Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 23
lega eins og vinnufélögum. Öðruvísi hefði ég ekki getað lifað að fullu og öllu sem kona í þessi tvö ár sem kraf- ist var fyrir aðgerð.“ Á fimm barnabörn Þegar Anna kom heim vakti hún mikla athygli í samfélaginu. Hún segist ekki hafa leitað eftir athygli en að fólk hafi verið forvitið og hún hafi ekki viljað ljúga heldur svarað hreinskilnislega. Hún viðurkennir að sumir hafi átt afar erfitt með að sætta sig við ákvörðun hennar en að flestir sem hafi verið neikvæðir í upphafi hafi nú breytt sinni afstöðu. Hún er í sambandi við tvö af börn- um sínum og á fimm barnabörn sem hún segir yndisleg. Hún hefur starf- að hjá Orkuveitu Reykjavíkur í 13 ár og líkar vel og segir andrúmsloftið í vinnunni notalegt. Aðspurð seg- ir hún karlana í vinnunni lítið kippa sér upp við þá staðreynd að hún sé trans. „Þeir verða bara að sætta sig við mig og það gefur augaleið að þegar maður er búinn að vera þetta mörg ár á vinustað að þá væru menn löngu búnir að grípa til aðgerða ef þeir vildu losna við mig. Þarna ríkir vinátta og við erum ekkert að káss- ast hvert upp á annað. Ég er ánægð í vinnunni en það er helst að ég sakni sjómennskunnar.“ Hrifin af Jóhönnu Anna hefur alltaf haft sterkar skoð- anir á málunum eins og sést hefur á vinsælu bloggi hennar og Facebook- færslum. Hún segir skelfilegt ástand ríkja á Íslandi og er fokreið forsetan- um fyrir að hafa synjað Icesave-lög- unum. „Ég næ ekki upp í hvað mað- urinn er að gera. Ætlar hann að rústa samfélaginu? Þetta eru ekki eins og einhver fjölmiðlalög sem enginn er að velta fyrir sér. Þetta er miklu stærra mál og hefur þegar valdið miklum skaða. Nú verður fólk að fara gera eitthvað og Össur og félagar að fara út og láta í sér heyra,“ segir Anna sem er hrifin af Jóhönnu. „Jóhanna er misskilin og ég held að hún sé ekki þessi mannafæla sem fólk seg- ir hana vera. Enginn annar forsæt- isráðherra hefur komið jafnoft fram í fjölmiðlum og haldið jafnmarga fjölmiðlafundi og hún. Ef um Davíð og Halldór væri að ræða myndu þeir nú halda sig í sínum fílabeinsturni. Jóhanna hefur hins vegar ekki viljað gefa færi á sér og sínu einkalífi í fjöl- miðlum og þaðan er þessi misskiln- ingur komin. Hún veit sem er að er- lendir fjölmiðlar vijla helst ræða við hana um samkynhneigð hennar en kannski ætti hún að opna sig meira og nota tækifærið í leiðinni til að laga ímynd Íslands á erlendum vettvangi. Jóhanna ætlaði aldrei í formanninn og var á leið út úr pólitík þegar hún var hvött af flokksmönnum til að taka þetta að sér og mér finnst flokkurinn ekki hafa staðið nógu vel við bakið á henni,“ segir Anna og bætir við að það verði erfitt fyrir stjórnina að sitja áfram verði Icesave fellt með þjóð- aratkvæðagreiðslu ef til þjóðarat- kvæðagreiðslu komi. Býr ein með kisunum Anna segir fyrstu kynskiptiaðgerðina hafa verið framkvæmda hér á landi árið 1997, tveimur árum eftir að hún lauk sínu ferli. Í dag sé auðveldara að fá samþykki fyrir aðgerð en þeg- ar hún barðist við kerfið. „Í dag búa á Íslandi milli fimm til átta manns sem hafa farið í þessa aðgerð og ég var lík- lega önnur eða þriðja í röðinni. Þrír einstaklingar hafa farið hér heima en aðrir erlendis. Ég veit líka um þrjá einstaklinga sem eru fæddir úti en búa hér og svo er nokkuð stór hópur íslensks transfólks sem býr erlend- is,“ segir Anna sem átti stóran þátt í að ryðja leiðina fyrir transfólk á Ís- landi. „Vissulega hefði ég viljað fæð- ast sem kona og losna við allt þetta vesen sem ég hef gengið í gegnum en því miður var það ekki þannig,“ segir hún en bætir við að hún sé