Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Qupperneq 10
„Með greiðslujöfnuninni ertu í raun að taka hluta af láninu aftur að láni. Þú tekur að láni mismuninn á mán- aðarlegri greiðslubyrði nú og því sem hún var í janúar 2008,“ útskýrir Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráð- gjafi og eigandi spara.is. Allir þeir sem eiga verðtryggð fasteignaveðlán verða sjálfkrafa sett- ir í skuldaaðlögun. Í því felst að mán- aðarleg greiðslubyrði lánsins verður færð aftur til þess sem hún var í jan- úar 2008, eða fyrir hrun, en mismun- urinn safnast fyrir á söfnunarreikn- ingi sem greiðist í lok lánstímans. Lán getur að hámarki lengst um þrjú ár en eftir að sá tími er liðinn verða hugsanlegar eftirstöðvar afskrifaðar. Fresturinn til að segja sig frá greiðslu- jöfnun rennur út 20. nóvember. Fólk getur engu að síður sótt um greiðslu- jöfnun síðar. Þeir sem hafa erlend fasteigna- veðlán og þeir sem hafa gert bíla- samninga eða tekið bílalán í erlendri mynt þurfa að sækja sérstaklega um greiðslujöfnun. Það geta þeir gert hvenær sem er. Tvenns konar áhætta Ingólfur segir að greiðslujöfnun sé ein leið til að lækka greiðslubyrði en til séu aðrar leiðir til þess. „Áhrifa- ríkasta leiðin er að frysta lánin. Sá möguleiki er opinn eftir að stjórn- völd gerðu samninga við fjármála- stofnanir um að þeir beittu svipuð- um greiðsluerfiðleikaúrræðum og Íbúðalánasjóður. Eitt af úrræðunum var að frysta lánin í allt að þrjú ár,“ segir Ingólfur. Aðspurður segir hann að greiðslu- jöfnunarleiðin sé dýr. Verðtryggðu lánin hlaði á sig vöxtum og verðbót- um og lánstíminn lengist. Ingólfur segir enn fremur að með greiðslu- jöfnun sé fólk að taka tvenns konar áhættu. Annars vegar felist áhætta í verðbótunum sem leggist á höfuð- stólinn vegna verðbólgu. Hins vegar Minni upplýsingar Neytendasamtökin hvetja olíufé- lögin til að taka upp fyrri starfs- hætti og birta á heimasíðum sínum verð á eldsneyti á öllum stöðvum sem þau reka. Frá árinu 2004 hefur dregið úr miðlun upp- lýsinga á bensínverði á netinu. Á þeim tíma birtu öll olíufélög- in á heimasíðum sínum verð á einstökum stöðvum nema Olís, sem birti eingöngu verð á stærstu stöðvunum. N1 fylgdi í kjölfarið og birti aðeins algengasta verð- ið en nú birtir N1 aðeins lægsta verðið. Olís fylgdi á eftir og nú síðast Shell, að því er kemur fram á heimasíðu samtakanna. Þetta harma Neytendasamtökin. Þess má geta að Orkan, Atlantsolía og ÓB birta verð á öllum stöðvum. skilar bílnuM eða borgar hann Avant, Íslandsbanki, Lýsing, SP-Fjármögnun og Trygginga- miðstöðin gerðu á dögun- um samkomulag um beitingu greiðslujöfnunar fyrir verðtryggð bílalán og bílasamninga einstakl- inga og bílalán og bílasamninga einstaklinga í erlendri mynt. Í því felst að greiðslubyrði láns- ins er miðuð við greiðslubyrð- ina eins og hún var í maí 2008. Hún breytist svo í samræmi við greiðslujöfnunarvísitölu, sem fylgir almennri þróun á tekjum og atvinnustigi í landinu. Lánið getur að hármarki lengst um þrjú ár en að þeim tíma loknum geta lántakendur skilað bílnum eða borgað upp rest. n Viðskiptavinur World Class, kona sem er komin sjö mánuði á leið, fékk þau svör að ekki væri hægt að leggja inn kortið nema vottorð frá lækni sýndi að hún mætti ekki stunda líkamsrækt. Afgreiðslukonan bætti því með þjósti að konan gæti vel stundað líkamsrækt þótt hún væri ólétt. n Lofið fær Nesbón, Bygggörðum 5, Seltjarnarnesi. Viðskiptavinur fór með drulluskítugan og illa lyktandi bíl í alþrif (að innan sem utan) og fékk hann sem nýjan til baka. Rúsínan í pylsuendanum var verðið. Gjaldið var aðeins sex þúsund krónur fyrir venjulegan fólksbíl. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía algengt verð verð á lítra 185,2 kr. verð á lítra 188,2 kr. skeifunni verð á lítra 186,2 kr. verð á lítra 183,4 kr. algengt verð verð á lítra 188,7 kr. verð á lítra 185,9 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 183,8 kr. verð á lítra 181,1 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 186,2 kr. verð á lítra 183,4 kr. algengt verð verð á lítra 188,2 kr. verð á lítra 185,4 kr. UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 10 MiðvikuDagur 11. nóvember 2009 neytenDur sé áhætta vegna þróunar launa og at- vinnustigs en afborganir þeirra sem fara greiðslujöfnunarleiðina verða tengdar við almenna launaþróun og atvinnustig. Ef til dæmis laun stórra stétta í samfélaginu hækka verður það til þess að afborganir lána hjá öllum lántakendum þyngjast. Launin hækka meira Launavísitala hefur hækkað meira en vísitala neysluverðs ef horft er til síð- ustu 20 ára. Frá janúar 1989 til janúar 2009 hafa laun hækkað um 255 pró- sent. Vísitala neysluverðs, sem hef- ur hingað til stýrt því hversu mikið lánin hækka, hef- ur á sama tímabili hækk- að um Úrræði árna páls: „Varanleg fátækt“ Ingólfur H. Ingólfsson hjá spara.is segir að greiðsluaðlögun ríkisstjórnarinnar þýði að fjármálastofnanir verði áskrifendur að launahækkunum. Hann hvetur fólk, sem ræður við greiðslunar nú, til að þrauka. Útreikningar Ingólfs H. Ingólfssonar hjá spara.is Almennar forsendur: Verðtryggt jafngreiðslulán kr. 15.000.000 tekið í september 2007 til 40 ára með 5,10% vöxtum. Lánið er sett í greiðslujöfnun. Verðbólga næstu 12 mánuði er áætluð 8% en eftir það að jafnaði 4% út lánstímann. Dæmi I Breyting launavísitölu er 3% á ári. Heildargreiðsla án greiðslujöfnunar: 103,2 milljónir kr. Heildargreiðsla með greiðslujöfnun: 75,4 milljónir kr. lánstími lengist um 3 ár. Afskriftarupphæð í lok greiðslujöfnunar: 219,6 milljónir kr. (Í þessu dæmi eru tæpar 220 milljóna króna eftirstöðvar lánsins afskrifaðar vegna þess að laun hækkuðu alltaf minna en verðlag, fátækt jókst, og því var ekki hægt að greiða upp lánið og verður ekki hægt því að síðustu mánuðina er lánið að hækka inni á jöfnunarreikningum um ríflega eina milljón á mánuði, aðallega vegna verðbóta.) Dæmi II Breyting launavísitölu er 4% á ári. Heildargreiðsla án greiðslujöfnunar: 103,2 milljónir kr. Heildargreiðsla með greiðslujöfnun: 96,1 milljón kr. lánstími lengist um 3 ár. Afskriftarupphæð í lok greiðslujöfnunar: 141,7 milljónir kr. (Þrátt fyrir að launaþróun sé jöfn verðlagshækkunum, 4%, bætist alltaf aðeins við jöfnunarreikninginn og ofan á hann reiknast svo vextir og verðbætur.) Dæmi III Breyting launavísitölu er 6% á ári. Heildargreiðsla án greiðslujöfnunar: 103,2 milljónir kr. Heildargreiðsla með greiðslujöfnun: 110,9 milljónir kr. lánstími lengist um 0 ár. afborgun í greiðslujöfnun verður jöfn afborgun án greiðslujöfnunar 1. ágúst 2021 Greiðslujöfnunarreikningur tæmist 1. nóvember 2038 (Hækki launavísitala meira en verðlag, sem við skulum vona að gerist, þá verður greiðslujöfnunarlánið dýrara heldur en ef það hefði verið óbreytt og mánaðarleg- ar greiðslur hærri í 17 ár, frá miðju ári 2021 til ársloka 2038.) 4, 5% 250% 200% 150% 100% 50% 0% Skammtímalausn við greiðsluvanda Mismunandi greiðslubyrði lána eftir því hvort lánið er tengt greiðslujöfnunarvísitölu eða vísitölu neysluverðs. Árið 2013 verður greiðslubyrði þeirra sem þiggja greiðslujöfnun lána orðin hærri en þeir sem segja sig frá henni. Þetta miðast við að spár Fjármálaráðuneytisins um atvinnustig, launaþróun og verðbólgu nái fram að ganga og við taki meðaltalsþróun undanfarinna 20 ára. Byggt á fe.is, stofnun um fjármálalæsi við Háskólann í reykjavík. 2009 2011 2013 2015 2017 2019 2021 2023 2025 2027 Greiðslujöfnunarvísitala Vísitala neysluverðs (verðtrygging)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.