Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 38
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Ólafur F. Mixa yfirlæknir Ólafur fæddist í Graz í Austurríki. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1959, stundaði nám í læknisfræði við háskólann í München 1959- 62 og lauk embættisprófi í læknis- fræði frá HÍ 1967, stundaði fram- haldsnám í heimilislækningum við Calgary General Hospital í Al- berta í Kanada og lauk þaðan sér- fræðiprófi 1971. Á námstímanum var Ólafur héraðslæknir í Nes- héraði 1966, námskandidat við Landspítalann, St. Jósepsspítala í Hafnarfirði og Slysavarðstofuna í Reykjavík og aðstoðarlæknir við Kleppsspítalann. Hann sótti fjölda námskeiða í heimilislækningum, einkum í Kanada og kynnti sér rekstur og hönnun heilsugæslu- stöðva í Kanada, Bandaríkjunum, Noregi og Hollandi. Ólafur var heimilislæknir við göngudeild heilbrigðisstétta við háskólann í Calgary 1971-72 og við heimilislækningadeild Foothills General Hospital í Calgary, heilsu- gæslulæknir indíána í Morleyþorpi í Alberta með reglubundnum heimsóknum og hefur verið heim- ilislæknir í Reykjavík frá 1972, var yfirlæknir heilsugæslunnar í Álfta- mýri 1986-94 og heilsugæslunn- ar í Lágmúla 1997-99 og yfirlækn- ir Skjóls frá stofnun 1987. Hann var skipslæknir hjá Royal Caribb- ean skipafélaginu 1999, læknir við Heilsustofnun NLFÍ 1999-2000, hefur verið trúnaðarlæknir Leikfé- lags Reykjavíkur, þýska sendiráðs- ins og kanadíska konsúlatsins. Ólafur vann að undirbúningi og skipulagningu starfs á heilsugæslu- stöð í Morleyþorpi í Alberta, veitti ráðgjöf við skipulagningu og hönn- un heilsugæslustöðvar á Akureyri 1971 og var ráðunautur Sjúkra- samlags Reykjavíkur við undirbún- ing og skipulag heilsugæslustöðvar í Breiðholti 1972. Hann var lektor í heimilislækningum við háskólann í Calgary 1971-72, stundakennari við HÍ og aðjúnkt í heimilislækn- ingum þar 1998-99. Ólafur var formaður Herranæt- ur í MR 1958-59, sat í ritstjórn Leik- húsmála 1964 og 1965 og lék nokk- ur hlutverk í Þjóðleikhúsinu, hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar, Grímu og í Herranótt. Hann sat í aðalstjórn Rauða kross Íslands frá 1973, var gjaldkeri og formaður fjárhags- nefndar Rauða krossins 1975-77 og formaður Rauða kross Íslands 1977-82, sat í nefndum á vegum læknadeildar HÍ og Læknafélags Reykjavíkur um kennslu og fram- haldsnám í heimilislækningum og um hlutverk heilsugæslustöðva í læknakennslu, sat í samninganefnd Félags heimilislækna frá 1974, var einn af stofnendum Félags íslenskra heimilislækna 1978, varaformaður þess 1978-82, formaður 1983-87, áheyrnarfulltrúi félagsins í stjórn SIMG, Alþjóðafélags heimilislækna í Evrópu 1985-89, sat í gæðaþróun- arnefnd félagsins og fulltrúi þess í vinnuhópi Evrópudeildar Alþjóða- sambands heimilislæknafélaga um gæðaþróun 1993-99, formaður skólanefndar Nýja hjúkrunarskól- ans 1982-83, stofnandi og stjórnar- maður í Hugbúnaðarfélagi Íslands frá 1990 og ráðunautur hjá Gagna- landi ehf. 1995-98. Ólafur hefur skrifað greinar um heimilislækningar og heilsugæslu- stöðvar í íslensk og erlend tímarit og var fyrsti íslenski ritstjóri tíma- ritsins Scandinavian Journal of Primary Health Care, 1984-87. Fjölskylda Börn Ólafs frá fyrra hjónabandi eru Már Wolfgang, f. 6.2. 