Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Page 16
Miðvikudagur 11. nóvember 200916 Bækur
Ævisaga/samtalsBók
Í bÍl með
goðsögn
Magnús Eiríksson er einn af
stóru höfundunum í sögu ís-
lenskrar dægurtónlistar. Listi
þeirra laga hans sem notið
hafa mikilla vinsælda er lang-
ur og reyndar nær orðið „vin-
sælt“ vart utan um þær hæðir
sem sum þeirra hafa náð, svo
elskuð og dáð er þau af þjóð-
inni. Magnús hefur líka lif-
að litríku lífi og því að mörgu
leyti ótrúlegt að ævisaga hans
hafi ekki verið skrifuð fyrr en
nú. Skýringuna á því er að
finna á upphafssíðum bókar-
innar Reyndu aftur og helgast
meðal annars af hlédrægni tónlistarmannsins. Í viðtali við DV nýver-
ið sagði Magnús líka eina aðalástæðuna vera þá að einhverjum gæti
dottið í hug að skrifa ævisögu hans þegar hann væri allur. Þegar hann
fór að hugsa betur út í það fannst honum betra að hafa hönd í bagga
með slík skrif á meðan hann væri enn á lífi.
Það er ánægjulegt að Magnús skyldi taka þessa ákvörðun. Að
lesa samtal þeirra Tómasar Hermannssonar skrásetjara, akandi um
þéttbýli og sveitir landsins, er nefnilega fín skemmtun. Maður þeys-
ist áfram í lestrinum líkt og maður sé staddur í bíl á fullri ferð niður
bratta brekku. Brekkurnar sem orðið hafa á vegi Magnúsar eru líka
nokkrar. Og sumar býsna brattar. Magnús er ekkert að fegra hlutina
of mikið, er ekki að reyna að teikna upp glansmynd af sér og er ekki
upptekinn af því að líta gáfumannalega út. Er það einn af aðalkostum
bókarinnar. Sá fróðleikur sem maður fær um ákveðinn kafla í sögu ís-
lenskrar dægurlagatónlistar, og innsýnin inn í hljómsveitarbransann
þegar sukkið var hvað mest, er líka stór plús við bókina.
Flæði samtalsins er gott þó að á stöku stað komi spurning sem
er svolítið skrítið að fylgi á eftir því sem Magnús var að enda við að
segja. En þau tilvik eru teljandi á fingrum annarrar handar. Hrá sam-
tölin í bílnum virðast líka að miklu leyti fara á prent eins og þau fóru
inn á upptökutækið. Og það er lykilatriði til að njóta lestursins að
taka bókinni sem samtalsbók en ekki hefðbundinni ævisögu, þrátt
fyrir að það orð sé notað í undirtitli. Og þar sem verkið er meira í ætt
við samtalsbók en ævisögu er ekki hægt krefjast þess að nafnaskrá sé
aftast, en það hefði verið góð og þakklát viðbót. Hins vegar fylgir skrá
yfir þær fjölmörgu plötur sem Magnús hefur komið að sem flytjandi
og er það vel.
Kristján Hrafn guðmundsson
reyndu aftur – Ævisaga magnúsar
eirÍKssonar tónlistarmanns
tómas HermannssonFróðleg og
skemmtileg
frásögn goð-
sagnar í sögu
íslenskrar
dægurlaga-
tónlistar.
Útgefandi:
sögur útgáfa
Fyrri dómar
Harmur englanna
Eftir Jón Kalman Stefánsson
Ævintýraeyjan
Eftir Ármann Þorvaldsson
Hrunið
Eftir Guðna Th. Jóhannesson
HvÍta bóKin
Eftir Einar Má Guðmundsson
sofandi að feigðarósi
Eftir Ólaf Arnarson
ÍslensKa efnaHagsundrið:
flugeldaHagfrÆði fyrir
byrjendur
Eftir Jón Fjörni Thoroddsen
svartbóK Kommúnismans
Eftir Stéphane Courtois, Nicolas Werth,
Jean-Louis Panné o.fl.
