Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 FRÉTTIR Læknir Michaels Jackson undirbýr sig fyrir réttarhöld, en hann er talinn eiga þátt í dauða stjörnunnar. Á dánarvottorði Jacksons segir að dauða hans megi flokka sem manndráp, en margt er á huldu um síðustu ævistundir poppstjörnunnar. DAUÐI JACKSONS: „MANNDRÁP“ Samkvæmt vefsíðu News of the World var Michael Jackson, kon- ungur poppsins, drepinn. Mið- illinn komst yfir dánarvottorð Jacksons og breytingar á því sem, samkvæmt vefmiðlinum, hafa ekki birst áður. Á vefsíðunni seg- ir að á upprunalega dánarvott- orðinu hafi dánardómstjórinn, Cheryl MacWillie, neitað að upp- lýsa um dánarorsök, en eftir frek- ari rannsókn sé henni bætt við af stallbróður Cheryls, Christofer Rogers, sem skrái dauða Jacksons sem „manndráp“. Niðurstaða Christofers Rogers er sú að Michael Jackson hafi látist vegna „bráðrar propofol-eitrunar“ sem var tilkomin vegna „gjafar í æð af öðrum“. Nánast á sama tíma og News of the World birtir frásögn sína hefur Conrad Murray, læknir Jacksons, ráðið stjörnulögfræðing ef til þess skyldi koma að hann yrði ákærð- ur vegna dauða Jacksons þann 25. júní 2009. Slagur stjörnulögfræðinga Michael Flanagan, lögfræðingur Conrads Murray, er ekki álitinn neinn aukvisi og á meðal þess sem honum er talið til tekna er að hafa bjargað hjúkrunarkonu frá morð- ákæru þegar hún var sök- uð um að hafa gefið sjúk- lingi propofol fyrir mistök. Flanagan ætti því að vera á heimavelli því propo- fol hefur oft verið nefnt í vangaveltum um dauða Mi- chaels Jackson. Í eiðsvarinni yfirlýsingu viðurkenndi Conrad Murray fyrir lögreglu að hafa gefið Jackson propofol og fleiri lyf í aðdraganda dauða hans. Á vefsíðu News of the World eru leiddar líkur að því að ákæruvaldið beiti lög- fræðingnum Patrick Dixon fyrir vagninn, en hann átti þátt í að koma Phil Spector á bak við lás og slá. Krefst vitneskju Fjölskylda Michaels Jackson á erfitt með að skilja af hverju vitneskju um síðustu stund- ir hans hefur verið haldið leyndri, en að sögn heimildar- manns vefsíðunnar, innan fjöl- skyldunnar, setur fjölskyldan traust sitt á lögregluna. „Við höfum enn á tilfinning- unni að fleiri en einn beri ábyrgð á sorglegum dauða Michaels. Joe mun ekki gefast upp á að ná fram réttlæti fyrir son sinn og hann stefnir á málsókn,“ er haft eftir heimildarmanninum. Fjölskyldan vill fá að vita ná- kvæmlega hvaða lyf Jackson voru gefin og hvað gerð- ist síðustu stundir ævi hans. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Sá síðasti þeirra sem reyndu að bjarga Önnu Frank látinn: Miep Gies andast 100 ára Miep Gies, konan sem tryggði að dagbók Önnu Frank lenti ekki í höndum nasista eftir að Anna var handtekin, andaðist á mánudaginn, 100 ára að aldri. Gies var ein þeirra sem skutu skjólshúsi yfir Önnu Frank og fjöl- skyldu hennar í Amsterdam, og fjóra gyðinga að auki, í gyðingaofsóknum nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Fjölskylda Önnu Frank dvaldi í leyn- iherbergi um tveggja ára skeið, frá júlí 1942 til ágúst 1944, en þá var fjöl- skyldan handtekin af Gestapó eftir að óþekktur uppljóstrari sveik hana. Miep Gies fann dagbók Önnu og faldi hana og kom henni síðar í hendur Ottos Frank, föður Önnu, sem var sá eini úr Frank-fjölskyld- unni sem lifði af dvöl í útrýmingar- búðum nasista. Að undirlagi Ottos var Dagbók Önnu Frank gefin út árið 1947. „Ég las ekki dagbókarskrif Önnu [...] Það var eins