Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Page 4
4 þriðjudagur 6. október 2009 fréttir Borghildur Guðmundsdóttir, eða Bogga eins og hún er oftast kölluð, dvelur nú í Kentucky í Bandaríkj- unum og bíður eftir að réttað verði í forsjármáli hennar 15. október. Hún á tvo syni með bandarískum manni, Richard Colby Busching. Hæstirétt- ur á Íslandi komst að þeirri niður- stöðu fyrir stuttu að hún skyldi fara aftur til Bandaríkjanna með dreng- ina eftir að hafa verið á landinu síð- an í janúar árið 2008. Aðstandendur Boggu settu í gang söfnun áður en hún hélt utan en nú er söfnunarféð uppurið. „Já, ég er orðin auralaus. Söfnun- arféð hefur farið í lögfræðikostnað, flug, uppihald og ég gæti eflaust tal- ið endalaust. Þó að pabbinn borgi lánið af húsinu eins og er þarf ég að borga allan annan kostnað af hús- inu og auðvitað uppihald. Svo er aukakostnaður eins og skólamat- ur sem er um hundrað dollarar á mánuði, skattarnir og fleira,“ segir Bogga. Hún nýtur dyggrar aðstoðar fjölskyldu og vina en það er hugsan- lega ekki nóg. Ef peningarnir klárast algjörlega getur hún ekki barist fyrir sonum sínum. „Ég lifi á voninni. Systir mín hjálpar mér mikið og ég fæ góða hjálp frá vinum mínum hérna í Kentucky. Ef ég verð peningalaus þá er ég ekki fær um að berjast áfram. Það sem er svo erfitt að kyngja er það að ég er handviss um að ég er með unnið mál í höndunum en mig vantar fjármuni sem undirstöðu. Ég hef allt annað, baráttuanda í há- marki og sönnunargögn fyrir því að ég er tvímælalaust miklu betri aðili til að ala börnin mín upp. Ég er góð mamma og börnin mín og ég þekkj- um ekkert annað en að vera sam- an. Synir mínir vilja búa hjá mér og vera á Íslandi. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða að óskum þeirra í sambandi við það. Ekkert er mér heilagra í lífinu en fjölskyldan mín. Og mér finnst það sem mestu máli skiptir í þessu að virða óskir barnanna minna. Þeir vita jú best hvað þeir vilja.“ Á Íslandi er hægt að styðja Borg- hildi með því að leggja inn á reikn- inginn 0323-26-004436, kt. 290976- 4219. Í Danmörku er reikningurinn í Danske Bank með reg. nr. 3627 og kontonr. 3617161532. liljakatrin@dv.is Auralaus Safnað var fyrir Boggu áður en hún hélt til Bandaríkjanna en það fé fór í lögfræðikostnað og uppihald. Borghildur Guðmundsdóttir getur ekki haldið áfram án peninga: „Ég lifi á voninni“ Birgir Fannar Pétursson hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og frelsis- sviptingu. Honum er gefið að sök að hafa veist að manni með ofbeldi og krafið hann um greiðslu skuldar við sig. Í ákæru segir að Birgir Fannar hafi slegið manninn í andlit og lík- ama með þeim afleiðingum að maðurinn rak höfuðið utan í bifreið og féll í jörðina. Því næst hafi Birg- ir Fannar neytt manninn í aftursæti bifreiðarinnar og ekið með hann úr Breiðholtinu í Reykjavík til Hafnar- fjarðar þar sem lögreglan stöðvaði hann. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Kærð árás átti sér stað í marsmán- uði á síðasta ári. Samkvæmt ákæru hlaut maðurinn rispur og mar við hægra auga, mar á hálsi, sár á báðum handleggjum og sár á hné. Þóttist vera unglingsstúlka Birgir Fannar er einna þekktastur fyr- ir að hafa tekið þátt í keppninni Herra Ísland árið 2007 og fyrir að hafa rekið skemmtistaðinn Reykjavík/London. Hann á að baki tvo refsidóma. Birgir Fannar var í nóvember í fyrra fundinn sekur um fjárkúgun. Þá hafði hann skráð sig á einkamal.is og þóst vera þrettán ára stúlka í leit að kynferðislegum samskiptum við full- orðna karlmenn. Nokkrir karlmenn sendu Birgi myndir af nöktum kynfærum sínum í þeirri trú að hann væri ung stúlka og komst hann sömuleiðis yfir nöfn þeirra. Birgir kúgaði síðan fé út úr mönnunum með því að hóta að birta myndirnar og opinbera nöfn þeirra ef þeir greiddu honum ekki tugi þús- unda króna. Birgir var dæmdur í fjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Í október á síðasta ári var hann síðan dæmdur til greiðslu 70 þúsund króna sektar fyrir of hraðan akstur. Þá hafði Birgir ekið Skutulsfjarðar- braut á Ísafirði á 115 kílómetra hraða en hámarkshraði þar er 60 kílómetr- ar á klukkustund. Hvíld í lögreglunni Birgir Fannar hefur skapað sér orð- spor sem glaumgosi og hefur í gegn- um tíðina komist í fjölmiðla fyrir glæsilegt útlit. Fyrir þremur árum var hann í viðtali í DV þar sem talað var um hann sem einn heitasta pip- arsvein Reykjavíkur og honum líkt við líkamsræktarfrömuðinn Gillzen- egger. Birgir Fannar ræddi þar fjálg- lega um kynni sín af fögrum fljóð- um. „Ég þekki alveg nóg af dömum og maður veður alveg í kerlingum,“ sagði hann. Birgir Fannar fékk fjölmargar áskoranir um að taka þátt í keppn- inni Herra Ísland árið 2006 en lét þó ekki verða af þátttöku fyrr en ári síð- ar. Vefsíða var sett upp með upplýs- ingum um þátttakendur og er Birgir þar meðal annars spurður við hvað hann starfar. Þar stendur: „Starf: Smiður / lærlingur og svo taka frí frá því eftir áramót og skella sér í lög- regluna til að hvíla sig örlítið.“ Gert er ráð fyrir að dómur í mál- inu gegn Birgi Fannari verði kveðinn upp innan þriggja vikna. Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki tal af Birgi. ErlA Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Þeir reyndu að kúga út úr mér fimm- tíu þúsund krónur og ég átti að leggja þær inn á tiltekinn reikning,“ segir Arnmundur Kr. Jónasson en honum var vikið frá störfum hjá KFUM þar sem hann gegndi svokölluðu leið- togahlutverki. Hann segir að dreng- irnir beri á hann rangar sakargiftir og viðmælandinn, sem hann taldi vera stúlku, hafi ekki sagst vera fjórtán ára. Hann segist aldrei hafa talað við smákrakka, eins og hann orðar það, á MSN-spjallforritinu, þar sem meint brot á að hafa átt sér stað. Umdeild heimasíða Atvikið kom upp fyrir viku þeg- ar tveir menn, þeir Birgir Fannar Pétursson og Gísli Steinar Jóhann- esson, lögðu tálbeitu fyrir menn á einkamal.is. Þar sögðust þeir vera fjórtán og þrettán ára stúlkur í gegn- um spjallforritið MSN. Mennirnir sem virðast hafa gleypt við beitunni sýndu kynferðislega tilburði í gegnum vefmyndavél. Birgir og Gísli birtu svo þær myndir á heimasíðu sinni ásamt nöfnum, aldri og í einu tilfelli síma- númeri. Uppátækið hefur vakið gríð- arlega athygli vegna þess að Kompás hefur í síðustu tveimur þáttum sín- um gert slíkt hið sama. Lögreglunni er ekki heimilt að notast við tálbeitur og því óljóst hvort hægt er að ákæra menn fyrir athæfið. Með banvænan taugasjúkdóm „Ég er með MND sem er tauga- hrörnunarsjúkdómur,“ segir Arn- mundur sem var staddur í Svíþjóð vegna rannsókna á sjúkdómnum þegar viðtalið var tekið við hann. Hann segir það ekki á sig leggjandi að vera sakaður um slíkt á meðan hann heyi dauðastríð. Hann segir það ófor- svaranlegt að menn