stúlKan sem léK sér að
eldinum
Eftir Stieg Larsson
laura og julio
Eftir Juan José Millás
Heitar laugar á Íslandi
Eftir Jón G. Snæland og Þóru Sigur-
björnsdóttur
Það liggur Í loftinu
Eftir Jónas Jónasson
matsveppir Í náttúru
Íslands
Eftir Ásu Margréti Ásgrímsdóttur
svörtuloft
Eftir Arnald Indriðason
alltaf sama sagan
Eftir Þórarin Eldjárn
jón leifs – lÍf Í tónum
Eftir Árna Heimi Ingólfsson
Himinninn yfir
Þingvöllum
Eftir Steinar Braga
paradÍsarborgin
Eftir Óttar Norðfjörð
frjáls og óHáður
Eftir Jónas Kristjánsson
Ævisaga einars
benediKtssonar
Eftir Einar Benediktsson
fölsK nóta
Eftir Ragnar Jónasson
saga viðsKiptaráðu-
neytisins 1939–1994
Eftir Hugrúnu Ösp Reynisdóttur Mikael Torfason skeiðar á ný fram á ritvöllinn með bók-
inni Vormenn Íslands sem kom út á dögunum. Sjö ár eru
síðan síðasta bók hans kom út, Samúel, og í millitíðinni lét
Mikael mikið að sér kveða í blaðaútgáfu, var meðal ann-
ars ritstjóri DV eins og frægt varð og tók þátt í að koma frí-
blaðinu Nyhedsavisen á laggirnar í Danmörku. Bókaskrif-
in voru nokkuð gjöful mið fyrir Mikael á sínum tíma, hann
fékk útgáfusamning í nokkrum löndum og tilnefningar til
bókmenntaverðlauna, og nú fær skáldskapurinn aftur að
komast að í lífi hans, sem á höfundinum er að heyra í við-
tölum, er hans aðalástríða.
Í nýju bókinni er söguhetjan gjaldþrota útrásarvíking-
ur, Birgir Thorlacius að nafni, sem er 39 ára gamall og ný-
skilinn við konu sína, sjónvarpsstjörnuna Önnu. Birgir er
alinn upp í Fellahverfi og þegar sagan hefst er hann ný-
fluttur aftur þangað, heim til afa síns, eftir að hafa búið
árin á undan við mikinn íburð í Vesturbænum að útrás-
arvíkinga sið. Og það verður þröngt á þingi á heimili afa
gamla því stuttu seinna flytja bæði faðir Birgis og fimmt-
án ára gamall sonur einnig inn á heimilið. Birgir er mjög
agaður maður – „duglegur, öfgafullur og hrokafullur“ – og
náði góðum árangri í íslensku viðskiptalífi á góðærisárun-
um sem nýverið runnu sitt skeið. Hann er með BA-próf í
lögfræði (reyndar alltaf talað um BS-próf í bókinni, hvort
sem það er villa eða viljandi haft rangt hjá sögumanni) og
hafði því ræst lygilega vel úr „Fellavillingnum“ og vand-
ræðaunglingnum sem alinn var upp hjá afa sínum og
ömmu eftir að móðir Birgis lést og faðir hans gerði Bakkus
að sínum besta vini.
Í upphafi bókar hefur Birgir náð sér í lungnakrabba og
er einnig plagaður af þeim bagga sem fylgir nánum sam-
vistum við alkóhólista en hefur tekið skrefið í átt að bata
með því að stunda prógramm Al-Anon. Enn fremur er
Birgir að taka út dóm vegna fjársvika sem hann varð upp-
vís að þegar hann sat í stjórn sem bar ábyrgð á byggingu
barnaspítala. Refsingin hljóðaði upp á samfélagsþjón-
ustu á hjúkrunarheimili þrisvar í viku í þrjú ár. Það sem
plagar Birgi þó meira en baráttan við banvænan sjúk-
dóm og sú kvöð að þurfa að baða gamalt fólk og skúra gólf
reglulega næstu árin er óvissan um hvernig andlát móð-
ur hans þrjátíu árum áður bar að. Í skjölum lögregluyfir-
valda var dauði hennar skráður sem sjálfsmorð en Birgir
hefur ástæðu til að efast um sannleikann í því. Til greina
kemur jafnvel í huga hans að hann sjálfur hafi orðið hinni
áfengissjúku móður sinni að aldurtila, hann var viðstadd-
ur hörmungarnar en var bara svo ungur, einungis sex ára.
Á þessum tímamótum í lífi sínu ákeður Birgir að reyna að
komast til botns í málinu um leið og hann tekst á við að-
stæður sínar, vini, ættingja og drauga fortíðar.
