Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 FRÉTTIR
Nálastungudýnan
• Dregur úr vöðvaspennu
• Höfuð- háls- og bakverkjum
• Hefur góð áhrif gegn streitu
• Er slakandi og bætir svefn
Tilboð fram að jólum
Hentug taska fylgir með Opið virka daga frá kl. 9 -18 og laugardaga til jóla kl. 11-16
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Verð frá 9.750 kr.
gefur þér aukna orku og vellíðan
Vinnslustöð Vestmannaeyja ætlar að
greiða starfsmönnum sínum 150.000
krónur til viðbótar desemberuppbót.
Ísfélagið í Vestmannaeyjum ætlar
að tvöfalda jólabónus starfsmanna.
Nýlega greindi Samherji á Akureyri
frá því að útgerðarfyrirtækið ætl-
aði að greiða 300 starfsmönnum í
landi 100.000 krónur til viðbótar um-
saminni desemberuppbót. Þessar
greiðslur fyrirtækjanna í Vestmanna-
eyjum nema samtals 20 milljónum
króna.
Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja
hefur víða verið góð vegna lágs geng-
is krónunnar. Hagnaður Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum
nam 530 milljónum króna
á fyrri helmingi ársins.
Stjórnendur ákváðu
að umbuna starfs-
fólki sínu fyrir
vel unnin störf.
Vinnslustöðin
afhenti auk þess
á þriðjudag-
inn Fjölskyldu-
hjálp Íslands og
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur að gjöf
samtals 900 kíló af
humri til dreifingar
meðal skjólstæð-
inga samtakanna
fyrir jólin.
Ekki jólabónus
hjá HB Granda
HB Grandi hefur ekki í
hyggju að greiða sér-
stakan jóla-
bónus
fyrir
utan desemberuppbót. Eggert Bjarni
Guðmundsson, forstjóri fyrirtæk-
isins, segir að á móti komi að HB
Grandi hafi hækkað laun um 13.500
krónur 1. mars sem önnur fyrir-
tæki hafi ekki gert fyrr en 1. nóvem-
ber. Fyrirtækið var harðlega gagn-
rýnt af ASÍ í vor þegar stjórnendur
greiddu hluthöfum 184 milljóna
króna arð á sama tíma og umsömd-
um launahækkunum starfsmanna
hafði verið frestað. Stjórnendur HB
Granda skiptu nokkrum dögum síð-
ar um skoðun og hækkuðu launin
frá 1. mars. Hagnaður af rekstri HB
Granda nam tæplega 1,1 milljarði
króna á fyrri helmingi ársins.
Kolbeinn Finnsson, sviðsstjóri
mannauðssviðs N1, segir að fyrir-
tækið greiði ekki sérstaka jólabón-
usa umfram umsamda desember-
uppbót. Hagnaður olíufyrirtækisins
nam um 900 milljónum
króna á fyrstu tíu mán-
uðum ársins.
Hækkun þrátt
fyrir frestun
Vilhjálm-
ur Birgisson,
formaður
Verkalýðsfé-
lags Akraness,
bendir á að
2,5 prósenta
launahækk-
un hefði átt
að koma til
framkvæmda
um áramótin.
Þeirri hækkun
var hins vegar
frestað af
hálfu Samtaka atvinnulífsins og ASÍ
samhliða stöðugleikasáttmálanum
til 1. júní.
„Samkvæmt þessum samningi á
að koma 2,5 prósenta hækkun 1. jan-
úar næstkomandi.“ Vilhjálmur segir
að greinilegt sé að mörgum fyrirtækj-
um gangi vel, sérstaklega í sjávarút-
vegi. Þau þurfi ekki að fresta launa-
hækkuninni.
„Við krefjumst þess að öll fisk-
vinnslufyrirtæki og öll fyrirtæki sem
hafa fjárhagslega burði til standi
við samninginn frá febrúar 2008 og
hækki laun um áramótin,“ segir Vil-
hjálmur. „Af hverju eiga fiskvinnslu-
fyrirtækin, til dæmis þau sem gefa
jólabónusa, og skýra það með góðri
rekstrarafkomu vegna lágs gengis
krónunnar, að fá afslátt af þessum
hóflega gerða kjarasamingi?“
Vilhjálmur segist líka senda
áskorun til N1. „Af hverju er þetta
fyrirtæki, sem græðir 900 millj-
ónir á fyrstu 10 mánuð-
um ársins, að fá afslátt af
samningi sem var gerð-
ur?“ spyr Vilhjálmur.
