Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Side 15
þeirra sem hafa flosnað upp séu virt. Samtökin fara þess einnig á leit að konur og stúlkur fái vernd gegn kyn- bundnu ofbeldi. Vera hermanna gagnrýnd Ítalski embættismaðurinn Guido Bertolaso, sem fór með yfirstjórn að- gerða eftir jarðskjálftann í L’Aquila í apríl á síðasta ári, hefur gefið hjálp- arstarfi á Haíti falleinkunn. Bert- olaso sagði að aðstoðin væri óskipu- lögð „hégómleg sýning“. Orð sín lét Bertolaso falla í aðdraganda alþjóð- legrar ráðstefnu um uppbyggingu Haítí. Skoðun Guidos Bertolaso, yfir- manns almannavarna á Ítalíu, er að erlend aðstoð á Haítí hingað til hafi einkennst af stjórnleysi og varaði við því að vera bandarísku hermann- anna á Haítí væri ekki að öllu leyti hjálpleg. „Bandaríkjamenn eru framúr- skarandi, en frammi fyrir miklu öng- þveiti eiga þeir til að rugla saman hernaðarlegu inngripi og neyðarað- stoð sem ekki er hægt að treysta her- num fyrir,“ hafði fréttastofa Reuters eftir Bertolaso. „Hégómleg sýning“ „Neyðarástand verður kveikjan að hégómlegri sýningu. Þar ber að fjölda fólks sem æst er í að sýna að þess land sé stórt og mikilvægt,“ sagði Guido Bertolaso einnig. Utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini, brást skjótt við í tilraun til að fullvissa Bandaríkjamenn um að ríkisstjórnin deildi ekki skoðunum Guidos Bertolaso. Frattini sagði að Bertolaso hefði „... ráðist beint gegn Bandaríkjamönnum og alþjóðlegum stofnunum.“ Á fréttamannafundi í Washington sagði Frattini aukinheld- ur að ítalska ríkisstjórnin deildi ekki fullyrðingum með Guido Bertolaso. Hjálparstarf á Haítí hefur sætt gagnrýni fyrir þá sök að allt of lang- an tíma hafi tekið að koma matvæl- um, vatni og skýlum til fórnarlamba skjálftans. Amnesty International vekur í ályktun sinni máls á verkefnum og ábyrgð alþjóðlegra hersveita og frið- argæsluliða á Haítí. Að mati samtak- anna verða mál sem varða ábyrgðar- skyldu þeirra að vera skýr frá upphafi og tryggt að aðgerðir þeirra og fram- ferði sé samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum og virkt ferli á að vera til staðar sem tryggir að þau lög séu virt öllum stundum af öllum að- ilum. FRÉTTIR 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 15 Það er fjöldi vís-bendinga um skjótar aðgerðir man- sala sem svífast einskis. HAÍTÍSK BÖRN Í HÆTTU Yury Luzhkov, borgarstjóri í Moskvu, er ekki þekktur fyrir að draga dul á skoðanir sínar á sam- kynhneigð. Luzhkov sagði í vi- kubyrjun að hann myndi aldrei heimila göngu samkynhneigðra innan borgarmarka Moskvu. Yuri Luzhkov sagði slíkar göngur „djöf- ullegar“ og að þeir sem tækju þátt í þeim ættu refsingu skilda. „Ganga samkynhneigðra … get- ur ekki kallast annað en djöfulleg- ur verknaður,“ sagði Yury Luzhkov á námsráðstefnu á mánudaginn, samkvæmt fréttaveitu Interfax. Luzhkov sagði að slíkar göngur hefðu ekki verið leyfðar í borginni og engin breyting yrði þar á í fram- tíðinni. Sem fyrr segir krafðist Luzhkov þess að þátttakendur í slíkum göngum sættu refsingum og sagði að tími væri kominn til að láta af allri vitleysu um mannréttindi og láta baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra „finna fyrir fullum krafti og réttlæti laganna“. Þrátt fyrir bannið er baráttu- maðurinn Nikolai Alexeyev stað- ráðinn í að standa að göngu sam- kynhneigðra sem áformuð er 29. maí. Yury Luzhkov sagði göngu sam- kynhneigðra fyrst vera djöfullega árið 2007 og uppskar meiðyrðamál- sókn fyrir vikið. Þeir sem höfðuðu málið á hendur honum höfðu ekki erindi sem erfiði. Þrátt fyrir bann hafa verið haldnar göngur sam- kynhneigðra í borginni sem gjarna hafa verið tilefni til árekstra and- stæðra fylkinga. Göngu síðasta árs bar upp á sama dag og Eurovision-söngva- keppnin var haldin í Moskvu og gátu sjónvarpsáhorfendur fylgst með því þegar Alexeyev og bar- áttubræður hans voru á ruddaleg- an máta dregnir inn í lögreglubíla fyrir framan nefið á fréttamönnum. Alexeyev og félagar hans voru síðar sektaðir. kolbeinn@dv.is Borgarstjóri Moskvu fer ekki í grafgötur með skoðun sína á samkynhneigð: „Djöfullegar“ göngur Borgarstjóri Moskvu Samkynhneigðir eru ekki í uppáhaldi hjá Yuri Luzhkov. eftir börn sem engin áreiðanleg skilríki hafi. Samtök á borð við Save the Children hafa krafist þess að ættleiðingar haítískra barna verði stöðvaðar nú þegar. Smyglað inn í Dóminíska lýðveldið Einnig hafa heyrst óstaðfestar frá- sagnir af mansölum sem lokkað hafa börn frá búðum með fyrirheitum um mat og húsaskjól og útlendingum með ill áform sem þykjast vera sjálf- boðaliðar og læknar. Börn hafa horf- ið af spítölum og sagði Margarett Lu- bin hjá Save the Children að engin leið væri að vita hvort þau hefðu ver- ið sótt af foreldrum eða ókunnugum. Að áliti hjálparstofnana standa mansalar, þekktir sem „buscons“, að baki smygli á börnum til Dóm- iníska lýðveldisins. Þangað komin enda börnin í þrældómi, vændi eða í skipulögðum gengjum sem hafa þann starfa að betla. Áður en jarðskjálftinn reið yfir Haítí er talið að fyrrnefndir „bus- cons“ hafi ofurselt 2.000 til 3.000 börn í ánauð. Mannréttindasamtök- in Amnesty International hafa hvatt til þess að börn verði vernduð gegn misnotkun og mansali og að réttindi Haítísk börn í Leogane Öngþveiti á Haítí veldur ótta um örlög munaðar- lausra barna. MYNDIR AFP Bandarískir hermenn að störfum á Haítí Gera ekki mun á hjálpar- starfi og hernaðaríhlutun, segir Bertolaso. Þátttaka Breta ólögleg Michael Wood, einn helsti lög- fræðilegi ráðunautur Breta í aðdraganda innrásarinnar í Írak árið 2003, sagði í gær að hann teldi hernaðaraðgerðirnar þar í landi ólöglegar. Wood, sem var hæst setti lögfræðiráðunautur utanríkis- ráðuneytis Bretlands til ársins 2006, sagði við vitnaleiðslur vegna þátttöku Breta í hernaði í Írak að þátttakan hefði verið háð samþykki Sameinuðu þjóðanna. Wood er þeirrar skoðunar að slík heimild hafi ekki legið fyrir af hálfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamet í atvinnuleysi Efnahagslægðin í Bandaríkj- unum hefur komið sérstaklega illa niður á ungum Bandaríkja- mönnum. Tuttugu prósent blökkumanna á aldrinum 20 til 24 ára eru hvorki í vinnu né í skóla samkvæmt skýrslu sem var birt á þriðjudag. Unglingum gengur áberandi verr að fá atvinnu síðan efna- hagslægðin hófst síðla árs 2007 og í því tilliti farnast ungum blökkumönnum og ungu fólki úr lágtekjufjölskyldum einna verst. Um 26 prósent bandarískra ungmenna á aldrinum 16 til 19 ára höfðu atvinnu síðla síðasta árs, segir í skýrslunni sem var byggð á upplýsingum banda- rísku hagstofunnar. Sú tala hefur ekki verið lægri síðan árið 1948 þegar skráning hófst. Sendinefnd Dalaí Lama í Kína Sendinefnd á vegum Dalaí Lama, útlægs leiðtoga Tíbets, er nú í Beijing til að reyna að blása nýju lífi í samningaviðræður við kínversk stjórnvöld. Samninga- viðræðunum, sem hafa legið niðri í fimmtán mánuði, var hætt eftir að kínversk stjórnvöld sögðu árangur þeirra engan. Einn fulltrúa Dalaí Lama sagði í viðtali við BBC að hugs- anlega bæri það vitni um breytt viðhorf kínverskra ráðamanna ef viðræður kæmust á skrið að nýju. Samskipti Dalaí Lama og Kínverja hafa aldrei verið góð og versnuðu til muna árið 2008 vegna ólgu í Tíbet.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.