Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Síða 25
Liverpool tekur á móti Reading í bikarnum:
ANNAÐ TÆKIFÆRI ÍSLENDINGANNA
Michael Schumacher settist um
borð í eins sætis kappakstursbíl í
fyrsta skiptið í langan tíma í vik-
unni. Schumacher var við æfingar
í GP2-bíl á Yerez-brautinni á Spáni
sem hann kannast nú vel við, enda
hefur Ferrari stundað æfingar sín-
ar þar í mörg ár. Schumacher verð-
ur við æfingar á GP2-bílnum fram
að helgi en hann er að koma sér í
gírinn fyrir tímabilið í Formúlunni
sem hefst í mars.
Michael Schumacher sem er
sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1
samdi við lið Mercedes fyrir keppn-
istímabilið en það hét áður Brawn
GP og er ríkjandi heimsmeistari í
greininni. Nýr bíll þeirra Mercedes-
manna verður ekki klár til prófunar
fyrr en í lok mánaðarins og því getur
Schumacher ekki hafið æfingar fyrr.
Í GP2-mótaröðinni keyra allir á eins
bílum og er Schumacher því einn-
ig að gefa af sér í leiðinni. Hann var
beðinn um það af framkvæmda-
stjóra GP2-mótaraðarinnar, Bruno
Michel, að hjálpa til við þróun nýja
bílsins fyrir næsta keppnistímabil.
Sá sem hannar nýja Merced-
es-bílinn er verkfræðisnillingurinn
Ross Brawn sem gerði Brawn GP að
meisturum á síðasta tímabili á sínu
fyrsta ári með liðið. Hann umbreytti
þá Hondabílnum þegar hann
keyptir rústir þess liðs og skellti í
bílinn vél frá Mercedes. Þegar þeir
félagarnir Schumacher og Brawn
störfuðu síðast saman voru þeir
ósigrandi. Alls vann Schumacher
heimsmeistaratitilinn fimm sinn-
um á Ferrari-bíl gerðum af Brawn,
þar af fjórum sinnum í röð á sínum
tíma.
tomas@dv.is
Fyrsta skiptið í langan tíma í kappakstursbíl:
SCHUMACHER SEST UNDIR STÝRI
FLETCHER ER ENN BRJÁLAÐUR Darren Fletcher,
miðjumaður Manchester United, er alveg brjálaður út í Mark Clatten-
burg fyrir að veifa rauða spjaldinu framan í hann í leik gegn Birming-
ham. „Það var búið að brjóta nokkrum sinnum á mér og ég talaði við
Clattenburg. Hann svaraði með hroka og sagði að þetta væri íþrótt fyrir
karlmenn. Þá fór ég harðar í allar tæklingar og viti menn - ég fékk strax
gult. Seinna gula spjaldið var síðan fyrir ekki neitt neitt. Við erum samt
með nógu marga miðjumenn til að koma í minn stað en hættan er að
þeir standi sig of vel þannig ég komist ekki aftur í liðið.“
HICKS LOFAR LEIKMÖNNUM Tom Hicks, annar
eigandi Liverpool, hefur lofað stuðningsmönnum liðsins að hann og
George Gillett muni eyða peningum í sumar. „Skuldir okkar eru viðráð-
anlegar, sjáið bara Man. Utd. Vextir af 200 milljóna punda láni okkar eru
16 milljónir punda. Það ráðum við við. Nýr leikvangur mun breyta öllu
fyrir okkur,“ segir Hicks en þeir félagar þurftu að fresta byggingu nýja
leikvangsins vegnar heimskreppunnar.
„Janúar er erfiður mánuður en ég get lofað því að sumarið verður stórt.
Við þurfum meiri breidd í liðið og munum tækla það í sumar.“
SPORT 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 25
n Miðvörðurinn Sol Campbell
er genginn aftur í raðir Arsenal
í ensku úrvalsdeildinni. Hann
hefur verið samningslaus síð-
an í haust þegar hann hætti hjá
fjórðu deild-
ar félaginu
Notts County
eftir að hafa
aðeins spilað
einn leik með
liðinu. Átti
hann að vera
stoð og stytta
í uppbygg-
ingu þess liðs
sem stendur þó nú á brauðfót-
um vegna bágrar fjárhagsstöðu.
