1950,
verkamaður í Reykjavík.
Foreldrar Kjartans: Sigurður
Páll Ebeneser Sigurðsson vélstjóri,
f. 29.10. 1917, fórst með mb. Geir
frá Keflavík 9.2. 1946, og Ingibjörg
Bergmann, f. 30.9. 1921, d. 20.6.
1999, húsmóðir. Eiginmaður henn-
ar var Skúli Sigurbjörnsson, leigu-
bifreiðarstjóri á Hreyfli, en hann er
látinn.
Kjartan heldur golfmót í dag á
Spáni í tilefni afmælisins.
30 ára
n Cécile Parcillié Austurströnd 14, Seltjarnarnesi
n Patrycja Hornig Spítalastíg 6, Reykjavík
n Þuríður Margrét Thorlacius Álfabyggð 20,
Akureyri
n Garðar Svavarsson Akurbraut 50, Reykjanesbæ
n Birna Þórarinsdóttir Flyðrugranda 6, Reykjavík
n Gréta Rún Snorradóttir Birkigrund 50, Kópavogi
n Rúnar Bjarni Bjarnason Sundlaugavegi 12,
Reykjavík
n Carl-Johan Nygaards Reykjanesvegi 6, Reykja-
nesbæ
n Anna Iwona Klepin Eskivöllum 7, Hafnarfirði
n Lilja Þorsteinsdóttir Kirkjubrekku 21, Álftanesi
n Harpa Sólveig Björnsdóttir Reynimel 42,
Reykjavík
n Hanna Eiríksdóttir Bogahlíð 26, Reykjavík
n Óli Þór Jónsson Suðurbyggð 9, Akureyri
n Þóra Pétursdóttir Gnoðarvogi 66, Reykjavík
n Tinna Sigurðardóttir Ljósulind 10, Kópavogi
n Rósa Huld Óskarsdóttir Laxatungu 137, Mos-
fellsbæ
n Helgi Guðlaugur Svavarsson Lautasmára 4,
Kópavogi
40 ára
n Guðmundur Jónsson Álfatúni 33, Kópavogi
n Einar Pétursson Seljalandsvegi 69, Ísafirði
n Steinar Bragi Stefánsson Engihjalla 3, Kópavogi
n Jón Ingi Jónsson Barmahlíð 3, Reykjavík
n Anna Karla Björnsdóttir Valsmýri 2, Neskaupstað
n Guðbjörg Ólafsdóttir Jaðarsbraut 37, Akranesi
50 ára
n Ólafur Árni Traustason Lækjarseli 9, Reykjavík
n Kristján Guðmundsson Bollatanga 2, Mosfellsbæ
n Friðrik Guðmundsson Strandvegi 10, Garðabæ
n Magnhildur Hjörleifsdóttir Fannarfelli 8,
Reykjavík
n Guðrún Kristmannsdóttir Akurvöllum 1, Hafn-
arfirði
n Kristín Sóley Árnadóttir Skálateigi 5, Akureyri
n Ásmundur Eiríksson Ljárskógum 12, Reykjavík
n Matthildur Skaftadóttir Ugluhólum 8, Reykjavík
n Helga Kolbeinsdóttir Laufrima 3, Reykjavík
n Ewa Swiercz Skarðshlíð 11c, Akureyri
n Sigríður Þórdís Þórðardóttir Espigerði 4,
Reykjavík
n Sigurlaug Jónsdóttir Selásbletti 18a, Reykjavík
n Guðrún Bjarný Ragnarsdóttir Bröttugötu 5,
Vestmannaeyjum
n Ingólfur Hafsteinsson Smáraflöt 12, Akranesi
60 ára
n Ásta Dóra Valgeirsdóttir Hafnargötu 12, Hell-
issandi
n Kristín Einarsdóttir Bessastöðum, Hvammstanga
n Einar Björgvinsson Logafold 46, Reykjavík
n Elsa Hafsteinsdóttir Holtsgötu 43, Reykjanesbæ
n Alma Þorláksdóttir Veghúsum 31, Reykjavík
n Elín Karlsdóttir Valshólum 4, Reykjavík
n Hákon Helgason Goðatúni 23, Garðabæ
n Kristinn Ásgrímsson Háaleiti 23, Reykjanesbæ
n Birgir Örn Númason Efstasundi 91, Reykjavík
n Nína G Björnsson Tröllateigi 20, Mosfellsbæ
n Jón Ingi Einarsson Lönguhlíð 5g, Akureyri
n Elínborg Elbergsdóttir Eyjabakka 13, Reykjavík
70 ára
n Jón Snæbjörnsson Fjóluhvammi 5, Egilsstöðum
n Ester Karlsdóttir Víðigerði 5, Grindavík
n Ingunn Hilmarsdóttir Skaftárvöllum 5, Kirkju-
bæjarklaustri
n Sigurlaug R Friðgeirsdóttir Ásvegi 10, Dalvík
n Guðrún E Kjerulf Laugarnesvegi 94, Reykjavík
n Sigurður Vilhjálmsson Vitabraut 11, Hólmavík
75 ára
n Þór Sigurðsson Hlíðargötu 41, Fáskrúðsfirði
n Gerður Lárusdóttir Kristnibraut 79, Reykjavík
n Júlía Friðriksdóttir Víðilundi 24, Akureyri
n Auður Guðbjörnsdóttir Lækjasmára 54, Kópavogi
80 ára
n Guðrún Kristjánsdóttir Leirum, Reykjavík
85 ára
n Sigríður Sigurðardóttir Stórholti 24, Reykjavík
n Garðar Sigurðsson Kópavogsbraut 1a, Kópavogi
90 ára
n Þorsteinn Ólafsson Bugðulæk 12, Reykjavík
95 ára
n Guðrún Ebba Jörundsdóttir Hlaðbrekku 22,
Kópavogi
Til
hamingju
með
afmælið!
90 ára í dag
16 þriðjudagur 6. október 2009 ættfræði
Kjartan L. Pálsson
fararstjóri og fyrrv. blaðamaður
70 ára í dag