Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Page 9
FRÉTTIR
Stjórnendur á Keflavíkurflugvelli hafa fengið ráðgjöf um for-
varnir gegn kynferðislegri áreitni eftir að kvenkyns starfs-
maður sakaði framkvæmdastjórann um áreitni. Á endanum
sótti konan sjálf um veikindaleyfi, þar sem henni þótti ekki
brugðist við kvörtun sinni. Friðþór Eydal, talsmaður flug-
vallarins, segir öll ágreiningsmál tekin föstum tökum.
TILKYNNTI ÁREITNI
OG VAR SETT Í LEYFI
Yfirstjórn Keflavíkurflugvallar ohf.
leysti mál sem snerist um meinta
kynferðislega áreitni á vinnustaðn-
um með þeim hætti að senda til-
kynnandann í leyfi.
Framkvæmdastjóri Keflavíkur-
flugvallar var sakaður um kynferð-
islega áreitni á vinnustað í mars
síðastliðnum. Tilkynning þess efnis
barst starfsmannastjóra flugvallar-
ins bæði með munnlegum og skrif-
legum hætti. Eftir nokkurra mánaða
bið og baráttu hins meinta þolanda
óskaði viðkomandi eftir því að fara í
veikindaleyfi þar sem ekki hefði ver-
ið tekið á málinu. Konan var í kjöl-
farið sett í launað leyfi. Hún er afar
ósátt við úrvinnsluna og undirbýr
að leita réttar síns hjá dómstólum.
Of algengt
Friðþór Eydal, talsmaður Keflavík-
urflugvallar, segir að öll ágreinings-
mál sem upp koma í rekstri félags-
ins séu tekin föstum tökum og þau
leyst á viðeigandi hátt eftir réttum
leiðum. Hann segist ekki vilja tjá sig
um málefni einstakra starfsmanna.
Framkvæmdastjórinn sjálfur
staðfestir að hann hafi verið sakað-
ur um kynferðislega áreitni og segir
málið hafa verið fullkannað. Hann
segir vissulega erfitt að lenda í slíku
en að niðurstaða fyrirtækisins tali
sínu máli. „Málið snýr ekki leng-
ur að mér heldur er það í höndum
fyrirtækisins. Þessar ásakanir hafa
verið grandskoðaðar víða og alltaf
hefur verið komist að sömu niður-
stöðu, að þetta sé ekki á rökum reist.
Það er hið besta mál fyrir mig að
þetta sé grandskoðað og niðurstað-
an ávallt sú sama. Hún talar sínu
máli. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig
um þetta mál,“ segir framkvæmda-
stjórinn.
Alvarleg mál
Starfsmaðurinn sem um ræð-
ir tilkynnti hina meintu áreitni til
Vinnueftirlits ríkisins. Frá því mál-
ið var tilkynnt hafa fulltrúar eftir-
litsins veitt stjórnendum Keflavík-
urflugvallar ráðgjöf um forvarnir
gegn kynferðislegri áreitni. Steinar
Harðarson, umdæmisstjóri Vinnu-
eftirlitsins á höfuðborgarsvæð-
inu, segir það enga lausn að senda
starfsmann í leyfi þegar svona mál
koma upp. „Þessi vandamál geta
verið mjög alvarleg og það verð-
ur að taka rétt á þeim. Við gerum
einfaldlega þær kröfur að hlutirnir
séu lagaðir en við úrskurðum ekki
í einstaka málum um kynferðislega
áreitni. Við viljum koma í veg fyrir
svona ástand á vinnustað en til að
ganga lengra með málið þarf við-
komandi að kæra áreitnina,“ segir
Steinar. „Því miður er það of algengt
vandamál að þolandi sé sendur frá.
Það finnst mér alveg afleit niður-
staða og einfaldlega óásættanleg
lausn,“ bætir hann við.
Langvarandi áhrif
Sólveig Jónasdóttir, fræðslustjóri
SFR, Stéttarfélags í almannaþjón-
ustu, segir að almennt séu ferli stétt-
arfélaga skýr til að mæta svona mál-
um. Hún ítrekar að hún sé að ræða
málin á almennum nótum en ekki
í ljósi þessa einstaka tilviks. „Þeg-
ar svona mál koma upp fara þau í
ákveðið ferli og ferlin eru skýr hjá
stéttarfélögunum. Eðlilega lítum
við þessi mál mjög alvarlegum aug-
um enda geta þau haft langvarandi
áhrif fyrir viðkomandi. Stéttarfé-
lagið stendur alltaf með einstakl-
ingnum og það er aldrei ásættanleg
lausn að þolandinn sé fjarlægður af
vinnustaðnum,“ segir Sólveig.
Sama sagan
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmd-
astýra Jafnréttisstofu, telur það
óboðlegt að þolandi sé sendur af
vinnustað í svona málum. Hún segir
að því miður sé of víða pottur brot-
inn í þessum efnum og því skoraði
hún nýverið á félagsmálaráðherra
að skera upp herör í málaflokknum.
„Þetta er því miður ekkert nýtt og ég
veit um nokkur svona mál. Kynferð-
isleg áreitni er einfaldlega óheimil
og fyrirtæki verða að taka tilkynn-
ingar föstum tökum. Þessi mál eru
því miður í ofboðslegum ólestri
og stofnanir okkar virðast í mestu
vandræðum með að vinna vel úr
málunum,“ segir Kristín.
„Lögin eru til en það er síðan
óljóst hvernig á að fylgja þeim eftir.
Í mínum huga ber öllum fyrirtækj-
um að gera sérstakar ráðstafanir til
að koma í veg fyrir þetta. Kynferðis-
leg áreitni getur verið andstyggileg
og haft mjög alvarlegar afleiðingar
þar sem einstaklingurinn getur far-
ið alveg yfir um. Að starfsmaður-
inn sé látinn fara er engin lausn og
bara sama sagan þar sem gerand-
inn sleppur, mér finnst það mjög
slæmt. Því miður er þessum málum
stundum stungið undir stól og þau
leyst með því að þolandinn sé lát-
inn fara. Það finnst mér algjörlega
óásættanlegt.“
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
LÖG UM JAFNA STÖÐU OG JAFNAN RÉTT KVENNA OG KARLA
Nr.10 2008
2. gr.
Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi kynferðisleg
hegðun sem er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni
verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé
óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik
getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt.
22. gr.
Kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni.
Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar
ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði
fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi
eða skólum. Ef yfirmaður er kærður vegna ætlaðrar kynbundinnar eða kyn-
ferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við
starfsskilyrði kæranda á meðan meðferð málsins stendur yfir og skal þá næsti
yfirmaður taka slíkar ákvarðanir.
„Þessi mál eru
því miður í of-
boðslegum
ólestri.“
Engin lausn Kristín segir það enga
lausn að senda þolanda í burtu af
vinnustaðnum. Hún þekkir of mörg
dæmi um slíkt.
Meint áreitni Starfs-
maðurinn fór í leyfi eftir
að hafa sakað yfirmann
sinn um kynferðislega
áreitni. Myndin tengist
fréttinni ekki beint.
Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft
og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir
upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best.
Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem
fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr
líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox).
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð,
auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.
Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af
birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger.
BETULIC - BIRKILAUF
www.birkiaska.is
Njótum aðventunnar saman
2 dálkar = 9,9 *10
Opið: má-fö. 12-18, Opið á laugard. til jóla frá 12-16
Dalvegi 16a,
Rauðu múrsteinshúsunum
Kóp. 201 - S: 517 7727
www.nora.is
Fyrir bústaðinn og heimilið