Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Síða 3
FRÉTTIR 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR 3
Bókhaldsóreiða Samsonar Þrotabú
Samsonar rannsakar lánveitingar út úr félaginu
til fjögurra félaga á Tortólu. Samson var stofnað
árið 2002 til að halda utan um eignarhlut
Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar í
Landsbankanum. Myndin af þremenningunum
er tekin í Þjóðmenningarhúsinu árið 2002 í
tengslum við kaup þeirra á bankanum.
Björgólfur Guðmundsson keyr-
ir enn um á 2007 árgerð af
Benz-jeppa sem metinn er á
um 12 milljónir króna þrátt fyr-
ir 58 milljarða króna persónu-
legt gjaldþrot. Sást hann síðast
keyrandi um götur Reykjavík-
ur á bílnum síðasta föstudag
með bílnúmerið RE 001. Eins
og kunnugt er úrskurðaði Hér-
aðsdómur Reykjavíkur hann
gjaldþrota síðasta sumar og
var talað um stærsta persónu-
lega gjaldþrot Íslandssögunnar.
Samkvæmt heimildum Stöðvar
2 bar Björgólfur vitni hjá rann-
sóknarnefnd Alþingis á föstu-
daginn eftir að Stöð 2 hafði sagt
frá því að hann hefði ekki verið
yfirheyrður af nefndinni tveim-
ur dögum áður. Björgólfur var
sem kunnugt er stjórnarfor-
maður Landsbankans. Hann
hafði áður sent rannsóknar-
nefndinni gögn um starfsemi
Landsbankans.
58 milljarða ábyrgðir
Persónulegar ábyrgðir Björgólfs
Guðmundssonar við Lands-
bankann og dótturfélög hans
námu um 58 milljörðum króna.
Stærstur hluti þessara ábyrgða
er tilkominn vegna fjárfestinga-
félagsins Grettis sem var stærsti
hluthafinn í Eimskip og Ice-
landic Group eða um 50 millj-
arðar króna. Þess skal þó getið
að upphaflega lánaði Lands-
bankinn Gretti þegar félagið var
í eigu Magnúsar Þorsteinsson-
ar. Eftir að Björgólfur tók við fé-
laginu Gretti gerðist hann per-
sónulega ábyrgur til að treysta
veð Landsbankans.
Þegar íslenska útrásin var á
hátindi sínum sumarið 2007
voru eigur Björgólfs
Guðmunds-
sonar
metn-
ar á
170
milljarða króna. Var hlutur
hans í Landsbankanum met-
inn á 90 milljarða króna, fjár-
festingabankanum Straumi á
40 milljarða króna, Eimskipi á
19 milljarða króna, Icelandic
Group á fjóra milljarða og hlut-
ur í West Ham United á 15 millj-
arða króna. Einnig átti félagið
Árvakur sem átti Morgunblaðið
áður en það varð gjaldþrota og
líka Eddu/ Mál og menningu.
Konan borgar
Þegar Björgólfur fór í mál við
Stöð 2 og Vísi
vegna
fréttaflutnings þeirra af meint-
um millifærslum hans og ann-
arra auðmanna á peningum yfir
á erlenda bankareikninga borg-
aði Þóra Hallgrímsson, eigin-
kona hans, 1,4 milljónir króna
í málskostnaðartryggingu fyrir
hann. Hann gat ekki sjálfur lagt
trygginguna fram vegna per-
sónulegs gjaldþrots. Þau hjón-
in búa enn í 440 fermetra glæsi-
villu á Vesturbrún í Reykjavík
þar sem Þóra hefur verið skráð-
ur eigandi síðan 1994.
Á 12 MILLJÓNA JEPPA
Í boði Þóru Björgólfur Guðmundsson
býr ásamt eiginkoni sinni Þóru Hall-
grímsson í 440 fermetra húsi hennar á
Vesturbrún í Reykjavík. Auk þess borgaði
Þóra málskotstryggingu fyrir Björgólf
þegar hann fór í mál við Stöð 2 og Vísi.
Björgólfur Guðmundsson keyrir um götur Reykjavíkur á 12 milljóna króna
Benz-jeppabifreið þrátt fyrir 58 milljarða króna persónulegt gjaldþrot. Björ-
gólfur bar vitni fyrir rannsóknarnefnd Alþingis síðasta föstudag eftir að Stöð
2 hafði sagt frá því að hann hefði ekki verið yfirheyrður.
ANNAS SIGMUNDSSON
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Magnús Þorsteinsson
varð fyrstur gjaldþrota:
FLÚÐI TIL
RÚSSLANDS
Magnús Þorsteinsson var fyrsti íslenski
útrásarvíkingurinn sem úrskurðaður var
persónulega gjaldþrota eftir að efnahags-
hrunið skall á haustið 2008. Héraðsdómur
Norðurlands eystra kvað upp úrskurð þess
efnis að bú hans yrði tekið til gjaldþrota-
skipta vegna vanefnda við fjárfestingar-
bankann Straum-Burðarás.
Magnús skuldaði Straumi rúman millj-
arð króna vegna sjálfsskuldarábyrgð-
ar sem hann skrifaði upp á árið 2007.
Straumur gerði ítrekaðar tilraunir til að
fá skuldina greidda upp eftir að hún hafði
gjaldfallið í byrjun september árið 2008,
samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Magnús
taldi fyrir héraðsdómi að ekki væri hægt
að taka bú hans til gjaldþrotaskipta hér
á landi því lögheimili hans væri skráð í
Rússlandi en ekki hér á landi.
Magnús fór í mál við Stöð 2
og Vísi vegna fréttaflutn-
ings þeirra af meintum
millifærslum hans og
annarra auðmanna á
peningum yfir á er-
lenda bankareikninga
líkt og gamli félagi
hans Björgólfur Guð-
mundsson. Ekki er vitað
hver borgaði málskostn-
aðartryggingu hans. Magnús
og Björgólfur gátu ekki
lagt fram tryggingu sína
þar sem þeir eru báðir
persónulega gjaldþrota.
as@dv.is
RANNSAKAR MILLJÓNA LÁN BJÖRGÓLFA TIL TORTÓLA