gott að ég gerði það ekki því ef ég hefði lesið þau hefði ég þurft að brenna þau. Sumt af því sem kom fram í þeim var hættulegt,“ sagði Gies í viðtali árið 1998. Í dagbókarskrifum Önnu Frank var, auk dagdrauma um framtíðina og annarra vangaveltna, að finna nöfn allra fimm bjargvætta fjölskyld- unnar og hefðu þær upplýsingar komist í hendur Þjóðverja hefði þeim verið bráð hætta búin. Gestapó hafði bara vitneskju um tvær menneskjur og handtók þær. Miep Gies var heiðruð með ýms- um hætti, meðal annars af þýskum og hollenskum stjórnvöldum, en var ekki í mun að gera mikið úr því sem hún reyndi að gera fyrir fjölskyldu Önnu Frank og fleiri gyðinga. Í end- urminningum hennar sem komu út sagði Gies: „Ég stend við enda langr- ar, langrar raðar góðra Hollend- inga sem gerðu það sem ég gerði eða meira – miklu meira – á þessu dimmu og hræðilegu tímum liðinna ára, sem eru þó ávallt sem nýliðnir í hjörtum okkar sem upplifðum það. Ekki líður sá dagur að ég hugsi ekki um það sem þá gerðist.“ Bauð nasistum birginn Reyndi að bjarga Önnu Frank og fleiri gyðingum. MYND AFP Í eiðsvarinni yfirlýsingu viðurkenndi Conrad Murray fyrir lögreglu að hafa gefið Jackson propofol og fleiri lyf í aðdraganda dauða hans. Undirbýr sig fyrir réttarhöld Conrad Murray, læknir Jacksons, hefur ráðið þungavigtarlögfræðing. „119 HOMICIDE“ Dánarvottorð Jacksons, seinni síða af tveimur. Fór á bak við ráðherra sína Forsætisráðherra Skotlands, Alex Salmond, segir að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, hafi látið undir höfuð leggjast að upplýsa tvo af sínum helstu ráðherrum um leynilega áætlun um við- skiptasamning fyrir Lockerbie- sprengjuvarginn Abdelbaset al-Megrahi í umdeildu „eyði- merkursamkomulagi“ við Mu- ammar Gaddafi í maí 2007. Alex Salmond telur að Fal- coner lávarður, einn traustasti pólitíski vinur Blairs, og Jack Straw dómsmálaráðherra hafi trúað því að kröfum Líbíumanna um lausn al-Megrahis yrði hafn- að. Gordon Brown forsætisráð- herra Bretlands samþykkti hins vegar samkomulagið. Ekki „löglegt umboð“ til árása Samkvæmt skýrslu hollenskr- ar rannsóknarnefndar um Íraksstríðið var ekkert réttmætt umboð samkvæmt alþjóðalög- um fyrir innrásinni í Írak árið 2003. Rannsókninni var stýrt af Willibrord Davids, fyrrverandi yfirmanni hæstaréttar Hollands, og ein af niðurstöðunum var að ályktun Sameinuðu þjóðanna á þeim tíma hefði ekki gefið lög- legan grundvöll fyrir valdbeit- ingu gegn Írökum. Einnig hreinsar skýrslan ríkisstjórn Jans Peters Balken- ende af ásökunum um að hafa útvegað herstuðning við inn- rásina. Samkvæmt skýrslunni var stuðningur hollensku ríkis- stjórnarinnar pólitískur en ekki hernaðarlegur. Banvænt sjónvarpsgláp Ástralskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hver einasta klukkustund sem eytt er í sjónvarpsgláp auki lík- urnar á því að viðkomandi fái banvænan hjartasjúkdóm um 18 prósent. Einnig vöruðu vís- indamennirnir við því að þeir sem eyða miklum tíma á sóf- anum ættu á hættu að deyja af öðrum orsökum, til dæmis úr krabbameini. Niðurstöður rann- sóknarinnar taka ekki aðeins til sjónvarpsgláps heldur einnig til langvarandi setu við skrifborð eða við tölvuvinnu. Líkamlegt ástand viðkomandi hefði engin áhrif þar á. Niðurstöður sínar byggja vísindamennirnir á eftirliti með 8.000 manns um sex ára skeið og áhrifum sjónvarpsgláps á heilsu þeirra til lengri tíma litið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.