Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Síða 21
Smáauglýsingar
þjónustuauglýsingar
fókus 6. október 2009 þriðjudagur 21
Smáauglýsingasíminn er
515 5550
smaar@dv.is
Tómstundir
GisTinG
Gista.is
Bjóðum upp á gistingu á besta stað í
bænum og 2ja og 3ja herbergja íbúðir,
fullbúnar húsgögnum og uppábúnum
rúmum. Internet-tenging er til staðar.
S. 694 4314. www.gista.is
»
á þ r i ð j u d e g i
Vinsældir sVeppa halda áfram
Kvikmyndin Algjör Sveppi og leitin að Villa er gríðarlega vinsæl hjá bíó�
gestum og stefnir í að slá einhver met með sama áframhaldi. 17.653 hafa
nú séð myndina frá því hún var frumsýnd um þarsíðustu helgi sem þýð�
ir tæplega 14,5 milljónir í kassann. Í öðru sæti er spennumyndin Stúlkan
sem lék sér að eldinum en um 3.800 manns fóru á hana um helgina.
BarnaBók og
myndlistarsýning
Út er komin fyrsta barnabók Hallgríms
Helgasonar, Konan sem kyssti of mik�
ið. Sagan fjallar um harla óvenjulega
fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn er svo
lukkulegur að kynnast nýrri konu en
böggull fylgir þó skammrifi. Konan er
nefnilega kossaóð. Hallgrímur hefur
unnið jöfnum höndum að ritlist og
myndlist í gegnum árin og hefur með�
al annars skrifað skáldsögur, leikrit og
ljóð auk þess að senda frá sér mýgrút
af pistlum og greinum. En núna er
komið að barnasögunni. Þess má geta
að á næstu dögum opnar Hallgrím�
ur einnig myndlistarsýningu þar sem
viðfangsefnið er íslenska kreppan
undanfarið ár.
Trylltar vinsældir spennusagna
Stiegs heitins �arsson um tölvuhakk�
arann �isbeth Salander og blaða�
manninn réttláta Mikael Blomkvist
og kvikmynda sem á þeim byggja
hafa hleypt óþarflega miklu lífi í inn�
antómar og vita gagnslausar umræð�
ur og vangaveltur um hvort bækurn�
ar séu betri en myndirnar og öfugt.
Þessi umræða er galin enda er bók
eitt og bíómynd allt annað en þeg�
ar bæði njóta vinsælda eins og hér
um ræðir fer þetta allt í einn graut í
kollinum á fólki. Það er hægur vandi
að gera góða bíómynd eftir vondri
skáldsögu og jafnvel enn auðveldara
að gera vonda bíómynd eftir góðri
bók. Alfred Hitchcock gerði til dæm�
is eina sína bestu mynd og um leið
eina bestu hryllingsmynd sögunn�
ar eftir ömurlegri skáldsögu eftir Ro�
bert Bloch sem heitir Psycho. Þar er
munurinn svo sláandi að það nenn�
ir varla nokkur maður að lesa bókina
og leggjast í einhvern sérstakan sam�
anburð á bók og mynd. The Godfath�
er eftir Mario Puzo er heldur ekkert
sérstaklega merkilegur skáldskapur
en samnefnd bíómynd eftir Francis
Coppola er meistaraverk.
�átum það samt eftir okkur í þessu
tilfelli að leggjast í allsherjar saman�
burðarvísindi. Aðallega svo ég þurfi
ekki að rekja söguþráð bíómyndar�
innar Stúlkan sem lék sér að eldin�
um í smáatriðum til að fylla plássið.
Gerði það nefnilega fyrir nokkrum
dögum þegar ég dæmdi skáldsöguna
Stúlkan sem lék sér að eldinum. Bók�
in er þrælspennandi og skemmtileg
og það er myndin líka þótt vitaskuld
vanti ýmislegt í myndina sem er í
bókinni.
Fyrsta bókin í Millenium�þríleik
�arssons er alveg hreint frábær og
samnefnd mynd gefur henni lítið eft�
ir þótt víða sé skautað hratt yfir veiga�
mikil atriði. Þótt næsta bók sé fín fyr�
ir sinn hatt má verja það að Stúlkan
sem lék sér að eldinum sé sísta bókin
í þríleiknum og að þessu leyti fylgjast
mynd og bók að þannig að bíómynd�
in um stúlkuna sem lék sér að eldin�
um gefur Körlum sem hata konur að�
eins eftir.
