Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Síða 5
fréttir 6. október 2009 þriðjudagur 5
„Ég borgaði Tryggingamiðstöðinni
iðgjöld samkvæmt þeirra eigin mati
og skil ekki að þeir skuli hagnast á
því ef matið var rangt,“ segir Bergur
Karlsson, eigandi Löndunarþjónust-
unnar ehf. Húsnæði fyrirtækisins í
Bolungarvík brann fyrir sex árum og
hefur Hæstiréttur nú komist að þeirri
niðurstöðu að Tryggingamiðstöð-
inni, TM, hafi verið heimilt að greiða
Bergi aðeins um 20 prósent af upp-
haflegu brunabótamati.
Bergi finnst þetta óskiljanleg nið-
urstaða og óttast um réttarstöðu hús-
eigenda á landsbyggðinni þar sem
markaðsvirði eigna er oft minna
en brunabótamat. Engin veðbönd
hvíldu á eigninni.
Mat byggt á brunarústum
Löndunarþjónustan ehf. keypti fast-
eignina að Hafnargötu 61 í Bolung-
arvík árið 1997 og var kaupverð þá
700 þúsund krónur. Fyrirtækið ósk-
aði sama ár eftir endurmati hjá Fast-
eignamati ríkisins og var það hækkað
í tæpar 24 milljónir. Löndunarþjón-
ustan greiddi eftir það iðgjöld í sam-
ræmi við nýtt mat. Fyrir dómi var
bent á að Tryggingamiðstöðin hefði
engar athugasemdir gert við endur-
matið.
Í október 2003 kom upp eldur í
húsinu sem brann að mestu til kaldra
kola þrátt fyrir aðgerðir slökkviliðs.
TM bauð Löndunarþjónustunni þá
rúmar 6,4 milljónir í bætur. Löndun-
arþjónustan hafnaði þessu og vildi
að bætur yrðu greiddar á grundvelli
brunabótamatsins. Fyrirtækið kall-
aði til dómskvadda matsmenn sem
skoðuðu brunarústirnar og mátu
hús- ið á tæpar 37 millj-
ónir króna á
tjónsdegi en
markaðs-
virði eign-
arinnar á
9,5 milljónir.
TM vildi
ekki una því
og fékk til
dómkvadda
yfirmatsmenn.
Þeir yfirfóru
bruna-
rústirnar, skoðuðu gamlar myndir af
húsinu frá því það var heilt og ræddu
við fólk sem þekkti til hússins. Eftir
það mátu þeir eignina á rúmar 12,7
milljónir og markaðsvirði 4 milljónir
á tjónsdegi.
Í dómsmáli sem Löndunarmið-
stöðin höfðaði á hendur trygginga-
félaginu var hins vegar farið fram á
um 30 milljónir en sú upphæð var
byggð á brunabótamati á tjónsdegi
sem fært var til samræmis við hækk-
un byggingavísitölu.
TM í fullum rétti
Löndunarþjónustan hafði frá upp-
hafi skýrt frá því að hún hygðist end-
urbyggja húsið og halda þar áfram
starfsemi. Þar sem ekki náðist sátt við
Tryggingamiðstöðina stefndi Lönd-
unarþjónustan tryggingafélaginu.
Í nóvember 2008 komst Héraðs-
dómur Reykjavíkur að þeirri nið-
urstöðu að samkvæmt meginreglu
skyldi aðeins bæta raunverulegt
tjón og leit svo á að brunabótamat
Fasteignamats ríkisins hefði falið í
sér hámarksbætur en ekki endilega
raunverulegt tjón. Í dómi segir að
vissulega megi skilja það sjónarmið
Löndunarþjónustunnar að gera ráð
fyrir að brunabótamat, sem iðgjald
hafi verið greitt af um árabil, endur-
spegli raunverulegt verðmæti eign-
arinnar. Seinna yfirmat hafi aftur á
móti verið gert á lögformlegan hátt
og því talið ganga framar brunabóta-
mati.
Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms
var TM gert að greiða 12,7 milljónir
til Löndunarþjónustunnar. Bergur
áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar sem
staðfesti fyrri dóm.
Hétu bótum
Frá árinu 1997 greiddi Bergur iðgjöld
í samræmi við að húseignin væri
tæpra 24 milljóna króna virði. „Ég
skrifaði undir samning við Trygg-
ingamiðstöðina þar sem þeir hétu
því að bæta tjón vegna bruna. Mér
finnst þeir alls ekki hafa staðið við
sinn hluta samningsins. Þetta er bara
þjófnaður,“ segir Bergur.
