Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Blaðsíða 13
13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 13 AÐ HLUTA TIL BYGGT Á HEIMILISHANDBÓKINNI EFTIR CASSÖNDRU KENT bletti eftir gæludýr eða barn. Einn hlutur ediks á móti fimm hlutum vatns. 28. REYKINGALYKT Losna má við vonda lykt úr ísskápnum með því að setja borðedik í litla skál og láta standa yfir nótt. Þú getur einnig losnað við reykingalykt með því að hella ediki í skál og geyma á stofuborðinu í einn dag eða svo. 29. LYKT EFTIR MÁLUN Málning- arlykt má eyða með því að hafa hálfan lauk, með skurðsárið upp, á diski inni í herberginu sem verið er að mála. Skiptið um lauk daglega þar til lyktin hverfur. 30. AFÞÝÐIÐ ÍSSKÁPINN Gott er að nota matarsóda og volgt vatn til að þrífa innan úr ís- skápnum og frystihólfinu. Takið úr sambandi og stingið hárblásara í samband í staðinn. Notið hann til að flýta fyrir en gætið þess að blása ekki lengi á plast. Ef ekki stendur til að nota ísskápinn um hríð er gott að geyma skál með kattasandi eða viðarkolum inni í ísskápnum. Það eyðir ólykt. MATVÆLI 31. FRYSTU RJÓMANN Ef rjóminn í ísskápnum er að renna út er tilvalið að frysta hann í klakapokum og eiga þannig alltaf rjóma til taks í súpuna eða sósuna. 32. HEIMATILBÚINN RASPUR Brauðskorpur og enda má þurrka í bréfpoka og saxa í matvinnsluvél. Mylsnuna má nota sem rasp utan á fisk eða kjöt. 33. TÓMATSÓSAN FÖST Stundum reynist erfitt að ná tómatsósu eða annarri þykkri sósu úr glerflöskum. Gott ráð er að stinga sogröri niður á botn og blása örlítið. Þá losnar sósan um leið. 34. AÐ SALTA MAT Bætið salti snemma út í súpur og kássur svo þær verði bragðmiklar. Saltið kjöt hins vegar síðast. Ef það er saltað í byrjun getur það orðið seigt. 35. OF MIKIL FITA Látið nokkra ísmola í réttinn ef þið viljið minnka fituna. Takið þá strax aftur upp úr. Fitan loðir við ísmolana. Einnig má strjúka salatblaði yfir fitubrákina. 36. BRENNDUR MATUR Hellið matnum í annan pott um leið og það uppgötvast. Bætið vatni út í auk chillipipardufts eða pipars til að deyfa hugsanlegt brunabragð. 37. OF ÞUNN SÚPA Ef súpan er of þunn, og þú átt ekki þar til gert mjöl, má nota kartöflur til að þykkja hana. Ef sósan er eins er gott að hræra hveiti saman við mjólk og hella varlega út í á meðan hrært er. Þá þykknar sósan um leið. 38. SALTUR MATUR Ef maturinn er of saltur má setja hráa kartöflu (eða kartöfluskíf- ur) út í. Látið sjóða og takið kartöfluna upp úr. Hún sýgur í sig saltið. 39. SVO EKKI SJÓÐI UPP ÚR Minni líkur er á því að mjólk sjóði upp úr ef potturinn er fyrst skolaður úr köldu vatni. Berið feiti á pottbarma þegar aðrir vökvar eiga í hlut. 40. ÞEGAR MJÓLK SÝÐUR UPP ÚR Ef þú hefur gleymt þessu og mjólkin er alveg að sjóða upp úr má lyfta pottinum upp og skella honum harkalega á borðið. 41. ÞROSKAÐIR ÁVEXTIR Setja má epli og perur í bréfpoka með þroskuðu epli og flýta þannig fyrir því að þau þroskist. Stingið nokkur göt á pokann og geymið á svölum, dimmum stað. EKKERT BRUNA- BRAGÐ!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.