Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Qupperneq 20
Til eru þeir pólitíkusar á Íslandi sem hafa níu líf, rétt eins og kötturinn. Meðal þeirra sem virðast vera fallnir í valinn en rísa jafnharðan upp aftur er Gunnar Birgisson, héraðshöfðingi í Kópavogi. Gunnar hefur marga fjöruna sopið eða ætti að segja drukkið heilu hafsvæðin af spillingarsjó. En það er alveg sama hvað dynur á í hans pólitíska lífi. Hann rís alltaf upp aftur og lýðurinn í Kópavogi heill- ar meistara sinn. Gunnar var einn vinsæl-asti bæjarstjóri allra tíma í heimabæ sínum. Hann stjórnaði þessu unga sveitarfélagi af festu og með jákvæðri hvatn- ingu. Og húsin í bænum þutu upp á mettíma. Til þess að það gengi snurðulaust gætti bæjar- stjórinn þess að hafa gott samband við valda verk- taka sem fengu verkefni úr lófa bæjarstjórans. Þannig var líklegast að húsin yrðu ekki byggð á sandi. Og það er komið á daginn að bygg- ingarnar í Kópavogi hafa staðist tímans tönn. Einhverjir hneyksluð-ust á því að fyrirtæki dóttur bæjarstjór-ans fékk valin verkefni, án útboðs, frá bænum. Þetta var miskunn- arlaust notað gegn hinum vinsæla bæj- arstjóra sem tók bak- föll undan brot- sjóum þeirra sem sáu spill- inguna í hverju horni. Auðvitað var dóttirin valin. Gunnar þekkti vel til verka hennar og vissi að það var bæn- um einkar hagstætt að fá hana til að leysa hin ýmsu útgáfumál bæjarins. Þótt einhverjir hafi verið andvígir barnsvæðingunni í Kópavogi var aug- ljóst að ekki mátti stúlkan gjalda fyrir að vera dóttir bæjarstjórans. En það komu upp fleiri mál í Kópavogi sem notuð voru gegn bæjarstjóranum. Hann hafði, eftir mikla hvatningu, fallist á að sitja í stjórn lífeyrissjóðs starfs- manna bæjarins. Þegar bæinn vantaði skotsilfur var nærtækast að bæjar- stjórinn leitaði til lífeyrissjóðsins. Þarna var klár ávinningur bæði sjóðs og bæjar. Vextir voru háir og greiðslu- geta Kópavogs klár. Samt var þetta notað gegn Gunnari af fullum fanta- skap. Pólitískir andstæðingar hans og Fjármálaeftirlitið tóku höndum saman um að fordæma aðgerðina. Málinu var vísað til lögreglu og Gunn- ar neyddist til að segja af sér sem bæj- arstjóri og bæjarfulltrúi. Hann virtist vera kominn á leiðarenda. En það er með Gunnar eins og nafna hans á Hlíðarenda að báðir eru vígamenn. Að vísu er ekki ljóst hvort Gunnar Birgisson nær að stökkva hæð sína í öllum herklæðum. En það er þó víst að enginn sér við honum á vígvelli stjórnmálanna í Kópavogi. Nú hefur hann komið málum þannig fyrir að arftaki hans, Gunnsteinn Sigurðsson, hefur lýst yfir flótta sínum úr pólitík- inni. Milli gráthviðnanna lýsti hann því að gamli bæjarstjórinn hefði grafið markvisst undan sér með áðurnefnd- um afleiðingum. Kópavogsbúar eru aftur á móti alsælir með að fá kónginn sinn aftur. Eftir pólitískt heljarstökk í öllum herklæðum er hann á hraðri leið í leiðtogastólinn aftur. Bæjarstjór- inn hefur snúið til baka úr útlegðinni. GUNNAR Á LEIÐARENDA SPURNINGIN „Ég er allavega jafnmagnaður,“ segir myndlistar- maðurinn Snorri Ásmundsson. Hann hefur gefið út nýja bók sem nefnist „Beauty Swift Generation Revolution“. Snorri telur hana eiga eftir að hafa sterkari áhrif á fólk en Biblían og Kóraninn. ERTU STÆRRI EN JESÚS? „Hún kann ekki að ryksuga.“ n Gissur Gissurarson, fréttamaður á Bylgjunni, um gæði nýrrar kynlífsdúkku sem kynnt var á dögunum. - Bylgjan „Og Njarðvík vann Fjölni, nei, ég skrifaði Fjölni hérna aftur. Njarðvík var að spila við ÍR, að mig minnir, og hafði sigur.“ n Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður, nývaknaður með íþróttafréttirnar í Bítinu. - Bylgj- an „Þetta er bara æðislegt.“  n Hera Björk söng lagið Someday í undankeppni dönsku Eurovision-keppninnar í fyrra og var það kosið besta lagið sem ekki komst í keppnina. - Fréttablaðið „Hann spókaði sig á Kanarí um jólin á meðan landinn var pikkfastur í Icesave-deilum.“ n Frosti Logason, útvarpsmaður, um Sigurjón Þ. Árnason, Icesave-frömuð, sem varð þriðji í kjörinu um skítseiði ársins á X-inu. - X 97,7 „Varnarleikurinn verður að vera betri og stöðugri.