Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Síða 3
fréttir 6. október 2009 Þriðjudagur 3
LÍFEYRISSJÓÐSMÖNNUM
bOÐIÐ Í LAX Í YTRI-RANGÁ
vegna var nú líklega minni þátttaka
en oft áður. Það er ekkert launungar-
mál að íslensk fjármálafyrirtæki voru
að bjóða í svona ferðir hér á árum
áður og eitthvað var um að menn
færu í þær,“ segir Kári og bætir því
við að Íslensk verðbréf eigi þetta holl
í ánni þó svo að fyrirtækið hafi verið
með færri stangir í ár en áður.
Stapi er þriðji stærsti hluthafi Ís-
lenskra verðbréfa og er Kári stjórnar-
formaður fyrirtækisins.
Færri boðsferðir en áður
Jón G. Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveit-
arfélaga, segist einnig hafa greitt fyrir
veiðiferðina sjálfur, öfugt við síðustu
ár. „Ég borgaði allt sjálfur; fékk bara
gíróseðil frá Lax-á [leigutaka Ytri-
Rangár, innskot blaðamanns]... Hér
á árum áður þáði maður svona ferðir
en sá tími er að baki,“ segir Jón.
Hann segir að umræðan um þess-
ar boðsferðir hafi verið mjög hávær í
samfélaginu eftir efnahagshrunið og
þá hafi átt sér stað viss endurskoð-
un. Til marks um þetta segir Jón að
Íslensk verðbréf hafi borgað fyrir sig
í veiðiferðinni í fyrra. „Það er frá. Ég
vildi hins vegar halda áfram að veiða í
ánni á þessum tíma,“ segir Jón. Hann
segir að í hans tilfelli hafi veiðiferðin
ekki verið farin til að ræða viðskipti.
Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs
Vestfirðinga, Guðrún Guðmannsdótt-
ir, tekur í sama streng og þeir Skúli,
Kári og Jón og segist hafa borgað fyrir
veiðiferðina sjálf. „Ég hef alltaf greitt
allar mínar veiðiferðir sjálf.“
Af viðtölunum við stjórnendur líf-
eyrissjóðanna að dæma tíðkast það
enn að lífeyrissjóðsmenn þiggi boðs-
ferðir og fríðindi frá fyrirtækjum. Hins
vegar virðist það vera í miklu minna
mæli en áður, til að mynda í fyrra þeg-
ar sumir af viðmælendum DV fóru í
Ytri-Rangá í boði Íslenskra verðbréfa.
Aðeins kraftaverk getur úr þessu bjargað ríkisstjórninni frá falli. Útilokað er talið að
leiðtogar stjórnarinnar felli sig við neitunarvald Ögmundar Jónassonar og stuðnings-
manna hans innan VG. Spennan er mikil og vaxandi innan flokksins og æ færri sjá leið
út úr þeim pólitísku ógöngum sem klofningurinn í VG hefur komið stjórninni í.
Spennan innan Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs er magn-
þrungin og fer vaxandi eftir að Ög-
mundur Jónasson sagði óvænt af
sér embætti heilbrigðisráðherra
í síðustu viku. Þingflokksfundi
VG var frestað án skýringa í gær
og hvorki Ögmundur né Guðfríð-
ur Lilja Gétarsdóttir treystu sér til
þess að tala máli ríkisstjórnarinnar
í umræðum í gærkvöldi um stefnu-
ræðu forsætisráðherra. Ögmundur
mætti auk þess ekki á þingfund-
inn.
Rýfur hann ríkisstjórn?
„Það er vitanlega erfitt fyrir Ög-
mund að játa það að hann hafi rof-
ið vinstristjórn. En það leynir sér
ekki hvað gerst hefur. Leiðtogarn-
ir sögu við hann: Annaðhvort ertu
með eða ekki. Ögmundur sagði
ekki og sagði af sér,“ segir Gunn-
ar Helgi Kristinsson, stjórnmála-
fræðiprófessor.
Ögmundur og stuðningsmenn
hans hafa látið í veðri vaka að þeir
ætli eftir sem áður að styðja ríkis-
stjórnina. Gunnar Helgi túlkar það
svo að Ögmundur muni ekki styðja
vantrauststillögu gegn ríkisstjórn-
inni kæmi hún fram á þingi. „Hins
vegar ætla Ögmundur og liðsmenn
hans að standa á hliðarlínunni,
ákveða hvaða mál ríkisstjórnarinn-
ar fara í gegnum þingið og halda
ríkisstjórninni í gíslingu. Þannig
geta þeir hlaupist undan óþægi-
legum og erfiðum málum. Slíkt er
varla boðlegt fyrir ríkisstjórnina
og hlýtur að vera með öllu óvið-
unandi fyrir hana. Sérstaklega eins
og ástatt er. Mér sýnist því ekki fara
milli mála að Ögmundur og stuðn-
ingsmenn hans innan VG koma
fyrir sem flokksbrot sem gerir nú
tilkall til ráðherradóms. Ég er eng-
inn sérstakur talsmaður styrkra
meirihluta, en ég held því miður að
leið Ögmundar sé einfaldlega ekki
í boði núna,“ segir Gunnar Helgi.
