Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 8
8 föstudagur 16. október 2009 fréttir HINDRAÐU MILLJÓNATAP Svínaflensufaraldurinn gæti kostað íslenskan vinnumarkað nítján milljarða ef stuðst er við reikniformúlu SINTEF, stærstu óháðu tölfræðirannsóknarstofnunar Skandinavíu. Íslensk fyrirtæki ættu að gera viðbragðsáætlanir áður en flensan verður útbreiddari. SINTEF, stærsta óháða tölfræði- rannsóknarstofnun Skandinavíu, hefur reiknað út hvaða fjárhagslegu áhrif svínaflensufaraldurinn hefur á norska vinnumarkaðinn. Við útreikn- ingana notaðist SINTEF við upp- lýsingar frá norska heilbrigðisráðu- neytinu um að 25 prósent vinnuafls myndu missa úr vinnu. 2,5 milljón- ir manna eru á norska vinnumark- aðinum og hefur SINTEF reiknað út að hver veikindadagur kosti vinnu- veitanda tvö þúsund norskar krónur, eða um 44 þúsund íslenskar krónur. Þegar allt er tekið til alls hefur SINT- EF reiknað út að svínaflensufarald- urinn muni kosta vinnuveitendur 12,5 milljarða norskra króna eða um 275 milljarða íslenskra króna. Í þeim útreikningi er gert ráð fyrir að hver starfsmaður sé veikur í tíu daga. Flensan kostar milljarða Í júlí á þessu ári voru 172.823 starfs- menn á íslenskum vinnumarkaði. Ef sami útreikningur er notaður og SINTEF styðst við er hægt að gera ráð fyrir því að 43.205 manns veik- ist af svínaflensu sem samsvarar 25 prósentum vinnuafls. Að því gefnu að hver vinnudagur sem starfsmaður er veikur kosti vinnuveitanda 44 þús- und krónur gæti svínaflensufarald- urinn kostað íslenskan vinnumarkað nítján milljarða ef tekið er inn í reikn- inginn að hver starfsmaður sé veikur í tíu daga. Forráðamenn SINTEF hvetja alla vinnuveitendur að gera sína eigin viðbragðsáætlun áður en faraldur- inn verður útbreiddari á Norður- löndunum. Bandarísk yfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum um hvernig hægt er að búa fyrirtæk- ið undir svínaflensuna og hvern- ig hægt er að hægja á útbreiðslu hennar. Þá getur viðbragðsáætlun sem þessi hindrað milljónatap fyr- irtækja. Framleiðslustöðvun hindruð Fyrst og fremst ættu vinnuveitend- ur að kynna sér vel fréttir af svína- flensunni sem berast reglulega frá Landlæknisembættinu. Einnig er miklar upplýsingar að finna á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Vinnuveitendur ættu að reikna út meðalfjölda veikindadaga yfir árið og athuga hvort hægt sé að greina óvenjulega fjölgun veikindadaga í haust og vetur. Fyrirtæki ættu einn- ig að gera sér grein fyrir hve marga starfsmenn þarf að vanta svo fram- leiðsla fyrirtækisins raskist svo um munar. Þá getur fyrirtækið búið til framleiðsluáætlun sem tekur mið af færri starfsmönnum en hindrar að framleiðsla fyrirtækisins stöðvist al- gjörlega. Einnig kemur til greina að vinnu- veitendur skikki þá starfsmenn sem geta unnið heima til að gera það ef faraldurinn færist enn meira í auk- ana. Þá er gott að hafa í huga að fækka fjölmennum fundum. Hvetjið til hreinlætis Á meðan á inflúensufaraldrinum stendur ættu allir veikir starfsmenn að halda sig heima, þvo vel hend- ur með sápu og spritti og halda fyr- ir munn og nef þegar þeir hósta eða hnerra. Vinnuveitendur eru hvattir til að taka til greina að starfsmenn þurfi að taka sér frídag til að hugsa um veika fjölskyldumeðlimi. Fyrirtæki ættu að hvetja til þess að allir sameiginlegir fletir séu þrifn- ir reglulega. Þá er jafnvel hægt að halda reglulegan þrifnaðardag sem hefur