TM hefur lögin aftur á móti sín
megin en í þriðju grein laga um
brunatryggingar segir: „Hafi ákvörð-
un verið tekin um að veita undan-
þágu frá byggingarskyldu og telji vá-
tryggjandi brunabótamat húseignar
greinilega hærra en markaðsverð
húseignar er vátryggjanda heimilt að
miða bótafjárhæð við markaðsverð
viðkomandi húseigna.“
Bergur segist frá upphafi hafa tek-
ið skýrt fram að hann hygðist endur-
byggja húseignina en dómur komst
að þeirri niðurstöðu að hann hefði
ekki sýnt fram á það með nægilega
skýrum hætti.
Bergi finnst skjóta skökku við að
á meðan málaferli hans stóðu yfir
auglýsti TM grimmt slagorð sitt: „Ef
þú ert tryggður þá færðu það bætt.“
Nokkru fyrir bankahrunið hafði
þáverandi viðskiptaráðherrra skip-
að nefnd til að endurskoða lög um
brunatryggingar. Samkvæmt upp-
lýsingum frá ráðuneytinu hefur
nefndin ekki fundað eftir hrunið
og er búist við að töf verði á að hún
skili tillögum sínum en farið verður
heildstætt yfir lögin og öllum ákvæð-
um velt upp.
Bergur Karlsson borgaði árum saman iðgjöld til Tryggingamiðstöðvarinnar í sam-
ræmi við brunabótamat á húseign sinni. Eftir að húsið brann neitaði tryggingafé-
lagið hins vegar að greiða honum bætur í samræmi við samning þeirra. Hann fær
aðeins um 20 prósent af brunabótamati.
„Þetta er bara
Þjófnaður“ „Mér finnst þeir alls ekki hafa stað-ið við sinn hluta samningsins.“
Erla HlynsdóTTir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Brunarústirnar Trésmíða-
verkstæði Bergs Karlssonar
brann til kaldra kola fyrir sex
árum. Tryggingamiðstöðin
neitaði að greiða bætur í
samræmi við brunabótamat.
Úrskurður Hæstaréttar
staðfestir vanmátt Bergs.
Mynd Halldór svEinBjörnsson
slagorðið Tryggingamiðstöðin
auglýsti grimmt: „Ef þú ert tryggður
þá færðu það bætt.“ Mynd sigTryggur ari
sár og svekktur Bergur Karlsson er afar
undrandi á úrskurði Hæstaréttar. Hann
hefur áhyggjur af öðrum tryggingatök-
um sem borgað hafa há iðgjöld og verða
fyrir tjóni vegna bruna. Mynd úr EinKasafni
formaður
Viðskiptaráðs
segir af sér
Erlendur Hjaltason, forstjóri
Exista, hefur sagt af sér for-
mennsku í Viðskiptaráði Íslands.
Í formannsstólinn sest Tómas
Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa
Fjarðaáls og varaformaður Við-
skiptaráðs, og gegnir embætti
fram að aðalfundi á næsta ári.
Erlendur, sem verið hefur for-
maður Viðskiptaráðs undanfarin
4 ár, kynnti ákvörðun sína í bréfi
til ráðsins.
Loftsteinninn
náði varla til
jarðar
Loftsteinninn sem sást yfir
Suðurlandi í fyrradag hefur
líklegast ekki náð til jarðar
og raunar var hann svo lítill
að hann hefur líklega verið
á stærð við vínber eða tenn-
isbolta. Þetta kemur fram
Stjörnufræðivefnum. „Loft-
steinninn sést í fremur stutta
stund. Það bendir til þess að
hann hafi ekki verið ýkja stór
þótt hann hafi verið þokka-
lega bjartur. En eins og með
öll stjörnuhröp, þá er þetta
óskaplega fallegt,“ segir á vef-
síðunni.
aukin neysla
ófrískra
Halldóra Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Barnaverndar
Reykjavíkur, segir að vísbending-
ar séu um að ófrískar konur séu
í meiri og alvarlegri neyslu en á
síðasta ári. Tæplega þrjú þúsund
tilkynningar hafa borist Barna-
vernd Reykjavíkur fyrstu átta
mánuði ársins. Það er tuttugu
prósentum meira en á sama tíma
í fyrra. Þetta kom fram í fréttum
RÚV í gær.
Vill fund vegna
niðurskurðar
„Ég fer fyrir hönd okkar sjálf-
stæðismanna fram á að heil-
brigðisnefnd hittist sem fyrst og
ræði fjárlagatillögur ríkisstjórn-
arinnar. Það er augljóst að til-
lögur ráðherra munu stórskaða
þá heilbrigðisþjónustu sem við
Íslendingar höfum byggt upp á
undanförnum áratugum,“ segir
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins.
Í tilkynningu frá Guðlaugi
kemur fram að heilbrigðisráð-
herra hafi ekki farið að tillögum
færustu sérfræðinga sem hafi
miðað að því að viðhalda þjón-
ustustiginu sem kostur er.