Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Page 10
10 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 FRÉTTIR „Að ríkið sé að veita dæmdum brota- mönnum gjafsókn orkar mjög tví- mælis, ég verð bara að segja það, en sem betur fer eru það undantekning- ar. Í þessu tilviki hljómar það þannig að nefndinni hafi orðið á,“ segir Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og þingmaður vinstri grænna. Jón Kristinn Ásgeirsson hlaut gjaf- sókn frá ríkissjóði til að höfða mál gegn Vátryggingafélagi Íslands, VÍS. Málið var fellt niður í Héraðsdómi Reykjavíkur og almenningur borgaði brúsann, samtals tæpar 650 þúsund krónur í málskostnað. Ítrekuð brot Jón Kristinn hefur ítrekað komist í kast við lögin og hefur hann fjórum sinnum hlotið fangelsisdóma. Flesta þeirra hefur hann fengið fyrir umferð- arlagabrot, ýmist fyrir ölvun við akst- ur eða akstur án ökuréttinda, og einn fyrir lífshættulega íkveikju og fyrir að hafa ekið Hummer-bifreið á tuttugu og sex ára meistaranema í lögfræði og valdið honum ævarandi örkumlum. Þá hefur hann sjö sinnum verið sekt- aður fyrir ölvun við akstur eða fyrir að keyra próflaus ásamt því að hafa feng- ið sekt fyrir fíkniefnabrot. Þrátt fyrir ítrekuð umferðarlaga- brot, sektir og dóma í þá veru, ákvað gjafsóknarnefnd dómsmálaráðuneyt- isins að veita Jóni Kristni gjafsókn til að sækja gegn VÍS og krefjast bóta eft- ir umferðarslys. Slys sem tryggingafé- lagið fullyrti fyrir dómi að hann hefði sjálfur verið valdur að með stórkost- legu gáleysi og að hann hefði jafn- framt verið próflaus á þeim tíma. Forstjóri tryggingafélagsins gagnrýn- ir harðlega að Jóni Kristni hafi verið veitt gjafsókn gegn félaginu. Fíkniefnasmyglari fékk gjafsókn Dómsmálaráðuneytið veitti Rúnari Þór Róberts- syni fíkniefnasmyglara gjafsóknarleyfi í desem- ber 2008 til að höfða meið- yrðamál gegn Sigurjóni M. Egilssyni, fyrrverandi rit- stjóra DV, og Erlu Hlyns- dóttur, blaðamanni DV. Mál- ið höfðaði hann vegna þess að hann var nefndur „kókaín smyglari“ í umfjöllun DV um réttarhöld yfir honum. Björn Bjarnason, þáver- andi dómsmálaráðherra, veitti gjafsóknina en hann vildi ekki tjá sig um málið þegar DV leitaði eftir því á sín- um tíma. Rúnar Þór hafði verið tekinn fyrir að hafa tollafgreitt bifreið sem í fannst talsvert magn fíkniefna. Lögregla hafði áður komið gerviefnum fyr- ir í stað fíkniefnanna og greip Rún- ar Þór við að leysa út bílinn. Hann var síðan ákærður fyrir að hafa ætl- að efnin til sölu en var sýknaður fyrir dómstólum. Þegar dómurinn í meið- yrðamálinu var kveðinn upp sat Rún- ar í gæsluvarðhaldi og var þá talinn einn af höfuðparunum í skútusmygls- málinu svokallaða. Hann var síðan dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir inn- flutning á ríflega 55 þúsund grömm- um af amfetamíni, tæpum 54 þúsund grömmum af kannabisefnum og tæp- lega 10 þúsund e-töflum. Erla og Sigurjón voruð sýknuð en sökum gjafsóknarinnar greiddi rík- issjóður málskostnað Rúnars Þórs upp á fjögur hundruð þúsund krón- ur. Þrátt fyrir að dómsmálaráðuneyti hefði heimild í reglugerð til að aft- urkalla gjafsókn var það ekki gert í þessu máli þó að Rúnar Þór hefði á sama tíma setið í gæsluvarðhaldi vegna stórfellds fíkniefnasmygls. Brotaferill ekki metinn Brynjar Níelsson hæstaréttarlög- maður bendir á að lögin um gjaf- sókn miði ekki við fyrri afbrotaferil einstaklinga. Hann telur alveg vert að skoða lögin til að koma í veg fyr- ir að dæmdir brotamenn fái gjaf- sókn. „Ef málin eru þannig