Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 36
36 föstudagur 16. október 2009 helgarblað
eitthvað sem mig langaði til að gera
alveg um leið og ég kynnti mér það.
Þannig að ef ég elti ekki þann draum
gæti ég séð eftir því. Til að mæta
fjárhagslegu hliðinni á þessum
draumi mínum get ég auðvitað sótt
um námsstyrki á öllum hugsanleg-
um stöðum og vonað það besta en
líklegra er þó að ég fari út á vinnu-
markaðinn í einhvern tíma og safni
peningi og reynslu.“
Brjáluð keyrsla
Eins og áður kom fram var Unn-
ur Birna dugleg við að stunda leik-
listina þegar hún var í grunn- og
menntaskóla. Undanfarið hefur hún
látið til sín taka í íslenskum kvik-
myndum. Hún lék fyrst lítið hlut-
verk í myndinni Stóra planið en fer-
ill hennar stefnir hratt upp á við því
hún leikur eitt af aðalhlutverkunum
í myndinni Jóhannes. Þar fer Þór-
hallur Sigurðsson, Laddi, með að-
alhlutverkið en einnig leika í mynd-
inni Stefán Karl Stefánsson, Stefán
Hallur, Halldór Gylfason, Herdís
Þorvaldsdóttir og fleiri.
„Þetta kom nú bara þannig til að
leikstjórinn hringdi í mig og bauð
mér að koma í prufu. Ég hef nú verið
óhrædd við að kasta mér út í djúpu
laugina þegar kemur að einhverjum
svona verkefnum hingað til, þannig
að ég sló bara til. Þeir voru ánægðir
með mig og sögðu mér það strax. En
þeir prufuðu 20 til 30 aðrar stelpur
þannig að ég hugsaði bara: Vá, það
er ekki séns að ég verði fyrir valinu.“
Unnur var svo boðuð í aðra prufu
og var ráðin á staðnum eftir hana.
„Ég var auðvitað mjög upp með
mér og alveg staðráðin í því að gera
mitt allra besta.“ Mánuði síðar hóf-
ust tökur og þær gengu greitt. „Við
tókum myndina upp á 15 dögum.
Sem hlýtur að vera íslenskt met fyrir
mynd í fullri lengd. Þetta var alveg
brjáluð keyrsla.“
Unnur lagði allt sitt traust á leik-
stjóra myndarinnar enda ekki mjög
vön þótt hún hefði einhverja reynslu
af sviði. „Það gekk bara vel og ég tel
mig hafa skilað þessu þokkalega. Ég
var allavega nokkuð sátt, þar til ann-
að kemur ljós.“
Laddi er fagmaður
Laddi var í miklu uppáhaldi á heim-
ili Unnar þegar hún var yngri og
segir hún það hafa verið nokkuð
súrrealískt að vinna með honum til
að byrja með. „Pabbi var alltaf dug-
legur að spila Ladda og sprella með
okkur systkinunum. Svo er hann
auðvitað búinn að vera einn þekkt-
asti skemmtikraftur þjóðarinnar í
áratugi.“
Laddi var ekki fyrr mættur á
upptökustað en hann var dottinn
í karakter. „Hann er ótrúlegur fag-
maður og var nánast alltaf í karakt-
er á tökustað.“
Unnur syngur titillag myndar-
innar Jóhannes ásamt aðalleik-
urum hennar og Greifunum. Frá
því var greint í Fréttablaðinu fyr-
ir nokkru og dregin af því sú álykt-
un að Unnur væri að snúa sér að
söngnum. Hún segir lítið til í því.
„Ég er ekki gædd þeim hæfileika
að geta sungið. Ég syng þarna bak-
raddir og það heyrist varla í mér.
Það er mjög ólíklegt að ég leggi
sönginn eitthvað frekar fyrir mig,“
segir hún létt.
Ástamálin eru einkamál
Það er ljóst að Unnur hefur ekki
bara útlitið til brunns að bera og á
framtíðina fyrir sér í mörgu. En eft-
ir allt sem Unnur hefur upplifað á
undanförnum árum fannst henni
erfiðast þegar fjallað var um einka-
líf hennar og þá ekki síst ástamálin.
„Ég bauð nú svolítið upp á það með
því að tjá mig of mikið í staðinn fyr-
ir að sleppa því bara. En ég man að
það var svolítið raunveruleikasjokk
fyrir mig þegar ég var nýbúin að
vinna Ungfrú Ísland og það hringdi
í mig blaðamaður. Hann spurði mig
út í samband sem ég hafði verið í
og var að ljúka og þegar ég hikaði
við svör hreytti hann því í mig mjög
dónalega að nú væri ég orðin opin-
ber persóna og yrði að tjá mig um
svona hluti.“
Unnur segir það eitt af fáu sem
hún sjái eftir undanfarin ár. Að
hafa hleypt fjölmiðlum of nærri sér
og þessum parti af lífi hennar. Mis-
jafnlega hefur verið farið með stað-
reyndir varðandi viðkvæm mál en
þess ber að minnast þegar Unnur
ræddi opinskátt um áfall sem hún
varð fyrir í einkalífinu í tímaritinu
Ísafold. „Mér fannst á þeim tíma
að ég þyrfti að tala um þessa hluti
til þess að gera hreint fyrir mínum
dyrum. Því margt sem hafði verið
sagt og skrifað var ekki rétt. En eftir
á að hyggja sé ég eftir að hafa gert
það. Það hjálpaði engum og það
var algjör óþarfi að blanda svona
mörgum inn í málið.“
Unnur sér samt ekki eftir við-
talinu sjálfu þar sem hún gerði
upp árið sem ungfrú heimur. „Það
var svo margt annað í þessu viðtali
en auðvitað fékk það enga athygli
og það man enginn eftir því.“ Þeg-
ar Unnur er spurð hvernig ásta-
mál hennar standi nú segir hún
án þess að hika: „Það er liðin tíð
að ég tjái mig um einkamál mín í
fjölmiðlum,“ og brosir svo kankvís
á svip.
asgeir@dv.is
„Hann spurði mig út í samband sem ég
hafði verið í og var að ljúka og þegar ég
hikaði við svör hreytti hann því í mig mjög
dónalega að nú væri ég orðin opinber per-
sóna og yrði að tjá mig um svona hluti.“
Brosið sem bræddi heiminn Unnur er ein þriggja íslenskra kvenna sem hafa borið
sigur úr býtum í keppninni Miss World. DV mynD Sigtryggur ari jóhannSSon
man ekki eftir úrslitunum
„Ég hef séð þetta á myndum
og á myndbandi en ég var
ekki andlega viðstödd þarna
uppi á sviði.“
DV mynD Sigtryggur ari jóhannSSon
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkilauf