Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Side 14
Miðvikudagur 11. nóvember 200914 Bækur
SkáldSaga
Notaleg martröð
Stefán Máni skrifar skemmti-
lega töffaralegan, mynd-
rænan og líflegan stíl sem
hann hefur þróað og slípað
með hverri nýrri bók. Tvær
síðustu bækur hans, Skip-
ið og Ódáðahraun, voru al-
veg hreint stórfínar „stráka-
bækur“ og Skipið í ofanálag
skemmtilegasti tryllir sem
skrifaður hefur verið á ís-
lenska tungu. Stefán Máni
hægir aðeins á sér í Hyl-
dýpi og fikrar sig markvisst
út af glæpabrautinni þótt
öll hans bestu höfundarein-
kenni njóti sín engu að síður til fullnustu. Og svo býður hann sem bet-
ur fer upp á alveg hreint ágætis illmenni en fáir höfundar virðast eiga
jafn auðvelt með að laða fram gegnheila skúrka og Stefán Máni. Hing-
að til hafa glæpamennirnir hans þó einnig verið sjarmerandi eins og
góðum and-hetjum sæmir en nú er boðið upp á gegnheila skíthæla.
Og komi þeir fagnandi.
Hyldýpi fjallar um Sölva, tvítugan Ísfirðing, sem reynir ráðvilltur
að fóta sig í sambúð í höfuðborginni. Hann er þrúgaður af því að hafa
horft inn í annan heim tíu árum áður þegar hann féll ofan í vatn og
var nær dauða en lífi. Í hyldýpinu sér hann stúlku á sínum aldri ofan í
vatninu og eftir það hvílir ókennilegt myrkur yfir drengnum. Sýnirnar
úr vatninu fylgja honum eftir og leggjast á hann eins og mara eftir að
hann lendir í slagtogi með þremur vafasömum æskufélögum sem ein-
mitt áttu sinn þátt í því að hann kvaddi þennan heim tíu árum áður.
Fyrir tilviljun rekst Sölvi á þessa félaga sína eftir áralangan aðskiln-
að og þrátt fyrir illan bifur ræður hann sig til vinnu á fasteignasölu
með þessum ungu mönnum sem eru að þroskast upp í þessa líka sér-
lega klikkuðu sikkópata.
Allir eru drengirnir brenndir því sama marki að hafa verið misnot-
aðir kynferðislega í æsku. Sölvi er til baka og inn í sig á meðan hinir
eru drjúgir með sig. Hrokafullir leiðindatuddar sem sjálfir eru orðnir
illvirkjar á kynferðislega sviðinu.
Fábrotin tilvera Sölva snarbreytist þegar hann er kominn í slagtog
með vondu strákunum og þegar hann rankar allt í einu við sér allsber
og illa til reika í skurði í Hvalfirði án þess að hafa minnstu hugmynd
um hvernig hann komst þangað hrynur heimur hans til grunna. Hann
kemst skömmu síðar að því að stúlka á hans reki hafi horfið sama dag
og hann týndist. Hann fær það sterkt á tilfinninguna að týnda stúlk-
an sé sú sama og hann sá í djúpinu fyrir tíu árum og einsetur sér að
finna hana. Sú leit virðist í besta falli ætla að kosta hann geðheilsuna
og jafnvel lífið enda kemst hann ekki hjá því að rugga báti verulega
vondra manna í leiðinni.
Saga Sölva er köld og grimm en um leið angurvær og falleg á ein-
hvern sérkennilegan hátt. Texti Stefáns Mána rennur áreynslulaust
áfram þannig að maður gleypir þessa spennandi sögu í sig af áfergju.
Myndrænar lýsingar höfundarins eru sérkapítuli út af fyrir sig og
atburðirnir líða á köflum eins og bíófilma í gegnum huga lesandans
og Hyldýpið er sterkt dæmi um styrk Stefáns Mána sem sögumanns
þar sem sagan lifir lengi eftir að lestri bókarinnar er lokið og mynd-
brot og pælingar úr henni skjóta upp kollinum eins og notalegar mar-
traðir.
ÞórariNN ÞórariNssoN
Því er ekki að neita: eftir hinar frábæru Síðusögur Böðv-
ars í fyrra veldur nýja skáldsagan hans, Enn er morgun,
nokkrum vonbrigðum. Sem saga fer hún seint af stað,
náði ekki verulegum tökum á þessum lesanda fyrr en
komið var fram yfir miðja bók; þá varð hún að vísu svo
spennandi um tíma að hann gat vart lagt hana frá sér.
