Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 24
Skírlíf StjórnSýSla Efnahagshrunið má að ein-hverju leyti rekja til heimskra, spilltra og máttlausra stjórn-málamanna sem voru meðal annars uppteknari við að ota sínum eigin tota og vina sinna frekar en að gæta almannahagsmuna. Svarthöfði fagnaði því eðlilega ákaflega þegar hann rak augun í drög að siðareglum fyrir emb-ættismenn og ráðherra á vef stjórnarráðsins þar sem hann eygði von um að Jóhanna Sigurðardóttir ætlaði að fara að gera gangskör í að siðvæða pólitíkina. Þessi von dofnaði þó fljótt við lesturinn ekki síst þegar Svarthöfði hnaut um þessa málsgrein: „Ráðherra gætir þess að rýra ekki virðingu embætt- is síns með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingar- leysi við manngildi og mannréttindi, s.s. með kaupum á kynlífsþjónustu.“ Þarf virkilega að banna ráðherrum, með sérstakri siðareglu, að leita á náðir vændiskvenna? Einhvern veginn læðist sá grunur að Svarthöfða að þessi klausa sé til marks um að þessar siðareglur séu eintóm sýndarmennska og aum tilraun til þess að slá keilur í nafni pólitískrar rétthugsunar. Það er nefnilega bannað með lögum, sem alþingismenn settu, að kaupa þjónustu vændiskvenna og varla þarf að banna embættisfólki að brjóta lög með sérstökum siðaregl- um? Pólitísk spilling grasserar líka almennt ekki neðanþindar hjá Ís- lendingum. Hún liggur annars staðar þannig að þetta ákvæði hlýtur því að vera brandari. Hann er að þá að vísu frekar lélegur þar sem ætla má að rest- in af þessum reglum sé sambærilegt djók. Almenningi gefst kostur á að koma með athugasemd-ir og ábendingar við þessi drög áður en Jóhanna biður Alþingi að staðfesta siðareglurnar. Svarthöfði ætlar að nota tækifærið og leggja til að ráðherrum og embættis- mönnum sé með öllu bannað að láta eins og fífl og taka eigin hagsmuni og flokka sinna fram fyrir þjóðarhag. Þá er ráðherrum og embættismönnum með öllu bannað að ljúga, hagræða sannleikanum og hygla vinum sínum, ættmennum og kunningjum. Það má því hæglega sleppa vændinu og súmmera siða-reglurnar upp í eina setningu sem jafnvel treggáfuðustu pólitíkusar og embættismenn geta munað: Ráðherrum og embættis- mönnum er með öllu óheimilt að hegða sér eins og asnar. Sandkorn n Um leið og fréttist af inn- broti hjá bókaforlaginu Bjarti á Bræðraborgarstíg þar sem mikið var rótað en litlu stolið fór sú samsæriskenning á flug að þjófurinn hafi viljað komast yfir handritið að væntanlegri bók Styrm- is Gunn- arssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um efnahags- hrunið. Sagan segir nefnilega að bókin sé eldfim og í henni leyn- ist nokkurt magn nýrra upplýs- inga. Hvað sem því líður þykir þó í það minnsta víst að söguskoð- un Styrmis verði Davíð Odds- syni, fyrrverandi seðlabanka- stjóra sem nú vermir ritstjórastól Styrmis, þóknanleg. Systurforlag Bjarts, Veröld, gefur bók Styrmis út á næstunni en þessi ágæta samsæriskenning fékk ekki vængi þar sem skömmu síðar upplýstist að þjófurinn hafði á brott með sér hluta af íslenskri þýðingu nýjasta spennutryllis Dans Brown. n Jóhann Páll Valdimarsson, sem stjórnar Forlaginu, ná- granna Bjarts á Bræðraborgar- stígnum, telur þó víst að upphaf- legur tilgangur ránsferðarinnar hafi þó verið að krækja í nýjasta krimma Arnaldar Indriðason- ar. Þjófur- inn mun nefnilega hafa reynt að spenna upp dyr For- lagsins áður en hann ruddist inn hjá Bjarti. Arnaldur er eins og alþjóð veit langvinsælasti rithöfundur landsins og