1965, fjár- málafræðingur í Reykjavík, kvænt- ur Kristínu Loftsdóttur, prófess- or í mannfræði við HÍ og eiga þau þrjú börn; Halla Guðrún, f. 27.7. 1968, hönnuður í Vínarborg. Móð- ir þeirra er Ásthildur Gísladóttir, f. 23.7. 1943, d. 14.9. 2008. Kona Ólafs er Kristín Þor- steinsdóttir, f. 12.8. 1943, grunn- skólakennari, dóttir Þorsteins Er- lingssonar, vélvirkjameistara í Reykjavík, og Júlíönu Sigurjóns- dóttur húsmóður. Dóttir Ólafs og Kristínar er Katr- ín Júlía, f. 6.1. 1980, BA í heimspeki og læknaritari í Reykjavík og á hún eina dóttur.. Foreldrar Ólafs eru Franz Mixa, f. 3.6. 1902, d. 16.1. 1994, prófessor og dr. phil, tónskáld og tónlistar- kennari í Reykjavík og síðar í Graz í Austurríki, og Katrín Ólafsdóttir, f. 3.3. 1916, BA í íslensku, kennari og rithöfundur.. Ætt Móðursystkini Ólafs: Björn kons- ertmeistari, Pétur, hagfræðing- ur og bókaútgefandi, og Elísabet, móðir Ólafs B. Thors. Katrín er dóttir Ólafs, ritstjóra í Reykjavík, bróður Sveins Björns- sonar forseta. Faðir Ólafs var Björn, ráðherra og ritstjóri Ísa- fóldar í Reykjavík Jónsson, sem var þremenningur við Ara Arn- alds alþm., afa Ragnars Arnalds, formann Heimsýnar. Móðir Ólafs ritstjóra var Elísabet Guðný, dóttir Sveins, prófasts á Staðastað Níels- sonar. Hálfsystir Elísabetar, sam- feðra, var Sigríður, móðir Har- alds Níelssonar prófessors, föður Jónasar Haralz bankastjóra og afa Leifs Sveinssonar lögfræðings. Bróðir Haralds var Hallgrímur á Grímsstöðum, afi Sigurðar Helga- sonar, fyrrv. stjórnarformanns Flugleiða og Hallgríms Helgason- ar tónskálds, en systir Haralds Ní- elssonar var Sesselja, móðir Sveins Valfells forstjóra. Móðir Katrínar var Borghildur, dóttir Péturs Thorsteinssonar, út- gerðarmanns á Bíldudal, en Borg- hildur var systir Katrínar, móður Péturs J. Thorsteinssonar sendi- herra og Eggerts Briem rafmagns- veitustjóra. 70 ára á föstudag 60 ára á föstudag Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis Ásta fæddist í Reykjavik og ólst þar upp og á Reykjum í Mosfellssveit. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1969, stundaði þýskunám í Þýskalandi 1967, nám í félagsvísindum og ensku við HÍ 1969-73, leiðsögumannanám 1979 og stjórnunarnám við Endur- menntunarstofnun HÍ og Iðntækni- stofnun 1987, 1990 og 1993-94. Ásta var flugfreyja hjá Loftleið- um 1969-72, plötusnúður í Glaum- bæ, Tónabæ og víðar 1969-74, kenn- ari við Gagnfræðaskólann á Hellu 1974-76 og við Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði 1976-79, starfsmaður barnaársnefndar á Barnaári Sþ 1979, starfsmaður Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar 1989-90, dagskrárgerðar- maður hjá RÚV, útvarpi og sjónvarpi, 1971-90 og var þá umsjónarmaður fjölmargra fastra útvarps- og sjón- varpsþátta og umsjónarmaður þátt- arins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 