Vormenn Íslands virkar á mann að mörgu leyti sem
uppgjör Mikaels við ákveðið tímabil í lífi sínu. Sögumað-
urinn, nafnlaus æskuvinur Birgis, er rithöfundur og fyrr-
verandi ritstjóri Dagblaðsins sem synti á móti straumn-
um í ýmsum málum í ritstjóratíð sinni. Erfitt er því fyrir
lesanda að sjá Mikael ekki fyrir sér í þeim karakter. Einnig
má sjá glitta í höfundinn í persónu útrásarvíkingsins og
Fellastráksins Birgis en Mikael er sjálfur alinn upp í Efra-
Breiðholti og tók sjálfur lítillega þátt í útrásarævintýrinu
með fyrrgreindri tilraun til að koma á fót dagblaði í Dan-
mörku auk þess sem hann vann skýrslur fyrir háttsetta
menn í Baugsveldinu um möguleika á frekari landvinn-
ingum á danskri grundu. Birgir var heldur ekki eiginleg-
ur útrásarvíkingur – „meiri svona reddari útrásarvíking-
anna“ (bls. 73).
Eins og áður hefur sést í bókum Mikaels er söguhetjan
andhetja. Og eins og til dæmis í síðustu bók höfundarins,
Samúel, finn ég ekki til með þessari persónu. Það skiptir
öllu máli að það gerist til að maður hrífist af bókinni þar
sem söguhetjan er jú yfir og allt um kring í sögunni. En
það gerðist einfaldlega ekki, og hef ég þó búið í Breiðholti
(reyndar ekki Fellahverfi) og haft náin kynni af alkóhól-
isma og bölinu sem honum fylgir. Þetta tengsla- og sam-
kenndarleysi við Birgi er því aðalgalli bókarinnar. Um leið
verður eftirvæntingin eftir því að vita hvernig í pottinn var
búið með andlát móður útrásarvíkingsins lítil sem engin.
Einn plús við bókina á hinn bóginn er að Mikael hef-
ur skrúfað niður í bersöglum og tilgangslitlum lýsingum á
hinu og þessu. Hann er orðinn heflaðri, dembir ekki ein-
hverju miður fallegu framan í lesendur sem ógreinilegt er
að þjóni miklum tilgangi, og er því orðinn þroskaðri höf-
undur að því leyti. En hins vegar vantar meira líf í frásögn-
ina. Textinn er afskaplega kaldur, steríll og skýrslulegur.
Hér er eitt dæmi: „Biggi sagði alltaf að mamma sín hefði
verið myrt. Þegar við vorum krakkar. En ég hugsa að hann
hafi ekki alltaf vitað hvernig hún var myrt. Stundum lok-
aði hann á það. Enda var hann alltaf leiðréttur. Það trúði
honum enginn. Flestir krakkarnir í hverfinu, ég nefni eng-
in nöfn, héldu því fram að Ester hefði framið sjálfsmorð.
Það sögðu foreldrar þeirra.“ Hægt væri að taka miklu fleiri
dæmi en ég læt þetta duga. Og það skilur eftir spurning-
una: ætti Mikael kannski frekar að leyfa kraftinum og
kjaftavaðlinum sem einkenndi fyrri bækur að gusast út?
Ýmislegt í bókinni er mjög íslenskt og satt, til dæm-
is hvað alkóhólismi og meðvirkni eitra heilu ættirnar og
hvernig viðhorf og erfiðleikar í samvist Íslendinga með
innflytjendum er staðreynd og má vissulega leita skýringa
á þessum vandamálum fyrir fjölmenningarsamfélagið til
að dafna hér á landi í því að við vorum tiltölulega einangr-
að og lokað land í yfir þúsund ár (82). Tvískinnungurinn
í þjóðarsálinni er enn einn lösturinn á íslensku samfélagi
sem höfundur nefnir til sögunnar (86) og enn fremur fær
dómskerfið, til að mynda þeir vægu dómar sem þar við-
gangast í alltof mörgum tilvikum, sneið frá Mikael (124-
125). En þrátt fyrir að svona sannleikskorn séu í bókinni,
sannleikur sem er þó ekkert nýjar fréttir, og höfundurinn
láti þjóð sína svolítið heyra það í ádeiluskotnum textan-
um, þá nægir það vitaskuld ekki til að hífa bókina upp úr
meðalmennskunni.
Kristján Hrafn guðmundsson
Steríl harmsaga
útrásarvíkings
skáldsaga
vormenn Íslands
mikael torfason
Steríl harm-
saga gjald-
þrota útrás-
arvíkings
sem lesandi
hefur litla
samúð með.
Útgefandi:
sögur útgáfa