Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Blaðsíða 25
STÓRLEIKIR Í KEFLAVÍK Dregið var á þriðjudaginn í 8 liða úrslit bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta. Tveir stórleikir fara fram í Sláturhúsinu í Keflavík en í karlaflokki er hvorki meira né minna en Suðurnesjaslagur Keflavíkur og Njarðvíkur. Hjá konunum mætast svo Keflavík og Hamar. Aðrir leikir hjá körlunum eru Snæfell- Fjölnir, Tindastóll-Grindavík og Breiðablik mætir ÍR. Hjá konunum heimsækja Laug- dælingar Fjölni, Njarðvík tekur á móti Þór frá Akureyri og Snæfell fær Íslandsmeistara Hauka í heimsókn í Stykkishólm. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is SPORT 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 25 Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf PLYMOUTH Í KAUPBANN n Enska knattspyrnufélaginu Plymouth Argyle sem Víking- urinn Kári Árnason leikur með hefur verið bannað að kaupa leik- menn vegna útistand- andi skulda. Bannið er tímabund- ið og verður aflétt fyrir lok desember. Plymouth þarf á öllum þeim liðsauka sem það getur fengið að halda þar sem liðið er í harðri fallbaráttu og hefur nú þegar rekið einn þjálfara á leiktíðinni. EKOTTO EKKI ÁKÆRÐUR n Bakvörðurinn Benoit Assou- Ekotto hjá Tottenham verður ekki ákærður fyrir framkomu sína gagnvart stuðningsmanni liðsins eftir leik Tot- tenham gegn Úlfunum í úr- valsdeildinni um helgina. Stuðnings- maðurinn dró sjálfur ákæru sína til baka og mun hitta leik- manninn í vikunni til þess að gera upp sakirnar. Þeir félagarnir tókust á þegar Ekotto var að ganga af velli í leiknum um helgina og endaði það með handalögmálum. 900 LEIKIR HJÁ FERGUSON n Sir Alex Ferguson stýrði Manchester United á þriðjudags- kvöldið í sínum 900. deildarleik frá því hann tók við á Old Trafford. Enginn knattspyrnustjóri hefur verið jafnlengi og hann í starfi en Ferguson tók við liðinu árið 1986 og er því að hefja sitt 24. ár í starfi eftir ára- mót. Á þess- um tíma hefur Ferguson unnið úrvalsdeildina ellefu sinnum og meistaradeildina tvisvar svo fátt eitt sé nefnt. 60 MILLJÓNIR TIL FH n Íslandsmeistarar FH fengu um 60 milljónir króna frá UEFA fyrir þátt- töku sína í forkeppni meistaradeild- ar Evrópu og Íslandsmeist- aratitilinn árið 2008 en aðild- arfélög UEFA njóta alltaf góðs af þeim gífurlegu tekj- um sem sam- bandið hefur af meistaradeildinni. Fram og KR fengu hvort um sig um 33 milljónir fyrir þátttöku í Evrópudeildinni og Keflavík um 16 milljónir fyrir þátt- töku í forkeppni sömu deildar. MOLAR Varla er skrifað um annað í Formúl- unni þessa dagana en hvort Michael Schumacher muni snúa aftur. Hann hefur gert sig líklegan til endurkomu en þó ekki hjá sínu gamla félagi, Ferr- ari, sem hann hefur starfað mikið fyrir eftir ferilinn. Þar á bæ eru allar stöður fullar fyrir næsta ár en núver- andi heimsmeistarar hjá Mercedes, sem hét Brawn GP í ár, hafa áhuga á að fylla skarð heimsmeistarans Jen- sons Button með Schumacher. Sjálf- ur varð Þjóðverjinn sjöfaldur heims- meistari á sínum ferli og þar af fimm sinnum með eiganda Mercedes, Ross Brawn, sem sinn aðalmann á bak við tjöldin. Frábært