Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Síða 25
Egyptaland á enn möguleika á að verða Afríkumeistari þriðja skiptið í röð en liðið lagði firnasterka Kame- rúna í átta liða úrslitum, 3-1.Egyptar mæta erkifjendunum í Alsír í und- anúrslitum á fimmtudagskvöldið á meðan annað mjög sigurstranglegt lið, Gana, mætir Nígeríu. Egyptar lentu undir gegn Kame- rún í átta liða úrslitunum með sjálfs- marki þeirra besta manns, Ahmed Hassan. Hann bætti þó fyrir mistökin og skoraði tvö mörk fyrir sína menn, það þriðja og síðasta var reyndar aldrei mark þar sem boltinn fór ekki yfir marklínuna. Egyptar hafa unn- ið Afríkumótið undanfarin tvö skipti frekar sannfærandi og svo sannar- lega verið besta lið álfunnar. Þeir mæta Alsír í undanúrslitum sem eru svo sannarlega erkifjendur þeirra. Alsír og Egyptaland mættust í svakalegum viðureignum um sæti á Heimsmeistaramótinu í undan- keppni Afríkuliðanna og hafði Alsír sigur í hreint mögnuðum leik þar sem allt ætlaði upp úr að sjóða. Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Gana liði Nígeríu. Nígería sem var á árum áður ein albesta Afr- íkuþjóðin er að koma sterk upp aft- ur og vann sér meðal annars sæti á Heimsmeistaramótinu á dramatísk- an hátt. Gana er þó talið eitt alsigur- stranglegasta liðið, enda uppgangur í knattspyrnunni mikill þar í landi. Til dæmis má nefna að Gana varð síðastliðið sumar heimsmeistari liða undir 20 ára aldri, fyrst Afríkuþjóða til að takast það. Úrslitaleikurinn verður síðan á sunnudaginn en leik- ið verður um bronsið á laugardag- inn. tomas@dv.is Undanúrslit í Afríkukeppninni: EGYPTAR EYGJA ÞANN ÞRIÐJA Í RÖÐ ROONEY ELSKAR SEEDORF Wayne Rooney segir að Clarnece Seedorf, leikmaður AC Milan, sé besti leikmaður sem hann hafi mætt á fótboltavellinum. Manchester United mætir einmitt AC Milan í 16 liða úrslit- um Meistaradeildarinnar. „Seedorf er klárlega sá maður hjá Milan sem ég óttast mest. Hann er trúlega sá besti sem ég hef mætt. Það sem hann gerir inni á vellinum er oft ótrúlegt og það má aldrei skilja hann eftir - ekki eitt sekúndubrot,“ segir Rooney. HARTSON VILL LIFA FYRIR BÖRNIN John Hartson segir að hann sé vonandi kominn yfir það versta í baráttu sinni gegn krabbameininu sem hann hefur verið að glíma við. Hartson sem lék við góðan orðstír hjá fjölda liða í enska boltanum fékk krabbamein í eistun sem breiddist síðan í lungun og í heilann. „Þetta er það erfiðasta sem ég þurft að fást við en vonandi er ég kominn yfir það versta. Ég fór á fund nýlega þar sem ég fékk góðar fréttir og ég grét,“ segir Hartson en hann á þrjú lítil börn og það fjórða á leiðinni. „Ég var í sundi með börnunum mínum og ég áttaði mig á að ég vil lifa. Lifa fyrir þau.“ SPORT 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 25 SIF TIL ÞÝSKALANDS n Sif Atladóttir, miðvörður Ís- lands- og bikarmeistara Vals, er gengin til liðs við Saarbrucken í Þýskalandi. Saarbruck- en leikur í þýsku úrvals- deildinni, eða Bundes- ligunni. Sif gerði samning út tímabil- ið en síðasti leikur liðsins er 8. maí. Missir Sif því af fyrstu tveimur leikjum Vals á næsta tímabili en þangað ætlar hún sér að snúa aftur. „Liðið er í svipuðum styrkleika og þau lið sem maður hefur verið að spila á móti heima undanfarin ár, en það er að styrkja sig nú fyrir seinni hluta mótsins og vonandi gengur það eftir,“ sagði Sif við knatt- spyrnuvefsíðuna Fótbolta.net um vistaskiptin. LANDSLIÐSMAÐUR TIL MEISTARANNA n Íslandsmeistarar KR í körfu- bolta hafa fengið til sín heldur betur góðan liðstyrk. Landsliðs- bakvörðurinn Pavel Ermolinskij hefur samið við