Campbell lék á sínum tíma í
fimm ár með Arsenal en þaðan
kom hann frá erkifjendunum
í Tottenham og er ekki vinsæll
fyrir vikið.
n Arnór Sveinn Aðalsteinsson,
stundum þekktur sem skeið-
arinn, knattspyrnumaður úr
Breiðabliki, fer um næstu helgi
til reynslu
hjá danska
1. deildar fé-
laginu Vejle.
Þetta kom
fram í Morg-
unblaðinu.
Þar kom einn-
ig fram að ekki
væri vitað um
áhuga AaB á
stráknum en þar æfði hann fyrr í
vetur. Arnór hefur verið lykil-
maður í Breiðabliki undanfar-
in ár, leikið ýmist í bakverði, á
kantinum eða á miðjunni. Hann
vann sér inn landsliðssæti fyrir
frammistöðu sína í sumar og fór
með liðinu til Teheran í vetur.
n Karlalið FH í handbolta heldur
sér uppteknu þrátt fyrir langt frí
í boltanum hér heima. Það leikur
á næstu dögum á fjögurra liða
móti í Svíþjóð sem heitir Kurieen
Cup en mótið er haldið í Eskil-
stuna. Ásamt FH leika sænsku
liðin GUIF og Lindesberg, ásamt
norsku bikarmeistrunum, í El-
verum. Nóg verður af Íslending-
um á svæðinu því lið GUIF þjálf-
ar Haukur Andrésson og bróðir
hans, Kristján, leikur með liðinu.
Hjá Elverum er Eyjapeyinn Sig-
urður Ari Stefánsson.
n Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari
Dana í handbolta, segir leik Dan-
merkur gegn Íslandi á EM enda
með jafntefli.
Hann var að
spá í spilin hjá
TV2 en með
Íslandi og
Dönum í riðli
eru Austur-
ríki og Serbía.
„Þeir eru eins
góðir og við og
þessum leik
lyktar með jafntefli,“ segir Wilbek
um leik Íslands og Danmerkur.
Leikir liðanna hafa verið ævin-
týralega jafnir á síðustu árum og
lauk síðasta leik frændþjóðanna
með jafntefli á dramatískan hátt
á Ólympíuleikunum. Það er vægt
til orða tekið þegar sagt er að Wil-
bek hafi tryllst eftir þann leik.
MOLAR
Schumacher Keyrir fyrir Mer-
cedes á næsta tímabili. MYND AFP
Framherjinn Carlos Tevez hjá
Manchester City varð á mánudaginn
fyrsti Argentínumaðurinn til að skora
þrennu í ensku úrvalsdeildinni frá
stofnun hennar. Það sem meira er að
þetta var fyrsta þrennan á nýju ári en
sú áttunda frá því leiktíðin hófst í ág-
úst. Leikmenn deildarinnar hafa ver-
ið duglegri að setja þrennur í ár en í
fyrra en alls voru sex þrennur skoraðar
á síðasta tímabili. Burnley hefur legið
vel við höggi á tímabilinu og fengið á
sig þrjár þrennur. Alan Shearer er lan-
gefstur hvað þrennur varðar og er erfitt
að sjá nokkurn mann slá þrennumet
hans í bráð.
Defoe og Torres á hraðferð
Jermaine Defoe hefur verið einn
skæðasti framherji ensku úrvalsdeild-
arinnar síðustu árin en þrennur hafa
þó vafist fyrir honum. Hann hafði ekki
skorað nema eina fyrir yfirstandandi
tímabil en í ár hefur hann skorað tvær.
Hann er því kominn með þrjár þrenn-
ur eins og Liverpool-maðurinn Fern-
ando Torres, sem siglir hraðbyri upp
listann með þrjár þrennur á tveimur
árum.
