Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Qupperneq 20
Dorrit Moussaieff FORSETAFRÚ Dorrit fæddist í borgarhluta Buk- hara-gyðinga í Jerúsalem en flutti þrettán ára með fjölskyldu sinni til London og ólst þar upp eftir það. Vegna lesblindu sótti hún ekki reglubundna skóla en naut þess í stað heimakennslu. Dorrit var einungis barn að aldri er hún varð hugfangin af skartgripum og hönnun þeirra og hún varð snemma þekktur og eft- irsóttur skartgripahönnuður. Hún hóf störf við skartgripaverslun föð- ur síns í Hilton Park Lane í London er hún var fjórtán ára og fékkst síð- an um árabil við skartgripahönn- un og skartgripaviðskipti með áherslu á sjaldgæfa steina. Auk þess stundaði hún ýmis önnur við- skipti, s.s. ferðaþjónustu á Kýpur og sinnti fjölskyldufyrirtækinu. Þá hafði hún á árum áður einnig um- sjón með innréttingu fjölmargra gamalla og sögufrægra húsa, eink- um í Bretlandi. Dorrit hefur verið greinahöf- undur í breskum tímaritum, s.s. fyrir tímaritið Tatler og í áratugi tekið þátt í margvíslegu menn- ingarlífi, einkum í Bretlandi og Bandaríkjunum, og starfað með fjölmörgum áhrifamönnum í list- um og viðskiptum í ýmsum lönd- um. Dorrit hefur á undanförnum árum einkum beitt sér fyrir því að kynna íslenska menningu og listir á alþjóðavettvangi og koma ungu íslensku listafólki á framfæri. Dorrit öðlaðist íslenskan rík- isborgararétt 31.7. 2006. Hún var kjörin kona ársins af Nýju lífi árið 2006. Af því tilefni tók tímaritið fram: „að Dorrit sé glæsilegur full- trúi lands og þjóðar hvar sem hún komi. Þá hafi hún verið ötul við að leggja velferðarmálum lið, þá sér- staklega málefnum barna og ungl- inga sem eiga við fötlun og geð- ræn vandamál að stríða. Einnig hafi hún lagt sig fram um að efla og styðja við íslenska menningu og koma íslensku listafólki á fram- færi. Þá sé hún sjálf kraftmikil at- hafnakona og góð fyrirmynd fyrir íslenskar konur sem dreymir um að láta til sín taka og sjá drauma sína rætast.“ Fjölskylda Dorrit giftist 1970, Neil Zarach, þekktum innanhússhönnuði í Lundúnum af gyðingaættum. Þau skildu 1981. Dorrit trúlofaðist árið 2000, Ólafi Ragnari Grímssyni, f. 14.5. 1943, forseta Íslands. Þau giftu sig á afmælisdegi forsetans árið 2003. Foreldrar hans voru Grímur Krist- geirsson og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar. Tvíburadætur Ólafs og fyrri eiginkonu hans, Guðrúnar Katr- ínar Þorbergsdóttur, f. 14.8. 1934, d. 12.10. 1998, framkvæmdastjóra, eru Guðrún Tinna Ólafsdóttir, f. 30.8. 1975, viðskiptafræðingur, gift Karli Pétri Jónssyni framkvæmda- stjóra og eiga þau tvær dætur, Katr- ínu Önnu Karlsdóttur, f. 14.1. 2003, og Kötlu Karlsdóttur, f. 18.12. 2006 en sonur Karls Péturs er Ari Páll Karlsson, f. 17.10. 1997; Svanhild- ur Dalla Ólafsdóttir, f. 30.8. 1975, stjórnmálafræðingur og lögfræð- ingur, gift Matthíasi Sigurðarsyni tannlækni og eiga þau tvö börn, Urði Matthíasdóttur, f. 3.11. 2004, og Ólaf Ragnar Matthíasson, f. 21.11. 