Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Page 24
SKAMMAÐI ZOLA Í VARALIÐSLEIK John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að hann, Frank Lampard og Dider Drogba ráði öllu hjá Chelsea - ekki stjórinn. Árangurinn sé þeim að þakka og samstöðunni hjá leikmönnum. „Það hafa svo margir komið og farið undanfarið og við erum hjarta og sál liðsins,“ segir Terry en Jose Mourinho, Avram Grant, Luiz Felipe Scolari, Guus Hidd- ink og nú Carlo Ancelotti hafa verið við stjórnvölinn hjá Chelsea undanfarin ár. Terry sagði einn- ig að Gianluca Vialli hefði hrósað sér fyrir að skamma Gianfranco Zola í varaliðsleik. „Hann missti boltann og ég öskraði á hann. Sumir leikmenn sögðu mér að ég mætti ekki gera svona en ég spurði á móti hvers vegna ekki. Vialli hrósaði mér mikið fyrir þetta.“ Íslendingaliðið Reading mætir Liverpool í enska bikarnum í kvöld, miðvikudag, í endurteknum leik. Reading náði jafntefli gegn Liver- pool í fyrri leik liðanna á heimavelli Reading, 1-1, þar sem neðri deildar liðið var á löngum köflum töluvert betra en stórliðið frá Bítlaborginni. Reading leikur í næstefstu deildinni í Englandi, eins og flestir vita, en þar eru á mála þrír Íslendingar, þeir Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunn- arsson og hinn ungi Gylfi Þór Sig- urðsson. Sá síðastnefndi, Gylfi Þór, hefur farið á kostum á leiktíðinni eftir að hann náði loks að brjóta sér leið inn í liðið. Hann hefur skorað sjö mörk af vængnum það sem af er, þar af þrjú í desember, en hann var valinn leikmaður desembermánaðar hjá félaginu. Gylfi átti fínan leik gegn Liverpool þegar liðin mættust í fyrra skiptið. Þar aftur á móti skein stjarna miðvarðarins Ívars Ingimarssonar hvað skærast. Hann átti stjörnuleik og náði að halda hinum annars stór- kostlega Fernando Torres hjá Liver- pool í skefjum. Þá átti Brynjar Björn fínan leik í stöðu hægri bakvarðar en Brynjar hefur lítið fengið að spila og er væntanlega á förum frá félag- inu. „Ég var tiltölulega sáttur við jafn- teflið en við hefðum viljað vinna leikinn,“ sagði Gylfi Þór við DV í vik- unni um fyrri leik liðanna. „Það var samt allavega gaman að spila á móti þessum leikmönnum. Það var skrít- ið að spila á móti þeim fyrstu mín- úturnar en það vandist fljótt,“ sagði Gylfi sem ætlar að gera sitt til þess að leggja stórliðið að velli í bikarn- um. „Ég ætla að reyna það. Ég er United-maður þannig að það væri nú ekki leiðinlegt.“ tomas@dv.is Liverpool tekur á móti Reading í bikarnum: ANNAÐ TÆKIFÆRI ÍSLENDINGANNA UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is 24 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 SPORT n Síðasti séns fyrir Íslendinga að sjá strákana okkar í handbolta- landsliðinu áður en þeir halda á EM er í kvöld, miðvikudag. Þá tökum við á móti Portúgal í Laugardalshöllinni í æfingaleik en leikurinn er liður í undir- búningi fyrir Evrópumótið sem hefst hjá Íslandi þann 19. janúar. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og kostar 1.500 krónur inn. Miða er hægt að kaupa á þeirri ágætu síðu midi.is. Gott er að tryggja sér miða sem allra fyrst. n Draumar hornamannsins Þóris Ólafssonar um að leika á Evrópumótinu í Austurríki eru úti eftir að hann meiddist aft- ur á kálfa á æfingu. „Við erum ekki með góð- ar fréttir af Þóri eftir æfinguna í morgun[gær- morgun ]. Ég reikna ekki með hann fari með á EM,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í gær. Þórir hefur verið að leika frábærlega með landsliðinu í undankeppn- inni og skoraði þar 25 mörk í átta leikjum, þar af mikilvægt jöfnun- armark gegn Noregi ytra þegar fáeinar sekúndur voru eftir. n Og meira af meiðslum. Guð- mundur sagði á blaðamanna- fundinum að hann vonaðist til þess að Logi Geirsson yrði með á EM. Hann fær eina æfingu á mið- vikudaginn og svo leikinn gegn Portúgal til þess að sjá hvort hann geti beitt sér að fullu. Sjálfur hefur Logi sagt að hann vilji ekki fara út nema hann sé hundrað prósent