Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 FRÉTTIR
Ein helstu samtök Bretlands fyrir
velferð barna, NSPCC, hafa sent frá
sér viðvörun um að barnaverndar-
kerfi landsins bregðist ungbörnum,
stundum með banvænum afleiðing-
um, þrátt fyrir að fjölgun barna sem
sett eru undir verndaráætlun yfir-
valda vegna vanrækslu hafi aukist
sem nemur 30 prósentum á síðast-
liðnum fimm árum.
Samtökin krefjast gagngerrar
endurskoðunar á vinnureglum sem
settar eru starfsfólki félagsmála, sem
þau segja að hvetji það til að „bíða
þar til vanræksla er orðin viðvar-
andi“ áður en gripið er til aðgerða.
Hulin vanræksla
Vanræksla getur birst í mörgum
myndum, til dæmis í því að meina
barni um vatn eða mat, meina börn-
um að leika sér, meina þeim aðgang
að skóla eða halda börnum í illa upp-
hituðum og skítugum vistarverum.
Rannsókn NSPCC gefur til kynna
að vanræksla er oft nátengd barna-
dauða og á stundum er vanræksla
stór þáttur í honum.
Þrátt fyrir að sum mál sem varða
vanrækslu og líkamlegt ofbeldi gegn
börnum komist í hámæli, líkt og
varð raunin með barnið Peter, er nú
svo komið að eitt helsta áhyggjuefni
þeirra sem vinna að barnavernd eru
tilfelli þar sem vanrækslan er ekki
augljós.
Könnun sem breska dagblaðið
Observer stóð að leiddi í ljós að fjölg-
un barna sem sett hafa verið undir
áætlun barnaverndaryfirvalda vegna
gruns um vanrækslu hefur aukist um
30 prósent. Árið 2005 var fjöldi þeirra
barna, á Englandi, 13.200. Sá fjöldi
jókst upp í 19.900 á síðasta ári. Það
er tvöfaldur fjöldi þeirra barna sem
sett hafa verið undir verndaráætlun
vegna gruns um líkamlega eða kyn-
ferðislega misnotkun.
Áfengis- og fíkniefnaneysla
Samkvæmt NSPCC er það áhyggju-
efni að starfsfólk félagsmála læt-
ur undir höfuð leggjast að grípa til
aðgerða þegar það rekst á barn sem
ber merki vanrækslu. Rannsókn
mála sem varða dauða vanrækt-
ra barna gefur til kynna að meðal-
tími frá því grunur um vanrækslu er
viðraður þar til barnið deyr er um
þrettán mánuðir.
Könnun NSPCC byggist á grein-
ingu Ofsted-stofnunarinnar á dauða
174 barna á síðasta ári, sem leiddi
í ljós að fimmtíu barnanna höfðu
búið við vanrækslu á einhverjum
tíma ævi sinnar. í flestum tilfellum
var um að ræða börn undir sex ára
aldri og í fjölda tilfella var að finna
tengsl á milli dauða barna og áfeng-
is- og fíkniefnaneyslu foreldra.
Óttast niðurskurð
Á vefsíðu breska dagblaðsins
Guard ian er haft eftir Díönu Sutt-
on, yfirmanni hjá NSPCC að „van-
ræksla væri vanrækt vandamál“.
Að sögn Sutton eiga mál sem varða
vanrækslu það til að reka á reiðan-
um og það sé brýnt að ná jafnvægi
þegar að því kemur hvort eigi að
halda fjölskyldu saman eða fjar-
lægja barnið.
Samtökin hyggja á herferð til að
auka vægi baráttu gegn vanrækslu
í komandi kosningum og hafa
áhyggjur af því að baráttan gegn
vanrækslu muni verða fyrir niður-
skurði.