2007. Systur Dorritar eru Tamara Moussaieff, f. 1952 , búsett í New York; Sharon Moussaieff, f. 1965, búsett í Tel Aviv í Ísrael. Foreldrar Dorritar eru Shlomo Moussaieff, f. 1922, skarpgripasali og meðal fremstu safnara heims á fornminjum sem tengjast tím- um Gamla testamentisins, og Alisa Moussaief, húsmóðir. Þau hafa í áratugi fengist við skartgripavið- skipti. Ætt Shlomo Moussaieff er Ísraels- maður af Sephardic-gyðingaætt- um. Hann rekur ættir sínar aft- ur til Bukhara, hinnar sögufrægu borgar við Silkiveginn um Mið- Asíu, en fjölskyldan hefur feng- ist við skartgripasmíð og verslun með demanta og aðra eðalsteina um sex alda skeið. Systir Shlomo er Shdema Moussaieff, frægur sál- fræðingur og rithöfundur. Faðir Shlomo var Rehavia Moussaieff, bróðir Henri Moussaieff, langafa píanóleikarans heimsfræga, James Raphael og rithöfundarins Jeffrey Moussaieff Masson. Alisa, móðir Dorritar, er af Ash- kenazi-gyðingaættum. Hún var fædd í Austurríki en fjölskyldan flúði til Palestínu skömmu áður en þýskir nasistar lögðu undir sig Austurríki. Alisa var m.a. aðstoð- armaður og túlkur David Ben-Gur- ions, fyrsta forsætisráðherra Ísra- els. MÁNUDAGINN 11. JANÚAR 30 ÁRA n Jakub Budkiewicz Raufarseli 8, Reykjavík n Edda Jónsdóttir Svarthömrum 54, Reykjavík n Hjördís Elsa Guðlaugsdóttir Dverghamri 31, Vest- mannaeyjum n Edda Elvý Hauksdóttir Seljahlíð 13f, Akureyri n Þóranna Halldórsdóttir Bæjarholti 3, Hafnarfirði n Herdís Eiríksdóttir Sæbólsbraut 12, Kópavogi n Einar Haukur Gíslason Spóahólum 16, Reykjavík n Olga Ellen Þorsteinsdóttir Esjugrund 96, Reykjavík n Anna Hera Björnsdóttir Bólstaðarhlíð 39, Reykjavík n Bjarni Árnason Meistaravöllum 11, Reykjavík n Guðbjörn Ívar Kjartansson Eyravegi 46, Selfossi n Jóna Benny Kristjánsdóttir Kjarnagötu 46, Akureyri n Björgvin Björgvinsson Lynghólum 10, Dalvík 40 ÁRA n Wenche Follaug Engihjalla 1, Kópavogi n Anna María Elíasdóttir Strandgötu 13, Hvammstanga n Kristín Laufey Ingólfsdóttir Vaðlabyggð 10, Akureyri n Björgvin E Björgvinsson Stórakrika 49, Mosfellsbæ n Ásta Nína Benediktsdóttir Fífulind 7, Kópavogi n Zbigniew Jan Krupski Hverfisgötu 86, Reykjavík n Steinbjörn Logason Hlíðarbraut 6, Hafnarfirði n Brynhildur Ólöf Frímannsdóttir Byggðavegi 136, Akureyri n María Ragna Lúðvígsdóttir Grænuvöllum 5, Selfossi n Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir Sunnubraut 29, Kópavogi n Oddgeir Guðnason Leynisbraut 3, Grindavík 50 ÁRA n Ragnar Gíslason Hólagötu 22, Vestmannaeyjum n Guðbjörg María Ólafsdóttir Vesturbergi 163, Reykjavík n Jón Ingi Jónsson Oddagötu 11, Akureyri n Ágústa Baldursdóttir Hólabraut 13, Höfn í Hornafirði n Sighvatur Óttarr Elefsen Hamratanga 11, Mosfellsbæ n Árni Tómasson Gónhóli 21, Reykjanesbæ n Sveinn Ríkarðsson Suðurgötu 85, Hafnarfirði n Sveinar Eyfjörð Þórsson Víðilundi 15, Akureyri n Kristín Jóhannsdóttir Kirkjuvegi 101, Vestmannaeyjum n Harpa Gísladóttir Illugagötu 69, Vestmannaeyjum n Þórhildur Guðrún