vaxin eiga menn þennan rétt á gjafsókn. Nefndin hlýtur að hafa metið mál- ið allt saman og væntanlega tal- ið hann eiga þennan rétt. Hún hefur ekki rétt til að meta brotaferil einstakl- inganna,“ segir Brynjar. Atli tekur undir og segir gjafsókn- arreglurnar fyrst og fremst snúast um fjárhag þeirra sem sækja um. Engu að síður telur hann mikilvægt að nefnd- in meti tilefni hverju sinni. „Reglurn- ar snúast um fjárhag og viðkomandi hefur án efa uppfyllt þau skilyrði sem til þurfti. Hins vegar tel ég meiri lík- ur á því að gjafsóknarnefnd hefði átt að hafna umsókninni sökum tilefnis- leysis. Það er mjög erfitt fyrir nefndina að fylgja málum eftir en ég tel eðlilegt að mál séu endurmetin komi upp að- stæður sem sýna að gjafsóknin sé ekki réttlætanleg eða hreinlega óréttmæt,“ segir Atli. Lítur illa út Aðspurður telur Brynjar eðlilegt að lögin séu endurskoðuð til að koma í veg fyrir að dæmdir brotamenn hljóti gjafsókn frá ríkinu. „Að mínu mati finnst mér hins vegar eðlilegt að það komi til álita að skoða feril manna og hafi þeir kostað ríkið mikinn pening þá þegar er alltaf til staðar heimild um að afturkalla gjafsókn. Þá kann að vera að breyta þurfti lögum um gjaf- sókn til að koma í veg fyrir að dæmd- ir brotamenn séu að fá slíka gjafsókn. Mér finnst rétt að velta því fyrir okk- ur því eftir á að hyggja lítur þetta mál ekki vel út,“ segri Brynjar. Atli bendir á að í tilviki Jóns Krist- ins sé útlit fyrir að tilefni fyrir máls- höfðun skorti. „Eins og málið lítur út, án þess að hafa skoðað gögnin, virk- ar málið á mig eins og það hafi verið tilefnislaust að veita viðkomandi gjaf- sókn. Nefndin verður að skoða hvort tilefni sé til málsóknar því sé mál- ið vonlaust er vafasamt að veita gjaf- sókn. Ég spyr mig hvort svo hafi ver- ið í þessu máli því tilefnisleysið virðist æpa á mann,“ segir Atli. Það virkar ekki vel á hæstaréttarlögmennina Atla Gíslason og Brynjar Níelsson að dómsmálaráðuneytið veitti margdæmdum ökuníðingi gjafsókn til að sækja bætur gegn tryggingafélagi. Þeir velta fyrir sér hvort taka eigi fyrir að dæmdir brotamenn fái gjafsókn. EFAST UM GJAFSÓKN ÖKUNÍÐINGS „Þá kann að vera að breyta þurfti lögum um gjafsókn til að koma í veg fyrir að dæmdir brotamenn séu að fá slíka gjafsókn.“ n Gjafsókn skuldbindur ríkið til að greiða þann málskostnað sem gjafsóknarhafi hefur sjálfur af máli, þ.e. þóknun lögmanns o.fl. Gjafsókn er veitt vegna mála sem rekin eru fyrir íslenskum dómstólum. Gjafsókn er aðeins veitt einstaklingum en ekki lögaðilum, s.s. fyrirtækjum eða félögum. Hver sá einstaklingur sem getur átt aðild að dómsmáli hér á landi, án tillits til ríkisborgararéttar, getur átt rétt til gjafsóknar. Gjafsókn verður ekki veitt eftir að dómur hefur verði kveðinn upp. Dómsmálaráðherra skal skipa nefnd þriggja lögfræðinga, gjafsóknarnefnd, til fjögurra ára í senn til að veita umsögn um umsóknir um gjafsókn. Einn nefnd- armanna skal skipaður eftir tilnefningu Lögmannafélags Íslands en annar eftir tilnefningu Dómarafélags Íslands. HEIMILD: DOMSMALARADUNEYTI.IS Hvað er gjafsókn? TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Fékk gjafsókn Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, veitti fíkniefnasmyglara í skútu- smyglsmáli gjafsókn til að höfða meiðyrðamál gegn blaðamönnum. Æpandi tilefnisleysi Án þess að hafa farið yfir gögn málsins segir Atli að tilefnisleysi gjafsóknar blasi við og því líkur á því að nefndinni hafi orðið á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.