Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 FRÉTTIR „Ég vil bara gefa börnunum mínum betri tækifæri en þeim býðst hér.“ Arnaldur Bárðarson, prestur í Gler- árkirkju á Akureyri, hefur fengið sig fullsaddan á ástandinu í þjóðfélag- inu og hefur sagt upp stöðu sinni. Hann tekur við prestakalli í bæjar- félaginu Hemne í nágrenni Þránd- heims um áramótin. „Mér var boð- ið að fara í norsku kirkjuna og þess vegna fer ég í hana. Hefði það verið kanadíska kirkjan hefði ég alveg eins viljað prófa hana.“ „Hrunið og það sem hefur kom- ið á daginn gerði að verkum að ég missti trúna á íslenskt samfé- lag. Mér fannst hafa átt sér stað slík svik við þjóðina að ég tók ákvörðunina að fara. Fyrst ætlaði ég meira að segja að sækja um er- lendan ríkisborgararétt. Mér var svo misboðið og er það enn. Og ég finn á samfélaginu hvað reiðin er svakaleg út í stjórnvöld að hafa leyft þessu að gerast. Ábyrgðin er þeirra. Útrásarmenn eru alltaf út- rásarmenn og þeir leita allra leiða. En stjórnmálamennirnir áttu að vernda okkur.“ Vill leiða starf Arnaldur hefur gegnt stöðu prests í Glerárkirkju undanfarin ár. „Ég var hér í fastri stöðu, en ekki sem sókn- arprestur. Ég verð sóknarprestur í Hemne. Það er munur þar á. Sóknar- presturinn er sá sem ræður og stýr- ir starfinu en presturinn er aukahjól undir vagninum. Ég vil náttúrlega leiða starf og stýra því. Ég fæ betri stöðu í Noregi, það er ekkert laun- ungarmál. Starfskjörin í Noregi eru miklu betri. Þar er boðið upp á mjög gott prestssetur gegn vægu gjaldi. Launa- kjörin eru auðvitað betri þarna en hjá okkur og vinnutíminn skilgreind- ari og afmarkaðri,“ segir presturinn sem hlakkar mikið til að kynnast starfsháttum norsku þjóðkirkjunnar. Norski prófasturinn bannar of mikla vinnu Norðmenn eru mun lengra komnir í vinnurétti en Íslendingar, að mati Arnaldar. Hér vinnur fólk alltof mikið en ytra er meiri áhersla lögð á hvíld og fjölskyldulíf. „Prófasturinn minn í Noregi sagði við mig að hans hlutverk væri að passa upp á að ég ynni ekki of mikið. „Hér er fimm daga vinnuvika,“ sagði hann mér. Hann ætlar að fylgjast grannt með mér til að ég vinni ekki of mikið! Hvar hefur maður heyrt slíkt hér á Íslandi? Hér vinnur fólk eins og það sé vitlaust. Og sumir bera samt ekkert úr býtum.“ Eins og aðrir þjónar kirkjunn- ar hefur Arnaldur starfað við Hjálp- arstarf kirkjunnar í aðdraganda jólanna. „Ástandið er hrikalegt. Ég sit hér og tek á móti stórum hópi sem kominn er á vonarvöl. Fólkinu er all- ar bjargir bannaðar og á enga mögu- leika hér. Ég rétti fólkinu einhverjar örfáar krónur í gegnum Hjálparstarf- ið sem litlu skipta. Þetta finnst mér hryllilega erfitt að horfa upp á.“ Þjóðkirkjan smituð af klíku- skapnum „Ég held að þjóðkirkjan hafi gert það sem hún gat til að vara við lát- unum og bruðlinu í samfélaginu sem leiddi til hrunsins,“ segir séra Arnaldur. „Það vilja allir hafa kirkj- una hér á Íslandi og við leggjum áherslu á þessar kristnu hátíðir og flöggum því að við séum kristin, en svo er aftur spurning hversu mikið kristna siðferðið mótar okkur? Til dæmis í viðskiptum og starfi?