Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Qupperneq 19
FRÉTTIR 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 19 Á sama tíma og Peter Robinson tekur sér sex vikna frí til að sinna fjölskyldumálum er hafin herferð til að koma Mrs. Robinson, gömlu lagi eftir Paul Simon, í efsta sæti bresks lagalista. Lagið heyrðist fyrst í kvikmynd sem fjallaði um samband ungs manns og roskinnar konu. Fjölskylduharmleikur forsætisráð- herra Norður-Írlands hefur verið um- fangsmikill í fréttum breskra fjölmiðla undanfarna daga. Umfjöllunin fór á skrið eftir að Iris Robinson, sextug eig- inkona Peters forsætisráðherra, upp- lýsti að hún hefði gert sjálfsvígstilraun á síðasta ári í kjölfar ástarsambands við ungan mann, Kirk McCambley, sem þá var nítján ára. Til að bæta gráu ofan á svart viður- kenndi Iris, sem er, eða var, hátt sett- ur stjórnmálamaður í Lýðræðisflokki sambandssinna, að hafa tryggt hinum unga elskhuga 50.000 sterlingspunda lán frá tveimur kaupsýslumönnum svo hann gæti komið komið á laggirn- ar eigin kaffihúsi í Belfast. Peter Robinson er eðlilega í sár- um eftir uppljóstranirnar en þvertek- ur fyrir að hafa haft vitneskju um fjár- málavafstur eiginkonunnar og hefur heitið að hreinsa nafn sitt. Peter, sem hefur farið fram á rannsókn á lána- málinu, steig til hliðar í gær og hyggst taka sér sex vikna frí til að greiða úr fjölskyldumálunum. Frú Robinson Ástarævintýri Irisar Robinson hefur haft áhrif út fyrir landsteina Írlands og vettvang stjórnmálanna því að á netinu er hafin herferð til að koma lagi Pauls Simon, Mrs. Robinson, sem hann flutti ásamt Art Garfunkel, í fyrsta sæti breskra lagalista. Lagið heyrðist fyrst árið 1976 í kvikmynd Mikes Nichols, The Gradu ate, sem fjallaði um útskriftar- nema sem er táldreginn af sér mun eldri konu. Það voru Dustin Hoffman og Anne Bancroft sem léku aðalhlut- verkin í kvikmyndinni, en margir sjá í henni samsvörun í raunverulegu ástarævintýri hinnar sextugu forsæt- isráðherrafrúar og hins unga manns. Árið 1976 varð kvikmyndin mik- il lyftistöng fyrir lag Pauls Simon og komst það í fyrsta sæti bandaríska Billboard-listans. Nú vonast for- svarsmenn herferðarinnar til þess að lagið nái fyrsta sæti á lista næsta sunnudags á Bretlandi „til heiðurs hinni forsmáðu forsetafrú Norður- Írlands“. Til að það takist verða þátt- takendur að hala laginu niður á net- inu. „ÞÉR TIL HEIÐURS, FRÚ ROBINSON“ Lagið heyrðist fyrst árið 1976 í kvikmynd Mikes Nichols, The Graduate, sem fjallaði um útskriftar- nema sem er táldreginn af sér mun eldri konu. Elskhuginn ungi Kirk McCambley fékk himinhátt lán fyrir tilstilli forsætisráð- herrafrúarinnar. MYND AFP KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Hjónin þegar allt lék í lyndi Robinson- hjónin eiga ekki sjö dagana sæla nú um stundir. MYND AFP Sarah Palin fær nýtt starf hjá hægrisinnaðri fréttastöð: Stjórnmálaskýrandi hjá Fox Söruh Palin skaut upp á stjörnuhim- ininn í kosningaslagnum um emb- ætti forseta Bandaríkjanna árið 2008 og sýndi þó nokkra stjörnueiginleika, meðal annars í þættinum Saturday Night Live og síðar með útgáfu end- urminninga sinna sem urðu metsölu- bók. Einnig varð hún hugljúfi reiðra repúblikana á síðasta ári og nefnd til sögunnar sem fyrirmynd upp- rennandi stjórnmálakvenna. Nú hef- ur Sarah bætt nýrri fjöður í sinn hatt því Fox-fréttastöðin hefur staðfest