Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Qupperneq 5
fréttir 11. nóvember 2009 miðvikudagur 5
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar fundar með nemendafélögum:
Unglingar mótmæla
Allar líkur eru á því að lögreglan
á Suðurnesjum fari fram á áfram-
haldandi gæsluvarðhald yfir þeim
sexmenningum, fimm Litháum
og einum Íslendingi, sem nú sitja í
gæsluvarðhaldi í mansalsmálinu.
„Púslið er að nást saman og mynd-
in er stöðugt að skýrast. Ég á von á
því að við förum fram á áframhald-
andi gæsluvarðhald, það er líklegra
en ekki,“ segir Jóhannes Jensson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfir-
maður rannsóknardeildar alvarlegri
brota hjá lögreglunni á Suðurnesj-
um.
Sexmenningarnir eru grunaðir
um stórfellda og skipulagða glæpa-
starfsemi hér á landi, allt frá man-
sali og vændi yfir í fíkniefnavið-
skipti og þrælahald. Rannsóknin er
sú viðamesta sem fram hefur farið
hér á landi og er málið líklega hluti
af stærra máli. Mörg lögregluemb-
ætti, ásamt alþjóðadeild ríkislög-
reglustjóra, koma að rannsókninni
og mikil leynd hvílir yfir gangi mála.
Gæsluvarðhald sexmenninganna
rennur út síðdegis í dag, miðviku-
dag.
Aðspurður viðurkennir Jóhann-
es að lögreglumenn keppist við að
ljúka rannsókninni því naumur
tími sé gefinn. „Okkar helsta vanda-
mál er sá naumi tími sem okkur er
skammtaður. Við erum enn í sama
sprengnum við að klára rannsókn-
ina. Vonandi förum við fljótlega að
sjá fyrir endann á þessu og komast
á ákærustig. Rannsóknin hefur verið
að þéttast jafnt og þétt þar sem upp-
lýsingar hafa verið að berast okkur
og nú er púslið að fyllast hægt og bít-
andi. Þannig hefur eiginlega málið
allt gengið, hægt og bítandi,“ segir
Jóhannes. trausti@dv.is
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds:
Áfram inni Allar líkur eru á því að krafist
verði áframhaldandi gæsluvarðhalds.
Samsung Electronics ákvað að bjóða þessa þjónustu um leið og ljóst var, að
framleiðslugalli gæti hugsanlega valdið bilun í afþýðingarkerfi viðkomandi
kæliskápa.
Í undantekningartilvikum geta neistar myndast innan afþýðingarkerfisins og
hugsanlega valdið eldhættu og jafnvel slysahættu eða varanlegum skemmdum
á kæliskápnum.
Þó að afar litlar líkur séu á því að gallinn sé til staðar, hefur Samsung
ákveðið að bjóða eigendum viðkomandi kæliskápa ókeypis heimsóknar- og
viðgerðarþjónustu. Viðgerðarfólk okkar kemur í heimsókn, yfirfer kæliskápinn
og gerir við hann á staðnum ef þess reynist þörf. Í öryggisskyni mun þjónustan
einnig ná til þeirra tvöföldu kæliskápa sem eru með sambærilegt afþýðingar-
kerfi. Þær gerðir sem um ræðir eru taldar upp hér að neðan.
Ef þú ert eigandi að tvöföldum Samsung kæliskáp, hringdu í síma 530 2800
eða 461 5000 og fáðu nánari upplýsingar um kæliskápinn þinn. Þú getur
einnig sent okkur fyrirspurn í tölvupósti á netföngin oskarh@ormson.is eða
bjarni@radionaust.is. Ókeypis heimasóknar- og viðgerðarþjónusta Samsung
hefst 2. nóvember n.k.
Vörugæði, neytendavernd og ánægja viðskiptavina eru forgangsmál hjá Sams-
ung. Við kunnum viðskiptavinum okkar bestu þakkir og biðjumst velvirðingar á
þeim óþægindum sem þetta mál kann að valda.
ÁRÍÐANDI TILKYNNING
SAMSUNG RS 21 TVÖFALDIR KÆLISKÁPAR
Samsung Electronics á Íslandi hefur opnað heimsókn-
ar– og viðgerðarþjónustu fyrir tvöfalda kæliskápa af
gerðinni RS21. Þjónustan tengist viðgerð á hugsanlegum
galla sem gert hefur vart við sig í einstökum kæliskápum,
framleiddum á tímabilinu mars 2005 fram í júní 2006.
