Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Qupperneq 29
SMÁAUGLÝSINGAR 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR 29
NUDD
Nudd fyrir heilsuna
Ertu aum/ur í hálsi eða höfði ?
Áttu erfitt með að komast framúr á
morgnana? Þá er þetta rétta stofan
fyrir þig. Er með 40 ára reynslu í nuddi.
Með diplóma frá 4 löndum.
Gerður Benediktsdóttir nuddari G. Ben
Jurtavörur
Timapantanir og uppl. í S. 588 2260 /
863 2261
»Kennsla
ÖKUKENNSLA
www.aksturinn.is S. 694 9515
Öku og bifhjólakennsla. Tek einnig að
mér akstursmat. Uppl í síma 694 9515
Haukur Vigfússon.
»Tómstundir
GISTING
Gista.is
Bjóðum upp á gistingu á besta stað í
bænum og 2ja og 3ja herbergja íbúðir,
fullbúnar húsgögnum og uppbúnum
rúmum. Internet-tenging er til staðar.
S. 694 4314. www.gista.is
»Húsnæði
HÚSNÆÐI Í BOÐI
Sm
áa
ug
lý
si
ng
ar
SÍMINN ER
515
55
50
sm
aa
r@
dv
.is
Hafðu
samb
and
í sím
a 515
-5555
eða s
endu
tölvup
óst
á ask
rift@d
v.is
- inn í h
lýjuna
Fáðu D
V heim
í áskrif
t
Tónlistarleikir hafa nú um nokkura
ára skeið verið mjög vinsælir. Fyrst
karíókíleikir eins og Singstar en svo
komu hljómsveitarleikirnir sem tóku
þetta á næsta stig. Guitar Hero og svo
Band Hero þar sem er hægt að leika
á öll helstu hljóðfæri sem þú þarft í
alvöru rokkhljómsveit auk þess að
syngja með. Nýjasta viðbótin er svo
DJ Hero sem hefur einnig slegið
rækilega í gegn.
Í þessari vasaútgáfu af Band Hero
er hægt að spila á þrjú hljóðfæri auk
þess að syngja. Gítar og bassa sem
spilast með sérstöku gítargripi sem
er fest á Nintendo DS-vélina og svo
trommur. Til þess að leika á þær
rennir maður gúmmíhulsu yfir vél-
ina sem gerir það að verkum að það
eina sem þú þarft að spá í eru fjórir
stórir takkar til að slá taktinn.
Af hljóðfærunum sem eru í boði
fannst mér trommurnar skemmti-
legastar. Kannski vegna þess að ég
hef litla reynsu af þessum leikjum og
var ekki alveg að ná gítargripsdæm-
inu. Það er nokkuð gott úrval af lög-
um og maður kemst á flug með góð
heyrnartól og vasatrommusettið. En
það eru ekki bara feitir puttar mínir
sem eru vandamálið heldur er gítar-
gripið ekkert sérstaklega meðfæri-
legt og nokkuð erfitt að ná upp góð-
um takti á það einfaldlega sökum
hönnunarinnar. Þá er snertiskjár-
inn, sem yf-
irleitt er frá-
bær, nokkuð
svikull svo
maður verð-
ur fljótt pirr-
aður
Grafíkin
í leiknum er
ekki upp á marga fiska enda er það
hljóðið sem skiptir öllu og það er frá-
bært. Það er ekki ólíklegt að í næstu
útgáfu af leiknum verði búið að leysa
alla þessa helstu hnökra.
Þessi vasaútgáfa af Band Hero er
þó bara nákvæmlega það og ef þú
vilt grípa í trommurnar eða gítarinn
í jólaboðinu þá er hann tilvalinn. Svo
getur þú líka spilað með öðrum sem
eiga leikinn sem er hörku fjör.
Ásgeir Jónsson
Með hljómsveit í vasanum
Þessi dómur er löngu tímabær. Ég
man þegar fyrri leikurinn kom út,
hann var frábær. Þessi ennþá betri.