Þegar nálgaðist lokin datt hún aftur niður og hann lauk
síðasta hlutanum fremur af ásetningi en löngun.
Sagan er lögð upp sem eins konar ættarkronika, þó
að hún gerist að mestu á nokkrum árum skömmu fyr-
ir seinna stríð og í styrjöldinni sjálfri. Aðalpersónurnar
eru langafi og langamma þess sem segir söguna. Hún
byrjar sem fyrstu persónu-saga, en sögumaður staldrar
ekki lengi við og kunnugleg rödd söguhöfundar tekur
við og fylgir okkur til loka. Mér finnst þessi rammi ekki
virka sérlega vel; þar eru leiddar fram ýmsar persónur
sem verður svo ekkert úr; maður rétt nær að kinka kolli
til þeirra, þá eru þær horfnar. Fókusinn er allur á fyrr-
nefndum forfeðrum unga mannsins.
Langafi hans, Jóhannes Kolhaas, var þýskur tónlistar-
maður sem þvældist hingað norðureftir undan hrammi
nasismans um miðjan fjórða áratuginn. Fyrir tilstilli
góðra manna fær hann vinnu við sitt hæfi; það er ver-
ið að byggja upp tónlistarlíf í landinu og brýn þörf fyr-
ir erlenda kunnáttumenn. Hann kynnist konu úr einni
virðulegustu og voldugustu fjölskyldu Reykjavíkur,
Knudsenunum, og þau ganga í hjónaband. Hún, Anna
Lára Knudsen, unnir manni sínum heitt; um hann kann
að gegna nokkru öðru máli, þó sambandið virðist ætla
að verða farsælt. Þá dynur heimsstyrjöldin yfir. Bretinn
mætir á svæðið og fjölskyldan, sem eitt sinn gat ráðið
öllu sem hún vildi ráða, verður að játa sig sigraða. Allir
Þjóðverjar eru handteknir; þeir sem eru grunaðir um að
hafa verið hollir nasistum eru fluttir í fangabúðir á fjar-
lægum stöðum í heimsveldinu. Í því efni hefur Jóhann-
es því miður ekki alveg tandurhreinan skjöld, alltént
ekki í augum hernámsyfirvalda, þó að sjálfur hafi hann
góða samvisku. Óþarft er að fjölyrða um að hér er vísað
í raunverulega, alkunna atburði; meðferð Breta á sak-
lausum þýskum mönnum á Íslandi er einn af fjölmörg-
um skammarblettum sögu þeirra sem rétt er og sjálfsagt
að geyma og gleyma ekki.
Í sögunni er brugðið upp mynd af umhverfi og aldar-
anda áranna, sem í fæstu kemur þeim á óvart sem telja
sig vita sitthvað um þau efni fyrir. Frægum persónum
eins og Ragnari í Smára og Páli Ísólfssyni bregður fyr-
ir undir gagnsæjum dulnefnum, en Böðvari verður ekki
mikið úr þeim; það er eins og hann langi í aðra röndina
til að skopast með þær, en dragi svo í land. Margt af því
sem Böðvar er hér að lýsa hefur hann að sjálfsögðu orð-
ið að lesa sér til um, einkum á það eðlilega við um hinn
þýska kafla verksins.
Persónurnar verða fæstar ýkja minnisstæðar. Það er
eins og Böðvar hafi ekki sérlega gott eyra fyrir því hvern-
ig sérkenni fólks og persónuleiki endurspeglast í mál-
fari þess og því verða samtöl bókarinnar undarlega líf-
vana; það tala bókstaflega allir sama vandaða bókmálið
í hinni fínu familíu. Langbest hefur honum tekist upp
með Önnu Láru sjálfa; hún er hæfilega á skjön við það
sjálfumglaða smáborgaralega lið sem hún hefur í kring-
um sig. Á meðan örlög hennar eru í brennidepli heldur
höfundur manni við efnið; samband hennar við vinkonu
sína úr almúgastétt verður til dæmis eitt hið eftirminni-
legasta í sögunni. Jóhannes, maður hennar, er hins veg-
ar svo óræður og fljótandi að erfitt er að fá áhuga á hon-
um, eins þótt hann sé á kafi í alls kyns hádramatískum
viðburðum, hitti Goebbels og Himmler og rekist síðast
stjórnlaust um í hafróti stríðsins, á meðan Þriðja ríkið er
að hrynja til grunna.
