Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Page 14
BLÓMIN LIFA AF Ef þú ert að fara í vikuferð en vilt ekki að blómin þín drepist, get- ur þú notað svamp til vökvunar. Þetta er háð því skilyrði að gat sé á botni pottsins. Fylltu stórt fat af vatni og settu blómapottinn á svamp sem liggur í vatninu. Þannig geta blómin lifað í viku, að lágmarki. Þetta getur einnig nýst þeim sem nenna sjaldan að vökva. BÓMULLAR- KYRRÐ Gott er að stinga bómullarhnoðr- um á milli tánna á litla barninu ef það vill ekki sitja kyrrt á koppn- um. Líklegt er að náttúran ljúki sínu verki áður en barnið hefur tínt hnoðrana á brott. Þeir sjá um að halda barninu rólegu á meðan það pissar. n Konan, sem segir frá hér til hliðar, hafði áður leitað til Skeljungs í Garðabæ og bað um að láta skipta um peru og setja rúðuvökva á bílinn. Starfsmaður tjáði henni að hætt væri að skipta um perur í bílum þar sem of erfitt væri að komast að þeim. Hann benti á nálæga smurstöð og konan þurfti frá að hverfa. n Kona leitaði til Olís í Garðabæ til að fá skipt um peru í bíl sínum auk þess sem rúðuvökva vantaði. Erlendur starfsmaður sýndi einstaka þjónustulund þegar hann leysti verkið af hendi á einungis fimm mínútum. Hann á klárlega skilið lof dagsins. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Hamraborg VERÐ Á LÍTRA 188,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 191,7 kr. Búðarkór VERÐ Á LÍTRA 188,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 187,3 kr. Bústaðavegi VERÐ Á LÍTRA 193,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 191,90 kr. BENSÍN Skemmuvegi VERÐ Á LÍTRA 188,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 187,2 kr. Bæjarlind VERÐ Á LÍTRA 188,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 187,3 kr. Hæðarsmára VERÐ Á LÍTRA 193,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 191,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i FRÍTT AÐ HENDA JÓLATRJÁM Öll sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu, að Reykjavík undanskil- inni, sækja jólatrén til íbúa sinna eins og venjulega. Gera má ráð fyr- ir að þau verði sótt á hefðbundinn máta. Í sparnaðarskyni hefur Reykja- víkurborg hins vegar ákveðið að veita ekki þessa þjónustu að þessu sinni. Reykvíkingar þurfa þó ekki að sitja uppi með jólatrén til næsta árs. Sorpa tekur á móti trjánum, ein- staklingum að kostnaðarlausu. Fyr- irtæki, verktakar og stofnanir greiða móttökugjald samkvæmt gjaldskrá en verðið fer eftir stærð og umfangi trésins. Hámarksfarmur einstakl- inga er þó tveir rúmmetrar. Þeim, sem eru með stærri farm, er bent á móttökustöðina í Gufunesi en þar er greitt fyrir farma eftir vigt. Þá má þess geta að Íþróttafélögin í Reykjavík fóru á stúfana um helg- ina, í samstarfi við Íslenska Gáma- félagið, og söfnuðu jólatrjám gegn 1.000 króna gjaldi. Auk þess gafst fólki þannig færi á því að styrkja íþróttafélagið sitt. Til stóð að söfnun trjánna færi einungis fram um helg- ina en það er vel þess virði að fylgj- ast með því hvort íþróttafélagið þitt verði á ferðinni fram eftir vikunni, enda má gera ráð fyrir því að af nógu sé að taka. 14 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 NEYTENDUR Athugun DV leiddi í ljós að gríðar- legur verðmunur er á líkamsræktar- kortum í helstu stöðvum landsins. Tekið var saman hvað árskort kostar í líkamsrækt í stærstu stöðvunum. Verðmunurinn reyndist vera 156 prósent. Ekki er tekið tillit til þeirra fríðinda sem fylgja kortunum en al- gengt er að árskortum fylgi kaup- auki á borð við fríkort í sund eða ljósakort. Nautilus og Vaxtarræktin Eins og áður sagði er árskortið ódýr- ast í Nautilus. Nautilus rekur sjö lík- amsræktarstöðvar á Íslandi