Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Side 22
Alls voru gefin út 25 hefti af Íslenskri fyndni um miðbik síðustu aldar. Til eru þeir sem veltast um úr hlátri yfir
húmornum í þessum ritum, aðallega
þó vegna þess hve illa hann hefur
staðist tímans tönn. Svarthöfði hefur
einstakt yndi af lestri þessara bóka. En
nú hefur skyndilega hlaupið á snærið
hjá áhugamönnum um þessa gerð af
gamanmálum. Staksteinar og leiðar-
ar Morgunblaðsins eru um þess-
ar mundir skrifaðir í anda þessarar
sérstöku íslensku bókmenntahefðar.
Þetta er nútíma íslensk fyndni. Sumir
tala um aulafyndni en það er ósann-
gjarnt, þetta er snilld. Hér skulu tek-
in fjögur nýleg dæmi um sígilda gam-
ansemi hins nýja ritstjóra Moggans:
Fluttur hefur verið inn þing-maður Möltu á Evrópuþing-inu. Á hinu Evrópumeð-vitaða Ríkisútvarpi er þessi
ferð meðhöndluð sem stóratburður.
Aðalverkefni þessa góða gests er að
fræða Íslendinga um hve gífurleg áhrif
einn Evrópuþingmaður af rúmlega
sjö hundruð getur haft ... Þingmað-
urinn sagði að Malta hefði fengið 77
undanþágur. Það hafði verið upplýst
að Malta hefði fengið undanþágur
varðandi sardínur, en það var ekki vit-
að fyrr að þær hefðu verið 77. Þannig
að þetta er rétt mat hjá RUVEU.
Þetta er stórmerkileg heimsókn.“
Svarthöfði öskraði af hlátri við
lesturinn. Malta og sardínur og
RUVEU. Þvílík orðkynngi!
Og ritstjóri Ný-moggans dró ekkert af sér þegar hann
raðaði saman snilld-
arsetningu um einn af
uppáhaldsbloggurum
sínum sem jafnframt er
á launum hjá RANNÍS.
Páll Vilhjálmsson blaða-maður er glöggur og veit lengra nefi sínu.“ Svona skrifa aðeins snill-
ingar. Og áfram skal
íslensk fyndni
rakin.
Nú er það Framsóknarflokkurinn sem
verður fyrir háði hins orðheppna rit-
stjóra sem hendir staksteinum af ná-
kvæmni í höfuð minni spámanna.
En nú hafa þeir framsókn-armenn tekið sér frí frá að slá keilur um stund og láta í staðinn slá út í fyrir sér. Þeir
létu Alþingi Íslendinga kjósa fyrir
sína hönd belgískan mann í banka-
ráð Seðlabankans, af því hann hefði
svo sniðugar hugmyndir um hvernig
mætti taka upp erlenda mynt, án þess
að spyrja um leyfi. Framsóknarmenn
vilja láta fljúga með Gros þennan aðra
hvurja viku frá Brussel til Keflavík-
ur til að sjá um þessi mál Íslendinga,
sem þeir telja landa sína ófæra um
að sinna. Augljóst virðist að fram-
sóknarmenn hafa ekki vitað hvar þeir
gætu fengið upplýsingar um verksvið
bankaráðsins. Er því rétt að benda
þeim á íslenska lagasafnið. Þegar þeir
hafa kíkt í það er rétt að þeir láti kjósa
aftur fyrir sig. Í sárabætur geta þeir
hent piparmy(i)nt í Gros, sem hann
getur tekið upp sér til uppörvunar.“
Svarthöfði er kominn með magakrampa af hlátri. Gros og Piparmy(i)nt. Þetta er ekkert annað en löðrandi húmor sem
getur ekki annað en fengið sinn heið-
urssess í íslenskri bókmenntasögu.
Og enn streymir kímnin fram. Ritstjórinn orðheppni beinir spjótum sínum að Ólafi Arnarsyni, týndum
sauði úr hjörð Sjálfstæðisflokksins,
sem reyndi af vanmætti að skrifa
Moggann og formann hans niður.
