Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Síða 6
6 Þriðjudagur 6. október 2009 fréttir
Bókmenntasjóður flutti skrifstofu sína
nýlega frá Hallveigarstöðum á Túngötu
14 niður í Austurstræti 18, oft nefnt Ey-
mundssonhúsið. Eigandi og leigjandi
húsnæðisins er Gunnar B. Dungal,
fyrrverandi eigandi Pennans. Hann er
jafnframt formaður Bókmenntasjóðs.
Þorgerður Agla Magnúsdóttir,
framkvæmdastjóri Bókmenntasjóðs,
segir þetta fyrirkomulag vera tilviljun.
Sjóðurinn deilir skrifstofu með menn-
ingarverkefninu Sagenhaftes Island
– Ísland heiðursgestur á bókasýning-
unni í Frankfurt árið 2011, sem kallað
er Frankfurtarverkefnið. Menntamála-
ráðuneytið í samstarfi við stjórn þess
verkefnis tók að sér að finna húsnæði.
„Þetta er hrein og klár tilviljun.
Það var ákveðið að Bókmenntasjóður
myndi flytja með Frankfurtarverkefn-
inu svokallaða en Halldór Guðmunds-
son stýrir því. Menntamálaráðuneytið
var búið að leita að húsnæði um nokk-
urt skeið og leitin hafði tekið töluvert
langan tíma. Það var hugmyndin að
fleiri menningartengdar stofnanir og
sjóðir myndu einnig flytja inn í sama
húsnæði en það gekk ekki á endanum.
Við brunnum nánast inni á tíma en
Frankfurtarverkefnið í samvinnu við
ráðuneytið tók svo að sér að leita að
hentugu húsnæði, meðal annars þar
sem skrifstofa þeirra er stærri,“ seg-
ir Þorgerður. Hún segir ekkert samráð
hafa verið milli sjóðsins og Gunnars
um leigu á húsnæðinu.
„Það voru nokkur tilboð sem bár-
ust sem voru unnin faglega í gegnum
Frankfurtarverkefnið og ráðuneytið og
besta tilboðinu var tekið. Húsnæðið
hentar mjög vel fyrir það sem við vor-
um að leita að, meðal annars vegna
þess að sjóðurinn var í of dýru hús-
næði á gamla staðnum. Allir samning-
ar um leigu á húsnæði eru gerðir inn-
an ráðuneytisins.“ liljakatrin@dv.is
Bókmenntasjóður leigir húsnæði af formanninum:
„Hrein og klár tilviljun“
Borga formanninum leigu
Þorgerður segir ekkert sam-
ráð hafa verið á milli Gunnars
og Bókmenntasjóðs.
mynd Sigtryggur Ari JóhAnnSSon
„Það er nógu erfitt að lifa af 135 þús-
und krónum á mánuði. Mér finnst
ekki að ég og bróðir minn eigum að
gjalda fyrir að fá arf og þurfa að end-
urgreiða ríkinu. Þeir eru í rauninni
að taka af okkur arfinn í raðgreiðsl-
um,“ segir Örvar Árnason.
Hann og bróðir hans Örn misstu
föður sinn, Árna Guðmundsson,
í desember árið 2007. Þeir fengu
rúmlega sjö hundruð þúsund króna
aukalífeyrissparnað hans sem arf.
Af því greiddu þeir um 160 þúsund í
skatt hvor og þá sátu eftir tvö hundr-
uð þúsund krónur fyrir hvorn þeirra.
Þeir eru báðir atvinnulausir og vegna
þess að arfurinn reiknast sem tekj-
ur skerðir hann bætur þeirra um 25
prósent á mánuði þangað til arfur-
inn hefur verið að fullu greiddur.
Rúmlega þrjátíu þúsund eru tekn-
ar af bræðrunum um hver mánaða-
mót og tekur því um hálft ár að greiða
upp arfinn. Bræðurnir fengu arfinn í
vor sem þýðir að bætur þeirra verða
skertar nánast allt þetta ár.
greiða arfinn til baka
„Við uppgötvuðum þennan pening
bara fyrir tilviljun. Bróðir minn var
að athuga eitthvert mál og þá feng-
um við þær upplýsingar að við ætt-
um þennan pening hjá Lífsvali. Þegar
Vinnumálastofnun fékk það frá skatt-
inum að við hefðum fengið þennan
pening voru bæturnar okkar skertar
um 25 prósent. Þá hringdi ég og at-
hugaði með þetta og fékk þau svör að
ég þyrfti að gera grein fyrir að þetta
væri arfur á netinu og þá yrðu bæt-
urnar bara skertar í einn mánuð. Ég
gerði það en síðan sá ég að þessi 25
prósent eru tekin í hvert skipti sem
við fáum útborgað. Þá hringdi ég aft-
ur og fékk að vita að þessi 25 prósent
verða tekin af okkur þangað til búið
er að greiða arfinn upp,“ segir Örvar.
Siðlaust
Arfur sem þessi skal reiknaður sem
tekjur, segir í lögum um atvinnu-
leysisbætur, og er þessi skerðing
bræðranna því lögum samkvæm.
