Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Qupperneq 14
Mikil vandræði steðjuðu að íslensku þjóðinni. Maður fór til útlanda. Hann kom heim og sagðist hafa lausnina á vandanum. Lausn sem myndi leysa allt. Við þyrftum ekki einu sinni Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Íslensku fjöl- miðlarnir stukku upp til handa og fóta. Nánast allir fréttamiðlar sögðu fregnina af ótrúlegri lausn vand- ræða okkar: „Norðmenn vilja lána verulegar fjárhæðir,“ tilkynnti Sjón- varpið. „Norðmenn tilbúnir að lána Íslendingum 2.000 milljarða,“ sagði Stöð 2. „Með norsku láni gætum við kvatt AGS,“ sagði svo Sjónvarpið eft- ir frekari rannsóknarvinnu. Vandinn var þessi: Frétt-in var byggð á misskiln-ingi, enda byggði hún á einum manni, sem hefur hagsmuni af því að bulla. Hann er nefnilega íslenskur stjórnmálamað- ur. Sjálfur byggði stjórnmálamaður- inn þetta á skoðun eins stjórnmála- manns í Noregi. Þetta var því frétt af því að einn Íslendingur hafði farið til Noregs og heyrt þar þá skoðun eins manns að Ísland ætti að fá tvö þúsund milljarða í lán. Enda kom í ljós að aðrir, sem einhverju ráða, voru ósammála og vildu ekki veita okkur þetta lán. Sagan af Noregsför Hös-kuldar Þórs Þórhallssonar framsóknarþingmanns er lærdómsrík fyrir Íslendinga. Ekki vegna þess að hún leiddi í ljós hvað íslenskir stjórnmálamenn eru gjarnir á að rugla, heldur vegna þess sem hún kennir okkur um ís- lenska fjölmiðla. Fjölmiðlarnir létu eins og rit-síminn hefði ekki einu sinni verið fundinn upp. Með aðferðum ritsímans hefði í það minnsta verið hægt að komast að hinu rétta. Hvað þá með hjálp internetsins, talsímans, farsímans, gervihnattasímans og allrar þeirrar fjarskiptatækni sem hefur umbylt lífi og starfsumhverfi nútímafólks. Nema fréttamanna. Ef þeir hefðu til dæmis les-ið frétt, sem birtist á mbl.is fyrir tveimur mánuð-um, hefðu þeir komist að því að þetta væri vitleysa. Hefðu þeir hringt til útlanda og ekki lát- ið eins og enn væri 10. öld, þar sem menn þurftu að sigla dögum saman á opnum knerri, til að fá fréttir að utan, þá hefðu þeir spar- að okkur mikinn tíma og mikið rugl. En þannig eru ekki íslenskir fjölmiðlar. Þeim finnst allt í lagi að byggja ótrúlegustu fréttir á einum hagsmunaaðila. Man einhver eft- ir umfjöllun um ágæti Icesave og framúrskarandi traustan árangur bankanna? Íslenskir fjölmiðar eru enn þá staddir á járnöld. Þeir hafa reyndar verið það lengi. Man einhver eftir þessari frétt? Gjaldþrota maður fór til Rússlands. Varð vellauðugur á mettíma. Kom aftur, var fagnað sem þjóðhetju og var valinn til að kaupa stærsta banka þjóðarinnar. Fjölmiðlar birtu lofsamlega umfjöllun, sem byggð var á honum sjálfum og þeim stjórnmálamönnum sem höfðu valið hann. Þessi maður heitir Björgólf-ur Guðmundsson. Mesta vandamál þjóðarinnar nú snýst um hvernig við eig- um að borga ruglið sem Björgólf- ur kom okkur í. Alveg óvænt. Þótt hann hefði ekki haft neina reynslu af bankarekstri, þótt hann hefði meira að segja fengið lán í öðrum banka til að kaupa Landsbankann (sem hann borgaði aldrei) og þótt hann hefði auðgast á undraverðan hátt í spilltustu borg Evrópu. Hvað ef íslenskir fjölmiðl-ar hefðu ekki látið eins og enn væri víkingaöld? Hvað ef þeir hefðu kann- að bakgrunn þessa manns og störf hans í Rússlandi? Jafnvel hringt til útlanda og talað við viðskiptafélaga hans? Við munum aldrei komast að því. Hins vegar væri ágætt ef fjöl- miðlar hættu að byggja fréttir á áliti einstakra stjórnmálamanna til að hlífa þjóðinni við enn meiri vitleysu en þegar er orðin. 