og hef- ur samtals um 8 þúsund meðlimi. Árskortin eru misjafnlega dýr eftir því hvar stöðvarnar eru; kosta á bil- inu 22 til 32 þúsund krónur á tilboði sem eru í gangi um þessar mundir en 26 til 36 þúsund krónur á fullu verði. Vera má að einhvers staðar megi finna ódýrari líkamsræktar- kort en flestar stærstu stöðvarnar voru kannaðar að þessu sinni. Vaxtarræktin á Akureyri býð- ur næstbest af þeim líkamsræktar- stöðvum sem voru til athugunar að þessu sinni. Árskortið þar kostar 45 þúsund krónur á tilboði, eða 57 pró- sentum meira en í Nautilus. Hækkað frá því í fyrra DV gerði svipaða athugun síðast- liðið vor. Þegar verðið í dag er borið saman við þá athugun kemur í ljós að Nautilus, World Class og Hreyf- ing hafa ekki hækkað verðið frá því síðastliðinn vetur. Sporthúsið hef- ur hækkað árskortið um 10 þúsund krónur, Baðhúsið um 9 þúsund og árskortið í Hress heilsurækt kostar um sjö þúsund krónum meira en í fyrra. Þá skal þess líka getið að verðið er yfirleitt breytilegt eftir því hvort fólk gerir tímabundinn eða ótíma- bundinn samning. Loks skal bent á að þeir sem gera samninga við lík- amsræktarstöðvarnar þurfa að segja þeim upp með þriggja eða jafn- vel sex mánaða fyrirvara. DV hvet- ur fólk til að lesa vandlega yfir þá samninga sem það skrifar undir. Margar stöðvar Eins og áður sagði tekur verðsam- anburðurinn ekki tillit til aðstöðu eða þjónustu í hverri stöð né held- ur fjölda stöðva, en sem dæmi má nefna að World Class rekur sjö stöðvar og Nautilus átta. Ítrekað skal að yfirleitt fylgja ýmis fríðindi árskortum en í þeim geta falist nokkur verðmæti. Þá er í flest- um, ef ekki öllum stöðvum, hægt að kaupa dýrari árskort með því að gerast meðlimur í svokölluðum sport-, heilsu- eða lúxusklúbbum. Aðgangur að ýmsum heilsuræktar- námskeiðum getur verið innifalinn í kortunum eða í það minnsta góð- ur afsláttur. Skólakortin ódýrari Flestar líkamræktarstöðvarnar bjóða sérstök skólakort fyrir náms- menn. Þau eru alla jafna nokkuð ódýrari, enda er yfirleitt um 10 mán- aða kort að ræða. Nautilus er ekki með sérstakt verð fyrir námsmenn en það er engu að síður hagstæð- ast fyrir námsmenn að kaupa kort á fullu verði þar. Af þeim líkams- ræktarstöðvum sem bjóða sérstök tíu mánaða skólakort býður Sport- húsið best. Skólakortið kostar þar 37.900 krónur, um tvö þúsund krón- um minna en í Baðhúsinu og Hress heilsurækt en þar gildir skólakortið í heilt ár og er því ef til vill hagstæð- ara. ÓDÝRAST Í NAUTILUS Árskort í líkamsrækt er langódýrast í stöðvum Nautilus, ef marka má verðsamanburð DV. Verðmunur á ódýrustu og dýrustu stöðvunum er meiri en 150 prósent. Kortið er dýrast í Hreyfingu, hvar samningur í eitt ár kostar rúmar 73 þúsund krónur. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Stöð Eingreiðsla Samningur Skólakort (10mán) Verðmunur Athugasemdir Nautilus 28.561 kr. - - - Meðalverð – tilboð til 20.jan Vaxtarræktin Akureyri 44.900 kr. - 44.900 kr. 57,2% Tilboðsverð Baðhúsið 58.950 kr. 59.880 kr. 39.900 kr. 106,4% Hress heilsurækt 58.990 kr. 62.000 kr. 39.990 kr. 106,5% Skólakort gildir í heilt ár Sporthúsið 61.500 kr. 62.400 kr. 37.900 kr. 115,3% Samningur ótímabundinn Bjarg Akureyri 62.000 kr. 62.004 kr. 57.600 kr. 117,1% Skólakort gildir í heilt ár World class 63.420 kr. 63.480 kr. - 122,1% Samningur ótímabundinn Hreyfing - 73.280 kr. 45.000 kr. 156,6% Með 2.900 króna samningsgjaldi Árskort í líkamsrækt Frítt að farga Sorpa tekur við jólatrjám, einstaklingum að kostnaðarlausu. Þegar verðið í dag er borið saman við þá athugun kemur í ljós að Nautilus, World Class og Hreyfing hafa ekki hækkað verðið frá síðastliðnum vetri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.