Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Side 10
Loftþrýsting- ur mikiLvægur Tími til dekkjaskipta er á næsta leiti. Þegar ákveðið er hvort gömlu vetrardekkin skuli sett undir, eða hvort þörf er á nýjum, er mikilvægt að hafa í huga að dýptin í mynstri hjólbarðanna má ekki vera minni en 1,6 milli- metrar. Þá ber að hafa í huga að réttur loftþrýstingur í dekkj- um er mikilvægur. Ef hann er annaðhvort of mikill eða of lítill minnkar snertiflötur dekkjanna og um leið veggrip þeirra. Nánari upplýsingar um dekkjabúnað má finna á vef Umferðarstofu. þjónustu- skoðun ekki skyLda „Þess misskilnings gætir víða að kaupendum nýrra bifreiða sé skylt að fara með bílinn í reglu- legar þjónustuskoðanir hjá um- boðinu til að viðhalda ábyrgð. Hið rétta er að neytendum ber engin skylda til þessa,“ segir í nýj- asta hefti Neytendablaðsins. Þar segir að þegar nýr bíll er keypt- ur eigi neytandi rétt á úrbótum vegna galla, óháð því hvar hann láti þjónusta bíl sinn. Ekkert geti komið í veg fyrir að fólk láti ann- að verkstæði en umboðsins sinna viðhaldi á bílnum. n Ung kona kvartar yfir lélegri þjónustu í gólfefnaversluninni Álfaborg, Skútuvogi. Þrír starfsmenn stóðu aðgerðalausir og buðu henni ekki aðstoð í þær fimmtán mínútur sem hún staldraði við í búðinni til að leita að teppi, sem hana vantaði. Hún leitaði í kjölfarið annað. n Lofið fær 10-11 við Seljaveg. Viðskiptavinur, sem kaupir mjög gjarnan inn í versluninni, segir viðmótið undantekningarlaust til fyrirmyndar. Afgreiðslufólk- ið er bæði vingjarnlegt og kurteist, auk þess sem aldrei er bið eftir afgreiðslu. Viðskiptin ganga hratt og fumlaust fyrir sig. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía algengt verð verð á lítra 178,9 kr. verð á lítra 181,9 kr. skeifunni verð á lítra 178,4 kr. verð á lítra 176,2 kr. algengt verð verð á lítra 181,9 kr. verð á lítra 177,6 kr. bensín dalvegi verð á lítra 176,3 kr. verð á lítra 174,1 kr. fjarðarkaupum verð á lítra 178,4 kr. verð á lítra 176,2 kr. algengt verð verð á lítra 181,9 kr. verð á lítra 177,6 kr. UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i 10 þriðjudagur 6. október 2009 neytendur Verð á eldsneyti, tóbaki og áfengi hækkar um áramótin vegna nýkynntra skattahækk- ana ríkisstjórnarinnar. DV tók saman hversu mikið þessar algengu neysluvörur hækka í verði. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir ljóst að hækkanir á eldsneyti komi verst við þá sem búa í dreifbýli. Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafa í för með sér að verð á algeng- um neysluvörum hækkar. Þannig hækkar bensínlítrinn um 7,16 krón- ur og olíulítrinn um 6,36 krónur um næstu áramót. Kippan af bjór hækk- ar um 66 krónur og rauðvínsflaskan um 68 krónur, svo dæmi séu tekin. DV tók saman hvernig verð á elds- neyti, áfengi og tóbaki hækkar við nýkynntar skattahækkanir. Ótalin eru verðbólguáhrif og önnur óbein áhrif á vöruverð. Enn hækkar bensínið Ljóst er að skattahækkanir ríkis- stjórnarinnar munu koma harka- Verðið hækkar Algengar vörur hækka nokkuð í verði þegar skatta- hækkanir ríkisstjórnarinnar taka gildi eftir næstu áramót. mynd photos.com hækkar verðið lega niður á bifreiðaeigendum. Al- mennt vörugjald á bensín hækkar um 10 prósent, úr 37,07 krónum á hvern seldan lítra í 40,78 krónur. Að sama skapi hækkar sérstakt vöru- gjald á bensín sem rennur óskipt til vegamála, úr 20,44 krónum í 22,48 krónur á hvern seldan lítra. Með virðisaukaskatti þýðir þetta að hver bensínlítri hækkar um 7,16 krónur á næsta ári. Sá sem ekur 20 þúsund kílómetra ári á bíl sem eyðir 10 lítr- um á hundraði greiðir 14.320 krón- ur vegna hækkunarinnar. Um 205 milljón lítrar af bensíni eru seldir ár- lega sem leiðir af sér að í heild skilar hækkunin ríkinu næstum einum og hálfum milljarði króna í tekjur. mikil hækkun á einu ári Olíugjald, sem ríkið leggur á dísil- olíu, hækkar líka um 10 prósent. Að viðbættum virðisaukaskatti hækk- ar