MW2 eiginlega þrír leikir í einum,
söguþráður, netspilun og co-op.
Söguþráðurinn að þessu sinni er mun
stórbrotnari en áður hefur þekkst,
eða fyrir utan þá leiki sem fjalla um
seinni heimsstyrjöldina, hún var
helvíti stórbrotin. Í staðinn fyrir
að standa í einhverju hefðbundnu
stríðsbrölti yrir botni Miðjarðarhafs,
stýra menn núna sérsveitarmönn-
um, í atburðarás sem endar á því að
Rússar ráðast inn í Bandaríkin. Verk-
efnin eru mjög skemmtileg, og hæfi-
lega politicly incorrect eins og nú-
tímahernaður er oft. Þá sérstaklega
verkefnið á flugvellinum, sem for-
eldrar ættu helst ekki að heyra neitt
af. Söguþráðurinn er hlaðinn hasar,
og skemmtilegu stöffi, hann spilast
mjög hratt í gegn, á einhverjum fimm
tímum, en það er á einhvern hátt al-
gjörlega fullnægjandi, að minnsta
kosti þegar maður gerir sér grein fyr-
ir því að öll netspilunin sé eftir. Og
vindum okkur þá að henni. Einu orði
sagt rosaleg. Þvílíkur hraði, og graf-
ík sem enginn annar netleikur get-
ur jafnað. Spennan og aðstæðurnar
sem geta myndast eru nánast ávana-
bindandi, að minnsta kosti hafa þrír
menn á mínu heimili deilt með sér
yfir 100 klukkustundum af brjálæði.
Þarna er á ferðinni einhver besta
skemmtun sem ég get ímyndað mér
um þessar mundir. Co-op hluti leiks-
ins heillaði mig reyndar ekki mikið,
enda leiðist mér að deila 32” sjón-
varpi í tvennt, en aðrir í kringum mig
gjörsamlega elskuðu þetta. Modern
Warfare 2 er enn eitt dæmið um hvað
tölvuleikjaiðnaðurinn er rosalegur
og hvað hugvit manna hefur sprengt
af sér hverja aðra þrautina. Þetta er
leikur ársins, ásamt Uncharted, ekki
spurning. Og líklega eini leikurinn
á markaðnum í dag, sem er í alvöru
þess virði að borga meira en tíu þús-
und spírur fyrir. Stríð hafa aldrei ver-
ið jafn skemmtileg, sagði ég í dómi
mínum um fyrri leikinn, og nú er það
aftur við lýði. Tvennt væri ég þó til í
að vita, hvað leggja vopnaframleið-
endur mikið af aurum í leikinn, og
breytir leikurinn viðhorfum barna til
stríðs.
Dóri DNA
CALL OF DUTY:
MODERN WARFARE 2
Tegund: Skotleikur
Spilast á: PS3/Xbox360
TÖLVULEIKIR
HIÐ STÓRKOST-
LEGA STRÍÐ!
Call of Duty - Modern
Warfare 2 „Tvennt væri
ég þó til í að vita, hvað
leggja vopnaframleiðendur
mikið af aurum í leikinn, og
breytir leikurinn viðhorfum
barna til stríðs.“
Ótrúlegur leikur
„Spennan og aðstæðurn-
ar sem geta myndast eru
nánast ávanabindandi.“
BAND HERO
Tegund: Tónlistarleikur
Spilast á: Nintendo DS
TÖLVULEIKIR
Band Hero Er
fínasta skemmtun.
Á MÁNUDEGI
AUKASÝNINGAR Á
ÁSTARDRYKKNUM Tveimur
aukasýningum á Ástardrykknum hefur
verið bætt við í janúar, annars vegar
föstudaginn 15. janúar klukkan 20 og
hins vegar laugardaginn 23. janúar
klukkan 20.