“ Arnaldur telur að ófagmannleg frændhygli hafi verið ein stærsta ástæðan fyrir hruninu. „Okkar versta samfélagsmein eru tengsl- in, klíkuskapurinn, flokkadrætt- irnir og þar er kirkjan ekki und- anskilin. Það hefur stýrt öllu á Íslandi, hvort sem það er kirkjan, stofnanir eða bankar. Fagmennsk- an hverfur þegar vinatengsl ráða för. Þetta er íslenski veruleikinn. Og ég á erfitt með að sætta mig við hann.“ Íslendingar siðvæðist Arnaldur Bárðarson hlaut æviráðn- ingu með sóknarprestsstöðunni í Noregi. Hann segist því ekki koma heim í bráð. „En mér mun auðvit- að hugnast að koma heim ef við tök- um upp einhvers konar siðvæðingu á Íslandi.“ Presturinn telur þó að við eigum nokkuð langt í land. Honum hugnist vel að starfa á næstunni í öðru samfélagi þar sem önnur lög- mál ríki. Arnaldur telur sig ekki ein- an um þá löngun. „Flestir sem ég hitti segja annaðhvort að þeir séu að íhuga að fara eða að þeir færu ef þeir væru tíu árum yngri. Ég þekki all- nokkra presta og guðfræðinga sem hafa hug á að starfa í útlöndum. Við eigum margt fólk sem hefur þekk- ingu, reynslu og getu til að starfa í kirkjum.“ Stjórnmálamennirnir brugðust Arnaldur Bárðarson telur íslenskan veruleika gegnsýrðan af klíkuskap og vinatengslum. MYND: ÞÓRHALLUR/PEDROMYNDIR Séra Arnaldur Bárðarson, prestur í Glerárkirkju á Akureyri, tekur við prestsstöðu í Noregi í janúar. Honum hugnast vel að hefja nýtt líf með fjölskyldunni í Noregi. Hér segist hann vilja ekki búa nema Íslendingar siðvæðist og ráði bug á samfélagsmeinunum. „ÉG MISSTI TRÚNA Á ÍSLENSKT SAMFÉLAG“ HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is „Ef við tökum upp ein- hvers konar siðvæð- ingu á Íslandi, þá mun mér auðvitað hugnast að snúa aftur heim.“ 2975 3042 3395 3294 4021 2005 2006 2007 2008 2009 BROTTFLUTTIR ÍSLENSKIR RÍKISBORGARAR 1307 til Noregs 1146 til Danmerkur 554 til SvíþjóðarJan. - sept. Íbúum á Íslandi fækkar í fyrsta sinn frá 1889 Þann 1. júlí síðastliðinn hafði Íslendingum fækkað um hundrað manns frá sama degi árið 2008 þegar landsmenn voru 319.300. Þetta er í fyrsta skipti í 120 ár sem íbúum á Íslandi fækkar. Árið 1889 voru fólksflutningar Íslendinga til Vesturheims enn í algleymingi. Fjór- tán árum fyrr hafði Öskjugos valdið miklum hamförum á Norðausturlandi sem var ein helsta ástæðan fyrir því að landsmenn ákváðu að hverfa til nýrra landa. Alls fluttu 15-20 þúsund Íslendingar til Norður-Ameríku, aðallega til Kanada. Um 8.500 manns fluttu frá Íslandi frá áramótum til loka nóvember. Staðreyndin er hins vegar sú að hlutfallslega flytja mun fleiri Íslendingar úr landi en áður. Helmingur þeirra sem flytja úr landi hefur íslenskt ríkisfang. Þeir fara flestir til hinna Norðurlandanna. Meirihluti brottfluttra með erlent ríkisfang fer til Póllands. Á vef Hagstofunnar kemur fram að 4.027 íslenskir ríkisborgarar hafi flutt úr landi á tímabilinu janúar til september 2009. Flestir flytja til Noregs. Norðmenn lentu í miklum landflótta á níundu öld þegar þúsundir manna flykktust til Íslands. Nú skila afkomendur þeirra sér heim. Margir fara einnig til Danmerkur og Svíþjóðar. Á undanförnum áratugum hafa þó fleiri en þrír fjórðu brottfluttra Íslendinga flutt aftur heim síðar á ævinni. helgihrafn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.