10. aldar fjölmiðlar Spurningin „Harold Wilson sagði að vika væri langur tími í pólitík. Það væri því gott ef ríkisstjórnin héngi út vikuna.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í fjölmiðlum í gær að Ögmundur Jónasson ætti að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hér vitnar hann í breska stjórnmálamanninn Harold Wilson sem lést árið 1995. Hann var forsætisráðherra Bretlands, fyrst frá 1964 til 1970 og síðar frá 1974 til 1976. Hvað lifir ríkis- stjórnin lengi? „Það þýðir í raun og veru að hann heldur ríkisstjórninni sem gísl.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, um hvað það þýði að Ögmundur hafi sagt af sér sem ráðherra. Líf ríkisstjórnarinnar sé í hans höndum. - visir.is „...enda væri ekki hægt að láta einhvern sem lítur út eins og kópur til augnanna klæmast að neinu ráði.“ Sverrir Stormsker um að Birgitta Haukdal, sem er gestasöngvari á væntanlegri plötu hans, Serðir Monster, muni ekki syngja klámtexta. - Fréttablaðið „Ég bakka þessa sögu 100 prósent upp.“ Pálmi Gunnarsson um sögu sem er að finna í ævisögu Magnúsar Eiríkssonar. Magnús segir þá félaga hafa verið brottnumda af geimverum. - visir.is „...fólk tekur þetta fullalvarlega.“ Bjarni Felixson íþróttafrétta- maður um hvað hafi breyst í íslenskum fótbolta frá því að hann lék í kringum 1960. - Morgunblaðið „Ertu í viðtali núna? Drullaðu þér inn í klefa og fagnaðu.“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, við Arnar Grétarsson eftir sigurinn í úrslitum bikarkeppninnar á laugardag. Ólafur sagði Arnar hafa beðið alltof lengi eftir titlinum til að eyða tímanum í viðtöl. - Morgunblaðið Ábyrgðarlaus fífl Leiðari Stjórnmálaástandið á Íslandi ein-kennist af ringulreið og ráðaleysi. Almenningur krafðist þess í bús-áhaldabyltingu og í kosningum að Sjálfstæðisflokknum yrði vikið frá völdum. Það varð úr og Samfylking myndaði ríkis- stjórn með Vinstri grænum. Örfáum mánuð- um eftir að lífi var blásið í þá stjórn er allt á öðrum endanum á stjórnarheimilinu. Lang- þreyttur almenningur kaus fólk til að leiða sig í gegnum djúpan dal kreppunnar. Það var meginverkefni ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Ári eftir að hrunið myndgerðist með falli þriggja stærstu bankanna stendur enn allt fast. Logandi illdeilur einkenna annan stjórnarflokkinn þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Stöðugt hallar undan fæti hjá þjóðarbúinu og það styttist í annað og alvar- legra hrun ef fram fer sem horfir. Það er lágmarkskrafa þjóðar að þeir sem öxluðu ábyrgð á landsstjórninni gangi í takt. Venjulegum Íslendingi má vera slétt sama um hvaða leið er farin til lausnar á risavöxn- um vandanum. Aðalatriði í augum þorra al- mennings er að lausna sé markvisst leitað og leiðin til jafnvægis stikuð. Róttækasti hluti Vinstri grænna er grunaður um að hafa kynt undir óeirðum sem leiddu til búsáhalda- byltingarinnar. Þetta sama fólk stóð að gerð stjórnarsáttmála sem hlaðinn er loforðum um skjaldborg heimila og endurreisn Ís- lands. Nú hefur þetta fólk gert uppreisn gegn formanni sínum, Steingrími J. Sigfússyni, og sett alla landsstjórnina í uppnám. Sumt þessa fólks boðar nú að alls