ÓTTAST UM
VELFERÐ BARNA
Bresk samtök um velferð
barna hafa áhyggjur af
framtíðarþróun vanda-
málsins. Áhyggjur vegna
vanrækslu sem ekki er
augljós hafa aukist og
börnum sem félagsmála-
yfirvöld hafa haft afskipti
af hefur fjölgað verulega
síðastliðin fimm ár.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Rannsókn mála
sem varða dauða
vanræktra barna gefur
til kynna að meðaltími
frá því grunur um
vanrækslu er viðraður
þar til barnið deyr er
um þrettán mánuðir.
Umkomuleysi Velferð breskra
barna er áhyggjuefni að sögn
þarlendra samtaka.
SVIÐSETT MYND
VETUR Í EVRÓPU
Vetrarveðrið sem hefur ríkt í Evr-
ópu undanfarið er farið að hafa al-
varleg áhrif. Bretar hafa verið hvattir
til að búa sig undir hækkandi mat-
vælaverð því vegna kuldanna hafa
bændur verið ófærir um að rækta
grænmeti og vegna snjóa hafa flutn-
ingabílstjórar átt í mesta basli við að
dreifa ferskum matvælum.
Ekki hefur verið jafnkalt í Bret-
landi í þrjátíu ár og lögregla þar í
landi staðfesti í gær að kuldaboli
hefði kostað tuttugu og sex manns
lífið. Þar af eru tvær konur, önnur
níræð og hin fjörutíu og tveggja ára,
Miklar vetrarhörkur hafa ríkt í Evrópu
undanfarið. Víða er farið að bera á skorti á
salti til að bera á götur og þjóðvegi og verð
á matvælum fer sums staðar hækkandi.
Mannfellir hefur verið í Bretlandi og Pól-
landi og víðar og samgöngur hafa farið úr
skorðum.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Vetur í Þýskalandi Fannfergi og kuldi
hefur haft víðtækar afleiðingar víða í
Evrópu. MYND AFP
Neandertal-
menn notuðu
farða
Vísindamenn segjast hafa fund-
ið fyrstu sterku vísbendingarnar
um að Neandertal-menn hafi
notað „líkamsmálningu“ fyrir
50.000 árum. Samkvæmt skýrslu
vísindamannanna voru skeljar
sem fundist hafa og innihalda
þurrar litaleifar „make-up“-ílát
þess tíma.
Teymið fann skeljarnar við
fornleifagröft á tveimur stöðum í
Murcia-héraði á Suður-Spáni og
segja vísindamennirnir að fund-
urinn hreki þá ímynd að Neand-
ertal-menn hafi verið „hálfvitar“,
og sýni að þeir hafi verið færir
um táknræna hugsun.
Svartir stautar með þurrum
litaleifum, sem kunna að hafa
verið notaðar til líkamsmálun-
ar af Neandertal-mönnum, hafa
fyrir fundist í Afríku.
Dýrka heilagan
dauða
Glæpagengi í Mexíkó hafa,
kaþólsku kirkjunni þar í landi
og stjórnvöldum til mikillar ar-
mæðu, tileinkað sér dýrkun á
heilögum dauða, Santa Muerte,
og virðist sem hann hafi tekið
sess Maríu meyjar sem upp-
spretta hugaróra af óhelgum
toga.
Það sem fer fyrir brjóstið á
kirkjunnar mönnum og ráða-
mönnum er að uppdiktaður
dýrlingur úr þjóðsögum sé orð-
inn ómissandi fylgihlutur hjá
eiturlyfjaneytendum, gengj-
um og höfuðpaurum eiturlyfja-
samtaka. Hingað til hefur Santa
Muerta aðallega haft aðdráttar-
afl gagnvart ferðamönnum sem
keypt hafa styttur af dýrlingnum
sem minjagrip um Dag hinna
dauðu.
Faðir forsetans,
listamaðurinn
Fyrst hugðist Jean Sarkozy,
sonur Nicolas Frakklandsfor-
seta, nýta sér föðurnafnið til að
komast við metorða í Frakklandi
þegar hann reyndi að verða
yfirmaður stofnunar sem fer
með málefni
helsta við-
skiptahverfis
Parísar. Nú
beinast augu
Frakka að
föður Nicol-
as, hinum 81
árs Pal, sem
hefur samið
um einkasýningu í listgalleríi í
París í apríl.