Ólafur skrifaði bók án þess að hafa til
að bera gáfur og stílfimi ritstjórans. Sá
fékk á baukinn þegar hnitmiðuð stak-
steinahríðin dundi á höfði hans.
Ein bók stendur þó niðrúr,“ orti ritstjórinn og Svarthöfði bók-staflega blindast af eigin tár-um í krampakenndum hlátri.
Loksins nær hann skýrri sýn að nýju
og les áfram. „Sú bók var kostuð til að
koma á framfæri þeim sannindum
að bankahrunið sé bara ekki þeim að
kenna sem stjórnuðu bönkunum, því
síður eigendum og helstu skjólstæð-
ingum, sem voru oft ein og sama per-
sónan, heldur liggi sökin auðvitað hjá
þeim sem ekki skildu þá og skilja ekki
enn, að á ferðinni voru vammlausir
snillingar.“
Þarf frekari sannana við? Flók-ið? Nei, þetta er tær snilld. Að lokum eru það svipuhöggin sem Svarthöfði og allt hans
hyski fá frá fyndnasta einstaklingi í
Hádegismóum.
Eitt sinn er lítilfjörlegt blað kom til umræðu í menn-ingarlegum kaffiklúbbi varð einum þeim orðvarasta í
hópnum á að segja að í sínum huga
væri það blað skolp. Þegar hann sá
að það kom nokkuð á sómakæra
samdrykkjumennina ákvað hann að
draga nokkuð í land. Sagðist hann sjá
á svip þeirra að þeim þætti að full-
sterklega væri að orði komist. En svo
spurði hann hvort menn gætu ekki
verið sammála um það að minnsta
kosti að blaðið væri rörið sem skolpið
fer um. Um það varð ekki ágreining-
ur.“ Þetta er ekkert annað en fokking
snilld. Þórbergur hvað? Ritstjórinn
orðfimi verður umsvifalaust að fara
á sama stall og íslensku þjóðskáldin.
Loksins, loksins, er það sem Svart-
höfða dettur helst í hug. Höfundur
stafrófsins er fundinn.
Nokkrir góðir braNdarar ...
Spurningin
„Ég á nokkra lausláta
félaga sem brjóta boð
og bönn Biblíunnar.
Miðað við gengi þeirra á
helgum verð ég ekki var
við skort á kerlingum á
lausu á Klakanum,“ segir
líkamsræktarfrömuður-
inn Egill Gillz
Einarsson. Sam-
kvæmt tölum
Hagstofunnar eru
einhleypir
karl-
menn
tíu
prósentum
fleiri en einhleypar
konur á Íslandi.
Er skortur á EiNhlEyp-
um koNum á klakaNum?
„... að láta gula
spjaldið frá 2005
gilda af því að
greyið var jú fullur og
reglurnar voru öðruvísi
þá.“
Ómar Ragnarsson fjallar á bloggi sínu um mál
Pálma Jónssonar fjármálastjóra KSÍ. Hann spyr
hvort eigi að láta refsingu hans frá 2005 duga eða
gefa honum rauða spjaldið nú. - omarragnarsson.