að Sarah muni verða í hlutverki stjórn- málaskýranda í nokkrum föstum þáttum sjónvarpsstöðvarinnar. Engum blöðum er um það að fletta að staðan getur reynst Söruh ómetan- legur vettvangur til að ná til milljóna hugsanlegra kjósenda, enda hefur hún viðrað þann möguleika að hún kunni að sækjast eftir forsetaembætt- inu árið 2012. Ráðning Söruh Palin til Fox bind- ur enda á vangaveltur sem vöknuðu um áform hennar þegar hún sagði ríkisstjóraembætti sínu í Alaska lausu um mitt síðasta ár. Lítil áhöld eru um að Sarah Palin mun falla vel inn í hópinn á fréttastöð Fox, enda gat hún í ólgusjó kosningabaráttunn- ar talið til bandamanna sinna ýmsa þungavigtarmenn á þeim bæ. Í sama hlutfalli og andstaða við ríkisstjórn Baracks Obama hefur aukist hafa tengsl Söruh Palin og Fox styrkst. Þegar margar aðrar sjón- varpsstöðvar fóru ómjúkum hönd- um um Söruh, ekki síst CBS þar sem Katie Couric átti við hana röð viðtala sem urðu Söruh vægast sagt ekki til framdráttar, mætti hún frekar blíðu viðmóti hjá þáttastjórnendum Fox- stöðvarinnar. Að eigin sögn hlakkar Palin til að hefja störf hjá Fox og „öðlast sess á stað sem hefur í hávegum sanngjarn- ar og hlutlausar fréttir.“ Fyrrverandi varaforseta- frambjóðandi Sarah Palin getur nú komið skilaboðum sínum til milljóna Bandaríkja- manna. MYND: AFP 24 milljónir piparsveina Samkvæmt skýrslu eins helsta hugmyndabanka Kína kann „ein hjón, eitt barn“-stefna þarlendra stjórnvalda að gera að verkum að 24 milljónum karlmanna verði ómögulegt að finna sér kvon- fang eftir áratug. Eðlilegt hlutfall fæddra drengja og stúlkna, 103 til 107 drengir á móti 100 stúlkum, fór að breytast upp úr 1980 og var árið 1982 108 drengir á hverjar 100 stúlkur, árið 1990 111 drengir og áratug síðar var hlutfallið 116 drengir á móti 100 stúlkum. Mestur munur er í afskekkt- um héruðum þar sem hlutfallið var mest 140 drengir á móti 100 stúlkun, á aldrinum eins til fjög- urra ára. Í skýrslunni segir þó að eftir 2005 hafi dregið saman með fjölda fæddra drengja og stúlkna. Benda á Vestur- lönd og Ísraela Stjórnvöld Írans skella skuldinni á dauða kjarnorkuvísindamanns- ins Massouds Ali-Mohammadi á „málaliða“ sem fjármagnaðir voru af vestrænum og ísraelskum leyniþjónustum og segja tilgang- inn vera að raska kjarnorkuáætl- un landsins. Massoud Ali-Mohammadi, sem fórst í gærmorgun í srengju- tilræði í Teheran höfuðborg landsins, var í ríkisfjölmiðlum sagður harður stuðningsmaður íslamska lýðveldisins, en á vefsíð- um stjórnarandstöðunnar voru leiddar að því líkur að hann hefði verið myrtur vegna þess að hann hafði hneigst til hinnar svonefndu Grænu hreyfingar stjórnarand- stöðunnar. Byggðir af frjáls- um mönnum Uppgötvun grafhýsa meðfram pýramídunum í Gíza í Egyptal- andi í vikunni er talin geta varpað nýju ljósi á hverjir unnu við að byggja þá. Löngum hefur verið talið að þrælar hafi verið pískað- ir áfram við byggingu pýramíd- anna, en Zahi Hawass, yfirmaður fornleifarannsókna í Egyptalandi, sagði að fundurinn styddi þá skoðun að þeir hefðu verið byggð- ir af frjálsum, launuðum verka- mönnum - „ekki þrælum“. Grafhýsin voru byggð við hlið pýramídanna og sagði Hawass það gefa til kynna að verkamenn- irnir hefðu ekki verið þrælar, því ef sú hefði verið raunin hefðu þeir ekki fengið leyfi til að útbúa eigin grafir við hlið kónga sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.