Ekki sama hörm-
ungarástandið alls
staðar
„Við sýnum fyrirtækjum
sem eiga í erfiðleikum
skilning og gefum þeim
afslátt. En það er hins
vegar engin ástæða til
þess hjá fyrirtækjum sem
ráða við þessar hækkan-
ir. Ég held að fólk átti sig
ekki á þessu. Það er ekki
sama hörmungará-
standið alls staðar
á vinnumarkaðin-
um. Sérstaklega
ekki hjá
fyr-
irtækjum sem selja afurðir í erlendri
mynt. Öll útflutningsfyrirtæki hafa
fulla burði til þess að koma til móts
við samninginn frá febrúar 2008,“
segir Vilhjálmur.
MYNDARLEGIR BÓNUSAR
VITNA UM GÓÐA AFKOMU
Þrjú sjávarútvegsfyrirtæki hafa ákveðið að greiða sérstaka jólabónusa vegna góðrar
rekstrarafkomu. Lágt gengi krónunnar er meginástæðan fyrir velgengni fyrirtækj-
anna. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að ef fyrir-
tækjum gangi vel eigi þau að standa við umsamda kjarasamninga.
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
n Vinnslustöð Vestmannaeyja,
VSV veitir starfsmönnum
150.000 krónur til viðbótar
desemberuppbót.
n Ísfélagið í Vestmannaeyjum
tvöfaldar desemberuppbót
starfsmanna.
n Samherji á Akureyri greiðir
300 starfsmönnum í landi
100.000 krónur til viðbótar
desemberuppbót.
n N1 veitir ekki sérstakan
jólabónus.
n HB Grandi veitir ekki sérstak-
an jólabónus.
Samherji umbunar starfs-
mönnum Þorsteinn Már
Baldvinsson, forstjóri Samherja,
greiðir 300 manns 100.000 krónur
í bónus. MYND STEFÁN KARLSSON
Skýlaus krafa Vilhjálmur Birgis-
son telur að velstæð fyrirtæki eigi
ekki að fresta launahækkunum.
MYND STEFÁN KARLSSON
Blekkingar
meirihlutans
„Okkur líst mjög illa á hversu
mikið er skorið niður í velferð-
armálum og meirihlutinn beitir
blekkingum til að fela niðurskurð-
inn,“ segir Þorleifur Guðlaugs-
son, borgarfulltrúi vinstrigrænna.
Hann er afar ósáttur við fjárhags-
tillögur meirihlutans í borginni.
„Meirihlutinn er, annað árið í röð,
að ljúga til um niðurskurðinn.
Hann bitnar á þeim fátækustu og
við viljum hækka framfærsluað-
stoðina þannig að fólk hafi í sig og
á. Það er stærsta málið að okkar
mati,“ segir Þorleifur.
Spá lækkandi
verðbólgu
Greining Íslandsbanka spáir því
að verðbólga muni lækka úr 8,6
prósentum í 7,7 prósent þegar
nýjar verðbólgutölur verða birtar
22. desember næstkomandi. Telur
Greining bankans að þetta verði
raunin þrátt fyrir að enn séu að
koma fram í verðlagi áhrif geng-
ishrunsins frá miðju ári 2008, sér
í lagi í þeim vöruliðum þar sem
veltuhraði er tiltölulega hægur
eða vöruframboð árstíðabundið.
Jólabækur á
misjöfnu verði
Mikinn verðmunur er á jólabók-
um milli verslana. Niðurstaðan
birtist í nýrri könnun Alþýðu-
sambands Íslands sem náði yfir
allt landið. Mestur var verðmun-
urinn 85 prósent á einstakri bók
en algengast var að munurinn
væri á bilinu 30 til 70 prósent.
Bókabúð Máls og menningar
mældist oftast með hæsta verðið
og Penninn Eymundsson kom
þar á eftir. Bónus var oftast með
lægsta verðið og Nettó og Griffill
fylgdu fast á eftir.