Í Síðusögunum var Böðvar á heimaslóðum – og
heimavelli. Hann er hold af holdi þeirra borgfirsku
bænda, sem þar sagði frá, blóð af þeirra blóði. Þar nutu
bestu kostir sagnameistarans sín til fullnustu. En sveita-
strákurinn er ekki eins hagvanur í húsum borgarastétt-
arinnar reykvísku, teppalagðar stofur þeirra eru ekki sá
skeiðvöllur sem honum hentar. Þar trúi ég að liggi veik-
leikar þessa verks, þó að víst spretti meistarinn þar úr
spori á löngum kafla. JóN Viðar JóNssoN
Borgaraleg örlaga-
saga úr stríðinu
SkáldSaga:
Hyldýpi
Stefán MániStefán Máni fikrar sig
út af glæpabrautinni
inn á andlega sviðið
en segir þó ekki skilið
við glæpahyski og
splæsir í kolklikk-
aða siðblindingja að
þessu sinni. Öll bestu
höfundareinkenni
hans njóta sín í botn í
þessari spennandi og
þéttu sögu.
Útgefandi: JPV
Sagnfræði
Úr fórum
fræðaÞular
Þegar Bergsteinn Jónsson próf-
essor lést árið 2006 lét hann eftir
sig allnokkuð af efni, sem hann
hafði sett saman í áranna rás, en
aldrei gefið út. Þar á meðal voru
allmargar greinar og aðrar rit-
smíðar um sögu Íslendinga í Vest-
urheimi og vesturferðirnar á of-
anverðri 19. öld. Það efni hafði
lengi verið Bergsteini hugleik-
ið, en hann dvaldist vestan hafs
á árunum 1971-1972 og kynnti
sér sögu íslenska landnámsins
í Bandaríkjunum og Kanada og
sögu Vestur-Íslendinga. Við þann
fróðleik, sem hann heyjaði þar, jók hann eftir föngum eftir að heim var kom-
ið og mér er vel kunnugt um, að hann hafði fullan hug á því að bæta þar enn
við og jafnvel að halda aftur vestur um haf til frekari rannsókna, ef færi gæfist.
Af því varð hins vegar ekki, enda Bergsteinn bundinn við önnur skyldustörf,
kennslu og frágang á síðasta bindi ævisögu Tryggva Gunnarssonar banka-
stjóra. Síðustu árin, sem hann lifði, fór heilsu hans og hrakandi og starfsþrekið
varð minna en áður.
Ritgerðirnar, sem hér birtast, og fundust í fórum Bergsteins eftir lát hans,
fjalla allar um sögu Íslendinga í Vesturheimi og vesturferðir. Þær eru ekki yfir-
lits- eða heildarrit um þessa sögu, en mynda hins vegar skemmtilega heild og
hygg ég, að flestir áhugamenn um sögu Vestur-Íslendinga muni taka þessari
bók fagnandi. Sama máli gegnir að líkindum um gamla vini og starfsbræður
Bergsteins, sem flestir munu þekkja sinn mann á síðum bókarinnar. Hún er
full af fróðleik, staðreyndum, sögum, glettni og skemmtilegum athugasemd-
um, sem settu tíðum svip á frásögn hans í ræðu og riti.
Sá sem þetta ritar þekkti Bergstein dável og vissi að hann hafði hug á því
í lifenda lífi að senda frá sér ýmislegt, sem hann hafði skrifað um þetta efni,
þótt ekki entist honum aldur til. Af þeim sökum eiga aðstandendur bókarinn-
ar þakkir skildar fyrir að koma ritgerðunum á prent. Allur frágangur bókarinn-
ar er með ágætum og vel hefur tekist til við að búa efnið til prentunar, en það
er jafnan vandaverk þegar höfundar nýtur ekki lengur við.
JóN Þ. Þór
til VesturHeims
Bergsteinn JónssonFull af fróðleik,
staðreyndum,
sögum, glettni
og skemmti-
legum at-
hugasemd-
um.
Útgefandi: Skrudda
BöðvarGuðmundssonEnn er morgunn er fyrsta skáldsaga Böðvars frá því Lífsinst tré kom út fyrir þrettán árum.
eNN er morguNN
Böðvar guðmundssonSnyrtilega
samin skáld-
saga sem jafn-
ast þó ekki á
við það sem
Böðvar hefur
best gert áður.
Útgefandi:
Uppheimar
SkáldSaga