Þungamiðja sýningarinn-
ar mun verða stórt málverk af
Cörlu Bruni-Sarkozy þar sem
hún situr á flygli og spilar á gítar.
Ekki langt undan er Sarkozy sitj-
andi við borð.
Myndir Pals eru oftar en ekki
af nöktum konum fyrir framan
súrrealískan bakgrunn og hefur
listamaðurinn uppskorið háð-
ung listgagnrýnenda fyrir vikið.
Fyrirætlanir Tyrkjans Mehmet Ali
Agca, sem sýndi Jóhannesi II páfa
banatilræði árið 1981, um að skrifa
undir margra milljóna dala samning
vegna kvikmyndar og útgáfu bókar
hafa vakið hneykslan. Breska dagblað-
inu Sunday Times barst handskrifað
bréf frá Agca þar sem hann fullyrðir að
„mikill áhugi væri í Japan og Kanada“
fyrir kvikmynd og heimildarþáttum
fyrir sjónvarp.
Í bréfinu lýsir Agca sér sem „and-
lega heilbrigðum og sterkum, bæði
andlega og líkamlega“ og mun hann
hafa farið fram á tvær milljónir dala,
um 250 milljónir króna, fyrir einka-
sjónvarpsviðtal og fimm milljónir
dala, um 630 milljónir króna, fyrir tvær
bækur. Mehmet Ali Agca hefur einn-
ig haft samband við bandaríska met-
söluhöfundinn Dan Brown, höfund
Da Vinci lykilsins, og ýjað að mögu-
leikanum á því að skrifa bók, The Vat-
ican Code, sem yrði síðan fylgt eftir
með kvikmynd.
Agca hefur verið í tyrknesku fang-
elsi síðan árið 2000 þegar ítölsk stjórn-
völd náðuðu hann og vísuðu úr landi.
Í Tyrklandi hefur hann síðan afplán-
að dóm, en hann var sakfelldur fyr-
ir morðið á blaðamanninum Abdi
Ipekci, sem var myrtur tveimur árum
áður en tilræðið var gert gegn Jóhann-
esi páfa. Á þeim tíma tókst Agci að flýja
úr tyrknesku fangelsi.
Enn er á huldu hvort Mehmet Ali
Agci var einn að verki þegat hann skaut
Jóhannes páfa á Péturstorginu í Róm
árið 1981. Mehmet Ali Agca, sem hefur
ekki gefið upp um hvort hann hyggist
tjá sig um tilræðið við Jóhannes páfa,
mun losna úr fangelsi 18. janúar.
Tilræðismaður Jóhannesar páfa II hyggur á ritstörf:
„Dan Brown“-bók og kvikmynd
Páfinn og tilræðismaðurinn Jóhannes páfi heimsótti Agca í fangelsi árið 1983.
Mikið hefur gengið á í samskipt-
um múslima og kristinna í Mal-
asíu og í helgarbyrjun var borinn
eldur að fjórum kirkjum auk þess
sem mikið bar á mótmælum. Mót-
mælin eru tilkomin vegna nýfall-
ins dómsúrskurðar um að kristn-
ir megi nota orðið Allah um hinn
kristna guð. Múslimskir predikar-
ar notuðu föstudagsbænirnar til
að mótmæla úrskurði dómsins.
„Við munum ekki leyfa að orð-
ið Allah verði notað í ykkar kirkj-
um,“ sagði einn predikari í mosku
í Kuala Lumpur, og mótmælend-
ur gengu um með spjöld sem á
var skrifað „Ranglega notuð nöfn
orsaka villutrú“ og „Allah er ein-
göngu fyrir okkur“.
Kristnir mega ekki nota orðið Allah um guð sinn:
„Allah“ bara fyrir múslima