ekki reið, hvorki við sjálfa sig, samfélagið né guð. „Auðvitað kemur stundum upp í mér kergja og þá út í samfélagið, að fæðast sem trans hefur sett mark á allt mitt líf en ég hef það ágætt í dag. Fólk er löngu hætt að horfa á mig eins og var fyrst þegar ég kom heim sem mér fannst alltaf dálítið pínlegt,“ segir hún. Aðspurð segist hún ekki vera í sambandi en að hún búi ein með köttunum sínum. „Mig langar ekki í samband og er sátt við mig eins og ég er í dag,“ segir hún og vill síður svara spurningunni hvort hún sé samkynhneigð. „Er ekki eitt- hvað til sem heitir tvíkynhneigð? Ég hef aldrei lifað nógu lengi með öðru hvoru kyninu til að hafa náð að þróa kærleika eða hneigð í aðra hvora átt- ina,“ segir hún og jánkar að ef til vill hræðist fólk að nálgast hana á róm- antískum nótum. Trans er regnhlíf Skilgreining Önnu á trans er í raun- inni einföld. „Trans er regnhlíf. Allt sem ekki er annaðhvort karl eða kona er þar. Mitt tilfelli kallast transsexual, sem er róttækasti þátturinn eða þegar fólk vill ganga alla leið og klára þetta með aðgerðarferli sem lokapunkt,“ segir hún en bætir við að minna fari fyrir skilgreiningum en hér áður fyrr. „Við skiptum okkur ekki lengur í „okk- ur“ og „hina“ líkt og áður. Fyrir um 20 árum fór að örla á breytingum inn- an okkar hóps líka en þar hafa einn- ig verið fordómar. Í dag er fólk mun frjálslyndara. Hér áður fyrr leit trans- sexual hópurinn á sig sem eðalhóp- inn og aðra sem óæðri. Þetta er sem betur fer að mestu horfið.“ Aðspurð hvort hún vilji koma einhverjum skilaboðum til þeirra sem vanti kjarkinn til að koma hreint út og viðurkenna að þeir séu trans segir hún að erfitt sé að setja sig í annarra manna spor. „Fólk verður að ákveða sjálft fyrstu skrefin og það fer eins langt og það treyst- ir sér til. Ég get ekki né má ýta fólki af stað því þá er ég að taka á mig ákveðna ábyrgð. Fólk verður alfar- ið að finna það hjá sjálfu sér hvort það sé tilbúið en svo get ég verið til staðar og bent á réttu leiðina,“ seg- ir hún og minnir á Félag transfólks á Íslandi bæði fyrir transfólk og að- standendur þeirra. „Svona fréttir geta reynst erfiðar fólkinu í kring og við erum að reyna koma á einhvers konar aðstandendahópi innan fé- lagsins en svo er líka hægt að hafa samband við Samtökin 78 en þar er virkt félag fyrir aðstandendur,“ seg- ir Anna sem er ánægð með hversu langt þessi mál eru komin á veg. Það megi þó alltaf gera betur. „Sem betur fer er afstaða yfirvalda gagn- vart transfólki mun frjálslyndari en hún var. Þetta er orðið allt miklu já- kvæðara enda hafa rannsóknir sýnt fram á að hæfilegt frjálslyndi er góðs viti. Ég á mér einfalda framtíðarsýn. Það eina sem ég vil er að öllum sé sama þó þessi eða hinn sé trans og að trans verði það viðurkennt að við hættum að velta okkur upp úr því hvort náunginn við hliðina hafi far- ið í kynskiptiaðgerð eða ekki.“ indiana@dv.is FRÉTTIR 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR 23 „Sé ekki eftir neinu“ „Ég átti erfitt með að finna mér stað á meðal félaganna og það kom ekki til greina að segja frá hvað væri að angra mig. Þeir fáu hommar sem þorðu að koma út úr skápnum fengu slæmt umtal og allt slíkt var illa liðið.“ „Er ekki eitthvað til sem heitir tvíkynhneigð? Ég hef aldrei lifað nógu lengi með öðru hvoru kyninu til að hafa náð að þróa kærleika eða hneigð í aðra hvora áttina.“ „Þeir verða bara að sætta sig við mig og það gefur augaleið að þegar maður er búinn að vera þetta mörg ár þá væru menn löngu búnir að grípa til aðgerða ef þeir vildu losna við mig.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.