1983, fararstjóri Íslendinga erlendis fyrir ýmsar ferðaskrifstofur 1980-94 og deildarstjóri félags- mála- og upplýsingadeildar Trygg- ingastofnunar ríkisins 1990-95. Ásta var alþm. Reykjavíkurkjör- dæmis 1995-2003 og er alþm. Reykja- víkurkjördæmis suður frá 2003. Hún var alþm. fyrir Þjóðvaka 1995-99, sat í þingflokki jafnarðamanna og síð- ar Samfylkingarinnar og hefur verið alþm. fyrir Samfylkinguna frá 1999. Hún var fyrsti varaforseti Alþingis 2007-2009, félags- og tryggingamála- ráðherra 1.2. 2009-10.5. 2009 og er nú forseti Alþingis frá 11.5. 2009. Ásta sat í stjórn Landssambands framsóknarkvenna 1983-89, í stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur 1983- 94, í miðstjórn Framsóknarflokksins 1984-95 og framkvæmdastjórn (landsstjórn) flokksins 1986-95, í stjórn Friðarhreyfingar kvenna 1985- 88, í útvarpsráði 1987-95, í starfs- hópi um endurskoðun íslenskrar heilbrigðislöggjafar 1988, í nefnd um eflingu heimilisiðnaðar 1991- 93, í undirbúningsnefnd fyrir al- þjóðlegu kvennaráðstefnuna „Glo- bal Forum for Women“ í Dublin 1992, í fulltrúaráði Sólheima 1993- 99, í stjórn Heilsugæslustöðvar Vest- urbæjar, Miðbæjar og Hlíðahverfis 1994-2003, í stjórn Regnbogans, fé- lags um Reykjavíkurlista, 1994-96, í nefnd um endurskoðun almanna- tryggingalaga 1995, í nefnd um for- gangsröðun í heilbrigðisþjónustu 1995-98, sat í stýrihópi geðræktar- verkefnis landlæknisembættisins, Geðjálpar og Landspítala-Háskóla- sjúkrahúss 2000-2003, í ráðgjafar- hópi samgönguráðherra um stefnu- mótun í ferðamálum 2003-2004, í verkefnisstjórn um heilsufar kvenna á vegum heilbrigðisráðuneytisins 2001-2007, var formaður verkefnis- stjórnar Straumhvarfa, átaksverk- efnis fyrir geðfatlaða, á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins 2007-2009, var varaformaður nefndar á vegum heilbrigðisráðherra um greiðsluþátt- töku almennings í heilbrigðiskerfinu 2007-2009 og átti sæti í framkvæmda- nefnd hennar, í stjórn Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur frá 1999 og í stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinn- ar frá 2007. Ásta sat í heilbrigðis- og trygg- inganefnd Alþingis 1995-2003 og 2004-2007, í samgöngunefnd 1995- 99 og 2003-2004, iðnaðarnefnd 1999- 2000 og 2003-2005, félagsmálanefnd 2000-2003 og frá 2007, félags- og tryggingamálanefnd 2007-2009, um- hverfisnefnd 2005-2007, kjörbréfa- nefnd frá 2007, utanríkismálanefnd 2007-2009, í Íslandsdeild Vestnor- ræna ráðsins 1995-99, Íslandsdeild ÖSE-þingsins 1999-2003, Íslands- deild Norðurlandaráðs 2003-2007 og Íslandsdeild NATO-þingsins 2007- 2009 og hefur verið varaformaður nefndar þingmannasamtaka NATO um málefni Miðjarðarhafsríkja og Miðausturlanda 2008-2009. Fjölskylda Ásta Ragnheiður giftist 29.12. 1973 Einari Erni Stefánssyni f. 24.7.1949, sérfæðingi hjá Íbúðalánasjóði. For- eldrar hans: Stefán Þórður Guð- johnsen, f. 29.11.1926, d. 24.9.1969, lögfræðingur og k.h., Guðrún Gréta Runólfsdóttir, f. 5.12. 1928, fyrrv. skrifstofumaður hjá Þjóðhagsstofn- un. Börn Ástu Ragnheiðar og Ein- ars Arnar eru Ragna Björt, f. 11.12. 