einhvers konar grín og glens í för með sér. Á vinnustöðum ættu að vera til nægar birgðir af handsápu og spritti. Ekki er vitlaust að hengja upp plaköt til að minna starfsmenn á hreinlæti. Berið saman bækur Vinnuveitendur geta haft samband við starfsmannafulltrúa í svipuðu fyrirtæki til að grennslast fyrir um hvort það hafi búið til svínaflensu- áætlun. Þá geta fyrirtækin tvö bor- ið saman bækur sínar því betur sjá augu en auga. Ef innranet er í fyrirtækinu fyr- ir starfsmenn er gott að setja tengil á vef Landlæknisembættisins, land- laeknir.is, og influensa.is svo starfs- menn geti lesið sér til um inflúens- una og kynnt sér hana. lilja Katrín gunnarsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Ert þú með svínaflensuna? Að sögn Þórólfs Guðnasonar, setts sóttvarnalæknis, er hægt að skipta einkennum svínaflesunnar í tvo flokka, hefðbundin einkenni inflúensu og önnur einkenni. HEFðBundin EinKEnni: n Skyndilegur hár hiti sem getur varað í marga daga n Beinverkir n Slæmur höfuðverkur n Hálssærindi n Hósti n Nefrennsli n Almennur slappleiki Önnur EinKEnni: n Kvefeinkenni n Hósti n Öndunarfæraeinkenni n Ekki mikill hiti eða slappleiki Fólk getur líka fengið mjög væg einkenni, væga stíflu í nefi og slapp- leika í nokkra daga. Þórólfur segir í raun og veru allt litróf einkenna til þegar kemur að svínaflensunni. Fólk getur verið aðeins stíflað í nefinu og slappt í nokkra daga. Þegar allt er tekið til alls hefur SINT- EF reiknað út að svínaflensufarald- urinn muni kosta vinnuveitendur 12,5 milljarða norskra króna eða um 275 milljarða íslenskra króna. 4500 látnir Á þessu korti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sést útbreiðsla flensunnar. Húðlituðu löndin eru lönd með staðfest tilfelli. Stærstu rauðu dílarnir þýða yfir hundrað dauðsföll, næststærstu 51 til 100 dauðsföll, þeir næstminnstu þýða 11-50 dauðsföll og þeir minnstu undir tíu dauðsföll. Þrátt fyrir að bóluefnið gegn svínaflensunni sé komið til landsins geta liðið margar vikur þangað til einstaklingur sem ekki er í áhættuhópi fær að fara í bólusetningu. Samt sem áður er engin ástæða til að bíða eftir flensunni og ímynda sér það versta. Það er ýmislegt sem þú getur gert og ýmislegt sem þú ættir alls ekki að gera, til að vernda þig gegn svínaflensunni. DV birtir lista yfir nokkur atriði sem geta hjálpað þér að takast á við þennan faraldur sem fer eins og eldur í sinu um landið. Fylgstu með útbreiðslunni Taktu þér tíma til lesa íslenskar fréttasíður til að athuga hvort svínaflensan hafi greinst einhvers staðar í nágrenni heimilis þíns, skóla eða vinnu. Farðu líka reglulega inn á vef Landlæknisembætt- isins eða influensa.is til að fylgjast með nýjustu fréttum af flensunni. Ef mörg tilfelli af svína- flensunni greinast nálægt þér ættirðu að huga einstaklega vel að hreinlæti, takmarka tíma þinn í margmenni og forðast að umgangast veikt fólk til að minnka hættu á smiti. Haltu ró þinni Flestir sem sýkjast af svínaflensunni fá væg einkenni og læknast með tímanum ef þeir hvíla sig nóg og drekka nóg. Veiran er hins vegar mjög hættuleg fyrir þá sem eru í áhættuhópum, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og óléttar konur. Það er samt algjör óþarfi að æðrast þar sem flensan fer mjög mismunandi í fólk. Vertu heima Ertu veik/ur núna? Ef þú ert með flensueinkenni eins og hita, beinverki, stíflað nef og kuldaköst gætir þú verið með