blog.is
„Já, takk fyrir það, Sigrún.“
Sindri Sindrason, umsjónarmaður Íslands í dag,
eftir kynningu Sigríðar Elvu Vilhjálmsdóttur á
dagskrárefni þar sem Sindri fór á sjó. Kynningin
var eflaust tekin upp áður og hefði Sigrún Ósk átt
að vera á hinum endanum. - Stöð 2
„Ég og Davíð
Oddsson mun-
um ráða ríkjum.“
Kleopatra Kristbjörg Stefánsdóttir,
forstjóri Gunnars Majoness, í athugasemdakerfi
DV.is þar sem hún gerir grín að sjálfri sér og
fréttaflutningi um sig undanfarna daga.- DV.is
„Það mun taka mörg ár að
finna ábyrgðarmenn og fá
þá dæmda.“
Eva Joly í viðtali við norska blaðið Aftenposten
um að langan tíma muni taka að finna
ábyrgðarmenn efnahagshrunsins. - DV.is
„...þá verðuru að minnsta
kosti að vera ber að ofan
fyrir okkur kvenþjóðina.“
Ásdís Rán skýtur á Ágúst Borgþór Sverrisson
blaðamann sem hefur tekið upp liðinn „Eldheit
mynd vikunnar“ líkt og fyrirsætan á Pressunni. -
pressan.is
Lilja hefur svarið
Leiðari
Seinni bylgja kreppunnar er um það bil að ríða yfir okkur. Nú þegar eru áhrif gjaldmiðils- og bankakreppunnar að mestu komin fram, en almenningur
er aðeins hálfnaður á leið sinni á botninn. Á
næsta ári einu og sér munu kjör fólks versna
svo að það hefur að jafnaði 16 prósentum
minna ráðstöfunarfé. Ofan á kaupmáttar-
rýrnunina leggjast stórfelldar skattahækk-
anir á almenning. Fasteignirnar, sem flest
fólk baslar við að borga af, munu hrapa enn
meira í verði um leið og fólk hefur enn minna
fé til að borga af þeim. Og í raun hefur ríkis-
stjórnin ekkert annað svar við vandræðum
almennings en að fresta vandanum.
Ein öflugasta aðgerð stjórnarinnar hefur
verið að gera fólki kleift að taka út séreigna-
sparnað sinn. Fjörutíu þúsund manns fundu
sig knúin til að þiggja boðið og taka út samtals
24 milljarða, sem áttu að fleyta fólkinu í gegn-
um elliárin. Önnur stóraðgerð stjórnarinnar
er að fresta greiðslum á hluta fasteignalána,
þannig að fólk myndi safna upp skuldahala
til greiðslu síðar. Þetta mun gagnast fólkinu í
nokkur ár, þar til afborganir verða með tím-
anum hærri en þær hefðu orðið án bjargræð-
isins. Þetta er það sem Ingólfur H. Ingólfsson
fjármálaráðgjafi kallar „varanlega fátækt“ í
samtali við DV í dag.
Sem betur fer þurfum við ekki að leggja
allt traust á ríkisstjórnina, nú þegar þing-
menn hafa öðlast sannfæringu og sjálfstæð-
an vilja. Þingmaður Vinstri-grænna hefur
með hjálp nýrra þingmanna úr Hreyfing-
unni og Framsóknarflokki og tveimur öðr-
um úr VG lagt fram frumvarp, sem er mun
heilbrigðari lausn en greiðslujöfnun ríkis-
stjórnarinnar, og gæti gert hana að hluta til
óþarfa. Frumvarp Lilju Mósesdóttur og nýju
þingmannanna gengur einfaldlega út á þá
lágmarksskynsemi að banki, sem lánar fyrir
fasteign, megi aðeins ganga að fasteigninni
sjálfri, en ekki öðrum eigum lántakandans.
Slík lög valda umskiptum á samningsstöðu
yfirveðsetts almennings gagnvart bönkun-
um. Það verður bankanum í hag að veita
fólki viðunandi skuldsetningu, annars sit-
ur hann uppi með óseljanlega fasteign og
engar afborganir. Fólk getur jafnvel knú-
ið bankann til þess að afskrifa lán niður að
markaðsvirði. Þannig verður hinn venju-
legi húsnæðiseigandi nánast í jafnsterkri
stöðu gagnvart bankanum og útrásarvík-
ingar með sín eignarhaldsfélög. Bankanum
býðst að fá eitthvað eða ekkert. Og við þetta
verða yfirveðsett heimili vandamál bank-
anna, sem að mestu leyti verða í erlendri
eigu. Sömu bankar hafa um 600 milljarða
króna svigrúm til niðurfellinga skulda, sam-
kvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, þannig
að sannfærandi rök gegn frumvarpinu eru
ekki sjáanleg.