ekki eigi að semja við Breta og Hollendinga þrátt fyrir að í heilt ár hafi íslensk stjórnvöld beint og óbeint við- urkennt skyldu sína til að borga. Sjálfstæðis- menn í ríkisstjórn undirgengust samninga í fyrstu atrennu en síðan hafa aðrir fylgt á eft- ir. Nú vill hinn róttæki armur VG snúa við í miðri á og berjast við óvininn. Vandinn er sá að það er of seint. Heilt ár er þá farið í súginn. Ranglega eða réttilega hafa íslensk stjórn- völd allt frá hruni staðið í samningum um Icesave. Viðsnúningur nú mun færa okkur á byrjunarreit hrunsins að nýju. Þeir sem eru í vinsældakeppni með andstöðu sinni verða að axla sína ábyrgð og klára málið þannig að þjóðin hafi sóma af. Annars fær öll þjóðin þann stimpil að vera ábyrgðarlaus fífl eins og þeir sem áttu að höggva á rembihnútinn en settu snöru um háls þjóðar sinnar. reynir traustason ritstjóri skrifar. Nú vill hinn róttæki armur VG snúa við í miðri á. 14 þriðjudaGur 6. október 2009 umræða LyngHáLs 5, 110 ReykJavÍk Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. bókStafLega Sandkorn n Óhætt er að segja að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokks- formaður VG, velgi flokkssystkin- um sínum undir uggum með yfir- lýsingum um illa meðferð á fóstra sínum, Ögmundi Jónassyni. Í Silfri Egils hélt hún uppi stórskotahríð á ríkisstjórnina sem hefði svikið Ögmund og rekið hann. Duldist engum að stærstu sprengjunum var beint að Steingrími J. Sigfús- syni formanni sem er á þeytingi um heimsbyggðina að slá lán og slökkva elda vegna Icesave. Klofningurinn innan VG tók á sig óvenjuskýra birtingarmynd í þættinum. n Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á ekki sjö dagana sæla. Honum er af mörgum lýst sem helstu klapp- stýru útrásar- innar eftir að hann eyddi drjúgum hluta starfs- orku sinnar á góðæristím- anum í að ýta áfram mál- stað íslenskra kaupsýslumanna. Nú þykir gamanið enn kárna hjá forsetanum þegar rannsóknar- nefnd Páls Hreinssonar situr og rýnir í bréf forsetans til Bills Clin- ton, fyrrverandi Bandaríkjafor- seta, Als Gore fyrrverandi vara- forseta Bandaríkjanna, og fleiri ráðamenna heimsins til að hjálpa útrásarmönnum. n Gamalkunnur bókaútgefandi, Jónas Sigurgeirsson, snýr aftur með látum þetta árið. Jónas hefur endurvakið Bókafélagið ehf. og fyrsta bókin, Ævintýraeyjan eftir Ármann Þorvaldsson fyrrverandi bankastjóra Singer & Friledlander, virðist lofa góðu. Jónas á að baki metsölu- bækur eins og ævisögu Benjamíns Eiríkssonar eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson sem gefin var út árið 1995. Þessi jólin er hann með aðra hrunbók, Why Iceland? eftir Ásgeir Jónsson, sem kemur út í ís- lenskri þýðingu. Það má því búast við hörðum bókaslag þetta árið. n Leiðari Moggans á sunnudag fór illa í marga bloggara. Þar veittist Davíð Oddsson ritstjóri að blogg- urum sem hann taldi vera flesta til bölvunar. Þetta er raunar ekki nýtt hjá ritstjóran- um sem hélt uppi sama málflutn- ingi í viðtali við Sölva Tryggvason á Skjá ein- um. Margir bloggaranna hafa svarað Davíð og hreytt í hann ónotum. Stór hópur bloggara hefur farið að fordæmi þúsunda áskrifenda og svarað með því að yfirgefa Mogga- bloggið. Háðfuglinn Björgvin Val- ur Guðmundsson á Stöðvarfirði veltir ritstjóranum upp úr tjöru og fiðri og gefur honum uppnefnið Herra Hrun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.