Vesturbæjarstór- veldið um að leika með liðinu út tímabilið. Pavel er sem stendur samningsbundinn spænska lið- inu Caceres en hann hefur leikið í atvinnumennsku á Spáni frá því hann var 16 ára gamall. Hann er 23 ára í dag. Gangi allt upp leik- ur Pavel sinn fyrsta leik með KR 4. febrúar gegn liðinu sem fyrir tímabilið var spáð Íslandsmeist- aratitlinum, Grindavík. KR er sem stendur efst í deildinni með 24 stig, hefur tveggja stiga forskot á næstu lið. NADAL ÚR LEIK n Tenniskappinn Rafael Nadal er úr leik á fyrsta risamóti ársins, ástralska meistaramótinu sem fer nú fram í Sydney. Hann neyddist til að hætta keppni í átta manna úrslitum gegn Skotanum Andy Murray sem komst því auðveld- lega inn í undanúrslitin. Hinn 22 ára gamli Murray sem átti frá- bært ár í fyrra var með yfirhönd- ina í leiknum þegar Nadal gafst upp. Murray mætir því Króatan- um Marin Cilic í undanúrslitum. Breskir tennisáhugamenn bíða í ofvæni eins og Murray sjálfur eftir fyrsta risatitli kappans en hann á enn eftir að vinna slíkan þrátt fyrir sigur á mörgum mótum og frá- bært gengi undanfarin ár. JAY-Z HELDUR MEÐ ARSENAL n Þegar rapparinn og pródús- entinn Jay-Z mætti á heimavöll Manchester City í fyrra var því haldið fram að þessi mikli áhrifa- maður í bandarískri tónlistargerð væri stuðningsmaður ríkisbubb- anna í bláa hluta Manchester. Rapparinn hefur nú leiðrétt þann misskilning og gert öllum það morgunljóst að hann heldur með Arsenal. „Ég er ánægður að Ars- enal-menn viti nú að ég styð þá. Það væri gaman að hitta þá alla og sérstaklega Fabregas einhvern tíma yfir hádegisverði og ræða málin,“ segir Jay-Z sem er hvað hrifnastur af spænskum fyrirliða liðsins, Cesc Fabregas. MOLAR NORÐMENN SÍÐASTA HINDRUNIN við spurður um Loga Geirsson og hvort hann væri að spara Loga fyr- ir leikinn gegn Noregi: „Það kem- ur í ljós. Ég vil ekkert segja um það núna.“ Ólafur Guðmundsson var bros- andi út að eyrum eftir leikinn. „Þetta var æðislega gaman og ég var bú- inn að bíða lengi eftir þessu. Ég var kannski fullgraður á tímabili en ég ætlaði bara að sanna mig. Ég var alveg ákveðinn í því,“ sagði Hafnfirðingur- inn ungi við RÚV. Norðmenn síðasta hindrunin Íslendingar eru nú í dauðafæri á að ná sæti í undanúrslitum mótsins og þar með öruggan leik um verð- laun. Til þess þurfa strákarnir að leggja Norðmenn á fimmtudaginn. Verkefni sem liðið getur vel klárað en verður hægara sagt en gert. Nor- egur hefur sjaldan verið með betra lið og hefur leikið vel á mótinu. Það vann Rússana ekki með jafnmiklum mun og Ísland en það verður að taka með í dæmið hvenær liðin mætt- ust. Norðmenn voru með Rússum í riðli á meðan Ísland mætti Rússun- um þegar þeir höfðu að afar litlu að keppa. Norska liðið er stútfullt af frábær- um leikmönnum. Aftastur er mark- vörðurinn Steinar Ege sem leikur með Arnóri Atlasyni hjá FCK í Danmörku. Ege er afar góður markvörður sem getur breyst í einn þann besta í heimi á góðum degi. Annar samherji Arnórs Atlasonar, Erlend Marmelund, er afar öflug skytta sem lék Íslendinga grátt í undankeppni mótsins en þar gerðu liðin tvívegis jafntefli. Í norska liðinu eru einnig tveir stórkostlegir línumenn. Eiginlega tveir af bestu línumönnum heims. Þeir Frank Loke og Bjarte Myrhol en sá síðarnefndi leikur með Rhein- Neckar Löwen, sama liði og Guðjón Valur, Snorri Steinn og Ólafur Stef- ánsson. Þeir eru frábærir bæði í vörn sem sókn. Svo má ekki gleyma nítján marka manninum, sem er „persona non grata“ á Íslandi, Kjetil Strand. Egyptar Hafa unnið keppnina undanfarin tvö skipti. MYND AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.