bóka hans er ætíð beðið með mikilli eftirvæntingu. Glæpasaga Arnaldar kemur venju samkvæmt út 1. nóvem- ber en forleggjari hans vill koma þeim skilaboðum á framfæri við bókelska innbrotsþjófa að hand- rit bókarinnar sé ekki geymt á Bræðraborgarstígnum. Hann hafi komið því fyrir á örugg- ari stað til að fyrirbyggja frekari ágang óvelkominna næturgesta. n Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, held- ur áfram að raða í kringum sig gömlum samstarfs- konum Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur, fyrr- verandi formanns Samfylk- ingarinnar. Hann skipaði Þór- hildi Þorleifsdóttur formann Jafnréttisráðs á dögunum. Þór- hildur starfaði með Ingibjörgu í Kvennalistanum á sínum tíma og sat sem þingkona flokksins í eitt kjörtímabil. Áður hefur Árni Páll ráðið Kristrúnu Heimisdótt- ur, fyrrverandi aðstoðarmann Ingibjargar, til starfa í félags- og tryggingamálaráðuneytinu. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Hann er hnötturinn sem hinar sólirnar snúast um ...“ n Bubbi Morthens um Bob Dylan, einn megináhrifavald sinn. Ætti þetta ekki að vera öfugt? Gætu verið mistök blaðamanns eins og missögn Bubba. – Morgunblaðið „Við viljum alls ekki að þessi maður komi til starfa hérna aftur.“ n Faðir einnar af þeim fimm stúlkum sem kærðu séra Gunnar Björnsson fyrir kynferðisbrot. Hann er ekki sáttur við að mál dóttur hans hafi verið látið niður falla þar sem meira en fimm ár séu liðin frá meintu broti. – DV.is „...faðmaði að mér þetta líka fabulous skótau - ekki ósvipað og Gollum, gerpið í LOTR trílógíunni.“ n Manuela Ósk Steinsson á bloggsíðu sinni um verslunarferð sem hún fór í nýlega. Hún átti bágt með sig þegar hún sá allar glæsilegu vörurnar. – DV „Ég er kominn með nóg af Reykjavík.“ n Helgi Seljan sem hefur ákveðið að flytja norður á Akureyri. Hann segir einnig líklegt að Reykjavík sé komin með leið á honum. – DV Lýðræðisbylting Jóhönnu Leiðari Það litla sem við græðum á efna-hagshruninu eru lýðræðisumbæt-ur og tilheyrandi afnám spillingar og flokkapólitíkur. Það gleymist hratt að stefna ríkisstjórnar vinstri grænna og Samfylkingar er allt önnur en hefur verið síðustu áratugi. Lýðræðisumbæturnar sem Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon boða, ýmist í orði eða á borði, eru stórt framfaraskref, sem lítið er rætt um. Ekki er langt síðan íslensk stjórnvöld þverskölluðust við að birta mikilvægasta samning þjóðarinnar á síðustu árum. Al- menningur fékk ekki að sjá viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins fyrr en DV birti hana eftir að hafa nálgast hana í óþökk stjórnvalda. Yfirvofandi efnahagshruni var ekki aðeins leynt fyrir al- menningi, heldur laug Geir H. Haarde, þá- verandi forsætisráðherra, ítrekað upp í opið geðið á þjóðinni dag eftir dag þar til rústirnar urðu öllum ljósar. Jóhanna er jafnvel gagnrýnd fyrir að birta almenningi upplýsingar, til dæmis vegna þess að hún hafi ekki borið það undir fjár- málaráðherra og seðlabankastjóra. Fyrir skemmstu birti hún bréfaskipti sín og Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs. Slík samskipti hefðu flokkast undir hernaðar- leyndarmál í tíð fyrri ríkisstjórna. Jóhanna hefur gert drög að siðareglum fyrir ráðherra og það sem meira er um vert, gefst almenningi færi á að hafa áhrif á siða- reglurnar. Á næstunni leggur Jóhanna fram frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur, stjórnlagaþing, upplýsingaskyldu stjórn- málamanna og útvíkkun