Framleiðslu á þessari gerð kæliskápa hefur verið hætt.
Eftirfarandi gerðir falla undir ókeypis
heimsóknar- og viðgerðarþjónustuna okkar:
RS21, RS23, RS55, RS56, RS60, RSH1, RSH3,
RSE8, RSJ1, SN62, SN67
Púslið klárast
Björn Leifsson, kenndur við lík-
amsræktarveldið World Class,
byggir nú tæplega 160 fermetra
sumarbústað við Valhallarstíg í
þjóðgarðinum á Þingvöllum. Björn
er að minnsta kosti með tvo menn
í vinnu við að byggja bústaðinn og
vinnan er í fullum gangi.
Björn ekki á staðnum
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnu-
dag lét Björn hafa eftir sér að hann
hefði sjálfur lagt stóran hluta
vinnunnar fram í bústaðnum.
Þegar blaðamann og ljósmynd-
ara DV bar að garði á Valhallarstíg
fyrripart vikunnar voru þar hins
vegar tveir menn að störfum í úr-
hellisrigningu og hávaðaroki svo
varla var stætt. Hvorugur þeirra
var Björn.
Þá lét hann einnig hafa eftir
sér að hann liti á bústaðinn sem
fjárfestingu og ætlaði sér ekki að
dvelja þar sjálfur. Þegar DV hafði
samband við Björn til að spyrja
hver myndi þá nota bústaðinn
vildi hann engu svara.
Á besta stað
Búið er að steypa kjallara sumar-
hússins sem er alls 73,3 fermetr-
ar. Eftir er að steypa hæðina sem
verður 88,7 fermetrar. Bústaður-
inn er á besta stað við Þingvalla-
vatn og er metinn á fimmtíu millj-
ónir króna í ársreikningi Lauga
ehf., en bústaðurinn er skráður
á félagið. Iðnaðarmaður sem DV
hafði samband við telur aftur á
móti að kostnaður við byggingu
bústaðarins sé á milli hundrað og
tvö hundruð milljónir enda er bú-
staðurinn í einu dýrasta sumar-
húsalandi Íslands.
Dró úr einkaneyslu
Í viðtali í helgarblaði DV sagð-
ist Björn óttast gjaldþrot. Í kvöld-
fréttum Stöðvar 2 dró hann það til
baka og sagði sögur af fjárhags-
erfiðleikum sínum stórlega ýktar.
Hann væri ekki á leið í gjaldþrot.
Björn vill lítið tjá sig um sum-
arbústaðinn við blaðamann DV
þar sem hann líkir umfjöllun
blaðamanna við ofsóknir. Tekið
skal fram að helgarviðtal DV við
Björn var unnið í fullu samstarfi
við hann og fékk hann að lesa það
yfir og gera úrbætur eins og hann
kaus.
Í viðtalinu sagðist Björn hafa
breytt lífsstíl sínum í ljósi erfiðara
efnahagsástands.
„Tilhugsunin um gjaldþrot er
ekki góð. Að sjálfsögðu höfum við
dregið saman í einkaneyslunni
hjá okkur því við þurfum að haga
seglum eftir vindi. Við erum ekki
lengur að ferðast eins mikið til
útlanda til dæmis og ég hef ekk-
ert farið að veiða síðustu tvö ár og
skíðaferðir erlendis hafa heldur
ekki verið neinar.“
Björn Leifsson í World Class er að minnsta kosti með tvo menn
í vinnu við bústað sinn á Þingvöllum þótt hann segist hafa lagt
fram stóran hluta vinnunnar sjálfur. Bygging bústaðarins er í
fullum gangi, jafnvel í úrhellisrigningu og hávaðaroki.
MEÐ TVO
Í VINNU
„Að sjálfsögðu höf-
um við dregið saman
í einkaneyslunni hjá
okkur því við þurfum
að haga seglum eftir
vindi.“
LiLja Katrín gunnarsDóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
Vinna í afleitu veðri Þegar blaðamann og
ljósmyndara bar að garði í vikunni voru tveir menn
að vinna í bústað Björns. Veðrið var afleitt, mikið
rok og rigning. mynD sigtryggur ari jóhannsson
glæsileiki í fyrirrúmi Í stofunni verður
arinn tengdur einangruðum reykháfi úr
ryðfríu stáli og hiti í gólfum.