Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 46
46 föstudagur 16. október 2009 NafN og aldur? „Ragnar Jónasson, 33 ára.“ atviNNa? „Lögfræðingur, stundakennari í lögfræði og nú spennubókarhöfundur.“ Hjúskaparstaða? „Í sambúð með Maríu Margréti Jóhannsdóttur blaðamanni.“ fjöldi barNa? „Fyrsta barn á leiðinni í febrúar.“ Hefur þú átt gæludýr? „Nei, en ég stefni á að eignast kött í framtíðinni.“ Hvaða tóNleika fórst þú á síðast? „Sá loksins U2 í London í sumar eftir langa bið og fór líka á marga frábæra tónleika á Innipúkanum.“ Hefur þú komist í kast við lögiN? „Hef einu sinni fengið hraðasekt, en það er allt og sumt.“ Hver er uppáHaldsflíkiN þíN og af Hverju? „Dúnúlpan mín – byrja að nota hana strax á haust- in til að klæða af mér íslenska kuldann.“ Hefur þú farið í megruN? „Nei, reyni frekar að hreyfa mig reglulega.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmæl- um? „Nei.“ trúir þú á framHaldslíf? „Ég hugsa að flestir trúi á eitthvað, hver með sínu lagi, hvort sem það er framhaldslíf eða bara trúin á að breyta rétt og gera öðrum gott.“ Hvaða lag skammast þú þíN mest fyrir að Hafa Haldið upp á? „Ég hafði mjög gaman af allri popptónlist í kringum 1986, þegar ég var 10 ára – en ekkert af því þyk- ir sennilega mjög spennandi í dag! Var til dæm- is mikill aðdáandi dæmigerðs „eigthies“ rokklags, The Moment of Truth með Survivor, úr Karate Kid- myndinni.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Það er alltaf eitthvað rómantískt við tangó, svo nú dettur mér helst í hug hið frábæra lag Libert- ango eftir Piazzolla, en það er mér reyndar ofar- lega í huga núna því það kemur við sögu í bókinni minni.“ til Hvers Hlakkar þú NúNa? „Ég hlakka afskaplega mikið til febrúarmánaðar, þegar konan mín á von á fyrsta barninu okkar.“ Hvaða myNd getur þú Horft á aftur og aftur? „Die Hard 1 og 2 – horfi á þær fyrir hver einustu jól, algjörlega klassískar myndir. Svo eru Seven og Casablanca líka í miklu uppáhaldi.“ afrek vikuNNar? „Að senda frá mér fyrstu skáldsöguna mína – það hefur verið draumur í mörg ár og er ótrúleg upp- lifun.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei.“ spilar þú á Hljóðfæri? „Nei, en ég vildi óska þess að ég gerði það. Kannski læri ég einhvern tímann á píanó.“ viltu að íslaNd gaNgi í evrópusambaNdið? „Ég sé ekki ávinninginn af því.“ Hvað er mikilvægast í lífiNu? „Fjölskyldan og heilsan.“ Hvaða ísleNska ráðamaNN muNdir þú vilja Hella fullaN og fara á trúNó með? „Ætli það væri ekki mest spennandi ef maður gæti farið aftur í tímann og hitt Jón Sigurðsson forseta og spurt hann ráða varðandi leiðir út úr kreppunni.“ Hvaða fræga eiNstakliNg myNdir þú Helst vilja Hitta og af Hverju? „Ég hefði auðvitað vilja hitta eftirlætis rithöfundinn minn, Agöthu Christie, og fá mér „a nice cup of tea“ með henni, eins og Bretarnir segja. Af núlifandi rithöfundum þætti mér mjög gaman að hitta P.D. James, sem skapaði lögreglufulltrúann geðþekka Adam Dalgliesh, og er farin að nálgast nírætt.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, hafði gaman af því þegar ég var töluvert yngri, en þau verða seint birt.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég sendi vinafólki mínu boð um að mæta í út- gáfuteiti vegna Falskrar nótu en frétti það síðan að þau hefðu haldið að ég væri að gera at í þeim, enda hafði ég aldrei minnst á það við þau að ég væri með bók í smíðum. Það kemst næst því að vera nýlegt „prakkarastrik“.“ Ragnar Jónasson hefur sent frá sér sína fyrstu bók sem heitir Fölsk nóta. Ragnar er þó ekki ókunnur bókaheiminum því hann hefur þýtt á annan tug bóka eftir sjálfa Agöthu Christie. Horfir alltaf á die Hard um jóliN Dalvegi 2, Kóp. | Dalshrauni 13 Hfj. | S: 577 3333 | www.castello.is Höfum opnað nýjan stað á Dalshrauni 13, Hfj. 20 % afsláttur af sóttum pizzum H u g sa s é r! S. 562 2104 Varahlutaverslunin Varahlutaverslunin Kistufell | Brautarholti 16 | Sími: 562 2104 | www.kistufell.is | kistufell@kistufell.is Legur Örugg og góð þjónusta í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 - Gsm: 893 5950 www.ljosmynd.is Vandaðar skólamyndatökur NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.