Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Page 3
FRÉTTIR 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 3
EIÐUR TAPAÐI
Í HONG KONG
Askar Capital tapaði fjármunum
á fjárfestingaverkefninu Chest-
er Court í Hong Kong, samkvæmt
Bjarka Brynjarssyni, framkvæmda-
stjóra fyrirtækjaráðgjafar bankans.
Fjárfestarnir sem tóku þátt í verk-
efninu töpuðu því einnig fjármun-
um á því, þar með talinn Eiður
Smári Guðjohnsen, knattspyrnu-
maður hjá AS Monaco. Eiður fjár-
festi í Chester Court-verkefninu,
líklega í gegnum einkabanka sinn,
Kaupþing í Lúxemborg, árið 2007.
„Nokkuð gott verkefni“
„Það átti að gera þessa niðurníddu
byggingu að svona millistéttarhúsi
en það er í B-hluta Hong Kong þar
sem fasteignaverð er hátt,“ seg-
ir Bjarki Brynjarsson, en Askar átti
40 prósenta hlut í Chester Court-
verkefninu í gegnum eignarhalds-
félagið Randolph International.
„Þetta var nokkuð gott verkefni.
Markaðurinn var hins vegar far-
inn að hægja á sér þegar þetta var
og við fengum ekki eins mikið fyrir
bygginguna og við höfðum ætlað,“
segir Bjarki og bætir því við að vel
hafi tekist að gera bygginguna upp
og að áhættan í viðskiptunum hafi
ekki verið mjög mikil.
Bjarki segir að Askar hafi tap-
að á fjárfestingunni í verkefninu
en hann vill ekki gefa upp hversu
miklu né hversu hátt verð fékkst á
endanum fyrir bygginguna. „Verk-
efnið var selt, bankinn fékk pen-
inga sína til baka og aðrir hluthaf-
ar fengu sinn skerf af söluverðinu,“
segir Bjarki.
Eiður fékk lánað
fyrir Chester Court
Eiður Smári fjárfesti í Chester
Court-verkefninu um mitt ár 2007.
Heimildir DV herma að hluti við-
skiptavina einkabankaþjónustu
Kaupþings í Lúxemborg hafi fjár-
fest í Chester Court-verkefninu að
áeggjan Kaupþings. Líklegt er Eið-
ur Smári hafi fjárfest í verkefninu
í gegnum sinn ráðgjafa í einka-
bankaþjónustunni í Kaupþingi í
Lúx, Lárus Sigurðsson. Heimildir
DV herma að búinn hafi verið til
sjóður í Kaupþingi í kringum fjár-
festinguna í Chester Court. Hlut-
hafarnir hafi svo átt hlut í sjóðnum.
Í júní árið 2007 sendi Sigurður
Kiernan, starfsmaður Askar sem
stjórnaði Randolph International
Limited, bréf til Kaupþings í Lúx-
emborg og bað um að greiðsla
Eiðs Smára á hlut hans í Chester
Court yrði innt af hendi. Um var að
ræða kröfu upp á rúmar 110 millj-
ónir króna, tæplega 14 milljón-
ir Hong Kong dollara, sem standa
átti skil á til að Eiður lyki við kaup
sín á Chester Court-eigninni. Ekki
er vitað hversu stór hluti þetta var
af heildarkaupverðinu en traustar
heimildir DV herma að Kaupþing í
Lúxemborg hafi fjármagnað hluta
af kaupverðinu þegar Eiður Smári
fjárfesti í Chester Court-verkefn-
inu.
Söluverðið rann beint til
Kaupþings í Lúx
Af þessum sökum runnu þeir fjár-
munir sem Eiður fékk í sinn hlut,
þegar Chester Court-verkefnið var
selt í fyrrasumar, beint í gegnum
reikning Eiðs í Kaupþingi í Lúx-
emborg og til bankans sjálfs. Eiður
Smári skrifaði undir samning við
Askar og Kaupþing í Lúxemborg
í júní í fyrra þar sem þetta sam-
komulag er innsiglað.
Greiðslan sem Eiður fékk fyr-
ir sinn snúð, sem notuð var til að
grynnka á um 800 milljóna króna
skuldum Eiðs við bankann, var
hins vegar ekki nærri því eins há og
sú sem hann lagði til verkefnisins
fyrir þremur árum. Askar greiddi
Eiði Smára rúmlega 3,2 milljónir
Hong Kong dollara, rúmar 52 millj-
ónir króna á þáverandi gengi, um
miðjan ágúst 2009 fyrir hlut hans í
Chester-Court verkefninu.
Ekki er vitað hvort skuldir Eiðs
Smára við Kaupþing vegna þessa
tiltekna fjárfestingaverkefnis hafi
þá talist uppgreiddar eða hvort Eið-
ur skuldar bankanum enn þá vegna
Chester Court. Alveg ljóst er hins
vegar að það fé sem hann fékk
í sinn hlut fyrir bygginguna
í Hong Kong sumarið
2009 fór til Kaupþings.