að fá hann Framkvæmdastjóri Mercedes, Nick Fry, lét hafa eftir sér í vikunni að koma Schumachers til liðsins væri frábær fyrir liðið. Báðir ökumenn Mercedes, Jenson Button og Rubens Barrichello, eru horfnir á braut en í staðinn er kominn Þjóðverjinn Nico Rosberg. Mercedes-menn eru þó ekki að gera þau mistök að leggja öll egg sín í Schumacher-körfuna. Liðið er í viðræðum við aðra ökumenn hafi Schumacher á endanum ekki áhuga á endurkomu. Verkfræðisnillingurinn Ross Brawn sá er keypti rústir Honda og gerði Brawn að meisturum í ár þekk- ir vel til Schumachers. Hann hann- aði hinn ótrúlega Ferrari-bíl ár eftir ár þegar Schumacher vann heims- meistaratitilinn fimm sinnum í röð. Þeir félagarnir þekkjast því vel og ættu endurfundir þeirra að verða uppskrift að einhverju mögnuðu. Fær að fara frá Ferrari Schumacher nýtur augljóslega mik- illar virðingar innan raða Ferrari og hefur hann starfað mikið fyrir lið- ið eftir að ferilinn endaði. Hef- ur hann hjálpað ökumönnum á keppnisdegi ásamt því að prófa götubíla fyrirtækisins. Hann fær að fara kjósi hann svo og verður honum ekki sett- ur stóllinn fyrir dyrn- ar. „Það er ljóst að ef hann fer til Mer- cedes er okkar samstarfi alveg lokið. Annað er bara vitleysa. Það er ekki hægt að vinna fyrir einn framleiðanda og keppa fyrir annan á sama tíma. Við mun- um samt ekki hindra hann í að fara. Að sjálfsögðu ekki. Hvað sem hann ákveður munum við styðja hann,“ segir Luca di Montezemolo, forseti Ferrari. Á að snúa aftur Michael Schumacher hefur haft ým- islegt fyrir stafni síðan hann hætti. Hann hefur sinnt þessum hliðar- verkefnum hjá Ferrari ásamt því að leika einstaka knattspyrnuleiki fyr- ir stjörnur sem hann jafnan setur á laggirnar. Þá tók hann upp á því að fara keppa á mótorhjólum en slys á mótorfák varð til þess að hann snéri ekki aftur í ár eins og til stóð þegar Felipe Mazza meiddist illa hjá Ferr- ari. Gamall félagi Schumachers frá gullaldarárum Ferrari í byrjun ára- tugarins, Eddie Irvine, vill sjá sinn mann snúa aftur. „Ég skildi vel að hann hætti við í sumar vegna meiðsl- anna. Honum leiðist samt bara núna og ætti að snúa aftur. Það væri líka frábært að fá hann. Hann hefur keyrt hina og þessa bíla frá því hann var fimm ára gamall og þekkir ekk- ert annað. Hann ljómar alltaf þeg- ar hann er í kringum Formúluna. Ég skildi aldrei hvað hann var að gera á mótorhjólunum. Það er mun hættu- legra og svo fékk hann ekki einu sinni borgað fyrir það,“ segir Eddie Irvine. Ekki er talað um annað í heimi Formúlu 1 þessa dagana en mögulega endurkomu Michaels Shumacher í íþróttina. Hann er talinn líklegur til þess að ganga til liðs við heimsmeist- ara Mercedes, áður Brawn GP, en þar hittir hann fyrir gamlan félaga sem gerði hann að meist- ara fimm sinnum. BEÐIÐ EFTIR SCHUMACHER TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Prófaði mótorhjól Slys á mótorhjóli varð til þess að hann varð að fresta endurkomu sinni í sumar. Elskar fótbolta Schumacher hefur gaman af fótbolta og skipuleggur nokkuð af stjörnuleikjum. Sigurvegari Schu macher er sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.