Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 28
um helgina
Vinjettuhátíð í hafnarfirði Vinj-
ettuhátíð verður haldin í salnum Tónkvísl við hlið gamla Lækjarskóla
í Hafnarfirði á laugardaginn klukkan 14 til 16. Ármann Reynisson les
upp úr verkum sínum ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur hjá skólaskrif-
stofu Hafnarfjarðar, séra Gunnþóri Ingasyni og Önnu Borg Harðar-
dóttur leikskólastjóra auk upplesturs frá fjórum verðlaunahöfum úr
„Stóru upplestrarkeppninni“. Einnig verður tónlistaratriði á hátíðinni.
hafdís á Café
rósenberg
Tónlistarkonan smágerða Hafdís
Huld heldur útgáfutónleika á Café
Rósenberg á sunnudaginn í til-
efni af útgáfu nýjustu plötu sinnar,
Synchronised Swimmers, sem kom
út í vikunni. Miðasala er á midi.is
og kostar miðinn 2.000 krónur. Haf-
dís spilar reyndar einnig í Skífunni
á Laugaveginum í dag, föstudag,
klukkan 16 og á laugardaginn verður
hún á Græna Hattinum á Akur-
eyri. Kónguló, fyrsta smáskífan af
Synchronised Swimmers, fékk frá-
bærar viðtökur þegar lagið kom út í
sumar og vermdi margan vinsælda-
listann hér á landi.
sjón skrifar
um hrunið
Sjón vinn-
ur nú að
leikritinu
Ufsagrýlur
í samvinnu
við Rúnar
Guðbrands-
son leik-
stjóra og
leikhópinn
Lab Loka.
Leikritið
fékk styrk
upp á 6,5 milljónir króna frá
menntamálaráðherra fyrr á árinu
og hefur nú verið gert opinbert
að það fjallar um hrunið. Þetta
eru ekki einu tíðindin af Sjón því
leikrit byggt á skáldsögu hans
Skugga-Baldri var frumsýnt í Bas-
el í Sviss í fyrradag. Þá má geta
þess að á dögunum skrifaði Sjón
undir samning við portúgalskt
forlag um útgáfu á Skugga-Baldri
sem færði höfundinum Bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs árið 2005.
síðustu forVöð
Nú fer hver að verða síðastur að sjá
sýninguna Í fréttum var þetta helst
... í Gerðubergi þar sem gefur að líta
skopteikningar Halldórs Baldurs-
sonar. Myndir listamannsins hafa
látið ófáa brosa og hlæja síðustu árin
þar sem þær hafa birst í dagblöðum.
Þær hafa prýtt síður Morgunblaðs-
ins hátt í ár en áður teiknaði Halldór
sínar pólitísku og þjóðfélagslegu
þenkjandi myndir fyrir 24 stundir og
þar áður Viðskiptablaðið. Á sýning-
unni eru 64 myndir og eru þær að-
allega teiknaðar á árunum 2007 og
2008. Halldór verður með leiðsögn
fyrir sýningargesti á laugardaginn
klukkan 15. Ókeypis aðgangur.
Frumsýning á verki eftir Max Frisch á Stóra sviði Þjóðleikhússins:
Brennuvargar á Hverfisgötu
28 föstudagur 16. október 2009 fókus
Þjóðleikhúsið frumsýnir Brennu-
vargana eftir Max Frisch á Stóra
sviðinu í kvöld, föstudag. Brennu-
vargarnir er eitt af frægustu leik-
ritum 20. aldar, „bráðfyndin og
óvægin þjóðfélagsádeila“, segir í
tilkynningu. Með sínu einstaka
skopskyni rannsaki höfundur-
inn hugleysi manneskjunnar og
græðgi „ ...og tilhneigingu okkar
til að trúa því fyrst og fremst sem
hentar okkur hverju sinni og af-
neita því sem kemur okkur illa.
Þessi beitta ádeila er einkar opin-
berandi í kjölfar hremminga þar
sem reynt hefur á mannlegt eðli.
Enda hefur verkið víða verið sýnt
í eftirmála hryðjuverkaógnar – og
nú í miðri efnahagskreppu. Ein-
hver orðaði það svo að leikritið
væri nánast skrifað um hrun ís-
lenska bankakerfisins.“
Í verkinu segir frá brennuvörg-
um sem ganga lausir og allir góð-
ir borgarar eru stranglega varaðir
við því að hýsa ókunnuga. Gottlieb
Biederman er sterkefnaður kaup-
sýslumaður og hann liggur ekki á
skoðunum sínum. Engu að síður
tekur Biederman inn á heimili sitt
ókunnugan mann og fyrr en varir
er sá búinn að koma sér fyrir á háa-
loftinu. Og stuttu síðar fylgir annar
maður í kjölfarið. Vísbendingarnar
um að gestirnir hafi óhreint mjöl í
pokahorninu hrannast upp og kast-
ar tólfunum þegar búið er að stafla
upp fjölda bensíntunna á háaloft-
inu. En herra Biederman neitar að
horfast í augu við raunveruleikann.
Reyndar segir annar brennuvarg-
anna að sannleikurinn sé besta að-
ferðin við að villa á sér heimildir.
Leikstjóri sýningarinnar er Krist-
ín Jóhannesdóttir og með helstu
hlutverk fara Eggert Þorleifsson,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Björn
Thors og Magnús Jónsson.
Garðar Thór Cortes Syngur
enn víða um heim. Þess á milli
hlustar hann á Einar Bárðarson á
Kananum. MYND Heiða HelGaDóTTir
Er ekki
einfaldur
Nokkuð minna hefur farið fyrir
Garðari Thór Cortes síðustu mánuði
en árin sem hann var í samstarfi
með einari Bárðarsyni. Hann er hins
vegar með mörg járn í eldinum og
syngur meðal annars aðalhlutverkið
í gamanóperunni Ástardrykkurinn
sem frumsýnd verður í Íslensku óp-
erunni um næstu helgi. Garðar sagði
blaðamanni DV frá undirbúningnum
og nýlegum tónleikum í Hyde Park
þar sem hann söng fyrir tugþúsundir
manna og hitti goðsögnina Barry
Manilow.
Brennuvargarnir Eitt af frægustu leikritum 20. aldar.