Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Síða 3
FRÉTTIR 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 3 Heildarvirði eigna Landsbanka Ís- lands hf. var metið á 816 milljarða króna í apríl í fyrra. Við þessa upphæð átti að bætast 284 milljarða króna greiðsla vegna þeirra eigna sem flutt- ar voru inn í Nýja Landsbankann í október 2008. Eignirnar nema því um 1.100 milljörðum króna. Samtals 62 starfsmenn vinna fyrir gamla Landsbankann á Íslandi en 75 í London. Útibúið í London er stærsta og mikilvægasta erlenda starfsstöð Landsbanka Íslands hf., samkvæmt yfirliti frá skilanefnd bankans sem kynnt var í október. Yfir þessari starfsstöð er Bald- vin Valtýsson. Í eignasafni útibús- ins vega ýmiss konar útlánasöfn þyngst. Þau skiptast í grófum drátt- um í tvennt: sjóðstreymislán, en ætlað endurheimtuhutfall þeirra er um 67 prósent, og eignatryggð lán, með áætlað endurheimtuhlutfall um 97 prósent. Þeir 75 starfsmenn sem vinna í útibúinu í London vinna við að sjá um og halda utan um þessar eignir dag frá degi. Einnig má geta þess að verð- bréfasöfn bankans, skuldabréf og hlutabréf, eru að mestu bókfærð í útibúinu í London. Útgefend- ur þessara bréfa eru flestir erlend hlutafélög og verðbréfin mörg hver skráð á markaði erlendis. Útibúið í London er því afar mikilvægt fyrir uppgjörið á gamla Landsbankan- um sem nú fer fram og eignirnar sem sýslað er með þar eru gríðar- lega miklar. Eignasafn Landsbankans og starfsemin í London Tekjuhæstir 2008 7 Rósant Már Torfason, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Glitni - 7,3 milljónir 10 Vilhelm Már Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Glitni, 6 milljónir 1 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings - 37,3 milljónir 2 Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans - 23,9 milljónir 3 Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans - 12,5 milljónir 4 Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group - 9,4 milljónir 5 Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi yfirmaður verðbréfa- deildar Landsbankans - 8,3 milljónir 6 Steinþór Baldursson, fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Lands- bankans - 7,5 milljónir 8 Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans - 7 milljónir 9 Sólon Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans - 6,5 milljónir ENN Á OFURLAUNUM Í LONDON Var einn sá launahæsti Baldvin var einn launahæsti bankamaðurinn fyrir hrun og er með tugmilljónir króna í árslaun. Hann vill þó ekki gefa laun sín í dag upp. Engin merki um Landsbankann Húsið við 128 Queen Victoria Street í City-hverf- inu í London, þar sem Landsbankinn er til húsa, er ekki merkt bankanum. n Baldvin, sem er viðskiptafræðingur að mennt, er útibússtjóri Landsbankans í London. Hann starfar þar á vegum skilanefndar bankans. Baldvin var sömuleiðis útibússtjóri bankans fyrir hrun og var þá einn launahæsti bankamaður landsins. n Baldvin hóf störf í Landsbankanum árið 2003 þegar um 35 starfsmenn Búnaðarbankans yfirgáfu bankann og fóru yfir í Landsbankann með Sigurjóni Árnasyni. „Stóra-bankamannaránið” er þessi atburður kallaður í fjármálaheiminum og þótti marka mikil tíðindi þar sem flestir stjórnendur Búnaðarbankans færðu sig um set. n Þetta kom sér þó ágætlega þar sem stjórnendur Kaupþings tóku við flestum stjórnendastöðum eftir að sá banki var sameinaður Búnaðarbankanum árið 2003. n Í Búnaðarbankanum hafði Baldvin borið ábyrgð á viðskiptum við stærstu viðskiptavini bankans. Hann hélt þessu áfram í Landsbankanum á Íslandi áður en hann tók við útibússtjórastöðunni í London af Lárusi Welding í lok apríl 2007. Hver er Baldvin Valtýsson?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.