Defoe setti þrennu, bæði á Burnley
og Wigan, en það eru þau lið sem hafa
fengið flestar þrennur á sig í ár. Burn-
ley fékk á sig þrjár af þeim átta sem
hafa verið skoraðar og Wigan tvær. All-
ar þrennur nema ein á tímabilinu hafa
verið skoraðar á heimavelli. Wayne
Rooney er sá eini sem skorað hef-
ur þrennu á útivelli, það gerði hann á
Fratton Park, heimavelli Portsmouth,
í 4-1 sigri.
Owen næst metinu
Alan Shearer var iðinn við kolann á
sínum tíma. Þrennumet hans er heilar
ellefu þrennur. Skondið er þó að hugsa
til þess að þær hefðu hæglega getað
orðið mun fleiri. Hann setti níu þrenn-
ur með Blackburn frá 1993-1996 en
aðeins tvær með Newcastle það sem
eftir lifði ferils hans. Næstur honum
kemur Robbie Fowler með níu þrenn-
ur en báðir eru þeir hættir keppni í úr-
valsdeildinni.
Sá sem á hvað raunhæfasta mögu-
leika á að ná meti Shearers er Michael
Owen. Owen raðaði inn mörkunum
með Liverpool á sínum tíma og setti
eina með Newcastle. Hann hefur skor-
að átta þrennur eins og Thierry Henry
en munurinn á þeim er að Owen er
enn að spila í deildinni. Finni Owen
markaskóna á næstunni og haldi þeim
á sér næstu árin gæti hann stimplað sig
inn en til þess verður hann þó að spila.
Owen hefur setið meira og minna á
tréverkinu hjá Ferguson síðan hann
einmitt skoraði þrennu gegn Wolfs-
burg í meistaradeildinni í desember.
FYRSTA
ÞRENNA
ÁRSINS
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Carlos Tevez varð á mánudagskvöldið
fyrsti Argentínumaðurinn til að skora
þrennu í ensku úrvalsdeildinni. Þrennan
var sú fyrsta í úrvalsdeildinni á árinu 2010
en sú áttunda á tímabilinu. Það er tveimur
fleiri en á öllu síðasta tímabili.
Leikmaður Leikur Dagsetning
Jermaine Defoe Tottenham 5 - 1 Burnley 19. ág. 2009
Yossi Benayoun Liverpool 4 - 0 Burnley 12. sept. 2009
Fernando Torres Liverpool 6 - 1 Hull 26. sept. 2009
Robbie Keane Tottenham 5 - 0 Burnley 26. sept. 2009
Aruna Dindane Portsmouth 4 - 0 Wigan 31. okt. 2009
Jermaine Defoe Tottenham 9 - 1 Wigan 22. nóv. 2009
Wayne Rooney Portsmouth 1 - 4 Man. United 28. nóv. 2009
Carlos Tevez Man. City 4 - 1 Blackburn 11. jan. 2010
Þrennurnar átta á tímabilinu
Flestar þrennur í úrvalsdeildinni
n 11 - Alan Shearer (Blackburn 9, Newcastle 2)
n 9 - Robbie Fowler (Liverpool 8, Leeds 1)
n 8 - Thierry Henry (Arsenal) og Michael Owen (Liverpool 7, Newcastle 1)
n 5 - Andy Cole (Newcastle 2, Man. United 3), Ruud van Nistelrooy (Man. United),
Ian Wright (Arsenal)
n 4 - Kevin Campbell (Arsenal 2, Nott. Forest 1, Everton 1), Les Ferdinand (QPR 2,
Newcastle 1, Tottenham 1), Jimmy Floyd Hasselbaink (Chelsea 3, M. Boro 1),
Matthew Le Tissier (Southampton), Teddy Sheringham (Tottenham 2, Man.
United 1, Portsmouth 1), Chris Sutton (Norwich 1, Blackburn 3), Dwight Yorke
(A. Villa 1, Man. United 3).
n 3 - Emmanuel Adebayor, Yakubu, Nicolas Anelka, Tony Cottee, Jermaine Defoe,
Dion Dublin, Robbie Keane, Ole Gunnar Solskjær, Fernando Torres
Fyrsta þrenna Tevez Hann
fagnaði henni með dansi.
Michael Owen Gæti komist á toppinn
fái hann að spila.