Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 44
KróKódílamaðurinn Joseph „Joe“ Ball gekk undir mörgum
nöfnum. Hann var bandarískur raðmorðingi og var stundum kallaður Krókó-
dílamaðurinn, Slátrarinn frá Elmendorf og Bláskeggur Suður-Texas.
Joe Ball var talinn hafa myrt að minnsta kosti tuttugu konur á fjórða áratug
síðustu aldar. Lengi vel var tilvist hans talin uppspuni einn. Hvað sem því líður
þá beindust sjónir lögreglunnar að Ball eftir að kvenfólk hvarf af yfirborði jarðar í
grennd við híbýli hans í Texas.
Lesið um Krókódílamanninn í næsta helgarblaði DV.
Myrti og var sáttur
við dauðadóM
Rétt fyrir jólin 1987 ákvað Ronald Gene Simmons að losa sig við alla sem hann taldi vilja sér illt. Fimm dög-
um síðar hafði hann myrt alla nánustu ættingja sína og tvo fyrrverandi starfsfélaga að auki. Að morðunum
loknum lét hann hringja á lögreglu og beið rólegur komu hennar.
22. desember 1987 rann á Ron-
ald Gene Simmons morðæði
sem síðar yrði minnst sem einna
verstu fjöldamorða í sögu Ark-
ansas í Bandaríkjunum og eins
alræmdasta glæps landsins sem
tengdist einni fjölskyldu. Þegar
bráði af Simmons, fimm dögum
síðar, lágu fjórtán nánustu ættingj-
ar hans í valnum og tveir fyrrver-
andi samstarfsfélagar.
Ronald Gene Simmons fæddist
15. júlí, 1940 í Chicago. Árið 1943
lést William, faðir hans, og ári síðar
giftist Loretta, móðir hans, að nýju,
William D. Griffen.
Í september 1957 kastaði Ron-
ald frekari menntun fyrir róða og
gekk í sjóher Bandaríkjanna. Hann
var í Bremerton-sjóherstöðinni í
Washington og þar kynntist hann
Bersabe Rebekku Ulibarri, sem
hann kvæntist í Nýju-Mexíkó í júlí
1960.
Á næstu átján árum eignuðust
hjónin sjö börn, en árið 1963 hætti
Ronald í sjóhernum og tveimur
árum síðar gekk hann í flugherinn.
Á tuttugu og tveggja ára ferli í her
Bandaríkjanna voru honum veittar
ýmsar viðurkenningar fyrir fram-
göngu sína í hernum. Í nóvember
1979 settist Ronald Gene Simmons
í helgan stein, liðþjálfi að tign.
Grunur um sifjaspell
Í apríl 1981 hófst í Nýju-Mexíkó
rannsókn á meintu sifjaspelli af
hálfu Ronalds, en grunur lék á að
hann hefði eignast barn með Sheilu,
sautján ára dóttur sinni. Af ótta við
handtöku tók Ronald sig upp ásamt
fjölskyldu sinni og lagði á flótta og
sumarið 1983 settist fjölskyldan að
á þrettán ekra landspildu, „Hermik-
rákuhæð“, í Dover í Pope-sýslu.
Heimilið var fátæklegt, tveir húsbíl-
ar mynduðu eitt heimili, há girðing
umlukti híbýlin þar sem hvorki var
að finna síma né pípulagnir.
Næstu árin vann Ronald Gene
Simmons hin ýmsu störf. Hann
hætti starfi hjá Woodline Mot-
or Freight í kjölfar fjölda kvartana
vegna óviðeigandi kynferðislegra
tilburða af hans hálfu.
Eftir að hafa unnið hjá Sinclair
Mini Mart í eitt og hálft ár hætti
hann þar 18. desember, 1987. Brátt
myndi draga til tíðinda sem seint
myndi fenna yfir í Arkansas-fylki í
Bandaríkjunum.
Eiginkonan, sonur
og barnabarn
Að morgni 22. desember 1987
ákvað Simmons að fyrirkoma fjöl-
skyldu sinni. Rebekka, eiginkona
hans sem hafði lengi glímt við
veikindi, varð fyrsta fórnarlambið.
Eftir að hafa barið hana með bar-
efli skaut Ronald hana með 22 kal-
ibera skambyssu.
Ronald Gene Simmons yngri, 29
ára sonur Ronalds og Rebekku, féll
næstur í valinn. Hann var skotinn
til bana eftir að hafa sætt barsmíð-
um. Síðan kyrkti Ronald þriggja ára
sonardóttur sína, Barböru.
Líkin fundust síðar í forarpytti
sem Ronald hafði látið börn sín
grafa nokkrum mánuðum fyrr, þar
sem Ronald hugðist koma upp
kamri.
Að loknum morðunum beið
Ronald þess að yngri börn hans
kæmu heim með skólarútunni, en
þetta var síðasti skóladagur fyrir
jólafrí.
Lokkuð með „jólagjöf“
Talið er að Ronald hafi kallað börn-
in til sín eitt af öðru með fyrirheit-
um um jólagjöf. Loretta, sautján
ára, var fyrst til að fá „gjöfina“ sína,
en Ronald herti að hálsi hennar
og hélt höfði hennar undir vatni í
regnvatnstunnu þar til hún dó.
Hin börnin þrjú, Eddy, fjórtán
ára, Marianne, ellefu ára, og Becky,
átta ára, enduðu lífdaga sína með
sama hætti og Loretta. Ronald
fleygði líkunum á sama stað og
hinum, í forarpyttinn.
Nú tók við nokkurra daga bið
hjá Ronald Gene Simmons því
gesta var ekki að vænta fyrr en 26.
desember. Biðin hafði greinilega
ekki áhrif á staðfastan ásetning
Ronalds og upp úr miðjum degi 26.
desember beið hann ekki boðanna
þegar gestina bar að garði.