Það er sérstaklega undarlegt að enginn
úr Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokknum
skuli taka þátt í frumvarpi Lilju. Enn undar-
legra er að félagshyggjustjórnin skuli sitja
hjá í þessari tilfærslu réttinda frá bönkum til
fólks. Frumvarp Lilju var loksins tekið fyrir
í þinginu í gær. Því hafði verið frestað í tví-
gang í síðustu viku sem er kannski einkenn-
andi fyrir aðgerðir stjórnarinnar í þágu al-
mennings.
JóN trausti rEyNissoN ritstJóri skrifar. Bankanum býðst að fá eitthvað eða ekkert.
bókStafLega
22 miðvikudaGur 11. nóvember 2009 umræða
Sandkorn
n Brátt mun óvissunni um af-
drif Icesave-málsins á Alþingi
ljúka. Þótt nær öruggt sé talið
að innan Vinstri-grænna verði
einhverjir
sem greiði
atkvæði
gegn frum-
varpinu er
lausnin þó
í sjónmáli.
Guðfríð-
ur Lilja
Grétars-
dóttir hefur verið andvíg þeim
samningi sem er á borðinu. En
nú er hún á leiðinni í langþráð
fæðingarorlof og inn kemur
varamaður hennar, Ólafur Þór
Gunnarsson, öldrunarlæknir
og bæjarfulltrúi. Ólafur Þór er
sannfærður um kosti Icesave
og þar með er björninn unn-
inn.
n Enginn virðist hafa það á
hreinu hvort Ögmundur Jón-
asson alþingismaður hyggist
greiða atkvæði gegn Icesave,
á móti eða sitja hjá. Ögmund-
ur stjórnar
uppreisn-
arhópi inn-
an Vinstri-
grænna.
Þeim hópi
tilheyra Jón
Bjarnason
sjávarút-
vegsráð-
herra, Guð-
fríður Lilja Grétarsdóttir, Lilja
Mósesdóttir, Ásmundur Daða-
son og Atli Gíslason. Hermt er
að þessi sella hittist reglulega
og ráði ráðum sínum. Helsta
krafa hópsins er að Ögmundur
snúi aftur í ríkisstjórn fyrir jól.
Annars sé ekki von á góðu.
n Komandi borgarstjórnarkosn-
ingar verða örlagaríkar fyrir
annaðhvort Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur
borgarstjóra
eða Dag B.
Eggertsson
leiðtoga
Samfylking-
ar. Bæði eru
á uppleið í
sínum flokk-
um en fram-
tíðargengið veltur á því hvort
þeirra kemst í meirihlutann og
fær gullkeðju borgarstjórans.
Þannig mun framtíð Dags ráðast
af þessum úrslitum. Leitin að
arftaka Jóhönnu Sigurðardóttur
stendur nú yfir. Dagur í minni-
hluta mun ekki ná þeim áfanga
að verða formaður.
n Innan Sjálfstæðisflokksins er
að sama skapi horft til Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur sem leið-
togaefnis. Efasemdir eru uppi
um getu Bjarna Benediktssonar
formanns og Þorgerðar Katr-
ínar Gunnarsdóttur til að stýra
flokknum til fyrri áhrifa. Þess í
stað líta margir til Illuga Gunn-
arssonar og Hönnu Birnu sem
hins nýja leiðtogateymis, hvort
þeirra sem yrði formaður. En
framtíð Hönnu Birnu ræðst þó af
árangri í borgarstjórnarkosning-
unum. Lendi hún í stjórnarand-
stöðu þýðir það líklega endalokin
á framabrautinni.
LyngHáLS 5, 110 ReykjavÍk
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: Sverrir arngrímsson
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
elísabet austmann, elisabet@birtingur.is
dv á netinu: dv.iS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.