skuli taka lögin svona í eigin hendur og birta mynd- ir af fólki án nokkurra sannana eða rökstuðnings. Nafn hans verði seint hreinsað af slíkum áburði og því vill hann fara með málið alla leið í dóms- kerfinu. Hann segir myndirnar fals- aðar enda sjáist ekki í kynfæri hans og andlit á sömu mynd. Arnmundur segir að myndirnar geti verið af hverj- um sem er. Vikið úr KFUM Æskulýðsfulltrúinn Ragnar Snær Karlsson hjá KFUM segir að Arn- mundi hafi verið vikið frá störfum um leið og málið kom upp. „Vinnureglan hjá okkur er sú að ef upp kemur vafi er mönnum umsvifalaust vikið úr starfi á meðan málið er rannsakað,“ segir hann. Aðspurður hvort Arnmundur muni fá starf aftur verði hann sýkn- aður segir Ragnar að því sé ómögu- legt að svara. „Það veltur á því hvers eðlis niðurstaðan verður,“ segir hann og bendir á að ef eitthvað misjafnt kemur upp þrátt fyrir sýknu fái hann ekki starf aftur. Ragnar ítrekar þó að ómögulegt sé að svara slíkri spurn- ingu eins og málið stendur í dag. Kúgaði ekki Birgir Fannar Pétursson, annar þeirra sem setti sig í samband við mennina, segir myndirnar af Arn- mundi hafa verið teknar í byrjun jan- úar þegar Birgir Fannar villti á sér heimildir og sagðist vera fjórtán ára stúlka. Hann segir af og frá að reynt hafi verið að kúga fé af Arnmundi en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem rannsókn þess sé í höndum lögreglu. „Við munum jafnframt rannsaka hvort hann hafi orðið uppvís að slík- um glæp um leið og við rannsökum málið,“ segir Friðrik Smári Björgvins- son, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um kæru Arnmundar. Friðrik Smári segist ekki muna eftir að menn hafi kært fyrir svipað mál áður. Allt að tíu ára fangelsi getur legið við brotum þar sem rangar sakir eru bornar á ein- stakling eða hafi brot verið ætlað til þess að menn hljóti velferðarmissi. föstudagur 2. febrúar 20076 Fréttir DV InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is Dagfari og Geir Haarde Dagfari hefur lengi verið að- dáandi Geirs Haarde, sem og svo margra annarra stjórnmálamanna. Dagfari er ekki aðdáandi allra stjórn- málamanna, ekki úrtölumannanna. Helgi Hjörvar er kannski ágætur, en hann fyllir ekki hóp átrúnaðargoða Dagfara. Endalaust þras og þrætur um fátækt barna á Íslandi er að verða hvimleitt. Helgi fær greinilega seint nóg af þrasinu. Þess vegna varð það Dagfara mikil huggun að heyra til forsætisráðherr- ans á dögunum, þegar hann talaði af þekkingu, yfirsýn og meðfæddri yfir- vegun um fullyrðingar Helga og nið- urstöður úr einhverri skýrslu, sem ráðherrann og hans fólk vann reynd- ar, en auðvitað er það rétt að niður- staða skýrslu forsætisráðuneytis- ins er ekki endilega rétt og segir ekki endilega sannleikann. Það verður að skoða málið frá öll- um hliðum, það gerir Geir og Dag- fari er sama sinnis. Dagfari vill ekki skella fram niðurstöðum úr skýrslu sem Geir og hans fólk gerðu eins og það sé hinni eini og sanni sannleik- ur. Rétt er að hinkra aðeins og skoða málin áður en fallið er í þá gryfju að fullyrða eitt og annað, jafnvel að óat- huguðu máli. Hvað er fátækt? Er ekki rétt að byrja að skoða það? Hver getur sagt hvað fátækt er? Ekki Dagfari, en er þó nokkuð viss um hver hin andlega fá- tækt er, en ekki meira um það, eins og maðurinn sagði. Sumir þingmenn mega hugsa sinn gang, en nú er Dag- fari kominn á hálari braut en til stóð. Kjarni