upplýsingalag- anna. Einungis þessi frumvörp eru bylting fyrir íslenskt lýðræði. Með þessum breyt- ingum eru stjórnvöld að leggja vopn í hend- urnar á almenningi og fjölmiðlum. Upplýs- ingarnar verða í mörgum tilfellum notaðar til að benda á það sem er gagnrýnivert við störf þeirra. Það hefði sem sagt verið þægi- legra fyrir þau að láta þetta ógert. Þótt Icesave-málið og tilraun Jóhönnu til að beygja sannfæringu Ögmundar Jónas- sonar hafi verið fyrirferðarmestu mál síð- ustu mánaða verða gagnrýnendur um leið að meðtaka að Jóhanna og Steingrímur sýna meiri kjark en aðrar ríkisstjórnir hafa gert þegar kemur að lýðræðisumbótum. Svo lengi sem þau standa við þessi loforð verða áhrif þessarar ríkisstjórnar söguleg. jón trauSti reyniSSon ritStjóri Skrifar. Svo lengi sem þau standa við þessi loforð verða áhrif þessarar ríkisstjórnar söguleg. bókStafLega Náhirð og níðingsverk Úttroðin af ógeðslegheitum mæt- ir náhirðin nú á ritvöllinn og skák- ar í skjóli þess öðlings sem fyrst- ur manna skal dreginn til ábyrgðar þegar rán íslenska hagkerfisins verður upplýst. Nú koma bestí- ur íhaldsins fram, ilmandi af ná- lykt. Við Hádegismóa er hirðin um- kringd afætum og hrægömmum. Nú stökkva fram fulltrúar frjáls- hyggjunnar, menn sem fordæma ríkisvaldið en hafa þó þann djöful að draga að geta helst ekki unnið nema undir verndarvæng ríkisins, menn sem yfirleitt geta ekki feng- ið starf nema í gegnum klíku. Þessi lýður er náhirð Sjálfstæðisflokksins – hirðin sem stendur vörð um Davíð Oddsson, fyrrverandi bankamann. Nú koma vikadrengir hans og skó- sveinar og aðstoða við að eyða um- merkjum þeirra níðingsverka sem sá ágæti maður vann á meðan hann fór hér um einsog einræðisherra og stjórnaði innrásarliði íslenska ríki- dæmisins. Ég treysti á réttlæti og ég treysti á sanngirni. Ég hlakka til þess dags þegar lögregla mætir í Hádegismóa og handsamar eðalmennið Davíð Oddsson, fyrrverandi bankamann. Ég hlakka til þeirrar stundar þegar þessi örlagavaldur í íslensku efna- hagsráni verður leiddur út í járn- um, niðurlútur einsog skammaður rakki. Núna gelta varðhundar íhaldsins og gjamma. Strákarnir í stuttbuxna- genginu grenja á daginn og grilla á kvöldin. Núna fer sá sómasveinn Hannes Gissurarson um ritvöllinn og vælir einsog vitgrannur bjáni. Hann á t.d. að hafa látið eftirfarandi orð falla í fasbókarspjalli nú fyrir skemmstu: „ ... ég hef sömu réttar- stöðu í augum Egils Helgasonar og gyðingur hafði í Þriðja ríkinu ... “ Og svo á hann einnig að hafa látið eftir sér hafa: „Egill talar um mig eins og valdhafar í Þriðja ríkinu töluðu um gyðinga.“ Það er merkilegt að prófessor í samkundu sagnfræðimenntaðra manna skuli ekki geta gripið til rétt- ustu samlíkingarinnar. Hann hefði átt að fara ögn framar í sögu Þriðja ríkisins, þá hefði hann getað séð sig í hlutverki áróðursmeistara Jós- efs Göbbels skömmu eftir stríð. En vart var hægt að ætlast til þess að Hannes Gissurarson næði að rata á réttan staf í þessu efni. Við erum að tala um mann sem ritaði doðranta um Nóbelsskáldið, af svo andlegum vanefnum að frægt er orðið. Í dag er Hannes frægur fyrir ritstuld og sögu- fölsun – rétt einsog áróðursmeistar- inn Göbbels var hér í eina tíð. Mammons-klíka missti sess en makkar bakvið tjöldin svo náhirð fái notið þess að næla hér í völdin. kristján hreinsson skáld skrifar „Ég treysti á réttlæti og ég treysti á sanngirni.“ SkáLdið Skrifar 24 föstudagur 16. október 2009 umræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.