“ n Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur í mörg horn að líta fyrir EM. - DV Útibússtjóri nærist á Icesave LEIÐARI Maðurinn sem stýrði útibúi Lands-bankans í London, og þar með Icesave-reikningunum sem falla á okkur núna, var ekki látinn fara eftir að ríkið tók yfir leifarnar. Þvert á móti er hann enn þá við stjórnvölinn í dag, 15 mán- uðum eftir hrun, og er líklega einn launahæsti Íslendingurinn. Til að fullkomna allt dragast launin hans frá eignunum sem eiga að fara upp í Icesave-skuldina, sem þjóðin erfði frá honum og félögum hans. Að því gefnu að menn fái laun um það bil eftir afrakstri verka sinna, getu og tilheyrandi eftirspurn hlýtur Baldvin Valtýsson að vera einn færasti Íslendingur í heimi. Afraksturinn sýnir það reyndar ekki, en miðað við laun hans hlýtur að blunda í honum einhver yfirvofandi snilld sem veldur því að hann heldur stjórnun- arstöðunni, þvert gegn alvarlegum afleiðing- um starfa hans fyrir íslenska ríkið. Fyrir hrun var Baldvin með um 280 millj- ónir í árslaun. Það er meira en vel launaður maður með 500 þúsund króna mánaðarlaun aflar sér á 40 árum. Það voru ekki síst Icesave- reikningarnir sem fjármögnuðu brjálæðis- leg laun útibússtjórans. Hann telur sig reynd- ar hafa verið hlunnfarinn. Fyrir skemmstu lagði hann fram 50 milljóna króna launakröfu á bankann vegna þess að honum þótti hann ekki hafa fengið nóg. Nú situr hann í umboði íslensku þjóðar- innar í byggingu í London sem er látin vera ómerkt vegna skammarinnar sem störf hans og annarra leiddu yfir bankann og þjóðina. Og í hverjum mánuði eru dregnar milljón- ir króna af eigum gamla Landsbankans sem eiga að ganga upp í Icesave-skuldina og þær lagðar inn á reikning mannsins sem stýrði Icesave-reikningunum til hruns. Upplýsingar um laun hans nú eru hins vegar ekki nákvæm- ar. Almenningur hefur ekki aðgengi að þeim upplýsingum, þótt hann muni á endanum greiða launin. Lágmark væri að taka útibússtjórann af blóðmjólkuðum Icesave-spenanum og leyfa honum að lifa á forðabúrinu sem hann fyllti með því sem hann aflaði sér meðal bresks al- mennings og verður endurgreitt af íslenskum almenningi. Jafnvel þótt hann sé tær snilling- ur brjóta áframhaldandi störf hans í bága við verðleika, réttlæti, siðferði, ímyndarsköpun, heilbrigða skynsemi og flest annað sem ein- kennir farsæl fyrirtæki og samfélög. Það skilar hins vegar litlu að áfellast útibús- stjórann. Hann hefur eflaust sömu skýringar og allir aðrir sem tengjast óförum Íslendinga, að ástæðan sé utanaðkomandi. Það er skila- nefndin sem ber ábyrgð á útibússtjóranum. Og á henni ber rauðgræna velferðarríkisstjórnin ábyrgð. Hún getur ekki hlíft þjóðinni við fjár- hagstjóni, en gott siðferði kostar ekkert. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Lágmark væri að taka útibússtjórann af blóðmjólkuðum Icesave-spenanum. BÓKSTAFLEGA 20 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 UMRÆÐA SANDKORN n Spennan vegna prófkjörs sjálfstæðismanna í Kópavogi fer nú vaxandi. Flestir telja nær sjálfgefið að Gunnar Birgis- son, fyrrverandi bæjarstjóri, nái efsta sæti á lista flokks- ins. Jafn- framt hafa menn af því áhyggjur að Gunnar muni ekki fá framsókn- armenn til að samþykkja að hann fái aftur bæjarstjórastólinn. Því er nú horft til annars valkosts varð- andi leiðtoga sem gæti samein- að flokkana tvo. Þar þykir Hildur Dungal, fyrrverandi forstjóri Útlendingastofnunar, vera góður kostur. n Norðlenski skipstjórinn Björn Valur Gíslason þykir hafa fót- að sig vel sem alþingismaður vinstri-grænna. Hann hef- ur verið ófeiminn við að taka sjálfstæða afstöðu og fylgja eft- ir óvinsælum málum. Þannig hefur hann staðið þétt að baki leiðtoga sínum, Steingrími J. Sig- fússyni, og varið samninga ríkis- stjórnarinnar varðandi Icesave. En þetta hefur jafnframt kostað hann óbeit náhirðar Sjálfstæðis- flokksins. Það birtist meðal ann- ars í grein í Mogganum þar sem rifjað var upp 20 ára gjaldþrota- mál sem hann átti aðild að. n Einhverjir hafa ruglað sam- an þingmanninum Birni Vali Gíslasyni og ofurbloggaranum Björgvini Vali Gíslasyni sem vek- ur athygli á þessum mis- skilningi á bloggi sínu. „Ég er ekki viss um að Björn Valur Gíslason hafi ástæðu til að gleðj- ast yfir þessum ruglingi sem kemur helst upp þegar ég skrifa eitthvað sem ekki hæfir sóma- kærum þingmanni. Ég er hvorki sómakær né þing- maður. Þess utan er margt sem greinir okkur að. Björn Valur er mun betur gefinn en ég, hann er sætari en ég, hann er grennri... “ bloggar Björgvin Valur. n Algengt er í dag að útrásar- víkingar flýi Ísland og skrái lögheimili sitt í útlöndum. Ekki er ólíklegt að það sé öðrum þræði til að forðast óþægilega rannsókn. Frægir flóttamenn er Kaupþingsmennirnir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson sem hafa fótað sig í Lúxemborg og London. Sá útrásar- víkingur sem síðast sneri baki við Ís- landi er Jón Helgi Guðmundsson, aðaleig- andi Byko, Krónunnar og Nóa- túns, sem telur hag sínum betur borgið í Lettlandi þar sem hann á miklar eignir. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.