Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Qupperneq 12
Í Búlgaríu og Tékklandi geturðu, þrátt fyrir gengishrun krónunnar, keypt fimm bjóra fyrir þann pen- ing sem einn bjór kostar á Íslandi. Í Tyrklandi og á Spáni færðu tvo bjóra á verði eins á Íslandi en í Noregi er bjórinn allt að helmingi dýrari en hér heima. Þetta miðast við tölur af vefsíð- unni pintprice.com en þær byggja á upplýsingum frá bjórneytend- um um allan heim. Ef bjórverð er dæmigert fyrir verðlag má ljóst vera að hagstæðast er fyrir Íslendinga að fara til landa í austanverðri Evrópu; Búlgaríu, Tékklands, Rússlands, Póllands, Ungverjalands og Króa- tíu en einnig er hagstætt að fara til Portúgal og Kína. Líran líka hrunið Tyrkneska líran er sá gjaldmiðilll sem minnst hefur fallið gagnvart ís- lensku krónunni frá hruni. Líran kostar nú „aðeins“ rúmlega helmingi meira en hún gerði fyrir um tveim- ur árum, áður en krónan hrundi, en hún er, rétt eins og íslenska krónan, hávaxtamynt. Tyrkland er því ef til vill álitlegasti áfangastaðurinn fyrir íslenska ferðalanga í sumar. Raun- ar hefur nígerísk næra fallið heldur minna en Nígería verður seint tal- in vinsæll áningarstaður Íslendinga, þegar horft er til sumarleyfa. DV tók saman til hvaða landa álit- legast er að ferðast, sé mið tekið af því hvernig gjaldmiðlar landanna hafa þróast samanborið við íslensku krónuna. Tyrkland álitlegur áfangastaður Eins og áður sagði hefur krónan fall- ið minnst gagnvart tyrkensku lírunni, eða um 56 prósent á tveimur árum. Sterlingspundið, rússneksa rúblan og suðurkóreskt vonn hafa fallið um 60 prósent á síðustu tveimur árum, gagnvart krónunni. Þar á eftir kem- ur mexíkóskur pesi, pólskt slot og indverks rúpía en þessir gjaldmiðlar hafa fallið um 65 til 66 prósent. Ofantaldir áfangastaðir skera sig nokkuð úr, eins og sjá má á meðfylgj- andi töflu. Jen hækkað mest Þegar horft er á þá gjaldmiðla sem mest hafa hækkað í verði, gagnvart krónunni, sker japanskt jen sig úr. Sá sem keypti gistingu á hóteli í Jap- an fyrir tveimur árum, og þurfti að greiða 10 þúsund krónur fyrir nótt- ina, getur nú gert ráð fyrir því að þurfa að borga rúmlega 21 þúsund krónur. Þetta miðast við fast verðlag en verðbólga í Japan hefur undan- farin ár verið frekar lítil. Verðlag hef- ur því ekki hækkað verulega. Jenið er engu að síður 132 prósentum dýrara en fyrir tveimur árum. Fleiri gjaldmiðlar hafa hækk- að um meira en 100 prósent gagn- vart krónunni á umliðnum tveimur árum. Þannig hefur ástralski dalur- inn hækkað um 100 prósent, svissn- eskur franki um 106 prósent og kín- verskt júan um 107 prósent. Það er því orðið meira en tvöfalt dýrara að ferðast til landa sem hafa þessa gjaldmiðla en var fyrir tveimur árum. Ódýrari dalur Þeir sem fóru utan í fyrra og vilja bera gengi gjaldmiðlanna saman við þann tíma geta huggað sig við það að MAGNINNKAUP Langoftast borgar sig að kaupa mikið magn matvöru í einu og geyma í fyrstinum. Kjöt í skrokkum, fiskur og grænmeti eru dæmi um slíkt. Þú getur sparað verulegar fjárhæðir á því að kaupa matvöru á þeim árs- tímum sem verðið er hagstæð- ast og geyma í frystinum. Skiptu fiski, kjöti og öðrum matvælum niður í hæfilega stóra skammta og pakkaðu hverjum þeirra inn fyrir sig, annars þarftu að þíða meira en þú notar hverju sinni. n Viðskiptavinur með nýjan, bilaðan en nothæfan síma fór með hann í viðgerð í Hátækni. Honum var sagt að leggja símann inn en ekkert yrði gert innan fimm daga. Þá yrði síminn skoðaður. Átján dagar liðu þar til hann fékk að vita að síminn væri tilbúinn. Vodafone, samstarfsaðili Hátækni, hafði sent SMS í rangt númer. n Lofið fær Húsasmiðjan fyrir að selja fullkomna Severin-kaffi- könnu á 13.500 krónur. Sams konar kaffikanna kostar 16.900 í Hagkaup en um 20 þúsund í Byggt og Búið, að sögn viðskiptavinar. Verðmunurinn er nærri 50 prósent. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 194,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,9 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 194,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,2 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 194,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti „EKKI STÖÐUGT EFTIRLIT“ „Það er ekki stöðugt eftirlit með fæðubótarefnum. Þau flokkast und- ir matvæli og eru almennt í frjálsu flæði milli landa,“ segir Jónína Stef- ánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun, spurð hvernig eft- irliti með fæðubótarefnum sé hátt- að. DV hefur undanfarið fjallað ítar- lega um fæðubótarefni. Jónína bendir á að Ísland sé hluti af Viðvörunarkerfi Evrópu (Rasff) og þaðan komi tilkynningar um fæðu- bótarefni sem gerðar hafa verið at- hugasemdir við í Evrópu. Jónína segir að innflytjendum fæðubótarefna og annarra matvæla sé skylt að tilkynna um ný matvæli sem flutt eru til landsins. Hún segir þó aðspurð að eitthvað vanti upp á að þeim reglum sé framfylgt. Heil- brigðiseftirlitið sjái um að fylgjast með markaðnum en ekki sé sér- stakt eftirlit með fæðubótarefnum umfram önnur matvæli. „Eftirlit- ið mætti svo sannarlega efla,“ segir Jónína en hún segist ekki viss um að það verði á næstunni. Hún segir við- urlög við því að tilkynna ekki um ný matvæli ekki ströng. „Það er hægt að veita áminningu og eftir ítrekuð brot er hægt að stöðva dreifingu,“ segir hún. Þess má geta að með breytingu á matvælalögum sem taka gildi 1. mars styrkist eftirlit matvæla frá þremur ríkjum, þar á meðal Band- raíkjunum. „Sífellt aukin áhersla er á það í löggjöfinni að fyrirtækin séu ábyrg fyrir því að vera með örugga vöru,“ segir Jónína. baldur@dv.is BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 12 MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2010 NEYTENDUR LÁNIN LÆKKA Lán á tuttugu milljóna króna íbúðarhúsi lækkar um 62.000 krónur vegna lækkunar vísitölu sem varð nú í janúar. Vísitala neysluverðs, sem stýrir verð- bótum, lækkaði um 0,31 prósent í janúar. Það jafngildir ríflega 60 þúsund króna lækkun á 20 milljóna króna húsnæði. Hag- stofan segir að vegna útsalna hafi verð á fötum og skóm lækk- að um 10 prósent að jafnaði og húsgögn, heimilistæki og fleira um 3,8 prósent. Kostnað- ur vegna húsnæðis hafi lækk- að um 2,9 prósent í mánuðin- um og flugfargjöld til útlanda hafi lækkað um 21,3 prósent. Allt þetta hefur áhrif á vísitölu neysluverðs og hefur leitt til þess að lán fólks lækka lítillega. Þá kemur fram að bensín og dís- ilolía hækkaði um 5,7 prósent í verði og áfengi og tóbak um 6,3 prósent. Þar koma skattahækk- anir ríkisstjórnarinnar til. Best er fyrir Íslendinga að ferðast til Tyrklands, Rússlands eða Póllands ef gengisþróun gjaldmiðla og verð á bjór er lýsandi fyrir verðlag. Dýrast er að fara til Japans og Noregs. Nú er rúmlega helmingi dýrara að kaupa tyrkneska líru en fyrir gengishrunið en líran er sá gjald- miðill sem minnst hefur hækkað í verði undanfarin tvö ár. ALLIR TIL AUSTUR-EVRÓPU KANADA +88% 1,4 BANDARÍKIN +95% 2,0 BJÓRVERÐ ERLENDIS Prósentutalan segir til um hversu mikið gengi gjaldmiðils í viðkomandi landi hefur hækkað gagnvart krónunni frá janúar 2008. Rauða talan segir til um hversu marga bjóra hægt er að fá á verði eins íslensks bjórs. Skylda er að tilkynna um efni sem markaðssett eru í fyrsta sinn: Ekki sérstakt eftirlit Tilkynna ber um ný efni sem fara á markað. Því er ekki alltaf framfylgt. 50–70% 70–90% 90% + Lífið á ströndinni Þeir sem ætla til útlanda í sumar og vilja fara sparlega með fé ættu að leita austarlega í Evrópu að heppilegum áfangastað. Þar er verðlag Íslendingum hagstætt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.