Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 FRÉTTIR
Hreinsanir á Morgunblaðinu
halda áfram eftir að Elvu Björk
Sverrisdóttur, varaformanni Blaða-
mannafélagsins, var sagt upp
störfum þegar hún sneri aftur úr
fæðingarorlofi. Elva Björk er ein
þeirra sem höfðu opinberlega lýst
yfir áhyggjum af trúverðugleika
Morgunblaðins vegna ráðningar
Davíðs Oddssonar í starf ritstjóra.
Fjölmargir blaðamenn hafa verið
reknir en flokksgæðingar í Sjálf-
stæðisflokknum verið teknir inn í
staðinn.
Þungavigtarmenn út
Á síðustu mánuðum hafa tugir
blaðamanna, sumir með áratug-
areynslu, verið reknir af Morgun-
blaðinu og skoðanabræður yfir-
stjórnar blaðsins ráðnir í staðinn.
Ólafur Stephensen ritstjóri var rek-
inn í haust. Hann hafði starfað á
Morgunblaðinu um langt skeið, en
strax varð ljóst að nýjum eigendum
blaðsins þótti hann of hallur undir
Evrópusambandsaðild.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, for-
maður Blaðamannafélagsins, vann
til blaðamannaverðlauna á síðast-
liðnu ári fyrir sjónvarpsfréttir sín-
ar á mbl.is. Fréttaflutningur henn-
ar fór hins vegar mikið í taugarnar
á ákveðnum öflum í samfélaginu,
sem þótti hún of höll
undir sitjandi
ríkisstjórn.
Dæmi um
það er sí-
felld gagn-
rýni á störf
hennar á
vefnum AMX.
Svo fór að hún
var með
þeim
fyrstu sem voru reknir eftir að Dav-
íð tók við störfum. Aðrir þunga-
vigtarmenn á Morgunblaðinu sem
voru reknir í haust eru Björn Vign-
ir Sigurpálsson, Þröstur Emilsson,
sem var kosningastjóri Samfylk-
ingarinnar vorið 2003, Árni Jörg-
ensen og Freysteinn Jóhannsson,
sem hafði starfað á Morgunblað-
inu nær óslitið síðan 1967, svo
dæmi séu nefnd.
Boðið að falsa söguna
Nokkrir blaðamenn til viðbótar
hættu sjálfviljugir þegar nýir rit-
stjórar tóku við. Þeirra á meðal
nærri allir á viðskiptadeild blaðs-
ins, en þeir fóru flestir yfir á Við-
skiptablaðið, meðal annars fyrr-
verandi viðskiptaritstjórinn,
Björgvin Guðmundsson, sem var
meðal fyrstu blaðamanna til að
fjalla um ástarbréf Seðlabankans á
forsíðu Morgunblaðsins. Þórð-
ur Snær Júlíusson, hafði
verið mjög atkvæðamik-
ill í viðskiptafréttum á
Morgunblaðinu.
Hann fjallar
um ástæðu
þess að
hann
sagði
starfi sínu
lausu í grein
í nýjasta hefti
Reykjavík
Grap-
evine. Þar segir hann að sér hafi
verið boðið að taka þátt í að falsa
söguna. „Ráðningu Davíðs má líkja
við að bankaræningi yrði skipað-
ur dómari í Hæstarétti til þess að
dæma í eigin sök. Það sést á sögu-
skoðun Morgunblaðsins síðustu
mánuði, sem er stýrt af manni sem
hefur ríka hagsmuni af því að sag-
an verði skrifuð á ákveðinn hátt,
jafnvel þó að þessi söguskrif séu
langt frá raunveruleikanum,“ skrif-
ar Þórður Snær.
Hann gagnrýnir að maður sem
hefur aldrei áður starfað að ráði í
fjölmiðlum og hafi því hvorki þekk-
ingu né reynslu til, sé ráðinn sem
ritstjóri. „Það er ósanngjarnt gagn-
vart blaðamönnum Morgunblaðs-
ins að vinna undir manni sem veit
svörin við spurningum þeirra,
en hvorki getur né vill svara
þeim.“
Gæðingar inn
Allar uppsagnir á
Morgunblaðinu hafa
verið sagðar vera í
hagræðingarskyni og
sem hluti af skipu-
lagsbreytingum. Ár-
vakur hefur glímt við
mikinn rekstrarhalla og er
talið að tap á rekstri útgáf-
unnar nemi
á aðra millj-
ón króna á
dag. Þess
er beðið að
til stórra tíð-
inda dragi í
útgáfu blaðs-
ins á næstu
mánuðum.
Þrátt
fyrir þessar uppsagnir hafa nokkrir
blaðamenn verið ráðnir inn síðan
Davíð varð ritstjóri. Þeirra á meðal
er Ívar Páll Jónsson, nýráðinn við-
skiptaritstjóri. Hann starfaði síð-
ast fyrir Björgólfsfeðga. Ívar Páll
er sonur Jóns Steinars Gunnlaugs-
sonar hæstaréttardómara, sem er
náinn vinur Davíðs.
Þórður Gunnarsson, fyrrver-
andi blaðamaður á Viðskiptablað-
inu og framkvæmdastjóri SUS, var
einnig ráðinn inn, ásamt Erni Arn-
arssyni, sem kom af Viðskiptablað-
inu. Hlynur Sigurðsson, sem hefur
tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæð-
isflokksins, var síðan ráðinn sem
fréttastjóri Sjónvarpsfrétta Morg-
unblaðsins og
Skjás eins.