svínaflensu. Haltu þig þá fyrir alla muni heima svo þér batni fyrr og þú smitir ekki fleiri. Með hjálp verkjalyfja ætti flensan að líða hjá. Ef ekki ættirðu að leita til læknis. Ef þú ert ólétt og finnur fyrir einkennum flensunnar ættirðu að hringja strax á heilsugæslustöðina þína. Ef þú hefur ekki verið bólusett getur þú fengið flensulyfið Tamiflu til að slá á flensuna. gerðu þér grein fyrir hættunum Þó einkenni svínaflensunnar séu í mörgum tilfellum eins og árstíðarbundinnar inflúensu er samt munur á pestunum. Auðveldara er að smitast af svínaflensunni og yngra fólk er líklegra til að smitast en þeir sem eru eldri. Það eru alltaf einhverjir sem eru ónæmir fyrir árstíðabundnu flensunni en ekkert hefur verið sannað um hvort einhverjir séu ónæmir fyrir svínaflensunni. Gott er því að fá bóluefni gegn árstíðabundinni inflúensu sem er aðgengilegt fyrir alla núna. Þvoðu hendurnar Góð vísa er aldrei of oft kveðin og það er ekki að ástæðulausu að fólk er hvatt til að þvo hendurnar vel með sápu og nota spritt. Það dregur úr hættu á smiti. Hreinlæti getur líka verndað þig gegn öðrum sjúkdómum. Ekki byrgja þig upp af grímum Flestir sérfræðingar segja að það gagni ekki mikið að vera með andlitsgrímur. Það er því algjör óþarfi að kaupa þær til vonar og vara. Ef þú ert ekki veik/ ur ættirðu ekki heldur að sanka að þér flensulyfinu Tamiflu. Ef þú kaupir það og veikist ekki gæti farið svo að einhver sem virkilega þarf á því að halda fái það ekki. Farðu í bólusetningu Íhugaðu það alvarlega að láta bólusetja þig gegn svínaflensunni. Margir trúa ekki á bólusetningar en búið er að sanna að áhættan við að bólusetja sig ekki sé mun meiri en við að bólusetja sig. Ekki heldur bíða þangað til veiran verður enn út- breiddari því það getur tekið tíma fyrir bóluefnið að virka í líkama þínum. Kynntu þér bóluefnið hjá lækninum þínum og taktu upplýsta ákvörðun. Vertu viðbúin/n Ef þú vilt fá bólusetningu vertu þá þolinmóð/ur því þú þarft að bíða eftir því. Notaðu tímann á meðan til að búa til áætlun um hvað þú ætlar að gera ef þú eða fjölskyldumeðlimur verður veikur. Heimild: CNN.com Haltu ró þinni en farðu varlega Kostnaðurinn er gríðarlegur Þórólfur Guðnason, settur sóttvarna- læknir, segir ljóst að svínaflensu- faraldurinn muni kosta atvinnulífið gríðarlega mikið. „Það var gerð áætlun um atvinnulífið sjálft þegar verið var að vinna þessa viðbragðsáætl- un á landsvísu sem almanna- varnadeild ríkislögreglu- stjóra og sóttvarnalæknir stóðu að á sínum tíma. Þá var gerð úttekt á hvað svona faraldur gæti kostað en það er náttúrlega alltaf háð forsendum sem menn gefa sér á þeim tíma. Ég man ekki hver talan var en nú eru uppi allt aðrar forsendur en þá. Það hefur ekki verið gert heildrænt kostnaðarmat hvað þessi faraldur muni kosta atvinnulífið núna. Þetta eru alltaf tölur sem þarf að taka með fyrirvara. Það er alveg ljóst að kostnaðurinn er gríðarlega mikill út af veikindum einstaklinga, fjarvista frá vinnu og þar fram eftir götunum,“ segir Þórólfur. Landlæknisembættið hefur lagt áherslu á að fyrirtæki búi til sína eigin viðbragðsátælun og hafa Samtök atvinnulífsins borið ábyrgð á því. „Við höfum lagt áherslu á það alveg frá upphafi að fyrirtæki myndu gera áætlun um hvernig þau myndu haga rekstri ef til dæmis þrjátíu til fimmtíu prósent starfsmanna yrðu fjarverandi vegna veikinda,“ segir Þórólfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.