Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 47
helgarblað 16. október 2009 föstudagur 47 Iðunnarfundur í upphafi október 2008: Falla laufin, fellur snjór, fellur krónan líka. Fellur vandi feiknarstór á fátæka og ríka. Pétur Eggerz (okt. ’08) Um yrkisefnið botn yrkir Bjargey Arnórsdóttir: Eitt það verst, sem að ég kem er æðislegur halli. Botninn er það besta sem býðst í hröðu falli. Bjargey (okt. ’08) Krepputalið – Bjarna Valtý leiddist krepputal á fundi: Saman skreppa sæld og trú, sízt ég keppa nenni. Allir kreppu nefna nú, næst má sleppa henni. Bjarni Valtýr (okt. ’08) Vísnaforðinn: Þó nú andi á okkur él upp sem bráðast rísum. Haustið gjöfult, helzt ég tel, hér er nóg af vísum. Bjarni Valtýr (okt.’08) Stikluvik: Fitukeppir fara á hrepp, fáum sleppir kreppa, aðra hreppir, einn ég slepp með andateppu leggst á klepp. Höfundur kvittar: ókunnur/ófullur (okt. ’08) Kreppa: Tæmdir sjóðir tárvot þjóð tapað gróða hefur. Kalt er blóð á kreppuslóð, kapteinn hljóður sefur. Pétur Eggerz (okt.’08) Á litla hagyrðingamótinu sem haldið er í upphafi hvers fundar voru yrkisefnin í nóv- ember ’08 rétt, rangt og leið. Pétur Eggertz orti eftirfarandi vísur sem munu vera odd- skiftar eða misoddhendar: Það hef ég frétt að þyki ei létt að þekkja rétt frá röngu, og fráleitt greið nú finnist leið á Frónsins neyðargöngu. Því ráfar villt, í ráði tryllt og reiðist spilltum herrum, vor fróma þjóð er fylgdi hljóð þeim fölsku gróðaperrum. Svo illa hrekkt, svo aum og hvekkt, í aumri nekt hún situr. Svo hrakin, þjáð, svo hnípin, smáð, svo hrufluð, snjáð og bitur. Pétur Eggertz (nóv. ’08) Það líður á kvöldið við keifum á fund með kæti og gleði í sinni. Í vændum við eigum með Iðunni stund þar angur og víl enginn finni. Sigríður Þorvaldsdóttir (nóv. ’08) Framganga Breta varð Gunnari Th. að yrkisefni: Eigin sýna sálar mekt sífellt herða að kverkum. Þetta bölvað breska slegt beitir hryðjuverkum. Gunnar Thorsteinsson (nóv. ’08) Um Rússalánið: Kröm og nekt í kuldabyl kyrkir vaxtarsprotann, en bjóði faðmur bjarnaryl er besta mál að not’ann. Bjargey Arnórsdóttir (nóv. ’08) Bjargey sér ljósið í myrkrinu: Okkar sjóði syrgja menn segja burtu flutta, en vor í lofti vakir enn vetrardaga stutta. Bjargey Arnórsdóttir (nóv. ’08) Á fundum er dreift miðum svo fundargestir hafi eitthvað undir vísurnar ef andinn kemur yfir þá. Í lok októberfundar þegar Helgi safn- aði saman ónýttum miðum rak hann augun í tóman Tópaspakka. Þar sem nýtni er við- urkennd dyggð á krepputímum var pakkinn gripinn með miðunum. Á næsta fundi var ort á pakkann: Sparseminnar blessað boð ber í kreppu vel að þakka og yrkja nískur ódýrt hnoð á endurnýttan Tópaspakka. Helgi Zimsen (nóv. ’08) Það er næsta nýtur siður nú að dögum, kreppuna að kveða niður með kvæðalögum. Ragnar Böðvarsson (nóv. ’08) Á jólafundi Iðunnar urðu til nokkrar kreppuvísur: Dimmur vetur, döpur þjóð og draugar ráfa um svið. Birtir samt ef lítið ljóð er lesið kerti