Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Qupperneq 22
Bikarmeistarar Breiðabliks voru
mættir í stúkuna á Laugardals-
velli á sunnudag til að styðja við
bakið á kvennaliðinu sem þurfti
að lúta í lægra haldi fyrir Val.
Sjónvarvottar sögðu það hafa
sést á leikmönnum liðsins að
flestir þeirra hefðu slett ærlega
úr klaufunum kvöldið áður enda
rík ástæða til. Fyrsti titill félags-
ins í karlaflokki er í höfn. Ekki
voru fagnaðarlætin á enda hjá
öllum en samkvæmt heimildum
DV þurfti gæslumaður vallarins
að hafa afskipti af einum leik-
mannanna sem var með bjór í
stúkunni.
Nýtt lag
frá gasmaN
Ofurmódelið Ásdís Rán Gunnars-
dóttir og hennar ektamaki, Garðar
Gunnlaugsson knattspyrnumaður,
þurftu að skila bílnum sínum um
síðustu helgi. Ásdís segir frá þessu á
bloggsíðu sinni, í pistli sem ber fyr-
irsögnina „Ekki alslæmt að vera ég í
kreppunni“, án þess að útskýra það
nánar. Væntanlega er það þó vegna
þess að samningi Garðars við CSK
Sofiu var rift á dögunum og afnot af
bílnum voru hluti af þeim samningi.
Ásdís segir aðstæðurnar ekki
bjóða upp á að kaupa bíl þar sem
þau Garðar muni væntanlega ekki
búa mikið lengur í Búlgaríu. Hún
hafi því mikið velt því fyrir sér hvern-
ig hún geti farið að því að útvega bíl
fyrir fjölskylduna með „einhverjum
klókindum“. Á dögunum var Ásdís
síðan svo heppin að hitta mann sem
er yfir markaðsmálum hjá bílafyr-
irtæki í Sofíu og spallaði aðeins við
hann, sem leiddi til þess að fyrirtæk-
ið hefur nú boðið henni að keyra um
á nýjum jepplingi frá þeim næstu
mánuði - og það frítt.
„Hann er ekki alveg eins fínn og
jeppinn hennar Manúelu en dug-
ar í bili... ;)“ segir Ásdís og vísar þar
til Manúelu Steinsson, konu Grétars
Rafns Steinssonar, landsliðsmanns í
knattspyrnu hjá Bolton, en sagt var
frá því í Fréttablaðinu fyrir nokkr-
um vikum að Manúela hefði keypt
sér sérútbúinn Audi Q-7 sem meðal
annars skartar bleikum Audi-merkj-
um og eiginhandaráritun stúlkunnar
á höfuðpúðunum.
„Ekki alslæmt að vEra ég...“
ÞuNNir í
stúkuNNi
Ásdís RÁn og fjölskylda fÁ fRí afnot af nýjum bíl:
Garðar Ómarsson:
Dr. Gunni er ekki vanur að liggja
á skoðunum sínum og hefur
orðið lítil breyting þar á. Dokt-
orinn segir á heimasíðu sinni að
hann sé hættur að fylgjast með
fréttum um Icesave, hrunið og
efnahagslífið. „Einu fréttirnar
sem ég mun nenna á næstunni
eru þær þegar byrjað verður að
leiða menn í handjárnum inn
í löggubíla. Þá skal ég horfa.
En þangað til, æ nei. Lífið er of
stutt fyrir þetta. Ég nenni ekki til
dæmis þessum risahlemmum
í DV af fjármálarugli einhverra
blöðrusela. Það er eins og að
læra fyrir próf að reyna að skilja
þetta. Ég nenni bara handjárn-
unum.“
NENNir
bara
haNd-
járNum
22 Þriðjudagur 6. október 2009 fólkið
Ásdís og Garðar Á brúðkaupsdaginn fyrir nokkrum
árum. Hjúin voru ekki bíllaus lengi, þökk sé Ásdísi.
líkamsræktartröllið Garðar Ómarsson, betur þekktur sem Gasman, hefur ekki lagt
tónlistarferilinn á hilluna. Hann sendir bráðlega frá sér lagið girls only dream about
me, sem er taktfast popplag.
Garðar Ómarsson, sem flestir kann-
ast við sem Gasman, er við það að
klára sitt fyrsta lag sem sólólista-
maður. Garðar hefur notið fulltingis
Valdimars Kristjónssonar í Jeff Who?
og hafa upptökur farið fram í stúdíói
Valda, Stúdíói Ljónshjarta.
Lagið kemur innan tíðar í spilun
og er greinilegt að þarna fer sjóðheit-
ur vetrarsmellur því lagið er taktfast
popp sem landinn hefur verið svo
þyrstur í. Eru þeir félagar að leggja
lokahönd á lagið. Valdimar samdi
lagið sérstaklega með Garðar í huga
en það heitir Girls only dream about
me. Segja gárungarnir að Garðar fari
mjúkum höndum um lagið og sé
með kraftmikla rödd en hann er eins
og alþjóð veit einn sterkasti maður
landsins.
Garðar var einn af þeim sem
mynduðu hina feikilega vinsælu
hljómsveit Merzedes Club sem sló
öll met með lagi sínu Hey Hey Hey
we say ho ho ho. Þar barði Garðar
trommurnar taktfast og hristi vel upp
í mannskapnum, hvar sem Merzedes
Club tróð upp.
Garðar hefur einnig slegið í gegn
í Fangavaktinni á Stöð 2 en þar leik-
ur hann fangann Biffa sem er hand-
bendi Ingva, formanns Afstöðu, fé-
lags fanga. Fer Garðar þar algjörlega
á kostum og sýnir á sér nýja hlið.
Mjúka en samt svo harða.
Garðar starfar sem einkaþjálfari
og þykir afar fær á sínu sviði. Honum
er því margt til lista lagt. Einkaþjálf-
ari, tónlist- armaður, söngvari og
leik- ari. Toppmaður.
Massaðasti söngvari
veraldar Von er á nýju
lagi frá Garðari, Girls only
dream about me.
Merzedes Club Garðar var einn af
meðlimum Merzedes Club sem sló í gegn.