maður. Aðrir leikmenn liðsins eru heilir, að sögn Guðmundar. „Sjö, níu, þrettán,“ sagði landsliðsþjálfar- inn og bankaði í borðið. n Íslendingar eru áhugasam- ir um landsliðið, að vanda, og ætlar hópur fólks að fylgja strák- unum okkar í gegnum mótið. Einar Þorvarðar- son, fram- kvæmdastjóri HSÍ, sagði á blaðamanna- fundi í gær að einir 25 einstaklingar yrðu með úti frá upphafi til enda mótsins. Þá væri sambandið búið að redda 70 öðrum miðum sem beðið var um. Einar sagðist enn fremur vongóður um að slatti af Íslendingum yrði á mótinu þar sem til dæmis væri sterkt Íslend- ingafélag í Austurríki. MOLAR Brynjar Björn Lék vel í stöðu hægri bakvarðar í fyrri leiknum gegn Liverpool. „Mér hefur gengið vel og því er ég ánægður með að ég skyldi taka þetta skref,“ segir varnarrisinn með gull- hjartað, Sverre Jakobsson, um dvöl sína hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Grosswallstadt. Sverre sem var kom- inn heim til Íslands og lék með HK á síðasta tímabili fór óvænt aftur út síðastliðið sumar. Hann samdi þá við Grosswallstadt sem vildi upphaflega fá hann í byrjun árs 2010. Þar á bæ snerist mönnum svo hugur og vildu þeir fá Sverre strax. Það hefur marg- borgað sig því Sverre hefur tekið varn- arleik liðsins í gegn og með góðri vörn og besta markverði deildarinnar í ár, Svíanum Matthias Andersen, hefur Grosswallstadt stimplað sig inn sem spútnikliðið í ár. Persónulegur sigur „Við erum með 21 stig núna en liðið fékk alls 26 stig í fyrra,“ segir Sverre, hæstánægður með gengi liðsins. Það situr sem stendur í áttunda sæti sterk- ustu handboltadeildar heims, þýsku deildarinnar. Hjólin byrjuðu að snú- ast aftur í átt að Þýskalandi þegar Fus- che Berlín sýndi honum áhuga. „Það er svo mikið af tilviljunum sem hefur ráðið á mínum ferli. Ég var endanlega kominn heim en þegar fyrirspurnin kom frá Berlín fór áhugi minn á að komast út aftur að aukast. Það var líka þægilegt að vita hvað maður átti að gera. Ég átti bara að koma inn og laga varnarleikinn og stjórna honum,“ seg- ir Sverre og það hefur svo sannarlega gengið eftir. „Varnarleikurinn hefur verið góður og svo hjálpar líka til að vera með Matthias Anderson í mark- inu sem hefur verið bestur í deildinni í ár. Þetta hefur verið persónulegur sigur fyrir mig fyrst þetta hefur gengið svona vel,“ segir Sverre. „Ef við höld- umst heilir ættum við að geta náð sjötta sæti.“ Eiga meira inni Varnarleikur hefur sjaldan verið sterk- asta hlið íslenska landsliðsins. En allt í einu dúkkaði upp þetta líka rosalega miðvarðarpar, Sverre og Ingimundur Ingimundarson, betur þekktur sem Diddi. Varnarleikur liðsins var frábær á Ólympíuleikunum í Peking og hélt áfram að vera sterkur í gegnum und- ankeppni EM sem hjálpaði mikið til þegar liðið var án margra lykilmanna. Ísland lék æfingaleiki gegn Þýska- landi um helgina en þar vantaði ei- lítið upp á vörnina. Sverre tók undir það. „6:0 vörnin var allt í lagi en ekk- ert spes. 5+1 vörnin var samt fín og í raun náum við að snúa leikjunum okkur í hag með henni. Það er gott að eiga 6:0 vörnina inni,“ segir Sverre og hlær við. Það má líkja varnarvinnu Sverres og Didda saman við enskt framherj- apar af gamla skólanum. Einn stór og einn lítill. „Við vegum hvor annan vel upp og vinnum vel saman. Það hefur allavega gengið vel að undanförnu og vonandi verður framhald þar á,“ segir Sverre Jakobsson. Sverre Andreas Jakobsson, varnarsérfræðingur íslenska landsliðsins í handbolta, er í fantaformi þessa dagana. Hann fór óvænt út í atvinnumennskuna aftur í haust þegar hann var fenginn til að stýra varnarleik Grosswallstadt. Þar hefur Sverre blómstrað og verið á meðal bestu varnarmanna þýsku deildarinnar. PERSÓNULEGUR SIGUR RISANS TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Frábær Sverre var magnaður í vörninni á Ólympíuleikunum og undankeppni EM. MYND AFP Var kominn heim Sverre var kominn í HK áður en hann fór aftur út. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.