hver olíulítri um 6,36 krónur. Al- gengt verð á dísilolíu er nú 176,2 krónur. Eftir hækkunina, sem tekur gildi í upphafi næsta árs, kostar olíu- lítrinn 182,56 krónur, að því gefnu að verðið haldist óbreytt til áramóta. Taka ber fram að olíugjaldið hefur á einu ári hækkað um nærri 22 pró- sent. Um 160 milljónir lítra af olíu eru seldir árlega. Tekjur ríkisins vegna hækkunar á olíugjaldi nema því ríf- lega einum milljarði króna en hafa ber í huga að gert er ráð fyrir sam- drætti í sölu; bæði á bensíni og dís- ilolíu. Léleg stjórnsýsla Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir ljóst að þessar hækkanir komi ákaflega illa við hinar dreifðu byggðir landsins; fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu um lengri veg. „Það er því miður höggvið á þá sem síst skyldi með svona breytingum,“ segir hann og bendir á að eldsneyt- isverð hafi rokið upp á liðnum miss- erum þrátt fyrir lækkandi heims- markaðsverð. Hruni krónunnar sé að hluta um að kenna. „Upphæð skatta á hvern lítra segir lítið fyrir okkur sem almenna launþega. Við finnum fyrir stófelldri hækkun á þessum útgjöldum,“ segir hann. Runólfur bendir einnig á að á sama tíma og verið sé að hækka þessa skattstofna, sé fjármagn til vegaframkvæmda skorið stórlega niður. Fjármagnið sem hækkanirn- ar skila sé notað í óskyld verkefni. „Þetta er ekki dæmi um góða stjórn- sýslu. Við áteljum mjög að þessi gjöld skuli enn og aftur hækkuð. Þetta hækkar enn og aftur vísitölu neysluverðs svo við fáum hækkan- irnar tvöfalt til baka, í formi hærri lána,“ segir Runólfur. Kippan hækkar um 66 krónur Í fjárlögunum kemur fram að áfeng- isgjald hækkar um 10 prósent um næstu áramót. Hálfs lítra dós af Carlsberg-bjór kostar 289 krónur samkvæmt vinbud.is. Bjórinn er 4,5 prósent að styrkleika. Dósin hækkar um áramótin um 11 krónur og kost- ar þá um 300 krónur. Kippan fer úr 1.734 krónum í 1.800 krónur. Rík- ið leggur, eftir hækkunina, um 85,4 krónur á hvern seldan sentilítra af vínanda í bjór, umfram 2,25 pró- sent. Algengt verð á þokkalegu rauð- víni (750 millilítrum) er um 1.900 krónur. Ef miðað er við að styrk- leikinn sé 13 prósent, leggur ríkið nú 551 krónu á flöskuna en leggur 619 krónur á flöskuna eftir hækkun. Rauðvínið hækkar því úr 1.900 krón- um í 1.968 krónur. Svipaða sögu er að segja af sterku víni. Einn lítri af Smirnoff-vodka kostar 5.999 krónur í vínbúðum, samkvæmt vinbud.is. Styrkleikinn er 37,5 prósent en ríkið leggur 91,57 krónur á hvern sentilítra af vínanda, umfram 2,25 prósent. Ríkið leggur nú 3.228 krónur á lítrann af vodka en leggur 3.631 krónu eftir hækk- un. Hækkunin nemur 403 krónum og flaskan kostar þá 6.402 krónur, að því gefnu að hækkunin renni beint út í verðið. Taka ber fram að gert er ráð fyr- ir því að sala áfengis dragist saman um 5 prósent á næsta ári. Tekjur rík- isins af gjaldinu eru taldar nema 9 milljörðum á þessu ári en 10,3 á því næsta. tóbakið hækkar líka Í fjárlögum segir að tóbaksgjald muni, rétt eins og áfengisgjald, hækka um tíu prósent. Í dag eru tæpar 296 krónur lagðar á hvern pakka af sígarettum. Algengt er að pakki af sígarettum kosti 840 krónur. Með virðisaukaskatti mun álagning á pakkann hækka um 36,80 krónur. Hinn hefðbundni pakki kostar 877 krónur eftir hækkun. Álagning ríkisins á neftóbak er 3,50 krónur á hvert gramm. Hún verður 3,94 krónur á grammið eftir hækkun. Algengt verð á 50 gramma neftóbaksdós er 530 krónur, en er þó nokkuð breytilegt. Ríkið legg- ur nú 175 krónur á dósina en legg- ur 197 krónur (10 prósenta hækkun með virðisaukaskatti) eftir hækkun. Dósin hækkar því úr 530 krónum í 552 krónur. Gert er ráð fyrir því að sala rík- isins á tóbaki dragist saman um 6,5 prósent. Áætlað er að gjöld af tóbaki skili ríkinu 4.387 milljónum á þessu ári en 4.760 milljónum á því næsta. BALdUR GUÐmUndsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is ríkisstjórnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.