Egilsdóttir Baughúsum 43, Reykjavík n Ólafía Dröfn Hjálmarsdóttir Grundargötu 98, Grund- arfirði n Jónína S. Sigurbjörnsdóttir Gerðhömrum 15, Reykjavík n Emilía Ingadóttir Skúlagötu 7, Borgarnesi n Sólrún Elín Rögnvaldsdóttir Fálkahöfða 6, Mosfellsbæ n Pétur Kjartansson Ólafsvöllum, Selfossi n Guðgeir Eiður Ársælsson Gullengi 3, Reykjavík 60 ÁRA n Jakob Smári Safamýri 25, Reykjavík n Reynir Elíesersson Suðurhúsum 6, Reykjavík n Guðrún Magnúsdóttir Spóaási 12, Hafnarfirði n Guðlaug I Ólafsdóttir Bergholti 7, Mosfellsbæ n Þór Lövdal Konráðsson Birkigrund 28, Kópavogi n Kristján Sigurbjarnarson Leirutanga 19, Mosfellsbæ n Hannes Sigurgeirsson Hlaðbæ 11, Reykjavík 70 ÁRA n Örn Steinsen Sléttuvegi 23, Reykjavík n Haukur Steindórsson Stapasíðu 1, Akureyri 75 ÁRA n Guðmundur Sveinn Haraldsson Hraunbæ 138, Reykjavík n Björg Lilja Guðjónsdóttir Einarsnesi 6, Reykjavík n Lilja Gunnarsdóttir Vallarbraut 10, Reykjanesbæ n Halldóra Þorkelsdóttir Breiðuvík 22, Reykjavík n Jón Leósson Vallarási 3, Reykjavík n Alda Jónasdóttir Vesturgötu 17, Reykjanesbæ 80 ÁRA n Óskar Jónsson Miðvangi 6, Hafnarfirði n Valentínus GuðmundssonÞórðarsveig 1, Reykjavík n Guðmundur Björn Sveinsson Kirkjuteigi 13, Reykjavík n Áslaug Magnúsdóttir Hringbraut 42, Hafnarfirði n Erlendur Guðmundsson Fjallalind 12, Kópavogi n Ásta Þengilsdóttir Austurbyggð 3, Akureyri n Þórunn Stefánsdóttir Vesturgötu 164, Akranesi 85 ÁRA n Margrét Nikulásdóttir Reykhúsum 4b, Akureyri n Björn Stefánsson Stekkjargötu 27, Reykjanesbæ n Þorkell Sigmundsson Traðarstíg 10, Bolungarvík 95 ÁRA n Hjalti Árnason Skeggjastöðum, Skagaströnd TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ! 60 ÁRA Á MORGUN 20 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 ÆTTFRÆÐI Bogga bláa þrítug: Kýlir á partí í Hveragerði Elínborg María Ólafsdóttir er naglafræðingur, nemi við Keili og í þokkabót einhver harðasti sjálf- stæðismaður sem fyrirfinnst í Hveragerði, þar sem hún er bú- sett með eiginmanni sínum, Gísla Reyni Runólfssyni eggjabónda og sonunum Runólfi, níu ára, og Ól- afi Óskari, tveggja ára. Elínborg sem er þrítug í dag, er auk þess, að eigin sögn, algjört partídýr og af- mælisfrík. Það má því búast við að hún bregði fyrir sig betri fætinum í tilefni dagsins, eða hvað?: „Heyrðu, já - það verður af- mælisveisla. Það vita sko allir í þessum litla bæ hvað er í vænd- um varðandi afmælið mitt. Ég held reyndar ekki upp á það alveg strax því það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana. Ég er t.d. að fara í fimmtugsafmæli nú um helgina. En ég snuða fólk ekki um afmælisveislu. Hún verður haldin 6. febrúar nk., að vísu í iðnaðar- húsmæði hér í bænum svo hægt verði að leggja meira í púkkið fyrir veislufönginn. En ég á von á fjöl- mennri veislu og gargandi fjöri, - það máttu bóka.