Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 10
10 föstudagur 16. október 2009 fréttir Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Frískandi og góður! EI N N , T V EI R O G Þ R ÍR 2 98 .0 46 Lífrænn Lífrænar mjólkurvörur Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander-bank- ans í London, segir að rúmlega 200 milljónir evra af þeim 500, sem Kaup- þing fékk lánaðar hjá Seðlabanka Íslands nokkrum dögum áður en bankinn var tekinn yfir af Fjármála- eftirlitinu þann 9. október í fyrra, hafi runnið til seðlabankans í Svíþjóð til að styðja við dótturfélag Kaupþings þar í landi. Lánveitingin til Kaupþings hef- ur oft komið til umræðu eftir efna- hagshrunið og hafa ýmsar kenningar verið á lofti um hvað hafi verið gert við peningana. „Fróður maður, sem situr hérna við hliðina á mér, segir mér að 200 milljónir evra hafi farið til seðlabankans í Svíþjóð til að styðja við dótturfélag Kaupþings þar,“ seg- ir Ármann. Þetta stríðir gegn því sem Seðlabanki Íslands hefur gefið út um tilgang lánsins til Kaupþings. Veðið fyrir láninu var í danska bankanum FIH. Ármann segir að þessi hluti lánsins hafi þó komið til baka frá sænska seðlabankanum og inn í Kaupþingssamstæðuna. Seðlabankinn sagði lánið ætlað til Bretlands Seðlabankinn staðfesti í tilkynningu þann 27. október í fyrra að hafa veitt Kaup- þingi lánið, sem hljóðaði upp á rúmlega 80 millj- arða íslenskra króna á þávirði. Í tilkynning- unni sagði að ástæðan fyrir lánveitingunni væri sú að þurft hefði að aðstoða Singer & Fri- edlander, dótturfélag Kaupþings í Lond- on, við að mæta kröfum breska fjármálaeftirlits- ins og stjórn- valda í Bretlandi en breska fjár- málaeftirlit- ið (FSA) hafði gert þá kröfu á hendur Kaupþingi að Singer & Friedlander fengi 300 millj- ón pund af lausafé til að fá að starfa áfram í landinu. Lánveitingin var því ætluð Singer & Friedlander-bankan- um í Bretlandi að sögn Seðlabanka Íslands á þeim tíma. Lánveitingin virðist þó ekki hafa farið inn í þann banka nema að litlu leyti. Hluti til Þýskalands Aðrar heimildir DV herma að um 50 milljónir evra af þeim þrjú hundruð sem eftir voru hafi farið inn í þýskt dótturfélag Kaupþings til að standa straum af úttektum af Edge-innláns- reikningum bankans þar í landi. Þrátt fyrir að lánið frá Seðlabank- anum hafi verið eyrnamerkt Singer & Friedlander veit Ármann ekki ná- kvæmlega hvað varð um hinar milljónirnar sem stóðu eftir þegar búið var að nota 200 milljónir evra fyrir dóttur- félagið í Sví- þjóð og 50 fyrir dótt- urfélag- ið í Þýska- landi. „Þetta var vænt- anlega bara einn hluti af þeirri fjár- mögnun sem fór síðar inn í móður- félagið og sem síðar var notuð til að styðja við dótturfélög bank- ans,“ segir Ármann. Aðrar heim- ildir DV herma að þetta sé líkast til rétt hjá Ármanni. Lánið frá Seðlabankanum hafi verið not- að hér og þar í samstæðunni þar sem til þurfti dagana fyrir hrun- ið. Ekkert sem bendir til lögbrots Sögusagnir hafa kom- ið fram um það eft- ir banka- hrunið, meðal annars í skrifum Agnes- ar Braga- dóttur á Morgun- blaðinu í mars síðastliðnum, að lán- ið frá Seðlabankanum hafi verið flutt beint inn í dótturfélag Kaupþings í Lúxemborg og þaðan inn á banka- reikninga í svissneskum bönkum. Á þessari stundu er hins vegar ekkert sem bendir til þess að svo hafi ver- ið og skilanefnd og slitastjórn Kaup- þings hafa ekki séð tilefni til að kæra lánveitinguna og notkun Kaupþings á lán- inu til embættis sérstaks saksóknara efnahags- hrunsins. Slitastjórn- inni og skilanefndinni ber skylda til þess að kæra slík möguleg lög- brot til embættis saksókn- ara. Á þessari stundu þarf því að reikna með að lán- ið hafi verið notað nokkurn veginn á þann hátt sem Seðla- bankinn ætlaðist til. Endurskoðendafyr- irtækið Pricewater- houseCoopers vinnur nú að skýrslu um starf- semi Kaupþings fyrir efnahagshrunið og má reikna með að í þeirri skýrslu verði fjallað nán- ar um seðlabankalánið og í hvað það fór innan Kaupþings. Þó að ekkert bendi til að lögbrot hafi verið framið í tengslum við lánið er ekki hægt að fullyrða neitt um það fyrr en skýrsla endurskoðendafyrirtækisins liggur fyrir en í henni verð- ur líklega að finna ná- kvæma greiningu á því í hvað lán Seðlabank- ans var notað. DV sendi fyr- irspurn um afdrif seðlabankalánsins til Seðlabanka Ís- lands. Ekki hafa borist nein svör við henni. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hvað orðið hafi um lán Seðlabankans til Kaupþings skömmu fyrir hrun. Heimildir DV herma að hluti lánsins hafi runnið til dótturfélaganna í Svíþjóð og Þýskalandi. Sam- kvæmt Seðlabankanum átti að nota lánið í Bretlandi. Afdrif lánsins munu væntanlega skýrast í endurskoð- endaskýrslu um starfsemi Kaupþings. SEÐLABANKALÁN KAUPÞINGS FÓR AÐ HLUTA TIL SVÍÞJÓÐAR „Þetta var væntanlega bara einn hluti af þeirri fjármögnun sem fór síðar inn í móðurfélag- ið og sem síðar var not- uð til að styðja við dótt- urfélög bankans.“ IngI F. VIlHjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Dreifðist um samstæðuna 500 milljóna evra láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings var dreift til nokkurra dótturfélaga bankans, vitað er að 250 milljónir runnu samtals til dótturfélaganna í Svíþjóð og Þýskalandi. Að svo stöddu er ekki vitað hvað varð um eftirstöðvar lánsins. Veit ekki um eftirstöðvarnar Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, segist ekki vita nákvæmlega hvað varð um eftirstöðvar lánsins sem Seðla- bankinn veitti Kaupþingi í október í fyrra. Vill ekki tjá sig Sigurður Einarsson vildi ekki ræða við blaðamann þegar haft var samband við hann til að spyrja hann um málið. Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson var seðlabankastjóri á þeim tíma sem Kaupþing fékk lánið frá bankanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.