1972, skrifstofustjóri í Amsterdam en maður hennar er Erwan Le Roux og er dóttir þeirra Sóley Le Roux, f. 20.2. 2008; Ingvi Snær, f. 10.3. 1976, hdl. í Lausanne í Sviss en kona hans er Hildur Ýr Ottósdóttir og eru börn þeirra Ásta Rún, f. 25.2. 2002, og Ottó Snær, f. 16.4. 2006. Systkini Ástu eru Guðrún f. 22.12. 1950, umhverfisfræðingur hjá Al- mannavörnum í Reykjavík; Ragn- ar, f. 9.10. 1956, efnaverkfræðingur í Reykjavík; Bjarni, f. 9.12. 1960, við- skiptafræðingur hjá Íslandsbanka. Foreldrar Ástu Ragnheiðar: Jó- hannes Bjarnason. f. 18.7. 1920, d. 8.6. 1995, verkfræðingur og k.h., Margrét Sigrún Ragnarsdóttir, f. 7.11.1924, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Jóhannes var sonur Bjarna, alþm. og ráðherra á Reykjum í Mosfells- bæ, bróður Þórdísar, móður Gunn- ars Bjarnasonar ráðunautar. Bjarni var sonur Ásgeirs, b. í Knarrarnesi Bjarnasonar, b. þar Benediktssonar. Móðir Bjarna ráðherra var Ragnheið- ur, systir Sigríðar, ömmu Hallgríms Helgasonar tónskálds. Ragnheið- ur var dóttir Helga, b. á Vogi, bróð- ur Ingibjargar, langömmu Kristj- áns Eldjárn forseta. Helgi var sonur Helga, alþm. á Vogi Helgasonar. Móðir Jóhannesar var Ásta, systir Láru, ömmu Láru Margrétar Ragn- arsdóttur, fyrrv. alþm. Ásta var dótt- ir Jóns, skipstjóra í Reykjavík Þórð- arsonar, skipasmiðs í Engey og vitavarðar í Gróttu Jónssonar. Móðir Jóns var Guðrún Guðmundsdóttir, frá Hlíðarhúsum í Reykjavík. Móðir Ástu var Vigdís, systir Þóru, ömmu Bergs Jónssonar rafmagnseftirlits- stjóra. Vigdís var dóttir Magnúsar, b. í Miðseli í Reykjavík Vigfússonar, b. á Grund í Skorradal Gunnarssonar, bróður Jóns á Eyri, afa Jóns Baldvins- sonar, alþm. og forseta ASÍ, og afa Jóns Auðuns alþm., afa Auðar Auð- uns, fyrrv. ráðherra og borgarstjóra. Móðir Magnúsar var Vigdís Auðuns- dóttir, pr. á Stóru-Völlum Jónssonar, bróður Arnórs í Vatnsfirði, langafa Hannibals Valdimarssonar ráðherra, föður Jóns Baldvins, fyrrv. ráðherra og formanns Alþýðuflokksins. Margrét er dóttir Ragnars, bryta í Hressingarskálanum Guðlaugsson- ar en systir Guðlaugs var Jóhanna, amma Harðar, fyrrv. forstjóra Eim- skips og Ásgeirs framkvæmdastjóra Sigurgestssona. Guðlaugur var sonur Jóns, b. í Hreiðarskoti á Stokkseyri, bróður Þorsteins, langafa Berthu, móður Markúsar Arnar Antonsson- ar sendiherra. Þorsteinn var einnig langafi Harðar Ágústssonar listmál- ara og Þorsteins, föður Víglundar forstjóra. Móðir Jóns í Hreiðarskoti var Steinunn Jónsdóttir. Móðir Stein- unnar var Halla Gísladóttir. Móðir Höllu var Sigríður Ólafsdóttir. Sig- ríður var dóttir Marínar Guðmunds- dóttur, ættföður Kópsvatnsættar Þor- steinssonar. Móðir Margrétar var Guðrún, systir Vilhjálms, skálds frá Skáholti, og Sigurðar, föður Moritz, fyrrv. að- stoðarbankastjóra í Búnaðarbank- anum. Guðrún var dóttir Guðmundar, í Skáholti Guðmundssonar og Sigur- veigar Einarsdóttur. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 38 föstudAgur 16. október 2009 ættfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.