Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 48
48 föstudagur 16. október 2009 lífsstíll lindsay „Versace“ lohan Kjaftasögur þess efnis að Lindsay Lohan hefði verið rekin sem listrænn stjórnandi tísku- hússins Emanuel Ungaro voru víst bara það, kjaftagangur. Barnastjarnan fyrrverandi kom fram á tískusýningarpallinn í síðustu viku eftir að hafa unnið að línunni í einungis mánuð. Línan fékk glataða dóma og hegðun Lindsay sjálfrar var hreint út sagt sorgleg. Kellingin er farin að líkjast Donatellu Versace þar sem hún er orðin tekin eftir lýtalækningar og brúnkukrem. Miuccia fæddist inn í ríka fjölskyldu sem sérhæfði sig í framleiðslu lúxusvarnings. Hún er menntuð í stjórnmálafræði en ákvað síðan að eyða sex árum af lífi sínu í að læra búktal. Hún tók við fjölskyldu- fyrirtækinu árið 1978 og fljótlega eftir það breytti hún ímynd fyrirtækisins og hönnun til góðs. Óhefðbundin notkun á efni og „intellectual“ hönnun hennar vakti strax gríðarlega athygli en hún byrjaði á því að hanna handtöskur úr svörtu næloni sem gjörbreyttu því hvernig konur höfðu áður litið á töskur, en þær seldust í tonnatali á níunda áratugnum. Hönnun Prada er eitt besta dæmið um nýja sýn á lúxusvarn- ing, en með- an níundi áratugurinn var uppfull- ur af glysi, brjáluðum litum og „Versace“- kjólum kynnti Miuccia til sögunnar varning sem var miklu dannaðri og minimalískari. Árið 1989 kom fyrsta kvenlínan hennar á markað sem minnti einna helst á Flintstones, en fékk frábæra dóma og umtalsvert lof. Karlmannslínan fékk álíka dóma þegar hún kom fyrst á markað árið 1995. Miuccia Prada tekur sjálf allar ákvarðanir varðandi listræna stjórnun fyrirtækisins og er þekkt fyrir það að vera með mjög sterka og spes sýn þegar kemur að hönnun Prada-varningsins. Eiginmaður frú Prada, Patrizio Bertelli, er sagður bisnessmaðurinn á bak við veldið en hann sér einnig um auglýs- ingamálin og hefur oft heyrst til hennar segjast eiga allt honum að þakka, því án hans gæti hún þetta ekki. frú Prada UMsjÓn: HELga KristjÁnsDÓttir Kynbombur fyrir giVenchy Eitt virtasta tískuhús Parísar, givenchy, hefur tekið upp á því tvær síðustu tískuvertíðir að nota mjög auglýsingavæn og hveitibrauðs- leg Victoria’s secret-módel í sýningar sínar. Kynbomburnar adriana Lima og Miranda Kerr eru vægast sagt ólíkar sjálfum sér á hátískupallinum, augabrúnalausar með fríkaða andlitsmálningu. fyrir chanel Lily allen birtist á sviði upp úr sýningarpalli Chanel í síðustu viku og tók lagið meðan módelin sýndu nýjasta nýtt úr hönnunarsmiðju Karls Lagerfeld. Prince og rihanna kepptust um athyglina þar sem þau sátu á fremsta bekk. Eitt er víst, tískan fer í endalausa hringi. En ætli það sé fyrir tilviljun að stíll fyrri kreppuára nái hámarksvinsældum akkúrat á þessum tímum? TÍska Í kreppu Miuccia Prada er einn af áhrifamestu fatahönnuðum nútímans en á sama tíma einn þeirra leyndardómsfyllstu. Hún er þekkt fyrir að halda sig frá glamúrlífi sviðsljóssins og forðast óþarfa partístand. Miuccia Prada Einn af áhrifamestu fatahönnuðum nútímans. Ef litið er á tísku fjórða og fimmta áratugar síðustu aldar sést glögglega hversu margt er líkt með tísku fyrri kreppuára og því sem er heitast í heimskreppunni núna. Tauskór, upphá pils og risastórir og áberandi skartgripir sem mörk- uðu þessi ár eiga núna kombakk, kannski vegna efnahagsmálanna? Eða kannski vegna þess að það er gott að grípa í eitthvað sem mað- ur þekkir þegar veröldin í kring er í óvissu. Blómablússur, skreytt hárbönd og aðsniðnir jakkar eru trend sem hafa verið mjög vinsæl upp á síðkastið en voru einmitt mjög móðins á þessum tíma. Fallegar dragtir, stórir pelsar, hatt- ar, rauður varalitur og svartur eyelin- er er eitthvað sem engin kona mátti vera án þá – eða nú. Núna þegar konur hafa ekki sama pening á milli handanna til þess að eyða í fatnað kemur einn- ig praktísk hugsun inn í myndina. Færri hlutir eru keyptir en þess í stað verður klassískur fatnaður meira fyrir valinu. Nú á tímum er erfiðara að elta hvert einasta nýja trend sem poppar upp en þá er gott að vita að sumir hlutir fara bara aldrei úr tísku. Nú er tíminn til þess að finna sinn eigin persónulega stíl og jafn- vel skyggnast upp á loft hjá mömmu eða ömmu eða styrkja gott málefni eins og Rauða krossinn með því að kaupa þar girnilegan pels fyrir vet- urinn. Það jafnast nefnilega ekkert á við það að fara í innkaupaleiðangur án samviskubits. Til að fá tískuinnblástur er um að gera að skoða myndir af Ritu Hay- worth sem þekkt var fyrir að klæð- ast fallegum blómakjólum, Kathar- ine Hepburn var líka alltaf elegant og glæsileg en þekkt fyrir að fíla karl- mannlegri snið og langt fyrir tíma Gossip Girl var Hollywood-leikkon- an Lana Turner sæt með slaufu- spöng í hárinu. Það besta við þessa tísku er að auðvelt er að líta út eins og Holly- wood-stjarna án þess að fara á haus- inn. helgak@birtingur.is Komnar í tísku á ný Katharine Hepburn, rita Hayworth og Lana turner. 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama Oxy tarmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.