Fyrstu fórnarlömbin voru Willi-
am „Billy“ H. Simmons II, sonur
Ronalds, og Renata eiginkona hans
og voru þau bæði skotin til bana.
Ronald hafði ekki fyrir því að fjar-
lægja lík þeirra og skildi þau eftir
við matarborðið og huldi þau með
yfirhöfnum þeirra. Síðan fór hann
með Trae, son Williams og Renötu
út fyrir og herti að hálsi hans jafn-
framt því sem hann drekkti honum
í regnvatnstunnunni.
Sheila og Sylvía
En enn var langt í land með að
Ronald hefði lokið ætlunarverki
sínu. Næst til hátíðarkvöldverðar
mættu Sheila og eiginmaður henn-
ar, Dennis Raymond McNulty, og
börn þeirra tvö, Sylvía, sjö ára sem
í raun var dóttir Ronalds, og Mich-
ael, 21 mánaðar.
Ronald skaut Sheilu til bana
og lagði lík hennar á matarborð-
ið. Síðan skaut Ronald Dennis og
kyrkti Sylvíu. Eftir að hafa kyrkt
Michael litla vafði hann líkinu í
plast og henti í farangursgeymslu
einnar bifreiðanna sem stóðu á
hlaðinu. Slíkt hið sama hafði hann
reyndar gert við lík Trae, sonar
Williams og Renötu.
Að öllu þessu loknu ók Ronald
til Russellville þar sem hann kom
við í verslun Sears og náði í jóla-
gjafir sem höfðu verið pantaðar en
ekki borist í tæka tíð fyrir jólin. Um
kvöldið tyllti hann sér inn á klúbb
í Russellville, en ók síðan heim og
sat á strák sínum yfir helgina.
Búinn að ná öllum
Á mánudegi 28. desember tók
Ronald bíl sonar síns traustataki
og ók sem leið lá til Russellville.
Hann keypti sér skammbyssu í
Wal-Mart og fór svo á Peel, Eddy
& Gibbons-lögfræðistofuna.
Þar skaut hann til bana mót-
tökudömuna Kathy Kendrick og
lét þar við sitja. Næst á dagskrá
var Taylor-olíufyrirtækið. Þar
fann hann fyrir Russell Taylor,
eiganda Sinclair Mini Mart. Tayl-
or lifði tilræðið af en slökkviliðs-
maðurinn og hlutastarfsmað-
urinn Jim Chaffin átti ekki slíku
láni að fagna og féll fyrir hendi
Ronalds.
Ronalds fór síðan í Sinc-
lair Mini Mart og særði Róbertu
Woolery og David Salyer og hvarf
á braut. Síðasti viðkomustaður-
inn var Woodline Motor Freight-
fyrirtækið þar sem hann taldi sig
eiga óuppgerðar sakir. Ronald
fann Joyce Butts, fyrrverandi yf-
irmann sinn, og særði hana á
bringu og höfði.
Þegar þar var komið sögu
fannst Ronald sennilega nóg
komið því hann neyddi starfs-
konuna Vicky Jackson inn á eina
skrifstofuna og skipaði henni að
hringja á lögregluna.
„Ég kom til að framkvæma
það sem ég ætlaði mér. Því er nú
lokið. Ég hef náð öllum sem vildu
mér illt,“ sagði hann við Vicky.
Þegar lögregluna bar að garði
viðhafði Ronald engan mótþróa
og gafst upp án málalenginga.
Neitaði að áfrýja
Ronald Gene Simmons var
ákærður fyrir sextán morð, sak-
felldur og dæmdur til dauða.
Hann neitaði að nýta sér áfrýj-
unarrétt sinn og undirstrikaði
neitun sína með orðunum: „Fyr-
ir þá sem eru á móti dauðarefs-
ingu í máli mínu yrði allt annað
en dauði grimmileg og óvenjuleg
refsing.“
Aðskilja þurfti Ronald frá
samföngum sínum á dauða-
deild því lífi hans var stöðugt
ógnað vegna andstöðu hans við
að áfrýja dauðadómnum. Aðrir
fangar töldu að með andstöðu
sinni eyðilegði hann möguleika
þeirra á náðun.
31. maí 1990 skrifaði þáver-
andi ríkisstjóri Arkansas, Bill
Clinton, síðar forseti Banda-
ríkjanna, undir aftökuheimild
vegna Ronalds Gene Simmons.
Simmons var tekinn af lífi með
banvænni sprautu 25. júní, 1990.
Enginn eftirlifandi ættingja hans
gerði tilkall til líksins og Simm-
ons var að lokum grafinn sem
þurftamaður.
UmSJón: KoLBEinn þorSTEinSSon, kolbeinn@dv.is
44 föstudagur 16. október 2009 saKamál
Vesturröst
36 gr. kr. 1600. pk.
42 gr. kr. 1950. pk.
ÓDÝR HAGLASKOT
allt fyrir
skotveiðina
S é r v e r s l u n v e i ð i m a n n a - L a u g a r v e g 1 7 8 - S í m i : 5 5 1 6 7 7 0 - w w w. v e s t u r r o s t . i s
Fjöldamorðinginn efstur Hluti
fórnarlamba, eftirlifandi ættingjar og
lögreglan að störfum.
Loretta, sautján ára, var fyrst til að fá „gjöf-
ina“ sína, en Ronald herti að hálsi hennar og
hélt höfði hennar undir vatni í regnvatnstunnu
þar til hún dó.
Ronald Gene Simmons Ábyrgur fyrir
einum verstu fjöldamorðum í sögu
Arkansas.