HREINSANIR
Á MOGGANUM
Fjölmargir blaðamenn hafa verið reknir á Morgunblaðinu síðustu mánuði, en í
stað þeirra hafa komið flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum. Fyrrverandi blaðamað-
ur Morgunblaðsins segir að sér hafi verið boðið að falsa söguna með því að starfa
undir stjórn Davíðs Oddssonar sem ritstjóra blaðsins.
„Ráðningu Davíðs
má líkja við að
bankaræningi yrði
skipaður dómari í
Hæstarétti til þess að
dæma í eigin sök.“
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Ólafur Stephensen Ritstjórinn þótti
vera Evrópusinni, ólíkt eigendum
Árvakurs.
Elva Björk Sverrisdóttir Varafor-
maður Blaðamannafélags Íslands
gagnrýndi ráðningu Davíðs Oddsson-
ar og var Elva Björk rekin þegar hún
sneri aftur úr fæðingarorlofi.
Fyrrverandi kosningastjóri
Samfylkingar Þröstur Emilsson var
einn þeirra blaðamanna sem voru
reknir um það leyti sem Davíð tók við.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Formað-
ur Blaðamannafélagsins var rekinn
í haust en fékk nokkrum mánuðum
áður verðlaunin Blaðamaður ársins.
Rekin af Morgunblaðinu
Haraldur Johannessen
Hinn ritstjóri Morgunblaðs-
ins er góðvinur Þorsteins
Davíðssonar Oddssonar.
Davíð Oddsson Rit-
stjóri Morgunblaðsins
hefur ráðið flokksmenn.
Sonur Jóns Steinars Ívar Páll
Jónsson er sonur Jóns Steinars
Gunnlaugssonar, sem er náinn vinur
Davíðs og var skipaður hæstaréttar-
dómari í forsætisráðherratíð hans.
Fer fyrir hlutahafahópnum Óskar
Magnússon er útgefandi Morgun-
blaðsins og fer fyrir Þórsmerkur-
hópnum sem eignaðist Moggann.
Forsetinn kom-
inn til Indlands
Ólafur Ragnar Grímsson for-
seti og föruneyti hans komu til
Mumbai á Indlandi á þriðju-
dagsmorgun og hófst þá opinber
heimsókn hans til landsins. Með-
an á heimsókninni stendur tekur
forsetinn við Nehru-verðlaunun-
um og fundar meðal annars með
forseta, varaforseta og forsætis-
ráðherra Indlands.
Í för með forseta eru Dorrit
Moussaieff forsetafrú, embættis-
menn, vísindamenn og sérfræð-
ingar við Háskóla Íslands. Þar er
hins vegar enginn ráðherra eins
og til stóð áður en forsetinn synj-
aði Icesave-lögum staðfestingar.
Fyrsta daginn sat forsetinn
málþing um tækni, orku og við-
skipti og heimsótti skóla fyrir fá-
tæk börn.
Þrjú tilnefnd
Ríkisstjórnin samþykkti á
þriðjudagsmorgun að til-
nefna Davíð Þór Björgvins-
son, núverandi dómara við
Mannréttindadómstólinn,
Hjördísi Björk Hákonardótt-
ur hæstaréttardómara og
Pál Hreinsson hæstaréttar-
dómara sem dómaraefni af
Íslands hálfu við Mannrétt-
indadómstól Evrópu.
Mannréttindadómstóllinn
er skipaður einum dómara
frá hverju samningsríkja og
er hver dómari skipaður til
sex ára í senn. Kjörtímabil
íslensks dómara við dóm-
stólinn rennur út 31. október
2010 og fór Evrópuráðið því
þess á leit við dómsmála- og
mannréttindaráðuneytið að
tilnefnd yrðu af Íslands hálfu
þrjú dómaraefni.
Reiðslóðar
á netinu
Jónas Kristjánsson, fyrrverandi
ritstjóri DV, hefur nú aukið og
endurbætt reiðslóðabanka sinn
og gert hann aðgengilegan á
netinu. 800
reiðslóðir
má finna á
heimasíðu
hans,
jonas.is.
Þangað geta
menn sótt
sér reiðslóð-
ir og hlaðið
þeim inn á kort í tölvum sínum
og staðsetningartækjum. Við-
bæturnar eru einkum úr Dölun-
um og Þingeyjarsýslum, Árnes-
sýslu og Rangárvallasýslu.
Af reiðslóðunum eru 130
reiðferlar, þar sem slóðirnar eru
nákvæmlega stikaðar í GPS-
tækjum. Hinar 670 slóðirnar eru
reiðleiðir, sem mældar eru út
eftir kortum, einkum gömlum
herforingjaráðskortum og nýj-
um útivistarkortum.
Catalina verður
áfram í varðhaldi
Gæsluvarðhald yfir Catalinu
Ncogo hefur verið framlengt til
9. febrúar,
að kröfu lög-
reglunnar á
höfuðborg-
arsvæðinu.
Catalina var
handtekin
í desember
vegna gruns
um aðild
að mansali og fyrir að hafa haft
millligöngu um vændi. Úrskurð-
ur Héraðsdóms Reykjaness var
kærður til Hæstaréttar.