Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 13
fréttir 16. október 2009 föstudagur 13 Falleg barnafötEftirlitið sEm brást almEnningi Kristinn Björnsson og Sólveig Pétursdóttir Sólveig var dómsmálaráðherra þegar upp komst að Kristinn, eiginmaður hennar, hafði tekið þátt í ólöglegu verðsamráði gegn almenningi. Engeyingar Náin ættmenni Björns Bjarnasonar, Halldórs Blöndal og Bjarna Bene- diktssonar lentu í vondum málum þegar Samkeppnisstofnun afhjúpaði olíusamráðið árið 2001. Talsamband Við einkavæðinguna var talsamband Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Odds- sonar áfram tryggt við Landsbankann í gegnum Kjartan Gunnarsson (t.v.), fram- kvæmdastjóra flokksins í aldarfjórðung. Ljóst er að mannvalið er í anda helmingaskiptareglu Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins á þessum tíma, en í þessu tilviki tryggði hún óbein yfirráð og vald viðkomandi ráðherra eða flokksforystu yfir lykil- stofnun í litlum heimi íslenskra fjár- mála. Eftirlit í þágu hverra? Samkeppnisstofnun tók til starfa samkvæmt lögum frá 1993. Forstjóri hennar var Georg Ólafsson sem hafði drjúga reynslu af verðlagseftirliti. Fyrsta stóra verðsamráðsmál- ið, sem stofnunin tók á, var svokall- að grænmetissamráð árið 1999. Það endaði með því að þrjú fyrirtæki sættu umtalsverðum stjórnvaldssekt- um árið 2001. Um þetta leyti úrskurðaði Sam- keppnisstofnun einnig að samruni Landsbankans og Búnaðarbankans bryti í bága við samkeppnislög. Bank- arnir höfðu verið hlutafélagavæddir með það fyrir augum að einkavæða þá að fullu. Gramdist Davíð Oddssyni forsætisráðherra og hans mönnum þessi afstaða eftirlitsins. Í desember 2001 gerði Samkeppn- isstofnun húsleit hjá stóru olíufélög- unum þremur. Húsleitin í fylgd lög- reglumanna þótti stórtíðindi. Ýmsir viðmælendur DV telja að málið hafi valdið þáttaskilum og Samkeppnis- stofnun hafi með húsleitinni fallið í ónáð hjá Sjálfstæðisflokknum vegna hagsmunatengsla. Málið olli mikl- um titringi í eigendahópi olíufélag- anna sem sumir hverjir áttu rík tengsl inn á Alþingi. Sólveig Pétursdóttir var dómsmálaráðherra á þessum tíma, en eiginmaður hennar, Kristinn Björns- son, var forstjóri Skeljungs og því einn af höfuðpaurum samráðsins. Benedikt Jóhannesson, náfrændi helstu eigenda Skeljungs, var stjórn- arformaður félagsins og fór mikinn gegn Samkeppnisstofnun og for- stjóra stofnunarinnar. „Ætlum við að bíða þangað til ríkið fer að ráðast inn á heimilin í skjóli einhliða dóms- úrskurðar?“ spurði Benedikt á aðal- fundi Skeljungs í mars 2002, aðeins þremur mánuðum eftir húsleitina hjá olíufélögunum. Orðin voru jafnframt mælt fimm mánuðum áður en ríkis- lögreglustjóri gerði húsleit hjá Baugi sem varð upphaf Baugsmálsins svo- nefnda. Tilraunir til íhlutunar Fram kom ágreiningur um það hvaða embætti ætti að fara með mál- ið. Heimildarmenn DV fullyrða að embætti ríkislögreglustjóra, und- ir stjórn Haraldar Johannessen, hafi kerfisbundið reynt að taka olíusam- ráðsmálið úr höndum Samkeppnis- stofnunar. Jafnframt hefur DV heim- ildir fyrir því að ráðherrar reyndu að hafa áhrif á Samkeppnisstofnun með beinum og óbeinum hætti. Það gerði einnig Halldór Blöndal, sem þá var forseti Alþingis, en honum var mjög í nöp við eftirlit með samkeppni og lét það óspart í ljósi. Halldór, Björn Bjarnason, sem þá var menntamála- ráðherra, og Benedikt Jóhannesson eru náfrændur af svonefndri Engeyrj- arætt og jafnframt náskyldir bræðr- unum Einari og Benedikt Sveinssyni, aðaleigendum Skeljungs á þessum tíma. Stofnun refsað Heimildarmaður DV fullyrðir að eft- ir olíusamráðsmálið hafi Samkeppn- isstofnun verið svelt og störf henn- ar torvelduð með þeim hætti. Henni hafði ekki tekist að koma í veg fyr- ir kaup Baugs á 10-11 verslununum sem var Davíð Oddssyni forsætisráð- herra þyrnir í augum á þessum tíma. Loks skipaði Valgerður Sverris- dóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, nefnd sem falið var að stokka upp samkeppnismálin. Mikið lá við og mikið lá á, eins og viðmælandi DV orðaði það og bætti við að ráðherr- ann hefði talið málið fyrst og fremst pólitískt. Sem kunnugt er voru neytendamál slitin frá Samkeppnisstofnun með lögum árið 2005. Samkeppniseftirlitið var stofnað í núverandi mynd sem og Neytendastofa og embætti talsmanns neytenda. Fullyrt er að umbæturnar á sam- keppnissviði hafi í raun orðið litlar sem engar. Kostnaðurinn sem hlaust af biðlaunum og lífeyrisgreiðslum til fjölda starfsmanna nam aftur á móti hundruðum milljóna króna. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri FME, sótti um starfið og var skipaður af Valgerði, flokkssystur sinni í Fram- sóknarflokknum. Nýr forstjóri FME varð hins vegar Jónas Fr. Jónsson lögfræðingur, sem gegnt hafði ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Hann var við stjórnvölinn þegar bankakerfið féll en Páll Gunn- ar þegar bankarnir voru einkavædd- ir. Þannig má segja að jafnvægi helm- ingaskiptareglu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi ríkt við val á mönnum í umræddar lykilstofn- anir. Athyglisvert má telja að þegar Sam- keppniseftirlitið leysti Samkeppnis- stofnun af hólmi árið 2005 hækkuðu laun forstjórans um nær helming. Nótt hinna löngu bréfahnífa Eins og DV greindi frá í mars á þessu ári gerði valdamikil blokk í viðskipta- lífinu samkomulag á laun um skipt- ingu stærstu fjármála- og fjárfestinga- félaganna í landinu. Þetta var 19. mars árið 2003 og var í viðskiptalífinu tal- að um „nótt hinna löngu bréfahnífa“. Að þessum viðskiptum komu Lands- bankinn, Íslandsbanki, Straumur, Samson, Sjóvá, Burðarás og Otec In- vestment. Eftir þessi viðskipti höfðu Björg- ólfsfeðgar og Landsbankinn náð und- irtökunum í Eimskip. Straumur fékk liðlega 30 prósenta hlut í Flugleiðum. Árið 2004 komst sá hlutur í hendurn- ar á Hannesi Smárasyni og þáverandi tengdaföður hans Jóni Helga Guð- mundssyni. Eftir samkomulagið átti Íslands- banki 56 prósent í Sjóvá og gerði síð- an yfirtökutilboð í tryggingafélagið. Þar með eignuðust Engeyjarbræð- urnir Einar og Benedikt Sveinssynir stóran hlut í Íslandsbanka. Engum sögum fer af rannsóknum Fjármálaeftirlitsins á þeim gjörning- um sem handsalaðir voru umrædda nótt í mars árið 2003. Þjóðhagsstofnun 30. júní árið 2002 hætti Þjóðhags- stofnun starfsemi sinni. Starfsem- inni var komið fyrir annars staðar og 20 starfsmönnum stofnunarinnar var sagt upp störfum, þeirra á meðal Þórði Friðjónssyni, forstjóra stofnun- arinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra var uppsigað við Þórð og stofnun hans og taldi spár hennar of svart- sýnar. Hann lagði því fram á þingi frumvarp sem fól í sér að Þjóðhags- stofnun yrði lögð niður. Össur Skarp- héðinsson var formaður Samfylking- arinnar á þessum tíma. Hann sagði á þingi að frumvarpið væri ekkert ann- að en hrein hefndaraðgerð; Davíð Oddssyni hefði ekki hugnast þær spár sem Þjóðhagsstofnun hafði lagt fram. Þetta væri hefndaraðgerð sem kosta myndi íslenska ríkið á bilinu 50 til 100 milljónir króna. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur vinstri græna, taldi ráðstöfunina ómálefnalega og rakalausa. Sverrir Hermannsson, þáverandi formaður Frjálslynda flokksins, sagði meðal annars að með því að færa verkefni Þjóðhagsstofnunar til fjár- málaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands væri greinilega verið að færa þau nær valdhöfunum. Eftirlitsstofnunum er komið á fót til að gæta hagsmuna almennings. Þeim er ætlað að sjá til þess að lög- um sé framfylgt, að gætt sé öryggis á ýmsum sviðum og jafnræðis. Margar eftirlitsstofnanir hafa víðtækar heim- ildir til þess að gegna hlutverki sínu og skyldum og geta beitt viðurlögum gegn brotum. Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksókn- ara í bankahruninu, staðhæfir í bók sinni „Réttlæti í herkví“ að spilling yf- irstéttar hverrar þjóðar felist ekki síst í því að valdamenn í stjórnmálum og viðskiptalífi hefji sig upp yfir lög og reglur og búi þar af leiðandi við refsi- leysi og þurfi ekkert að óttast. Það sem hér er rakið bendir til þess að ályktanir Carstens Valgreen, sem raktar voru hér í upphafi, eigi við rök að styðjast. Að valdamenn hafi veikt lykilstofnanir með því að ráðsk- ast með þær í þágu sérhagsmuna. „Ég get ekki fallist á það lögmál þitt að okkur beri að dæma páfann og kónginn ólíkt öðru fólki og á þeirri forsendu að þeir geri ekkert af sér. Ef leggja á einhverja forsendu til grund- vallar ætti hún að vera þveröfug; hún á að beinast gegn valdhöfunum og því meir sem valdið er meira. Hér verður söguleg ábyrgð að bæta upp hina lagalegu ábyrgð. Vald spillir og algert vald spillir algerlega. Miklir menn eru nær alltaf vondir menn, einnig þegar þeir beita áhrif- um en ekki valdi: og þeim mun frekar sem hneigð eða vissa er fyrir hendi um að valdið sé spillt. Engin villutrú er verri en sú að telja að tilgangurinn helgi meðalið.“ Acton lávarður - 1887 Vald spillir og algErt Vald spillir algErlEga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.