Hér er þráðurinn tekinn upp
tveimur árum eftir að �isbeth Sal�
ander hvarf út í suðrænt sólarlag
með ljósa hárkollu og margar millj�
ónir sænskra króna á bankareikn�
ingnum. Hún snýr í upphafi myndar
aftur til Svíþjóðar og er varla búin að
koma sér fyrir í nýrri íbúð þegar hún
er grunuð um að hafa framið þrjú
morð. Hún fer því huldu höfði á með�
an hún reynir að hafa uppi á hinum
raunverulegu morðingjum sem hún
á óuppgerðar sakir við.
Blaðamaðurinn Mikael Blom�
kvist, sem kynntist �isbeth náið í fyrri
myndinni, trúir auðvitað á sakleysi
hennar og reynir sitt til þess að rétta
henni hjálparhönd sem hún að vísu
kærir sig ekkert um. �isbeth Salander
leysir nefnilega sín mál sjálf.
Stúlkan sem lék sér að eldinum er
heljarinnar doðrantur upp á 600 síð�
ur þannig að það er óhjákvæmilegt
að skera hana niður til þess að koma
henni fyrir í bíómynd. Rétt eins og í
Karlar sem hata konur er þetta gert
með ágætum. Samt verður hellingur
út undan og þeir sem vilja fara í harð�
an samanburð á bók og mynd geta
látið ýmislegt fara í taugarnar á sér.
Þá hafði Karlar sem hata konur það
umfram þessa mynd að gamalt saka�
málið sem Blomkvist glímdi við var
sérlega heillandi og leit hans og Sal�
ander að sannleikanum var þrungin
lúmskri spennu.
Stúlkan sem lék sér að eldinum
er miklu dæmigerðari reyfari þar
sem meiri áhersla er á hasar og læti.
Segja má að bíómyndin sé nokkurs
konar „Salanders Greatest Hits“ þar
sem öllu því svalasta, magnaðasta og
flottasta úr þykkri spennusögunni er
þjappað saman í alveg hreint stórfína
spennumynd. Hasarinn og töffara�
skapurinn skyggja hins vegar nokk�
uð á mikilvæg brot úr æsku �isbethar
en manni segir svo hugur að þau mál
verði gerð betur upp í lokakaflanum.
Annars er engin ástæða til að
kvarta vegna þess að Noomi Rapace,
sem var æðisleg í hlutverki Salander í
fyrstu myndinni, toppar sjálfa sig gjör�
samlega í þessari og ó boj, ó boj þegar
stúlkan gefur allt í í lokin ætlar maður
bókstaflega að kafna af hrifningu. Sal�
ander ber myndina uppi leikandi létt
og Noomi er bara svo fáránlega flott,
sæt, sjarmerandi, ógnvekjandi, köld,
heit og grimm að mann skortir eign�
lega orð.
Öruggasta leiðin til þess að fá sem
mest út úr þessu Millenium�dóti er
svo auðvitað að lesa bækurnar og sjá
myndirnar. Skiptir engu hvort mað�
ur les bækurnar fyrst eða öfugt. Þetta
styður hvort annað með stæl þótt auð�
vitað sé um ólík fyrirbæri að ræða.
Þórarinn Þórarinsson
Íslensku Barna-
BókaVerðlaun-
in afhent
Íslensku barnabókaverðlaun�
in verða afhent í tuttugasta og
fimmta sinn á morgun í Árbæjar�
skóla. Óvenjumikil þátttaka var í
samkeppninni þetta skiptið en um
35 handrit voru send inn. Verð�
launin nema 400 þúsund krónum
ásamt verðlaunaskjali. Margir af
dáðustu barnabókahöfundum
þjóðarinnar hafa unnið til verð�
launanna, til dæmis Herdís Egils�
dóttir, Iðunn Steinsdóttir og Þor�
grímur Þráinsson. Í fyrra féllu þau
í skaut Gunnars Theodórs Eggerts�
sonar fyrir söguna Steindýrin og er
meðfylgjandi mynd af honum.
salander gefur
allt Í Botn Flickan som lekte med elden Leikstjóri: Niels Arden OplevAðalhlutverk: Noomi Rapace, Michael Nyqvist, Georgi Staykov, Micke Spreitzkvikmyndir