Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 20
20 föstudagur 16. október 2009 fréttir
„Ég er reið. Ég vil réttlæti í þessu
þjóðfélagi. Það er það eina sem
ég vil. Hvort sem það er fíkill eða
mamma mín sem hefur aldrei reykt
eða drukkið. Ég vil bara réttlæti.
Ekkert annað,“ segir Jóhanna Jóns-
dóttir. Dóttir hennar, Lísa Arnar-
dóttir, hafði barist við fíkniefnadjöf-
ulinn síðan hún var unglingur og
hann varð henni loks að bana 15.
september síðastliðinn. Lísa var að-
eins 21 árs. Jóhanna stendur í þeirri
trú að eitthvað grunsamlegt liggi á
bak við dauðsfall Lísu. Þótt hún geti
ekki fullyrt að um morð hafi verið að
ræða telur hún dauða dóttur sinnar
vera sakamál.
Lenti í slæmum félagsskap
Þegar Lísa var um það bil fjórtán ára
var hún send á Stuðla vegna hegð-
unarvandamála í skóla. Að sögn
móður hennar var það þá sem Lísa
byrjaði í fíkniefnaneyslu.
„Þar kynntist hún náttúrlega öll-
um pakkanum og komst í slæman
félagsskap. Þá byrjaði boltinn að
rúlla og hann hélt áfram að rúlla.
Hún varð edrú 8. janúar árið 2006
og náði að halda sér edrú í tvö og
hálft ár. Hún féll í ágúst í fyrra og var
þá búin að fara í meðferð á Vogi, í
Hlaðgerðarkot og svo aftur á Vog.
Þetta er stelpa sem bjargar sér allt-
af sjálf. Hún var með skap á við tvö
hundruð manns. Það er í ættinni,“
segir Jóhanna.
Lá í sautján tíma
Lísa var tiltölulega nýbúin að vera
inni á Vogi þegar hún lést. Hún
neytti Contalgins í íbúð ásamt öðr-
um 9. september en hafði fall-
ið nokkrum dögum fyrr. Hún kom
sjálf með efnið enda átti hún nægan
pening að sögn móður hennar. Eftir
miðnætti aðfaranótt 10. september
fékk hún sér of stóran skammt en fé-
lagar hennar hringdu ekki á sjúkra-
bíl fyrr en að verða sex um kvöld
næsta dag. Þá var hún búin að liggja
í tæpa átján tíma á grúfu.
„Lögreglan sagði við mig að þeg-
ar fíkill er að taka fyrsta fixið sitt eft-
ir Vog er það of sterkt. En hún var
löngu fallin. Hún var látin liggja í
sautján tíma áður en var hringt á
sjúkrabíl. Hún var náttúrlega dáin
þegar sjúkrabíllinn kom. Nýrun og
allt voru hætt að starfa, hún var búin
að liggja það lengi. Hún var bara
með svo sterkt hjarta. Fólkið sem
var með henni sagði að hún hefði
legið í rúmi allan þennan tíma en ég
er búin að fara á þennan stað. Hún
lá ekki í neinu rúmi.“
Fékk taugaáfall
Jóhanna segir þær Lísu hafa verið
mjög nánar og þær hafi alltaf haldið
sambandi þegar Lísa var í neyslu.
„Hún lét mig alltaf vita af sér. Hún
laug aldrei að mér. Hún sagði mér
alltaf allt. Það var hrikaleg tilfinning
að vita af henni í neyslu. Maður spyr
sig bara hvenær kemur þetta símtal
eins og símtalið sem ég fékk? Mað-
ur getur ekki undirbúið sig fyrir sím-
talið. Maður er bara alltaf á nálum,“
segir Jóhanna. Daginn sem hún fékk
símtalið sem hún hafði kviðið svo
fyrir að fá fann hún að það var ekki
allt með felldu.
„Ég og sambýlismaðurinn minn
vorum að fara út á land og ég fann
á mér áður en ég lagði af stað að
ég ætti ekki að fara. Ég hélt að við
myndum fara að rífast því við erum
bæði meyjur og skaphundar. Við
stoppuðum í Borgarnesi og ég fór
út úr bílnum og ætlaði að taka rút-
una heim. Ég ætlaði ekki norður en
um ellefuleytið um kvöldið kom-
um við á Kópasker. Tuttugu mín-
útum seinna hringdi frændi minn
og sagði að hún væri komin á gjör-
gæslu. Ég hringdi upp á gjörgæslu-
deild og spurði hvort þetta væri al-
varlegt. Þá fékk ég bara taugaáfall.“
Datt í það eftir jarðarförina
Jóhanna tók flug suður um hádegis-
bilið næsta dag eftir svefnlausa nótt.
Það hvarflaði ekki að henni að dótt-
ir hennar ætti nokkra daga eftir ólif-
aða.
„Hún hafði fengið hjartastopp
áður og var útskrifuð daginn eftir.
Ég hélt að þetta væri svipað og hún
myndi ná sér. Henni var haldið sof-
andi og hún kæld niður og ég hélt
að henni myndi batna. Þangað til
læknirinn sagði að þetta væri búið.
Það eina sem var eftir í heilanum
hennar var hjartastöðin, öndun-
arstöðin og heyrnin. Hitt var farið,
búið. Heilaskemmd og köfnun.“
Bæði Jóhanna og faðir Lísu hafa
barist við Bakkus um árabil. Dauðs-
fall Lísu dró Jóhönnu aftur í fíknina.
„Hún Lísa mín kemur aldrei til
baka. Maður höndlar ekkert svona.
Ég datt í það þegar hún dó en ég er
edrú núna.“
„Þetta er bara sakamál“
Jóhanna og maður hennar eru með
skjöl og myndir sem þau telja benda
til þess að eitthvað grunsamlegt sé
á bak við andlát Lísu. Þau hafa farið
með þessi gögn til rannsóknardeild-
ar lögreglunnar sem mun ekki rann-
saka málið frekar.
„Ég er með fleiri, fleiri blaðsíð-
ur af smáskilaboðum úr farsíman-
um hennar. Pabbi hennar fór með
plögg til lögreglunnar af Facebook-
síðunni hennar þar sem maður er
að bjóða henni öll heimsins lyf. Ég
er líka með myndir af athöfn sem er
rosalega óhugnanleg. Þar er mað-
ur sem tekur myndirnar og er með
á myndunum. Það er sami maður
og tilkynnir frænda mínum að hún
sé á gjörgæslu. Sá maður og mað-
urinn sem bauð henni lyfin voru
heima hjá henni kvöldið áður. Þetta
er rosalega óhuganlegt mál. Þetta er
bara sakamál. Það er ekki eðlilegt að
manneskja sé látin liggja í sautján
klukkutíma á grúfu á gólfi og ekkert
Dóttir Jóhönnu
Jónsdóttur, Lísa
Arnardóttir, lést 15.
september síðastlið-
inn. Hún hafði bar-
ist við eiturlyfjafíkn
frá því hún var fjór-
tán ára. Jóhanna
er handviss um að
dauðsfall dóttur
hennar sé sakamál
og er ósátt við að
lögreglan rannsaki
það ekki einungis
vegna þess að Lísa
var fíkill. Jóhanna
er reið og vill rétt-
læti.
LiLJA KAtrín GunnArsDóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
Vill rannsókn á
dauða dóttur
sinnar
Alltaf á nálum Jóhanna segir það
hrikalegt að horfa upp á barnið
sitt í neyslu. Hún beið sífellt eftir
símtalinu sem hún fékk síðan 10.
september síðastliðinn.
MynD siGtryGGur Ari JóhAnnsson