málsins er þessi að mati Dagfara; á Alþingi er hópur fólks sem ekki skilur og ekki veit hvað fátækt er. Þess vegna er ver- ið að eyða tíma manna eins og Geirs Haarde og annarra upptek- inna manna í þras um eitthvað sem ekki er. Minnugur sannleikans í orðum Davíðs Odds- sonar bendir Dagfari á að það er ekki merki um fátækt þó að fólk streymi að hjálparstofnunum til að fá ókeyp- is mat og aðrar nauðsynjar. Það seg- ir það eitt, eins og Davíð benti á, að þar sem er hægt að fá hluti gefins, þar verður eftirspurn. Ekki er síður vit í því þegar Geir Haarde bendir á að fátæktin á Íslandi sé ekki alvarleg, hægt sé að finna meiri fátækt í sum- um öðrum löndum. Forsætisráð- herra er Dagfara að skapi, hann kann trikkið; svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. dagfari „Þeir reyndu að kúga út úr mér fimmtíu þúsund krónur og ég átti að leggja þær inn á tiltek- inn reikning,“ „Ég hafna þessum ásökunum alfarið,“ s egir Arnmundur Kr. Jón- asson en mynd af honum var birt á he imasíðunni 123.is/barna- perrar.is í síðustu viku. Fullyrt var að Ar nmundur hefði berað sig í þeirri trú að hann væri að tala við fjórtá n ára stúlku. Arnmundur hefur kært málið og tiltekur í kæru að p iltarnir sem halda úti síð- unni hafi reynt að kúga út úr honum fé vegna myndanna. Birgir Fannar Pétursson, annar forsvarsmann a síðunnar, neitar alfarið að svo hafi verið. Arnmundi Jónassyni VAlUr grettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Sakar heima- SíðuSmiði um fjárkúgun Trylltur tölvufíkill Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu var fengin til að hemja unglingspilt í kjölfar ósættis um tölvunotkun. Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði og hafði drengurinn tryllst þeg- ar foreldrar hans tóku af hon- um nettengingu. Fannst þeim greinilega nóg komið af tölvu- notkun drengsins. Við það tryllt- ist unglingurinn, fékk útrás á innanstokksmunum og fengu foreldrarnir ekki við neitt ráðið. Lögreglan þurfti að brjóta niður hurð til að komast að drengnum og róa hann niður. Þetta er ann- að tilfellið á stuttum tíma þar sem þarf að fá aðstoð lögreglu til leysa deilur af þessum toga. fangelsi fyrir ölvunarakstur Kona var dæmd í þriggja mánaða fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir ölvun við akstur. Hún hafði einu sinni áður verið dæmd fyrir að aka svipt ökurétt- indum. Við ákvörðun refsingar hennar var litið til þessa og þess að hún ók tvisvar svipt ökurétti og er nú í fjórða sinni sakfelld fyrir ölvun við akstur. Konan hélt því fram að hún hefði eingöngu drukkið tvo pilsnera og því ekki verið ölvuð, en blóðsýni sýndu annað. Birgir Fannar Péturs- son annar forsvarsmaður heimasíðunnar hafnar ásökunum arnmundar um að hann hafi reynt að kúga fé út úr honum. netníðingar umræðan hefur verið hávær um þær hættur sem leynast á netinu og eru foreldrar hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna. 123.is/barnaperrar.is Heimasíðan birti myndir af meintum kynferðisafbrota- mönnum en mennirnir sem héldu henni úti hafa verið kærðir fyrir rangar sakargiftir. 200 milljónir í umferðareftirlit Stjórnvöld ætla að verja rúm- um 200 milljónum króna í að auka umferðareftirlit um land allt næstu tvö árin. Gengið hef- ur verið frá samningum milli ríkislögreglustjóraembættisins, Vegagerðarinnar og Umferðar- stofu um eftirlitið. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra sagði við undir- ritun samningsins í gær að þetta væri tímamótasamningur og hrein viðbót við aðrar aðgerð- ir. Kaupa á 32 ratsjártæki með myndavélum, 16 myndavélar til hraðaeftirlits og 11 öndunarsýn- amæla. Enn einn sterkur janúarmánuður Hlutabréf í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar hækkuðu um tíu prósent að verðmæti í jan- úar. Ef framhald yrði á þess- um vexti myndu bréfin meira en þrefaldast í verði á einu ári. Ólíklegt er þó að svo verði enda hefur hækkunin síðustu ár verið meiri í janúar en það sem eftir lifir árs samkvæmt samantekt greiningardeild- ar Landsbankans. Gangi spá greiningardeildar Landsbank- ans eftir hækka hlutabréf um 20 til 25 prósent á árinu. 2. eb ú 2007 Birgir Fa n r hélt úti eim síðu þ r m hann birti myndir f m intum kynferðisafbrotamönnum. GLAUMGOSI KÆRÐUR FYRIR HANDRUKKUN „Maður veður alveg í kerlingum.“ Birgir Fannar Pétursson hefur verið kærður fyrir handrukkun í Lóuhólum á síð- asta ári. Honum er gefið að sök að hafa veist að manni með ofbeldi og neytt hann í aftursæti bifreiðar sem lögreglan síðan stöðvaði. Birgir Fannar var um tíma talinn einn heitasti piparsveinn borgarinnar. sekur um fjárkúgun Birgir Fannar Pétursson á að baki dóm vegna fjárkúgunar. Þá þóttist hann vera unglingsstúlka á netinu og lét karlmenn senda sér nektarmyndir, sem Birgir síðan hótaði að birta ef hann fengi ekki greitt. Mynd 365 Ónýtar minningar „Í ljósi þess sem hefur gerst þá hafa minningarnar skemmst,“ sagði Ármann Þorvaldsson, fyrr- verandi forstjóri Singer & Fried- lander í Lundúnum, í Íslandi í dag í gærkvöld, er hann var spurður hvort hann sæi eftir að hafa lifað fremur hátt á tímum bankaævintýrsins á Íslandi. Ár- mann sagði tilfinningarnar vera blendnar þegar hann hugsar til baka. Á uppgangstímum hélt hann frægar áramótaveislur þar sem meðal annars Tom Jones og Duran Duran komu fram. Bók Ármanns, Ævintýraeyjan, um íslenska góðærið og efnahags- hrunið kemur út í vikunni. Færeyingar eignast meiri- hluta í Verði Føroya Banki hefur keypt 51 prósents hlut í tryggingafé- laginu Verði hf. Samkvæmt samkomulaginu auka Føroya Banki og núverandi hluthaf- ar Varðar, SP-Fjármögnun hf., NBI hf. og Byr sparisjóð- ur, hlutafé félagsins um 700 milljónir króna. Með kaup- um á hlutafé af núverandi hluthöfum fyrir 550 milljónir króna og 600 milljóna króna hlutafjáraukningu nemur fjár- festing Føroya Banka samtals 1.150 milljónum króna. Birna finnur jákvæða strauma „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst okkur hafa verið tek- ið betur en ég bjóst við,“ sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í samtali við morgunútvarp Rásar 2 í gær. Birna sagði að viðhorf alþjóð- legra banka gagnvart íslenska bankakerfinu hefði breyst til hins betra. Hún sagðist vera búin að hitta fulltrúa hátt í tut- tugu banka undanfarna daga þar sem meðal annars var farið yfir hver staðan á Íslandi er. Forsetabréf rannsökuð Rannsóknarnefnd Alþingis hef- ur fengið afhent afrit sautján bréfa sem forseti Íslands skrif- aði erlendum áhrifamönnum í þágu umsvifa íslenskra fjármála- stofnana erlendis. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Bréfin eiga það öll sameiginlegt að vera rituð til stuðnings íslenskum fjármálastofnunum eða komið er að íslenska bankarekstrinum í efni þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.