Örvar gerir sér grein fyrir því enda
búinn að láta endurskoðanda sinn
athuga málið. Hann er samt sem
áður ekki sáttur. Bræðurnir fengu
arfinn í vor og með þessari skerðingu
greiða þeir arfinn upp á sex til sjö
mánuðum, eða nánast út þetta ár.
„Þetta er í reglunum en mér finnst
þetta bara svo siðlaust. Ef ég væri
í vinnu og fengi arf efast ég um að
vinnuveitandi minn myndi draga
það af laununum mínum. Þetta er
arfur. Það er ekki eins og ég hafi unn-
ið fyrir þessum peningum.“
hver þúsundkall telur
Örvar segir þessa skerðingu koma
afar illa við þá bræður og hafa þeir
þurft að spara enn meira en þeir
gerðu.
„Hver þúsundkall skiptir máli.
Ég fæ hundrað þúsund krónur í at-
vinnuleysisbætur í staðinn fyrir rúm-
lega 130 þúsund. Ég leigði fyrir níutíu
þúsund á mánuði en þurfti að flytja
í minna. Maður bjargar sér alltaf en
þrjátíu þúsund á mánuði er alveg
hellingur,“ segir Örvar.
„Ég held að það sé mikið af fólki
sem hefur fengið pening og lent í
þessu. Þetta er bara peningur sem
við áttum. Þetta eru engar rosaleg-
ar upphæðir heldur bara prinsipp-
mál.“
Bræðurnir Örn og Örvar Árnasynir misstu föður sinn, Árna guðmundsson, árið 2007
og fengu aukalífeyrissparnað hans sem arf. Arfurinn reiknast sem tekjur samkvæmt
lögum og skerðir atvinnuleysisbætur bræðranna þangað til arfurinn hefur verið borg-
aður upp. Algjörlega siðlaust, segir Örvar.
RÍKIÐ ÉTUR UPP ARFINN
lilJA KAtrín gunnArSdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
„Maður bjargar sér allt-
af en þrjátíu þúsund á
mánuði er alveg hell-
ingur.“
Fá engan arf Atvinnu-
leysisbætur bræðranna eru
skertar um 25 prósent um
hver mánaðamót vegna
föðurarfsins. Þeir fá því ekki
krónu af arfinum.
mynd Sigtryggur Ari JóhAnnSSon
Ríkisstjórnin eykur
á eigin erfiðleika
„Mér finnst ríkisstjórnin hafa
aukið á erfiðleika sína með því
að fara í verkefni sem stjórnin er
sjálf ekki sammála að fara í,“ seg-
ir Halldór Halldórsson, formað-
ur Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, á Eyjubloggi sínu. Halldór
segir eitt slíkt dæmi vera aðild-
arviðræður við ESB. „Það er ekki
mjög sannfærandi að sækja um
aðild að ESB en láta fylgja að
hálf ríkisstjórnin sé andvíg aðild
þó hún leyfi hinum ríkisstjórn-
arflokknum að koma aðildar-
umsókn í gegn,“ segir Halldór.
Tekinn tvisvar fyrir
fíkniefnaakstur
Ökumaður var staðinn að því
að aka undir áhrifum fíkniefna
á Akureyri í gær. Var þetta ekki
í fyrsta skiptið sem lögreglan á
Akureyri stöðvar ökumanninn
fyrir fíkniefnaakstur því hann
var einnig tekinn fyrir sama brot
fyrir sex vikum. Allajafna missa
ökumenn bílprófið fyrir slíkt brot
en einhvern tíma tekur að vinna
úr málsókninni og hafði hann því
ekki verið sviptur ökuleyfi.
Lymskuleg
aðferð
Hagsmunasamtök heimilanna
telja tillögur félagsmálaráð-
herra um aðgerðir til leiðrétt-
ingar greiðslubyrði og aðlögun
skulda heimilanna vera ófull-
nægjandi. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá samtökunum.
Þar kemur meðal annars fram
að samtökin virði þann vilja ráð-
herra að stuðla að tímabundinni
almennri lækkun á greiðslu-
byrði lána, en telji að ólíklegt að
fyrirheit um mögulega leiðrétt-
ingu/afskrift í lok lánstímans
standist. Tenging greiðslubyrði
við greiðslujöfnunarvísitölu sé
lymskuleg aðferð til að tryggja
að lánveitendur tapi engu. Það
sem meira er, heildargreiðslu-
byrði muni aukast umtalsvert.
Fíkniefnatengdum
óhöppum fjölgar
Í mánaðarskýrslu umferðardeild-
ar lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu fyrir ágúst kemur fram
að umferðarslysum fækkaði frá
fyrra ári um 26 prósent fyrstu átta
mánuði ársins. Umferðaróhöpp-
um þar sem ölvun kemur við
sögu fækkaði milli ára úr 128 árið
2008 í 94. Það gefur vísbendingar
um fækkun slíkra brota almennt.
Óhöppum tengdum fíkniefna-
neyslu fjölgar aftur á móti úr 22 í
33 á sama tímabili. Kærum vegna
slíkra brota fjölgar jafnframt um-
talsvert.