Vilja Ögmund inn aftur
Þeir sem gerst þekkja Ögmund
fullyrða að það sé alls ekki ætl-
un hans að sprengja ríkisstjórn-
ina. Sjálfur segist Ögmundur ekki
halda neinum í gíslingu. „Hér er
aðeins verið að krefjast þingræðis-
legra vinnubragða. Mér sýnast skil-
greiningar Gunnars Helga byggj-
ast á þröngsýnum skilgreiningum
á flokksræði. Allt sem stríði gegn
flokksræði stríði gegn þingræðinu.
Þingið setur lögin, framkvæmda-
valdið framkvæmir, en ekki öfugt.
Þetta snýst um að virða þingræðið
og hefur alltaf gert af minni hálfu.“
Andstaða Ögmundar við Ice-
save-samninginn, aðildarumsókn
að ESB og afskipti Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins af uppbyggingunni eftir
bankahrunið er vel kunn. Ólgan fer
vaxandi innan VG og telja margir af
stuðningsmönnum Ögmundar að
ein leiðin til sátta sé að taka hann
aftur inn í ríkisstjórnina.
Eftir því sem næst verður kom-
ist hefur það verkað sem olía á eld
meðal stuðningsmanna Ögmund-
ar að forysta flokksins hafi skipt
honum út úr ríkisstjórninni, sett
Álfheiði Ingadóttur í hans stað og
láti nú sem ekkert sé.
Vandamálin fara ekki
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagði í stefnuræðu sinni
í gærkvöldi að enginn kostur væri
annar í stöðunni en að gera upp
Icesave-reikningana. Hún lýsti
bráðavanda þjóðarinnar og sagði
að skuldir ríkisins yrðu um 1.700
milljarðar króna á næsta ári. Að-
eins lítill hluti væri vegna Icesave.
Nú þegar væri 300 milljarða króna
skuld vegna Seðlabanka Íslands
farin að draga máttinn úr velferð-
arkerfinu. „Vegna þessara vaxandi
skulda er vaxtakostnaður ríkis-
ins orðinn næststærsti liður fjár-
laga á eftir útgjöldum til félags- og
tryggingarmála, um 100 milljarð-
ar króna. Þessi vaxtabyrði ríkis-
ins mun að lokum verða stærsti
útgjaldaliður fjárlaga ef ekkert er
að gert.“
Jóhanna sagði að þessi vaxta-
byrði gæti dregið allan þrótt úr vel-
ferðarkerfinu. „Þessi bráðavandi
hefur ekkert með Icesave að gera
og ekkert með Alþjóðagjaldeyr-
issjóðinn að gera. Þeir sem halda
því fram eru að blekkja fólk. Það
er sama hvort Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn er eða fer, sama hvort
við borgum Icesave eða ekki. Við
verðum að draga mjög hratt úr
hallarekstri og skuldasöfnun rík-
isins.“
Ljóst má vera að þarna beindi
Jóhanna orðum sínum til Ög-
mundar og stuðningsmanna
hans sem tala gegn AGS og frek-
ari breytingum á fyrirvörum ríkis-
ábyrgðar á Icesave-skuldinni.
Reynist túlkun Gunnars Helga
stjórnmálafræðings rétt hefur ekki
aðeins ríkisstjórnin hafnað í öng-
stræti heldur einnig andófsmenn í
liði Ögmundar.
Leiðin til baka virðist illfær
nema einhverjir gefi eftir.
Jóhann hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
STJÓRNARkREppA
Í kREppUNNI
„Hins vegar ætla Ögmundur og liðsmenn hans
að standa á hliðarlínunni, ákveða hvaða mál
ríkisstjórnarinnar fara í gegnum þingið og
halda ríkisstjórninni í gíslingu.“
armur Ögmundar
Jónassonar í VG
n Ögmundur Jónasson
n Ásmundur Einar Daðason
n Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
n Lilja Mósesdóttir
n Atli Gíslason.
Leiðtoginn Stuðn-
ingsmenn Ögmundar
Jónassonar telja þá leið
færa að taka hann aftur
inn í ríkisstjórnina.
atli Gíslason Atli talar
oft tæpitungulaust og
hefur lýst því yfir að hann
sé óbundinn á Alþingi.
Gagnrýndi formann-
inn Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir talaði gegn
formanni sínum í Silfri Egils
síðastliðinn sunnudag.
hagfræðingurinn Lilja
Mósesdóttir hefur illan
bifur á AGS og ESB.
Bóndinn Ásmundur
Einar Daðason er harður
andstæðingur aðildar-
umsóknar að ESB.
Í gíslingu Gunnar Helgi
telur að stjórnin geti ekki
sæst á að Ögmundur og
hans fólk styðji stjórnina
aðeins í sumum málum.
Ráðherrar bera saman bækur Gylfi Magnússon, Jón Bjarnason og
Árni Páll Árnason létu sér ekki leiðast á meðan stjórnarandstæðingar
börðu á ríkisstjórninni við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra í
gærkvöld. mynd siGtRyGGuR