“ Verður þema? „Ja, ætli ég ákveði það ekki bara hér og nú að þemað verður „svart og silfrað“. Ég var svolítið að pæla í „gulli og silfri“ en það yrði kannski heldur yfirdrifið í svona hráu iðn- aðarhúsnæði. Aðalatriðið verður samt fjörið - gítarspilið og söng- urinn. Það er svo músíkalskt fólk í kringum mig. Svo má geta þess að þegar ég varð tvítug og tuttugu og fimm ára, var ég bara með mega stelpupartí. Þetta verður því í fyrsta sinn sem karlarnir fá að vera með - og þeir eru búnir að bíða lengi eftir því get ég sagt þér.“ TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ! ÞRIÐJUDAGINN 12. JANÚAR 30 ÁRA n Jerald Nueva Vallesterol Sólheimum 1, Reykjavík n Silke Leyk Skyggni, Flúðum n Nanoq Christian B Bisgaard Veghúsum 7, Reykja- vík n Harpa Sigurðardóttir Melgerði 26, Reykjavík n Skafti Rúnar Þorsteinsson Skútagili 1, Akureyri n Kristinn Nikulás Edvardsson Eggertsgötu 26, Reykjavík n Jón Sigurfinnur Ólafsson Gunnarsbraut 51, Reykjavík n Bjarki Týr Gylfason Svölutjörn 55, Reykjanesbæ n Hjördís Jónsdóttir Haukanesi 10, Garðabæ n Hörður Daði Björgvinsson Hunkubökkum, Kirkju- bæjarklaustri 40 ÁRA n Roman Sergeisson Gokoryan Hraunbæ 100, Reykjavík n Júlía Sigurðardóttir Víkurströnd 6, Seltjarnarnesi n Viðar Bragason Björgu 1, Akureyri n Sigurjón G Halldórsson Hvammsgerði 1, Reykjavík n Bryndís Ingimundardóttir Hulduhlíð 14, Mos- fellsbæ n Borgar Antonsson Holtsenda, Höfn í Hornafirði n Hálfdán Sveinbjörn Kristinsson Víðimel 21, Reykjavík n Guðfinna Rósantsdóttir Bakkaflöt 1, Akranesi n Elberg Þorvaldsson Hveramörk 21, Hveragerði n Sigrún Huld Hrafnsdóttir Bröndukvísl 17, Reykjavík 50 ÁRA n Hans Olav Andersen Hávallagötu 21, Reykjavík n Jörgen Boman Kársnesbraut 123, Kópavogi n Eva Jóhannsdóttir Hlíðarási 39, Hafnarfirði n Guðjón Óli Helgason Hátúni 6, Reykjavík n Birgir Guðmundsson Selvogsbraut 1, Þorlákshöfn n Kristín Theódóra Óladóttir Ásbúð 80, Garðabæ n Gunnar Már Eiríksson Klukkurima 6, Reykjavík n Kjartan Már Kjartansson Barðastöðum 17, Reykjavík n Axel Reynisson Baldursbrekku 12, Húsavík n Kristín Runólfsdóttir Fagurgerði 4a, Selfossi 60 ÁRA n Sigurgeir Högnason Heiðarhjalla 13, Kópavogi n Herdís Ívarsdóttir Barrholti 17, Mosfellsbæ n Erlín Óskarsdóttir Eystri-Hellum, Selfossi n Hlynur Halldórsson Miðhúsum, Egilsstöðum n Kristín Sigurbjörg Karlsdóttir Laufási 1, Hellis- sandi n Árni Guðjónsson Vestri-Tungu, Hvolsvelli n Hörður Júlíusson Hlíðarhjalla 53, Kópavogi n Steinunn Thorsteinson Hörðukór 5, Kópavogi 70 ÁRA n Daníel J Kjartansson Borgarheiði 9v, Hveragerði n Hanna Helgadóttir Hringbraut 2a, Hafnarfirði n Bjarni Th. Mathiesen Þorláksgeisla 1, Reykjavík 75 ÁRA n Ásta Heiður Tómasdóttir Rekagranda 5, Reykjavík n Ásmundur Ari Sigurjónsson Hvassaleiti 10, Reykjavík 80 ÁRA n Borgar Símonarson Goðdölum, Varmahlíð n Þrúður Júlíusdóttir Kirkjusandi 1, Reykjavík 85 ÁRA n Jarþrúður Jónsdóttir Varmalæk, Borgarnesi n Guðrún de L Etoile Jóruseli 4, Reykjavík 95 ÁRA n Kristín Kristjánsdóttir Bláskógum 12, Reykjavík Sm áa ug lý si ng as ím in n er 515 55 50 smaar@dv.is Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.