Skuldar 1.200
milljónir
Upphæðirnar sem hér
um ræðir eru þó ekki
mjög háar þegar litið
er á heildarskuldir Eiðs
sem námu um 1.200
milljónum króna í fyrra-
haust. Eiður mun því
þurfa að halda áfram að
greiða Banque Havilland,
áður Kaupþingi í Lúxemborg, upp
í skuldirnar á næstu árum líkt og
hann og bankinn hafa sammælst
um – greint hefur verið frá því áður
í DV. Ljóst er hins vegar að fjárfest-
ingar hans í Chester Court fóru alls
ekki eins vel og til var ætlast, líkt og
í tilfelli annarra sem fjárfestu í verk-
efninu, og þurftu hluthafarnir að
sætta sig við tap. Í þeim tilfellum
þar sem hluthafarn-
ir töpuðu sínum
eigin fjármun-
um hefur tap-
ið líklega ver-
ið léttbærara
en í tilfelli
Eiðs þar sem
kaupin voru
fjármögn-
uð að hluta
með lánsfé.
Ekki hef-
ur náðst í Egg-
ert Skúlason,
talsmann Eiðs
Smára.
Það átti að gera þessa niður-
níddu byggingu að
svona millistéttarhúsi.
Askar Capital tapaði á fasteignaverkefninu Chester Court í Hong Kong í Asíu. Eiður
Smári Guðjohnsen fékk sömuleiðis minna greitt til baka en hann lagði í verkefnið
árið 2007. Hann tók þátt í Chester Court í gegnum Kaupþing í Lúxemborg.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
n Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður var einn þeirra sem
fengu lán til að taka þátt í fasteignaverkefni Askar í Hong Kong.
Heimildir DV herma að hluti viðskiptavina einkabanka-
þjónustu Kaupþings í Lúxemborg hafi fjárfest í Chester
Court-verkefninu að áeggjan Kaupþings og með
lánum frá þeim. Talið er að Eiður hafi að minnsta
kosti lagt um 110 milljónir króna í verkefnið í
Hong Kong og fengið rúmlega 50 milljónir
til baka. Endurgreiðslan sem Eiður fékk
fyrir sinn snúð var notuð til að grynnka á
um 800 milljóna króna skuldum Eiðs við
Kaupþing, en samtals skuldaði Eiður um
1,2 milljarða króna síðasta haust.
Skuldaði um 1,2 milljarða
n Fasteignaverkefnið Chester
Court snerist um að Askar
keypti fjölbýlishús í Hong
Kong sem var í niðurníðslu og
gerði það upp. Niðurníddu
byggingunni í B-hluta Hong
Kong, þar sem fasteignaverð
er mjög hátt, átti að breyta
í millistéttarhúsnæði með
12 íbúðum og selja það svo.
Askar hafði áður farið í slík
verkefni með góðum árangri. Fasteignamarkaðurinn var hins vegar þegar
farinn að hægja á sér þegar farið var út í verkefnið.
Ýmsir fjárfestar komu svo inn í verkefnið, meðal annars Eiður Smári.
Íslenska efnhagshrunið setti strik í reikninginn og þurfti Askar að selja
bygginguna síðastlið sumar á lægra verði en þeir hefðu viljað. Askar Capital
tapaði á verkefninu, en ekki fæst upp gefið hversu mikið eða hversu hátt
verð fékkst fyrir bygginguna á endanum. Allar íbúðirnar í húsinu voru seldar
til eins og sama aðila.
Ætluðu að gera upp og græða
NEYDD TIL AÐ VERA GIFT
úr hjónabandinu fyrir þessa ungu
konu. Annars vegar að eiginmað-
urinn sættist á málamiðlun eða að
skiptin fari fyrir dómstóla en þá þarf
móðirin að greiða fjárhæð sem hún
á ekki til. Í dag eru því báðar leið-
irnar lokaðar. Hún er einstæð með
börn á framfæri, á atvinnuleysis-
bótum, í leiguíbúð og án meðlags
frá barnsföðurnum. Það er liðið
ár frá því hún vildi losna úr hjóna-
bandinu en hún situr föst.
Fólk er strandaglópar
Jóhann Thoroddsen sálfræðing-
ur finnur einnig fyrir afleiðing-
um hrunsins á þennan máta. „Ég
þekki svoleiðis dæmi þar sem fólk
er flutt í sundur en með allt sameig-
inlegt af því það getur ekki losnað
við eignir,“ segir hann og bætir við
að það geri skilnaðinn ekki betri.
Til hans hefur leitað fólk sem á erf-
itt með að vinna sig út úr skilnaði
eða áfalli vegna þess að það er
fast í viðjum skulda.
„Þetta er í raun áfall á áfall
ofan. Fólk stendur ekki vel fjár-
hagslega í dag ef svo má að orði
komast og hefur jafnvel ekki efni
á að kaupa nýtt húsnæði. Þá þarf
að leigja og leigan er ekki ódýr.
Mér hefur fundist þetta flækja
málin mjög mikið hjá fólki,“
segir Jóhann. „Þegar maður
fer að horfa í andlegu hliðina
þá er erfitt að byrja nýtt líf ef
það gamla er ekki frágengið.
Fólk er strandaglópar í þessu,“
segir Jóhann.
Það er ekki eins og ég geti og
vilji setja mínar skuldir
á hans nafn en hann vill
gera það við mig.