við. Ragnar Böðvarsson (des. ’08) Jólasveinar: Ágirndar er klóin klók, kann á flestar greinar, en margoft hafa matað krók Mammons jólasveinar. Jói í Stapa (des. ’08) Vaxa mein og valda klígju verkir greinast margþættir. Jólasveinar tveir og tíu trauðla reynast bjargvættir. Ragnar Böðvarsson (des.’08) Bankaslys og brengluð tíð, birtu sparar sólin, þó er að nálgast þægðin fríð það eru blessuð jólin. Bjargey (des.’08) Sigurður yrkir um Davíð: Margt okkur forðum gerði hann gott og gladdi hjörtun döpur, en hlýtur nú bara háð og spott að honum blæs þjóðin nöpur. Sigurður Sigurðarson (des.’08) Ólafur Runólfsson skilaði inn vísum í Skáldu og óskaði eftir rödd Sigurðar til að kveða, sem hann og gerði. Andóf í kreppu Eitthvað jákvætt eflaust finnst ef menn grannt það skoða. Oft á kreppu er nú minnst aðeins rætt um voða. Nefna má að neyðarbrauð nakin kona spinni. Sumir breyta iðn’í auð eins og gull þeir finni. Ef menn vel að öllu gá eg það veit með sanni. Forðum daga, fjölmargt þá fannst í heima-ranni. Eðalgripir, - íslenskt fé enginn slíku haggi. Heyra má að hollur sé heimafenginn baggi. Ýmsu er hrósað utan lands oft með feitu letri. Upp þó vex í akri manns öðrum gróðri betri. Rófur hérna rækta má þó regn og stormar geysi. Sauðféð bjargar sínum frá sulti og fataleysi. Tækifærin finna má fast við dyraþrepið Innflutt ruslið oft má sjá íslenskt niðurdrepið. Ráðlegt er að forðast flas frónskt mun betur duga. Handan lækjar grænna gras grær í margra huga. Ólafur Runólfsson (des. ’08) Ákall til jólasveinsins: Gleddu fólkið friðlausa, fljótur sveinki góður. Seiga menn og siðlausa sendu þinni móður. Helgi Zimsen (des. ’08) Iðunnarfundur, nærri þrettánda 2009 Úr Hasspíu-sálmum hinum nýju (um fleytingu krónunnar): ...Haarde með svellu sinni seiminn í tali dró. Lýðnum þótt bræðin brynni brosti með norskri ró: „Þótt dýfur dúpt hafi farið og dapurt logi nú skarið, í friði hún flýtur þó!“ Einar Valur Ingimundarson (jan. ’09) Afhending um fleytingu krónunnar: Eflaust gera ýmsir núna að því skóna að sjaldan fljóti sokkin króna. Jón Ingvar Jónsson (jan. ’09) Um álfa orti hann svo: Okkur stjórna íhaldsbjálfar og erkifól. Mér finnst þeir vera eins og álfar út úr hól. Jón Ingvar Jónsson (jan. ’09) baldur@dv.is Hremmingar þjóðarinnar; móðuharðindi, frostavetur og kreppur hafa öldum saman orðið hagyrtum Ís- lendingum yrkisefni, yfirleitt sér og öðrum til skemmtunar. Ár er nú liðið frá mesta efnahagshruni í sögu lýðveldisins. DV leitaði af því tilefni til Kvæðamannafélagsins Iðunnar en meðlimir félagsins hittast í Gerðubergi á föstudagskvöldum og kveða vísur um það sem efst er á baugi hverju sinni. Hér að neðan má líta brot af því besta sem hagyrðingar félagsins hafa ort á umbrotatímum undanfarins árs. Tæmdir sjóðir og tárvot þjóðOrt og kveðið Meðlimir Iðunnar skemmtu sér vel þegar ljósmyndara bar þar að garði í síðustu viku. mynD SIGTRyGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.